Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.12.2008, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 12.12.2008, Qupperneq 50
14 föstudagur 12. desember SNYRTISKÓLI - naglaskóli - förðunarskóli - fótaaðgerðaskóli S N Y R T I -A K A D E M Í A N www.snyrtiakademian.is • Hjallabrekka 1 • sími 553-7900 tíðin ✽ jólaglögg... hik... DÍANA MIST Föstudagur 5. desember: Jólagjöfin er ég... Jólastuðið alltaf í algleymingi. Ákvað að gera svolítið jólalegt í höllinni og gróf eftir músastigunum sem ég föndraði þegar ég var átta ára og setti seríu í gluggann. Eftir þetta var ég komin í svo mikið jólastuð að ég sendi sms á lín- una og heimtaði að vinir mínir færu með mér í glögg. Þegar við vorum komin á staðinn hvarf löngunin í glöggið þegar vinur minn kom með vodka í trönuberjasafa. Auðvitað langaði okkur miklu meira í það. Eftir þó nokkra drykki og annað rugl kíktum við yfir á b5. Þar var piparsveinninn ógurlegi, Sveinn Andri Sveinsson, í stuði, Heiðrún Lind Marteinsdóttir lögmaður, Tinna Ólafsdóttir og Karl Pétur Jónsson, Hanna Stína stjörnuarkitekt og Svana Friðriksdóttir hjá Baugi. Hitti gamlan sleik þegar ég var að labba út af staðnum. Stóðst ekki freistinguna þegar hann bauð mér með sér upp í sumarbústað um miðja nótt... Laugardagur 6. desember: Vaknað í Grímsnesi Eins og það var nú eitthvað huggulegt og rómantísk tilhugsun að keyra með riddara á hvítum hesti út fyrir borgina þá var það ekki alveg eins sjarmerandi í morgunsárið. Tannburstalaus í djammgalla dröslaðist ég fram í eldhús í leit að æti en fann ekkert nema kampavínsflösku. Draumaprinsinn svaf á sínu græna eyra og ég var að velta því fyrir mér hvað ég ætti eiginlega til bragðs að taka. Ég var varla búin að sleppa hugsuninni þegar ég sá bíl koma akandi að sumarbústaðnum og neyddist því til að vekja draumaprinsinn. Hann varð frekar skelfdur, klæddi sig í snatri og hljóp með mig út í bíl. Þegar hann ætlaði að bakka keyrði hinn bíllinn í veg fyrir okkur. Út úr bílnum steig eiginkona hans bandbrjáluð. Ég lét mig sökkva niður í framsætið svo ég þyrfti ekki að horfast í augu við þetta og skyndilega urðu ævintýri næturinnar að engu. Velti því fyrir mér af hverju menn gætu verið svo miklir lúserar... KK OG ELLEN Uppselt er á tvenna aukatónleika KK og Ellenar í Bæjarbíói svo öðrum aukatónleikum hefur verið bætt við sunnudaginn 14. desember. Viðtökurnar hafa verið frábærar svo nú er um að gera að grípa tækifærið og fara á tónleika í notalegri og hlýlegri stemningu í Hafnarfirði. EMILÍANA TORRINI Það seldist strax upp á tónleika Emilíönu annað kvöld, en nú hefur aukatónleikum verið bætt við á sunnudaginn og mun Lay Low hita upp fyrir hana bæði kvöldin. Tvö og hálft ár er liðið síðan Emilíana hélt tónleika á Íslandi síðast. Hvað dreymir þig um að eignast í vetur? Mig langar alveg ofboðslega mikið í hvít/ grásleginn loðfeldsjakka með hettu, nýjan snjóbrettagalla og House of Holland-bol. Hvað keyptir þú þér síðast? Ég keypti mér leðurlíkis gammósíur, en ég tók eftir því í Vogue-blaði um daginn að þær verða alveg í tísku í allan vetur þannig það var best að fjárfesta í einum svoleiðis. Uppáhaldsverslun? Ég var að vinna í All Saints í Kringlunni í smátíma og alveg kolféll fyrir þeirri verslun. Annars fer ég allt- af einu sinni á ári til Köben og þar versla ég mest og þá helst í Urban Outfitters, Flying A, H&M, Topshop, ACNE og Miss Sixty. Uppáhaldsfatamerki? Chanel, Roberto Cavalli, Dolce&Gabb- ana, Anna Sui, Christian Lou- boutini, Mark Jacobs og Bur- berry. Ef ég væri rík frú mundi ég bara ganga í fötum frá þess- um tískuhúsum. Eru einhver tískuslys í fataskápnum þínum? Það leynast einar gull- buxur einhvers stað- ar vel faldar inni í fataskáp. Keypti þær fyrir eitt- hvað diskó- glimmer-partí í sumar og ætla mér aldrei aftur að nota þær. Í hvað myndir þú aldrei fara? Ég mundi aldrei fara í gegnsæjan kjól. Hvaða snið klæðir þig best? Ég er frekar smágerð öll svo að mínu mati klæða aðsniðin föt mig best. Af hvaða líkamsparti ertu stoltust og hvernig und- irstrikar þú það með klæðaburði? Ég hef aldrei pælt í því að klæða mig á ákveðinn hátt til þess að undirstrika einhvern líkamspart sér- staklega. Hvert er skuggalegasta fatatímabilið þitt? Þegar ég var í grunnskóla var ég föst í Stjörnu-fimleikagallan- um mínum. Þessi íþróttagalli var það eina sem ég vildi vera í og ekkert annað nema Nike- íþróttaföt komu til greina. Mjög fyndið tímabil. - ag Lína Ágústsdóttir háskólanemi LANGAR Í LOÐFELDS- JAKKA MEÐ HETTU 1 Hvít skyrta úr Topshop og leður- líkisleggings frá Only 2 Hálskragi frá nýju hönnunarbúðinni KRAKK á Skólavörðustíg. 3 Grár leðurjakki frá All Saints. 4 Gullhálskeðja frá Gi- venchy Paris, gjöf frá ömmu minni. Stjörnuhálsmen frá All Saints, gjöf frá kærastanum. 5 Bláir háhælaðir sat- ínskór frá Carvela, keyptir í London. 6 Kósý stór hettupeysa frá All Saints. Þráinn Skóari Skóbúð • Grettisgata 3 1 3 4 5 2 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.