Fréttablaðið - 12.12.2008, Qupperneq 64
40 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Fyrstu rafljósin voru
kveikt á Íslandi á þess-
um degi árið 1904 að
undirlagi Jóhannesar
Reykdal sem setti upp
fyrstu rafmagnsveituna
í Hafnarfirði. Jóhann-
es hafði áður notað
lækinn í Hafnarfirði
til að knýja trésmiðju,
en hann var mennt-
aður trésmiður og
hafði kynnst virkjunum
þegar hann heimsótti
systur sína í Noregi.
Hann vildi þó nýta
lækinn betur og keypti rafal í Noregi. Þá hóf
hann samstarf við Halldór Guðmundsson, fyrsta
íslenska raffræðinginn, sem var nýkominn úr
námi frá Þýskalandi,
og trésmiðinn Árna
Sigurðsson, sem lagði
raflagnir.
Virkjunin tók til
starfa 12. desem-
ber 1904 og sama
dag voru kveikt ljós
í fimmtán húsum í
Hafnarfirði og kveikt
á fjórum götuljósum.
Meðal þeirra húsa sem
nutu birtunnar voru
barnaskólinn og Góð-
templarahúsið við
Suðurgötu. Jóhannes
lét þó ekki þar við sitja heldur reisti nýja rafstöð
á Hörðuvöllum. Sú rafstöð framleiddi 37 kW sem
var nóg rafmagn fyrir allan Hafnarfjörð.
ÞETTA GERÐIST: 12. DESEMBER 1904
Fyrstu rafljósin kveikt
MERKISATBURÐIR
1901 Marconi-félaginu tekst að
senda útvarpsskeyti yfir
Atlantshafið í fyrsta skipti.
1914 Dow Jones-vísitalan fell-
ur um 24,39 prósent sem
var þá mesta prósentu-
lækkun á einum degi frá
upphafi vísitölunnar.
1947 Björgunarafrekið við
Látrabjarg er unnið og 12
skipverjum úr togaranum
Dhoon er bjargað.
1963 Kenía hlýtur sjálfstæði frá
Bretlandi.
1987 Hótel Ísland er tekið í
notkun.
1990 Gísli Sigurðsson læknir,
sem hafði verið gísl Íraka
í Kúveit í fjóra mánuði,
kemur aftur heim.
Bernharð Laxdal, elsta starfandi kven-
fataverslun landsins, fagnar 70 ára af-
mæli í ár. Verslunin var stofnuð á Ak-
ureyri árið 1938 af Bernharð Laxdal
klæðskera en flutti í Kjörgarð, fyrsta
íslenska stórmarkaðinn, þegar hann
opnaði í kringum 1960.
„Verslunin var á annarri hæð Kjör-
garðs og muna margir eftir rúllustig-
anum upp á efri hæðina en hann var sá
fyrsti sinnar tegundar og þótti merki
um nýja tíma,“ segir Guðrún R. Axels-
dóttir sem keypti verslunina með eig-
inmanni sínum, Einari Eiríkssyni, árið
2001. Hún hafði fram að því verið í
eigu Laxdal-fjölskyldunnar.
„Þetta var stærðarinnar verslun og
ég held að hér hafi um tíma verið í
kringum sjö afgreiðslustúlkur. Lengi
vel var megináhersla á breitt kápuúrv-
al og áttu margar stúlkur fermingar-
kápur úr versluninni, þar á meðal ég,“
upplýsir Guðrún.
Árið 1982 flutti verslunin í þá ný-
byggt húsnæði við Laugaveg 63,
þar sem hún er enn í dag. Enn er rík
áhersla lögð á vandaðar kápur og yf-
irhafnir en auk þess dragtir, spariföt
og almennan klæðnað. Í dag starfa þar
fjórar konur og selja vandaðan kven-
fatnað meðal annars frá þýska fram-
leiðandanum Gery Weber. „Viðskipta-
vinir okkar eru flestir frá 35 ára og
upp úr en þó er allur gangur á því. Við
erum með allt frá mjög litlum upp í
stórar stærðir og fjölbreytt úrval,“
segir Guðrún og bætir því við að á síð-
asta ári hafi verslunin fengið andlits-
lyftingu þegar ráðist var í stækkun og
gagngerar breytingar á innréttingum.
Guðrún segir verslunina eitt af
kennileitum Laugavegarins, ásamt
verslunum á borð við Guðstein og Líf-
stykkjabúðina, og að það sé ánægju-
legt hversu vel þessum verslunum
hafi vegnað.
Vörumerki verslunarinnar hefur
einnig staðist tímans tönn. „Magnús
Pálsson listamaður á heiðurinn að því
en hann var góðvinur Vigdísar Finn-
bogadóttur forseta sem var vinkona
Þyríar Laxdal, fyrrverandi eiganda
verslunarinnar.“ Merkið, sem sýnir
konu í síðri kápu með regnhlíf, er sí-
gilt og klassískt og lýsandi fyrir úrval-
ið í versluninni.
vera@frettabladid.is
BENHARÐ LAXDAL: ELSTA STARFANDI KVENFATAVERSLUN LANDSINS 70 ÁRA
Eitt af kennileitum miðbæjarins
Guðrún R. Axelsdóttir ásamt starfsstúlkunum; þeim Hjördísi, Önnu og Rannveigu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FRANK SINATRA FÆDDIST ÞENN-
AN DAG ÁRIÐ 1915
„Ég ætla að lifa þangað til
ég dey.“
Söngvarinn Frank Sinatra lést
14. maí 1998 tæplega 83 ára
að aldri.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Páll Helgason
frá Kaldárholti,
lést á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu þann 9. desember.
Jarðsett verður frá Árbæjarkirkju laugardaginn
13. desember kl. 14.00.
Þorbjörn Helgi Pálsson Sóley Pálmadóttir
Jóhanna Ósk Pálsdóttir Viðar Þór Ástvaldsson
Anna Lára Pálsdóttir
Ragnheiður Pálsdóttir Þórarinn B. Þórarinsson
Árni Pálsson Elín Grétarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Kristinn Kristbjörn
Bjarnason
bifreiðastjóri, Grundargerði 13, Reykjavík,
er látinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna. Ástvinir þakka vináttu, hlýhug og kærleika.
Aðstandendur.
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ágústína Guðrún
Ágústsdóttir
Fellsmúla 2, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum þann
8. desember.
Gísli Baldur Jónsson
Kristrún B. Jónsdóttir Magnús Sigurðsson
Romeo D. Rosario
Ástkær systir mín og frænka okkar
Vigfúsína Bjarnadóttir
Hrafnistu, Reykjavík,
áður Vífilsgötu 20, Reykjavík,
lést 10. desember. Útför hennar verður gerð frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. desember, kl. 11.
Fyrir hönd annarra ættingja,
Ingibjörg Bjarnadóttir
Elsa Margrét Níelsdóttir
Guðmundur Elías Níelsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafað-
ir, afi og langafi,
Bjarni Sigurðsson
bifreiðastjóri og ökukennari,
Heiðargerði 56, Reykjavík,
er látinn. Útförin auglýst síðar.
Kristín Ólafsdóttir
Fríða Bjarnadóttir Kristín Bjarnadóttir
Ólafur Bergmann Bjarnason Ólafía Aðalsteinsdóttir
afa- og langafabörn.
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
Lára Kristín Sigurðardóttir
Laugateigi 54, Reykjavík,
andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
þriðjudaginn 9. desember. Útför hennar fer fram frá
Bústaðakirkju fimmtudaginn 18. desember klukkan
13.00.
Skúli Þór Magnússon Guðrún Jóhannesdóttir
Árni Magnússon
Jóhanna Magnúsdóttir Óskar Margeirsson