Fréttablaðið - 12.12.2008, Síða 76

Fréttablaðið - 12.12.2008, Síða 76
52 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR KLUKKAN TIFAR. ÞEGAR HÚN STÖÐVAST ER TÍMA OKKAR Á JÖRÐINNI LOKIÐ! HEIMSFRUMSÝNING! EKKERT GETUR UNDIRBÚIÐ ÞIG FYRIR NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 12 12 7 16 L 12 THE DAY THE EARTH... kl. 6 - 8 - 10 FOUR CHRISTMASES kl. 8 - 10 QUANTUM OF SOLACE kl. 6 12 7 12 THE DAY THE EARTH... D kl. 5.40 - 8 - 10.20 THE DAY THE EARTH... LÚXUS D kl. 5.40 - 8 - 10.20 FOUR CHRISTMASES kl. 4 - 6 - 8 - 10 ZACK & MIRI MAKE A PORNO kl. 5.45 - 8 - 10.15 IGOR kl.3.45 QUANTUM OF SOLACE kl. 5.30 - 8 - 10.30 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 12 7 16 12 14 THE DAY THE EARTH... kl. 5.40 - 8 - 10.20 FOUR CHRISTMASES kl. 6 - 8 - 10 APPALOOSA kl. 8 - 10.30 QUANTUM OF SOLACE kl. 5.30 - 8 -10.30 REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 5.40 5% 5% SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000 12 16 16 12 THE DAY THE EARTH... kl. 5.40 - 8 - 10.20 SAW 5 kl. 6 - 8 - 10 ZACK & MIRI MAKE A PORNO kl. 5.50 - 8 - 10.10 QUANTUM OF SOLACE kl. 5.30 - 8 - 10.20 500kr. 500 kr. AÐEINS EMPIRE ÞÚ MUNT ALDREI TRÚA ÞVÍ HVERNIG ÞETTA ENDAR! ÁLFABAKKA SELFOSS AKUREYRI KEFLAVÍK KRINGLUNNI SparBíó 550kr Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ APPELSÍNUGULU THE DAY THE EARTH STOOD kl. 6D - 8D - 10:20D 12 CITY OF EMBER kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 7 TWILIGHT kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 4D - 6 L MADAGASCAR 2 m/Ensku tali kl. 4 - 8 - 10:20 L BODY OF LIES kl. 8 - 10:30 16 BODY OF LIES kl. 5:30 - 8 - 10:30 VIP HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 3:40 - 5:50 síð sýn. L TWILIGHT kl. 6 - 8 - 10:30 12 CITY OF EMBER kl. 4 - 6 - 8 - 10:30 7 MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 4 - 6 L MADAGASCAR 2 m/Ensku tali kl. 8:30 L W kl. 10:10 12 FERÐIN TIL TUNGLSINS 3D kl. 4(3D) L DIGITAL DIGITAL DIGITAL DAY THE EARTH... kl. 8 - 10:10 12 MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 6 L NIGHTS IN RODANTHE kl. 8 L NICK AND NORAH’S... kl. 10 L IGOR m/ísl. tali kl. 6 (kr.500) L CITY OF EMBER kl. 8 - 10:20 7 TWILIGHT kl. 8 12 MADAGASKAR 2 m/ísl. tali kl. 6 L MADAGASKAR 2 m/Ensku tali kl. 6 PASSENGERS kl. 10:20 16 TWILIGHT kl. 8 - 10:30 12 PRIDE AND GLORY kl. 8 16 TRAITOR kl. 10:30 12 MADAGASCAR 2 m/ísl. tali kl. 6 L IGOR m/ísl. tali kl. 6 (kr.500) L BODY OF LIES Sýnd 15,16,17,18.Des. kl. 10:20 í síð. sinn 16 ★★★★ EMPIRE FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND KLUKKAN TIFAR OG ÞEGAR HÚN STÖÐVAST ER TÍMA OKKAR Á JÖRÐINNI LOKIÐ! kr. 850 NÝTT Í BÍÓ - bara lúxus Sími: 553 2075 SAW 5 kl. 8 og 10 16 FOUR CHRISTMASES kl. 4, 8 og 10 7 MADAGASCAR 2 kl. 4 og 5 L ZACH AND MIRI MAKE A PORNO kl. 8 16 PRIDE AND GLORY kl. 10 16  S.V – MBL. LEIKURINN HELDUR ÁFRAM... Johnny and the Rest er fjögurra manna sveit úr Reykjavík sem spilar rafmagnaðan blús. Þeir félagar hafa náð góðum tökum á forminu og eru hér mættir með sína fyrstu plötu sem er 12 laga og 52 mínútur að lengd. Þetta er gam- aldags rokkblús og það er greini- legt að þeir félagar hafa legið yfir 60’s og 70’s sveitum. Eins og oft vill vera með blúsinn þá eru þetta mest gamlir frasar sem eru hitað- ir upp enn og aftur. Strákarnir gera þetta vel og þetta er ágæt plata, en næst væri gaman að hrista aðeins upp í frösunum og koma með eitthvað nýtt inn í mixið. Sökudólgarnir eru líka blúsaðir, en þeir spila léttara og poppaðra afbrigði og eru undir áhrifum frá enn eldri tónlist eins og rokkabillý. Sveitin er leidd af Ísfirðingnum Skúla Þórðarsyni sem semur lög og texta, syngur og spilar á gítar. Líf & fjör er fimm laga, 18 mín- útna gripur sem kemur í brúnum bréfpoka. Flott hönnun. Skúli er nokkuð efnilegur og á örugglega eftir að gera betri hluti í framtíð- inni heldur en þessa plötu. Líf & fjör er fyrst og fremst lítið demó frá nýrri sveit – meinlaust, en engan veginn eftirminnilegt. Menn ársins eru af allt öðru sauðahúsi. Þeir hafa verið starf- andi í þrjú ár, en meðlimirnir hafa allir töluverða reynslu úr ólíkum hljómsveitum. Þeir spila popp, vandað og fullorðins, en lögin eru mjög lituð af höfundunum tveim- ur. Lög Sváfnis Sigurðarsonar eru dramatískari að uppbyggingu og textarnir hans eru á íslensku. Lög Haraldar Vignis Sveinbjörnssonar eru einfaldari og rokkaðari og hans textar eru á ensku. Tónlistar- lega virkar þessi tvöfaldi persónu- leiki sveitarinnar bara vel og skil- ar fjölbreyttri plötu. Bæði Sváfnir og Haraldur eru ágætir lagasmið- ir. Fín frumsmíð, vel unnin og vex við frekari spilun. Trausti Júlíusson Þrjár efnilegar sveitir TÓNLIST Johnny and the Rest Johnny and the Rest ★★★ Johnny and the Rest spilar gamaldags rafmagnaðan rokkblús og hefur náð góðu valdi á forminu. TÓNLIST Menn ársins Menn ársins ★★★ Fagmennska og fínar lagasmíðar einkenna Menn ársins. Plata sem vex við frekari spilun. TÓNLIST Líf & fjör Sökudólgarnir ★★ Sökudólgarnir spila popp með blús og rokkabillý-áhrifum. Ekki slæm plata, en óeftirminnileg. Stígamót standa fyrir tösku markaði um helgina í fjáröflunarskyni. Meðal þess sem boðið er upp eru töskur Bjarkar Guðmunds- dóttur og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. „Hér er bara allt að fyllast af unaðslegum veskjum og töskum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, sem um helgina stend- ur fyrir fjáröflun með töskumark- aði til styrktar starfi samtakanna úti á landsbyggðinni. „Við ákváðum að mæta fólki sem kemst ekki til okkar og erum nú komnar með aðstöðu á Selfossi, í Vestmanneyjum, Grundarfirði, Borgarfirði og á Austfjörðum. Zonta-konur söfnuðu sjö milljón- um fyrir okkur í ár, en nú þurfum við að safna meiri peningum til að geta haldið starfseminni gang- andi,“ segir Guðrún. „Við höfum til dæmis fengið gef- ins veski frá Prada og Gucci. Björk Guðmundsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstýra, Silvía Nótt og Bjargey Ingólfsdóttir lista- kona gáfu okkur töskur og Stein- grímur J Sigfússon gaf okkur skjalamöppu úr selskinni, áritaða af honum sjálfum,“ útskýrir Guð- rún og segir töskurnar flokkaðar eftir gæðum á markaðnum sem verður opinn frá klukkan 12 til 18 bæði laugardag og sunnudag. „Það verður prúttmarkaður í kjall- aranum, en það verður uppboð á dýrustu og sögulegustu töskunum sem lýkur klukkan 15 á laugardag. Í einni töskunni mun til dæmis leynast óbirt ljóð eftir Gerði Kristnýju og í annarri verður gjafabréf upp á afmælisköku sem ég baka og kem með heim til við- komandi kaupanda á afmælisdegi hans,“ bætir hún við og brosir.„Nú stendur bara eftir að selja töskurn- ar svo við þurfum ekki að skera niður þjónustuna sem við erum að bjóða upp á úti á landi, því fólk alls staðar að á landinu þarf á aðstoð að halda,“ segir Guðrún og vonast til að sjá sem flesta á markaðnum á Hverfisgötu 105 um helgina. alma@frettabladid.is Taska Bjarkar á uppboði TÖSKUMARKAÐUR STÍGAMÓTA Nokkrir landsþekktir einstaklingar hafa gefið töskur sem verða seldar á uppboði á töskumarkaði Stígamóta um helgina að Hverfisgötu 105. Guðrún Jónsdóttir segir allt vera að fyllast af töskum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Önnur plata pönkrokkaranna í Gavin Portland, IV: Hand in Hand with Traitor - Back to Back with Whores, kemur ekki út fyrir jólin eins og vonir stóðu til um. Arnar Már Ólafsson, bassaleikari sveitarinnar, segist ekki hafa hugmynd um hvenær platan komi út og kennir efnahagsástandinu um. „Það er allt í óvissu út af ástandinu. Hún er í útlöndum enn þá og við þurfum bara að finna út hvernig við ætlum að leysa hana út,“ segir hann. „Það á eftir að greiða hluta hennar og við erum að ákveða hvernig sé best að tækla það. Hún er búin að margfalda sig í verði.“ 12 tónar gáfu fyrir tveimur árum út síðustu plötu Gavin Portland, hina rómuðu III: View of Distant Towns, en óvíst er hvort fyrirtækið gefi út nýju plötuna. Upptökur á henni fóru fram í Massachusetts í Bandaríkjunum í ágúst sem Kurt Ballou, eigandi Godcity-hljóðversins, stjórnaði. Ballou er jafnframt gítarleikari harðkjarnasveitarinnar Converge. „Hún er harðari en hin platan,“ segir Arnar um nýju plötuna, sem hann vonar innilega að komi út á næsta ári. - fb Kreppan stöðvar pönkara GAVIN PORTLAND Óvíst er hvenær næsta plata rokkaranna í Gavin Portland kemur út.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.