Fréttablaðið - 12.12.2008, Síða 38
2 föstudagur 12. desember
Sími: 544 2044
Jólagjöfin
hennar í ár!
Mikið úrval af glæsilegum
vörum fyrir öll tækifæri.
Firðinum Hafnarfi rði / Nýtt kortatímabil.
núna
✽ ballið er að byrja...
ERLING EGILSSON, SÖNGVARI OG TEIKNARI
„Ég ætla að klára og skila af mér albúm-artworki fyrir hljómsveitina Villains,
undirbúa DJ-sett fyrir þriðjudaginn á Bungalow8. Svo ætla ég að finna föt fyrir
útgáfutónleika Steed Lord á Club101 26. desember. Svo ætla ég að vera róm-
antískur við Sögu konuna mína og jafnvel hoppa á milli nokkurra klúbba.“
Arnar Gauti á Range Rover
Síðustu vikurnar hefur sést til tísku-
löggunnar Arnars Gauta undir stýri
á kolsvörtum Range Rover sport.
Þar sem Arnar Gauti er yfirleitt
með puttana á púlsinum þá skýtur
þetta pínulítið skökku við því flest-
ir sem eiga svona bíla þurfa hau-
spoka í umferðinni. Nú er bara
spurning hvort þessir bílar
séu komnir aftur í tísku eða
hvort Arnar Gauti hafi eitt-
hvað ruglast?
Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is
Penni Alma Guðmundsdóttir alma@frettabladid.is Forsíðumynd Stefán Karlsson
Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir
sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Þ etta var náttúrulega hell-ings vinna enda býsna marg-
ar blaðsíður,“ segir Snæfríð Þor-
steins sem hannaði bókina Flora
Islandica, en hún hefur margsinn-
is unnið til hönnunarverðlauna
FÍT fyrir verk sín. Eggert Péturs-
son listamaður teiknaði myndirn-
ar í bókinni sem er hvorki meira
né minna en 560 blaðsíður
og er án efa dýrasta bókin í
jólabókaflóðinu í ár, eintak-
ið kostar 75.000 krónur.
„Við byrjuðum á þessu
í sumar og það er mikið
búið að nostra við bók-
ina. Ef maður breytti
smáatriði í texta var
d ag u r i n n f a r-
inn því þá þurfti að fara
í gegnum allar blaðsíðurn-
ar, en það munar alveg um
nokkur hundruð blaðsíður í
tíma. Prentmiðlarinn fylgdi svo
bókinni eftir til Kína þar sem
hún var prentuð svo það er
búið að hugsa um hana eins
og ungabarn,“ segir Snæfríð
og brosir.
„Eggert hugsar þetta sem lista-
verk, enda var hún aðeins prent-
uð í 500 eintökum og verður ekki
endurgerð. Hvert eintak er númer-
að og áritað af Eggerti svo hún er í
fullkomnum hátíðarbúningi,“ segir
Snæfríð og óttast ekki að krepp-
an komi í veg fyrir sölu á bókinni
„Vægi þess að nostrað er við hlut-
ina verður ekkert
minna þótt það kreppi að. Bókin
selst kannski bara á lengri tíma en
hún hefði gert í fyrra og ekki í ein-
hverju græðgiskasti. Þeir sem kaupa
hafa þá raunverulegan áhuga á efn-
inu og það er gott að vita að hún
rati í réttar hendur.“ -ag
Sjálfhverfur Bubbi
Í mánudagsblaði Fréttablaðsins
birtist ljóð Bubba Morthens sem
hann tileinkaði vini sínum heitnum,
Rúnari Júlíussyni. Við
ljóðasmíðarnar dettur
Bubbi ofan í þann pytt
að fjalla aðallega um
sjálfan sig en í
þessum þremur
erindum eru tvö
þeirra eigin-
lega um Bubba
sjálfan.
helgin
MÍN
þetta
HELST
augnablikið
Snæfríð Þrosteins:
Hannaði dýrustu bókina
í jólabókaflóðinu
„Maður vissi að ungir krakkar væru
skapandi, en það kom manni á óvart
hvað þeir gátu gert mikið,“ segir Björn
Ingi Hilmarsson, leikari og meðlimur í
V-Dags samtökunum, um hönnunar-
vinnustofu sem haldin var í Nakta ap-
anum síðastliðinn þriðjudag. Í tilefni af
sextán daga átaki gegn kynbundnu
ofbeldi ákváðu V-Dags samtökin og
Nakti apinn að taka saman höndum
og láta endurhanna V-Dags boli sem
verða seldir í versluninni fyrir jólin og
mun allur ágóðinn renna til neyðarmót-
töku vegna nauðgana.
„Við vildum vekja unga krakka til með-
vitundar um tilvist neyðarmóttökunn-
ar og virkja ímyndunarafl þeirra með
því að gefa þeim lausan tauminn og
leyfa þeim að endurhanna bolina,“
segir Björn Ingi. Hópur ungra og upp-
rennandi hönnuða úr MH og MS kom
á vinnustofuna auk starfsfólks Nakta
apans og stjórnar V-Dagssamtakanna,
þar á meðal var Ragnhildur Gísla-
dóttir tónlistarkona. „Þetta var mjög
skemmtilegt í alla staði og fólk fór á
svo mikið flug að það fóru allir að búa
til boli.“ - ag
NAKTI APINN OG V-DAGS SAMTÖKIN:
Endurhönnuðu boli
TÍSKUSLYS?
Af hverju er ekki hægt að hanna
smekklega búninga handa fólki í
opinberum störfum?
Flott Ragnhildur
Gísla var meðal
þeirra sem hönn-
uðu boli í Nakta
apanum, en þeir
verða seldir í versl-
uninni fram til jóla.
Öflug Snæfríð
Þorsteins hannaði
bókina Flora Is-
landica sem er án
efa dýrasta bókin
í jólabókaflóðinu.
„Eggert hugsar þetta sem listaverk, enda
var hún aðeins prentuð í 500 eintökum
og verður ekki endurgerð. Hvert eintak
er númerað og áritað af Eggerti.