Fréttablaðið - 12.12.2008, Side 72
48 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR
folk@frettabladid.is
> ÁNÆGÐ MÓÐIR
Nicole Richie segir að móðurhlutverk-
ið sé það besta sem hafi komið fyrir
sig. Hin 27 ára Nicole eignaðist sitt
fyrsta barn, dótturina Harlow, með
kærasta sínum Joel Madden í jan-
úar á þessu ári. Hún segir allt
hafa gengið eins í sögu frá því
Harlow fæddist og henni þyki
fátt skemmtilegra en að vera í
fínum fötum og sokkabuxum.
Nicole segist þó hafa þæg-
indin í fyrirrúmi þegar hún
velur fötin á Harlow.
Eins og jafnan á þessum
tíma árs keppast nú blöð,
tímarit og netmiðlar við að
birta lista sína yfir bestu
plötur ársins. Niðurstöð-
urnar eru jafn ólíkar og
miðlarnir eru margir, en sé
litið til heildarinnar skara
sumar plötur fram úr.
1. Fleet Foxes - Fleet Foxes
Gæði kvintettsins Fleet Foxes frá
Seattle spurðust fyrst út á netinu.
Sveitin fékk samning við gamla
gruggmerkið Sub Pop í byrjun árs
og frumraunin sem kom út í júní
þykir gríðarlega vel heppnuð.
Miðað við ungan aldur meðlimanna
þykir bandið gríðarlega þroskað og
fullnægjandi. Tónlistin er róleg og
þéttofin og er gagnrýnendum tíð-
rætt um sterk áhrif frá Beach Boys
og Crosby, Stills, Nash & Young.
2. Bon Iver - For Emma, Forever ago
Bon Iver („Góður vetur“ á frönsku)
er hljómsveitarnafn Justins Vern-
ons. Hann samdi lögin á plötunni
um hávetur í einangruðum sumar-
bústað í Wisconsin þar sem hann
dvaldi sér til heilsubótar. Útkom-
an þykir einstaklega góð og per-
sónuleg.
3. TV on the Radio - Dear Science
Þriðja stóra plata TV on the Radio
frá New York þykir bæði besta
og aðgengilegasta verk sveitar-
innar. Sveitin þykir brúa snyrti-
lega bil tilraunamennsku og
popptónlistar.
4. Lil‘ Wayne - Tha Carter III
Sjötta plata rapparans Lil‘ Wayne
gerði það einstaklega gott á árinu,
uppskar mikið lof og fádæma vin-
sældir miðað við rappplötu. Platan
er mest selda plata ársins í Banda-
ríkjunum og fékk flestar Grammy
tilnefningar, alls átta.
5. Kings of Leon - Only By The Night
Fjórða plata þessa bræðrarokk-
bands frá Tennessee kom út í sept-
ember og hefur verið mjög vinsæl
um allan heim. Þetta er sneisafull
plata af rokkslögurum, en „Sex on
Fire“ og „Use Somebody“ hafa
þegar slegið í gegn.
PLÖTUR ÁRSINS 2008 TILKYNNTAR
FLEET FOXESBON IVER
KINGS OF LEON
Q
1. Kings Of Leon - Only By The...
2. Fleet Foxes - Fleet Foxes
3. Coldplay - Viva La Vida
4. Vampire Weekend - Vampire...
5. Glasvegas - Glasvegas
NME
1. MGMT - Oracular Spectacular
2. TV On The Radio - Dear Science
3. Glasvegas - Glasvegas
4. Vampire Weekend - Vampire
Weekend
5. Foals - Antidotes
Uncut
1. Portishead - Third
2. Fleet Foxes - Fleet Foxes
3. TV On The Radio - Dear Science
4. Bon Iver - For Emma, Forever Ago
5. Vampire Weekend - Vampire...
Mojo
1. Fleet Foxes - Fleet Foxes
2. The Last Shadow Puppets - The
Age Of The Understatement
3. Paul Weller - 22 Dreams
4. Bon Iver - For Emma, Forever Ago
5. Nick Cave & The Bad Seeds - Dig,
Lazarus, Dig!!!
Guardian
1. Bon Iver - For Emma, Forever Ago
2. Amadou and Mariam - Welcome
to Mali
3. Elbow - The Seldom Seen Kid
4. Glasvegas - Glasvegas
5. Kings of Leon - Only by the Night
Times
1. Fleet Foxes - Fleet Foxes
2. Cut/Copy - In Ghost Colours
3. Paul Weller - 22 Dreams
4. Nick Cave and the Bad Seeds
- Dig!!! Lazarus Dig!!!
5. Bon Iver - For Emma, Forever Ago
Rolling Stone
1. TV on the Radio - Dear Science
2. Bob Dylan - Tell Tale Signs — The
Bootleg Series Vol. 8
3. Lil Wayne - Tha Carter III
4. My Morning Jacket - Evil Urges
5. John Mellencamp - Life, Death,
Love and Freedom
Stereogum
1. Fleet Foxes - Fleet Foxes
2. TV On The Radio - Dear Science
3. Bon Iver - For Emma, Forever Ago
4. Vampire Weekend - Vampire...
5. Deerhunter - Microcastle
Paste
1. She & Him - Volume One
2. Sigur Rós - Með suð í eyrum við
spilum endalaust
3. Vampire Weekend - Vampire
Weekend
4. Bon Iver - For Emma, Forever Ago
5. Okkervil River - The Stand Ins
Blender
1. Lil’ Wayne - Tha Carter III
2. Girl Talk - Feed The Animals
3. TV On The Radio - Dear Science
4. Metallica - Death Magnetic
5. Hot Chip - Made In The Dark
Amazon.com
1. Kings of Leon - Only by the night
2. Santogold - Santogold
3. Fleet Foxes - Fleet Foxes
4. Lay it down - Al Green
5. Adele - 19
Time
1. Lil’ Wayne - Tha Carter III
2. TV On The Radio - Dear Science
3. Metallica - Death Magnetic
4. Girl Talk - Feed The Animals
5. Vampire Weekend - Vampire
Weekend
New York Magazine
1. Lil Wayne - Tha Carter III
2. TV on the Radio - Dear Science
3. Bon Iver - For Emma, Forever Ago
4. Portishead - Third
5. Hercules & Love affair - Hercules &
Love affair
ÞEIR BESTU
Þessar fimm sveitir og listamenn
skara fram úr í árslitauppgjörum
erlendra miðla. Enn sem komið
er því ekki eru öll kurl komin til
grafar.
LIL WAYNE TV ON THE RADIO
Fyrsta plata rokksveitarinnar Pearl
Jam, Ten, verður endurútgefin í fjórum
mismunandi útgáfum 24. mars á næsta
ári. Síðan platan kom út árið 1991 hefur
hún skipað sér sess sem ein sú besta í
rokksögunni og bíða því margir spennt-
ir eftir þessum útgáfum.
Fyrsta endurútgáfan nefnist Legacy
Edition og er tvöföld. Fyrri diskurinn
hefur að geyma upprunalegu plötuna
en hljómgæðin eru meiri en áður og á
síðari disknum er platan bæði endur-
hljóðblönduð af upptökustjóranum
Brendan O´Brien og hljómgæðin meiri.
Á disknum eru einnig sex aukalög:
Brother, Just A Girl, State of Love and
Trust, Breath and Scream, 2000 Mile
Blues og Evil Little Goat.
Önnur endurútgáfan nefnist Deluxe
Edition. Á henni er allt sem er á Legacy
Edition auk DVD-mynddisks með óraf-
mögnuðum MTV-tónleikum Pearl Jam
frá árinu 1992 sem hafa aldrei áður
verið gefnir út.
Þriðja útgáfan kallast Vinyl Collect-
ion. Henni svipar til Legacy-útgáfunnar
nema hvað engin aukalög fylgja með og
hún er vitaskuld á vínil.
Stærsta útgáfan af öllum, Super
Deluxe Edition, hefur að geyma allt úr
hinum útgáfunum auk tónleika frá árinu
1992 sem voru teknir upp í Seattle,
heimaborg Pearl Jam. Einnig fylgir með
eintak af Momma-Son, upprunalegri
demó-kassettu með lögunum Alice, Once
og Footsteps. Að auki fylgir með bók
með textum söngvarans Eddie Vedders,
ljósmyndum og fleiri varningi.
Þessar endurútgáfur eru upphafið að
fleiri slíkum útgáfum á næstu árum, allt
fram að tvítugsafmæli Pearl Jam árið
2011.
Fjórar endurútgáfur af Ten
PEARL JAM Fyrsta plata rokkaranna í Pearl Jam,
tímamótaverkið Ten, verður endurútgefin í
mars á næsta ári.
Léttöl
PILSNER Drukkinn í 91 ár
G
ot
t
fó
lk
Það er ekki að ástæðulausu að sumt stenst tímans tönn.
Íslendingar hafa haldið tryggð við Egils Pilsner í blíðu jafnt
sem stríðu í tæpa öld, þökk sé hressandi bragði og hagstæðu verði.
Endurnýjaðu kynnin við ölið sem Íslendingar hafa drukkið allar götur síðan 1917.
Auglýsingasími
– Mest lesið