Fréttablaðið - 12.12.2008, Side 78
54 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
Körfuknattleikskonan Birna Valgarðsdóttir hjá Keflavík hefur
verið sjóðandi heit upp á síðkastið og nú skorað yfir þrjátíu stig
í fjórum leikjum í röð með Íslandsmeisturunum, þremur leikj-
um í Iceland Express-deildinni og einum í Subway-bikarnum.
Birna hefur jafnan verið þekkt í gegnum tíðina sem ein fremsta
þriggja stiga skytta deildarinnar og íslenska landsliðsins en upp á
síðkastið hefur hún verið að sinna nýju hlutverki hjá Keflavík.
„Jonni [Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur]
vaknaði bara upp einn góðan veðurdag og ákvað að láta
mig spila undir körfunni í stað þess að vera fyrir utan
í skotbakvarðastöðunni eins og vanalega. Þetta hefur
samt gefist bara nokkuð vel hingað til og vonandi
heldur það bara áfram. Það er alla vega gaman að
fá að prófa þessa stöðu en ég vil nú meina að
ég sé ekki með neinar svaka hreyfingar inni í
teignum,“ segir Birna og hlær við.
Keflavík er í þriðja sæti deildarinnar sem
stendur en sýndi sannkallaði meistara-
takta í 62-90 stórsigri á KR á dögunum.
„Á okkar degi getum við verið alveg þvílíkt gott lið en við erum
stundum sjálfum okkur verstar og spilum þá alveg hörmulega.
Mér finnst samt vera mikill stígandi í okkar leik upp á síðkastið
og mórallinn í liðinu er frábær og einhvern veginn allt jákvætt
í kringum liðið. Við lentum reyndar í smá meiðslavandræðum
en þá þjöppuðum við okkur bara saman og fleiri leikmenn
fóru að axla ábyrgð. Ég held að þetta sé bara allt að
smella saman og þær breytingar sem gerðar hafa verið
á leikskipulaginu eru smátt og smátt að skila sér.
Svava [Ósk Stefánsdóttir] hefur til að mynda staðið sig
frábærlega í leikstjórnandahlutverkinu og þetta er allt
að hallast í jákvæðu áttina hjá liðinu,“ segir Birna.
Birna telur annars Iceland Express-deildina vera
afar jafna skemmtilega í ár.
„Deildin í ár er mjög skemmtileg og ef til vill
jafnari en í fyrra. Núna virðast allir geta unnið alla
og það þarf að hafa virkilega fyrir hverjum einasta
sigri og það er bara mjög jákvætt finnst mér,“ segir
Birna að lokum.
BIRNA VALGARÐSDÓTTIR: HEFUR SPILAÐ FRÁBÆRLEGA Í NÝJU HLUTVERKI HJÁ KEFLAVÍK UPP Á SÍÐKASTIÐ
Er nú ekki með neinar svaka hreyfingar í teignum
> Blikar á leið til WBA
Tveir af efnilegri leikmönnum knattspyrnuliðs Breiðabliks,
Finnur Orri Margeirsson og Guðmundur
Kristjánsson, héldu í morgun til Englands
þar sem þeir eru á leið til enska úrvals-
deildarfélagsins WBA. Þar verða þeir til
reynslu í vikutíma. WBA veitir ekki af
aðstoð enda situr liðið í neðsta sæti
ensku úrvalsdeildarinnar með tólf
stig eftir sextán leiki. Verður áhuga-
vert að sjá hvort Blikastrákarnir
nái að slá í gegn hjá félaginu.
N1-deild karla:
Valur-FH 29-20 (12-11)
Mörk Vals (skot): Baldvin Þorsteinsson 9 (12),
Arnór Þór Gunnarsson 7/3 (10/3), Elvar Friðriks
son 3 (8), Hjalti Gylfason 3 (3), Heimir Örn Árna
son 2 (9), Hjalti Pálmason 1 (5), Ingvar Árnason
1 (3), Markús Máni Michaelsson 1 (6), Orri Freyr
Gíslason (2), Sigfús Páll Sigfússon (3).
Varin skot: Ólafur H. Gíslason 15 (35/1) 43%,
Ingvar Guðmundsson 1 (1).
Hraðaupphlaup: 16 (Baldvin 7, Hjalti G. 3, Elvar
2, Markús, Ingvar, Heimir, Arnór).
Fiskuð víti: 3 (Hjalti P., Heimir, Ingvar).
Utan vallar: 8 mín.
Mörk FH (skot): Jónatan Jónsson 4 (4), Aron
Pálmarsson 4 (11), Guðmundur Pedersen
3/1 (7/1), Sigurður Ágústsson 3 (4), Örn Ingi
Bjarkason 2 (9), Reynir Jónasson 1 (3), Jón Helgi
Jónsson 1 (1), Hjörtur Hinriksson 1 (2), Ólafur
Guðmundsson 1 (11).
Varin skot: Magnús Sigmundsson 13 (51/2 )
25%.
Hraðaupphlaup: 5 (Guðmundur, Hjörtur, Örn,
Ólafur, Aron).
Fiskuð víti: 1 (Guðmundur).
Utan vallar: 6 mín.
Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson,
arfaslakir.
HK-Akureyri 25-21 (14-10)
Mörk HK: Valdimar Þórsson 8, Gunnar Jónsson
5, Ásbjörn Stefánsson 4, Ragnar Njálsson 3, Einar
Ingi Hrafnsson 2, Ragnar Hjaltisted 1, Sigurgeir
Árni Ægisson 1, Jón Björgvin Pétursson 1.
Mörk Akureyrar: Jónatan Þór Magnússon 10/5,
Hreinn Hauksson 3, Hörður Fannar Sigþórsson
3, Andri Snær Stefánsson 2, Anton Rúnarsson 2,
Þorvaldur Þorvaldsson 1.
Víkingur-Haukar 22-25 (12-16)
Mörk Víkings: Sverrir Hermansson 5, Einar Örn
Guðmundsson 4, Þröstur Þráinss. 4, Sveinn
Þorgeirsson 3, Davíð Georgssson 2, Hreiðar
Haraldsson 2, Davíð Ágústsson 1, Hjálmar Þór
Arnarson 1.
Mörk Hauka: Elías Már Halldórsson 7, Einar Örn
Jónsson 4, Gísli Jón Þórisson 3, Kári Kristján
Kristjánsson 3, Andri Stefan 2, Gunnare Berg
Viktorsson 2, Stefán Rafn Sigurmannsson 2, Freyr
Brynjarsson 1, Arnar Jón Agnarsson 1.
Subway-bikar karla:
ÍR-Tindastóll 69-56
Stig ÍR: Hreggviður Magnússon 31, Ómar Sævars
son 11 (14 frák.), Steinar Arason 11, Sveinbjörn
Claessen 7, Eiríkur Önundarson 6, Davíð Fritzson
2, Þorsteinn Húnfjörð 1.
Stig Tindastóls: Helgi Rafn Viggósson 18 (13
frák.), Ísak Einarsson 17, Svavar Birgisson 15,
Sören Flæng 3.
Keflavík-Höttur 107-58
Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson
17, Gunnar Stefánsson 16, Sigurður Gunnar
Þorsteinsson 14, Sverrir Þór Sverrisson 11 (6
stoðs.), Jón Hafsteinsson 9, Jón Gauti
Jónsson 9, Vilhjálmur Steinarsson 9, Guðmundur
Gunnarsson 6, Almar Guðbrandsson 5, Þröstur
Leó Jóhannsson 5, Eldur Ólafsson 4, Elvar Þór
Sigurjónsson 2.
Stig Hattar: Jerry Cheves 23, Brian Hill 15, Svein
björn Skúlason 6, Sturla Höskuldsson 6, Ragnar
Ólafsson 4, Hafliði Magnússon 2, Björgvin Karl
Gunnarsson 2.
Skallagrímur-Valur 79-82
Stig Skallagríms: Igor Beljanski 26 (13 frák., 5
stoðs.), Sigurður Þórarinsson 15, Landon Quick
14, Trausti Eiríkson 12, Sveinn Davíðsson 7,
Bjarne Ómar Nielsen 5.
Stig Vals: Hjalti Friðriksson 27, Steingrímur Ing
ólfsson 19, Jason Harden 14, Hörður Hreiðarsson
9, Gylfi Geirsson 6, Guðmundur Kristjánsson 4,
Kjartan Orri Sigurðsson 3.
Subwaybikar kvenna:
Haukar-KR(b) 118-45
Stigahæstar: Kristrún Sigurjónsdóttir 22, Guð
björg Sverrisdóttir 18, María Lind Sigurðardóttir
14, Helena Hólm 13, Bryndís Hreinsdóttir 11, Sla
vica Dimovska 11, Ragna Margrét Brynjarsdóttir
9, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9 - Hanna Björg
Kjartansdóttir 17, Kristín Björk Jónsdóttir 8, Anna
Svandís Gísladóttir 7.
Fjölnir-Grindavík(b) 86-49
Stigahæstar: Ashley Bowman 30, Birna Eiríks
dóttir 15, Efemía Sigurbjörnsdóttir 12, Bergdís
Ragnarsdóttir 12 - Stefanía Ásmundsdóttir 14,
Sandra Guðlaugsdóttir 12.
ÚRSLIT
KÖRFUBOLTI ÍR, Keflavík og Valur
komust áfram í 8 liða úrslit Suw-
bay-bikars karla í körfubolta í
gær og bættust þar með í hóp
Grindavíkur, Hauka og KR sem
komust áfram í fyrrakvöld. Tveir
leikir eru eftir í 16 liða úrslitun-
um, Njarðvík mætir Þór í kvöld
og ÍBV tekur á móti Stjörnunni á
laugardaginn.
ÍR-ingar hafa unnið alla sjö
leiki sína í deild og bikar eftir að
Hreggviður Magnússon sneri
aftur úr meiðslum og ekki að
ástæðulausu. Hreggviður var
gjörsamlega óstöðvandi í 69-56
bikarsigri ÍR á Tindastól í Selja-
skóla í gær. Hreggviður skoraði
31 stig í leiknum þar af sjö stig í
röð þegar ÍR-ingar tóku frum-
kvæðið í leiknum í lok þriðja
leikhluta. ÍR breytti þá stöðunni
úr 38-38 í 50-43 og eftir það var á
brattann að sækja hjá Stólunum,
sérstaklega hjá Alan Fall sem
var stigalaus á 32 mínútum og
klikkaði á öllum 10 skotum
sínum.
Leikurinn var mikill baráttu-
leikur og það var lítið skorað og
því munaði enn meira um fram-
lag Hreggviðs sem skoraði 20
stigum meira en næsti maður í
ÍR-liðinu. Helgi Rafn Viggósson
og Ísak Einarsson voru öflugir í
liði Tindastóls en liðið lék án
Darrel Flake sem er meiddur.
1. deildarlið Valsmanna sló
úrvalsdeildarlið Skallagríms út úr
bikarnum í Borgarnesi í gær eftir
spennandi leik. Valur vann 82-79
þar sem Jason Harden var hetja
Hlíðarendapilta og setti niður sex
síðustu stig liðsins á síðustu 47
sekúndum leiksins. Jason endaði
með 14 stig en Hjalti Friðriksson
átti stórleik og skoraði 27 stig.
Landon Quick skoraði 14 stig í
sínum fyrsta leik með Skallagrími
en stigahæstur var þjálfarinn Igor
Beljanski með 26 stig.
Keflvíkingar unnu öruggan 49
stiga sigur á 1. deildarliði Hattar
þar sem sjö leikmenn liðsins skor-
uðu á bilinu 9 til 17 stig. Hörður
Axel Vilhjálmsson skoraði 17 stig
og Gunnar Stefánsson var með 16
stig. - óój
ÍR-ingar unnu sinn sjöunda leik í röð og slógu Tindastól út úr Subway-bikarnum í Seljaskólanum:
Stólarnir réðu ekkert við Hreggvið í gær
EKKERT GEFIÐ EFTIR Ísak Einarsson í baráttu við Þorstein Húnfjörð og Davíð Fritzson.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HANDBOLTI Valsmenn sýndu mátt
sinn gegn FH-ingum á Hlíðarenda
í gær. Þeir tóku aðalmenn FH úr
sambandi og spiluðu á styrkleika
sínum sem er hraður leikur og
FH-ingar áttu ekkert svar í síðari
hálfleik eftir fínan fyrri hálfleik.
Valsmenn byrjuðu varnarleik-
inn á því að mæta Aroni Pálmars-
syni og Ólafi Guðmundssyni langt
úti á vellinum. Þeir tóku þá ekki
bara langt út á velli heldur reyndu
að koma þeim úr jafnvægi með
alls konar „böggi“, óþarfa hrind-
ingum og í raun almennum leið-
indum eins og einhver sagði.
FH-guttarnir létu þessa taktík
Vals ekki slá sig út af laginu held-
ur spiluðu skynsaman, yfirvegað-
an sóknarleik og voru duglegir að
finna línumenn sína. FH-ingarnir
spiluðu að sama skapi klassavörn
og mikið fát var á sóknarleik Vals-
manna. FH náði fjögurra marka
forskoti, 2-6, eftir 11 mínútna
leik.
Valsmenn voru á þessum kafla
afar pirraðir og létu mótlætið fara
í taugarnar á sér. Þá sérstaklega
Baldvin Þorsteinsson sem virtist
oft á mörkum þess að missa stjórn
á skapi sínu. Þeir róuðu sig loks-
ins, fóru að spila yfirvegaðan
sóknarleik og smám saman unnu
þeir sig inn í leikinn.
FH-ingar að sama skapi fóru að
gera mistök í sókninni, köstuðu
frá sér boltanum og fengu hraða-
upphlaup í andlitið. Lokamínút-
urnar voru skrautlegar þar sem
hver furðudómurinn rak annan
meðal annars. Valsmenn gáfu ekki
eftir og Ingvar Árnason kom þeim
yfir í fyrsta skipti í hálfleiknum
rétt áður en blásið var til leikhlés.
12-11 fyrir Val í leikhléi.
Þessi lokakafli hálfleiksins virt-
ist gefa Valsmönnum kraft því
þeir mætti grimmir til síðari hálf-
leiksins og komust fljótt þrem
mörkum yfir, 17-14. Á þeim tíma
voru FH-ingar að kasta boltanum
hvað eftir annað frá sér og var
refsað grimmilega með hröðu upp-
hlaupi. Þá tók Elvar Erlingsson,
þjálfari FH, leikhlé og það virtist
vera að skila sínu því FH skoraði
tvö mörk í röð.
Eftir það voru lausnirnar aftur
á móti ekki fleiri hjá Hafnfirðing-
um og miskunnarlausir Valsmenn
hreinlega keyrðu yfir þá á fullu
gasi allt til enda og nutu hverrar
mínútu. Nokkur harka var í síðari
hálfleik og þá voru það FH-ingar
sem voru pirraðir. Þeir misstu
yfirvegunina, létu Valsmenn pirra
sig og eftirleikurinn æði auðveld-
ur fyrir heimamenn.
„Ég á víst að vera meiddur. Mig
sárverkjar í öxlinni og var ekki
bjartsýnn fyrir leik að geta spilað.
Svo kemst maður bara í gírinn og
gleymir öllu. Heimir gaf mér líka
hitakrem sem á víst að deyfa hesta
og það skilaði sínu. Ég fann ekki
fyrir öxlinni,“ sagði brosmildur
Valsari, Baldvin Þorsteinsson,
eftir leikinn en hann fór gjörsam-
lega hamförum í leiknum. Skoraði
níu mörk og þar af sjö úr hraða-
upphlaupum. Hann hefur þar með
skorað átján mörk í síðustu tveim
leikjum og það meiddur - í það
minnsta að eigin sögn en einhver
myndi halda að hann væri að
blekkja miðað við spilamennsk-
una.
„Ég var að æsa mig upp í fyrri
hálfleik til þess að komast í gírinn.
Ég var ekkert reiður út í einn né
neinn. Auðvitað tók ég fast á Aroni
enda lagt upp með að stöðva hann
en það var ekkert gróft,“ sagði
Baldvin en Aron Pálmarsson var
brúnaþungur eftir tapið.
„Ég er alveg búinn að átta mig á
því að það er tekið fast á mér og
ætla ekkert að skýla mér á bakvið
slaka frammistöðu með því eða
einhverjum meiðslum. Ég viður-
kenni að við vorum pirraðir og sú
taktík gekk upp hjá þeim því
miður,“ sagði Aron svekktur en
Valsmenn héldu honum og Ólafi
algjörlega niðri. Þegar þeir loks-
ins fengu að skjóta voru þeir í
engum takti og í raun búið að taka
þá úr sambandi. „Við vorum til-
búnir í þessa varnartaktík og það
virkaði vel í upphafi en svo hætt-
um við að gera þetta eins og lið. Þá
er ekki von á góðu.
henry@frettabladid.is
Hlíðarendahraðlestin í hörkuformi
Grimmir Valsmenn hreinlega keyrðu yfir hið unga lið FH á Hlíðarenda í gær og unnu glæsilegan sigur,
29-20. Valsmenn áttu erfitt uppdráttar framan af leik en í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum. FH
skoraði aðeins níu mörk í síðari hálfleik og hraðaupphlaupsmörk Vals í hálfleiknum voru alls tólf.
Í HELJARGREIPUM Besti maður vallarins, Baldvin Þorsteinsson, stöðvar hér Ólaf Guð-
mundsson sem var pakkað saman en hann nýtti aðeins eitt af ellefu skotum sínum í
leiknum. Baldvin skoraði níu mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN