Fréttablaðið - 12.12.2008, Síða 42

Fréttablaðið - 12.12.2008, Síða 42
6 föstudagur 12. desember núna ✽ ítalskur desember... MORGUNMATURINN? Ég elda allt- af hafragraut á morgnana, en ég er heppin ef ég næ að skófla upp í mig tveimur skeiðum því ég er allt- af á fullu að koma syninum í skólann og karlinum í vinnuna. Þá finnst mér voða notalegt að fara á Starbucks í rólegheitum og fá mér cappucino og lesa blöðin. SKYNDIBITINN? Ég hef sem betur fer aldrei verið mikið fyrir skyndi- bita en finnst gott að fá mér Subway þegar ég er á hlaupum – eða súpu- barinn í Trafford Center, þegar ég er þar. RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA? Lít- ill ítalskur fjölskyldurekinn veitingastaður í Bolton. Við förum þangað ansi oft og eigum alltaf frátekið borð. UPPÁHALDSVERSL- UN? Ætli það sé ekki Selfridges í Manchester. Þar er allt til alls og ég er ansi örugg um að finna þar það sem mig vantar. BEST GEYMDA LEYNDARMÁLIÐ? Spilakassinn í bíóinu í Bolton. Þar getum við hjónin eytt löngum stund- um og skemmt okkur konunglega! BEST VIÐ BORGINA? Ætli ég verði ekki að segja vinalegt viðmót íbú- anna. Mér finnst reyndar líka gott hvað Bolton er í raun lítil og róleg, stutt í sveitina en samt sem áður líka stutt í stórborgina Manchester. LÍKAMSRÆKTIN? Ég er með æf- ingaherbergi heima, sem mætti reyndar vera í meiri notkun. Ætli ég fái ekki mína líkamsrækt að mestu með því að hlaupa á eftir fjögurra ára gömlum prakkara og þrífa alltof stórt hús. HVERNIG ER BEST AÐ EYÐA DEGINUM? Ég er heimakær og finnst best að eyða deginum mínum með fjölskyld- unni. Laugardagar eru alltaf skemmtileg- ir, sérstaklega ef Grét- ar á heimaleik. Þá förum við mæðginin á völlinn, með íslenskt nammi í poka, og styðjum okkar lið! BOLTON Manúela Ósk Harðardóttir M argrét Rósa Einarsdóttir, veit-ingakona og staðarhaldari í Iðnó, lætur efnahagsþrengingar ekki stoppa sig. Á dögunum opn- aði hún splunkunýjan veitinga- stað í Lækjargötu 6b sem hún kall- ar Pisa. Hún er ekki óvön því að reka ítalska staði því hún stofn- aði veitingastaðinn Caruso sem lifir enn góðu lífi í Bankastræti og á undan honum rak hún Pisa í Austurstræti. Þegar hún er spurð út í hvernig þetta hafi komið til segir hún að maðurinn hennar hafi keypt húsið að Lækjargötu 6b og afhent henni húsnæðið til að leika sér í. „Maðurinn minn vissi að það væri draumur minn að opna ít- alskan veitingastað og lét mig hafa lyklavöld,“ segir Margrét Rósa. Í leiðinni rættist einnig annar draumur því á efri hæðinni er gistiheimili og því sameinar Pisa þetta allt saman. „Það er svo gaman að gera ítalskan mat og svo skemmir ekki fyrir hvað ég er með frábæra kokka,“ segir hún og nefnir Úlf Uggason, Þorkel Garð- arsson og Allessandro sem sjá um að töfra fram ítalska rétti. Margrét Rósa sá algerlega um að innrétta staðinn eftir eigin höfði og bland- ar hún saman antíkmunum við ís- lenska myndlist. Er ekki glapræði að opna veit- ingastað á tímum sem þessum? „Nei, þetta er ekki slæmur tími til að opna stað sem býður upp á ódýran mat. Á tímum sem þessum, þegar fólk er ekki eins mikið að ferðast, finnst því gaman að fara út að borða í fallegu umhverfi,“ segir hún en á Pisa er hægt að fá bæði huggulegt snarl og þriggja rétta máltíðir. Þegar hún er spurð út í sinn uppáhaldsrétt nefnir hún kjúklingalifrar-mús. „Þetta er reyndar forréttur en með honum er glóðuð bruchetta með kanil, kryddaðri lauksultu og klettasalati.“ - mmj MARGRÉT RÓSA EINARSDÓTTIR LÆTUR EKKERT STOPPA SIG Nýr ítalskur veitingastaður Ævintýrin gerast enn Margrét Rósa Einarsdóttir opnaði hinn ítalska Pisa á dögunum. Staðurinn sérhæfir sig í ódýrum gourmet-réttum. MYND/GVA BORGIN mín FRÍÐA FRÆNKA Í JÓLAGJÖF Ef þig langar að gefa hlut með sál skaltu heimsækja verslunina Fríðu frænku á Vesturgötu. SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is NÝJAR BÆ KUR GAMALT V ERÐ! Forneskja, fornt handverk, huldufólk, heyannir og ættarfylgjur eru aðeins nokkrir þeirra þátta sem fjallað er um í þessari glæsilegu bók Þórðar Tómassonar. Ennfremur er fjallað um fornleifauppgröftinn á Stóru-Borg, kveðskap og margt fleira. Enn eitt eljuverk hins aldna fræðaþular í Skógum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.