Fréttablaðið - 12.12.2008, Síða 82
58 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR
KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdóttir
og félagar í TCU hafa byrjað tíma-
bilið í bandaríska háskólaboltan-
um afar vel og nú síðast vann liðið
sigur á Collier-hraðmótinu í Kali-
forníu. TCU vann heimastúlkur í
Kaliforníu-háskólanum sem var
talinn vera með þriðja besta lið
landsins. Helena hefur spilað frá-
bærlega í nýju hlutverki sem fyr-
irliði og leikstjórnandi liðsins og á
mikinn þátt í góðri spilamennsku
þess. Hún fékk líka tvö verðlaun í
þessari viku.
Þetta var í fyrsta sinn í sögu
TCU-skólans sem liðið nær að
vinna svona sterkt lið á útivelli.
Eftir þennan sigur og alls 8 sigra í
fyrstu 10 leikjum sínum er skólinn
kominn upp í 19. sætið á styrk-
leikalistanum yfir bestu háskóla-
lið Bandaríkjanna. TCU hefur ekki
verið hærra á listanum síðan vet-
urinn 2003-2004 þegar skólinn
komst upp í 16. sætið.
Árangur TCU-liðsins hefur
vakið mikla athygli enda missti
liðið marga lykilleikmenn frá því
á síðasta vetri sem sést best á því
að núverandi leikmenn tóku aðeins
þátt í að skora 31,8 prósent stig-
anna, taka 31,1 prósent frákast-
anna og gefa 24,5 prósent af stoð-
sendingum liðsins á síðasta vetri.
Helena var kosin besti leikmað-
ur mótsins eftir að hafa verið með
20 stig og 11 fráköst í undanúr-
slitaleiknum á móti Saint Louis og
17 stig og 10 stoðsendingar í
úrslitaleiknum á móti Kaliforníu-
háskólanum. Þetta er í fyrsta sinn
sem Helena nær að gefa 10 stoð-
sendingar í einum leik og enn
fremur í fyrsta sinn í þrettán ár
sem leikmaður TCU nær að gefa
svona margar stoðsendingar í
einum leik. Helena var með 18,5
stig, 7,5 fráköst og 6,0 stoðsend-
ingar að meðaltali í mótinu en Hel-
ena hitti úr 50 prósentum skota
sinna og tapaði aðeins 2 boltum á
78 mínútum í þessum tveimur
leikjum. Í kjölfarið var Helena
síðan kosin besti leikmaður vik-
unnar í sinni deild.
„Við vorum að gera allt saman.
Við vissum alltaf hvað var í gangi
og áttum svör við öllum þeim
vörnum sem þær buðu upp á gegn
okkur. Við spiluðum mjög góðan
liðsbolta í kvöld,“ sagði Helena í
viðtali við heimasíðu TCU. Þetta
er annar sigur TCU-liðsins á mjög
sterku liði því fyrr í vetur vann
liðið glæsilegan sigur á Maryland-
háskólanum sem var þá einnig í
þriðja sæti á styrkleikalistanum.
Helena var með 18 stig og 7 stoð-
sendingar í þeim leik.
Þetta var sem dæmi fyrsta tap
Kaliforníu-háskólans á tímabilinu
og enn fremur í fyrsta sinn í sex
ár sem skólinn vinnur ekki þetta
hraðmót sem hann heldur árlega.
„Allt liðið áttaði sig á því að ég
var með minni mann á mér. Hel-
ena stóð sig frábærlega í að lesa
vörnina og koma til mín boltanum.
Hún átti frábærar sendingar
þegar þær voru að reyna að loka á
hana,“ sagði Rachel Rentschler,
félagi Helenu í TCU, í viðtali á
heimasíðu skólans en Rentschler
var stigahæst í úrslitaleiknum
með 24 stig auk þess að taka 10
fráköst. Rentschler var einnig
valin í úrvalsliðið eins og Helena.
Helena er mjög áberandi á
öllum tölfræðilistum í sinni deild.
Hún er í þriðja sæti í stigaskori
(17,1 í leik), í 2. sæti í stoðsending-
um (5,1) og þrettánda í fráköstum
(6,2). Þá hefur aðeins Rentschler
hitt betur úr þriggja stiga skotum
en 57,1 prósent þriggja stiga skota
Helenu hefur ratað rétta leið.
Næsti leikur TCU er á móti
Oklahoma State á útivelli á sunnu-
daginn. Leikurinn fer fram í Still-
water en Oklahoma State er talið
vera með 23. besta lið landsins og
er því fjórum sætum neðar á list-
anum en TCU. ooj@frettabladid.is
Helena sankar að sér verðlaunum
TCU er komið upp í 19. sæti á lista yfir bestu liðin í bandaríska háskólakörfuboltanum og vann um síðustu
helgi mót í Kaliforníu. Helena Sverrisdóttir á mikinn þátt í árangrinum sem fyrirliði og lykilmaður liðsins.
ÖFLUG Helena Sverrisdóttir er í stóru
hlutverki hjá TCU-liðinu. AP
KÁT Helena Sverrisdóttir
fagnar hér sigri TCU á
Kaliforníu-háskólanum.
AP
FÓTBOLTI Íslensk knattspyrna
2008 er komin út en þetta er 28.
bókin í þessum bókaflokki sem
hóf fyrst göngu sína árið 1981.
Höfundurinn, Víðir Sigurðsson,
hefur komið að öllum bókum
nema þeirri fyrstu og hefur skrif-
að þær einn frá og með árinu
1983. Víðir hefur að auki skrifað
þrjár aðrar fótboltabækur og
bókin í ár er því þrítugasta fót-
boltabókin sem Víðir skrifar frá
árinu 1982.
Bókin í ár er stærri en nokkru
sinni fyrr en hún stækkar um
sextán síður frá því í fyrra auk
þess sem fleiri litmyndir eru í
henni en áður. Bókin er alls 240
síður og þar má finna ítarleg við-
töl við þau Dóru Maríu Lárus-
dóttur, Davíð Þór Viðarsson,
Hólmfríði Magnúsdóttur og Guð-
mundur Steinarsson.
Bókin er gefin út í samstarfi
við KSÍ og í henni er að finna
úrslit allra leikja í KSÍ-mótum
2008. Það má einnig finna í henni
að venju litmyndir af öllum
meistaraliðum í öllum flokkum á
Íslandsmótinu 2008 ásamt bikar-
meisturum og landsliðum.
Það kom fram á kynningar-
fundi um bókina að fjölgun í efstu
deildum hefði kallað á stækkun á
krepputímum. Í tilefni af útgáfu
bókarinnar veittu Víðir og bóka-
útgáfan Tindur sérstök verðlaun.
Kvennalandsliðið fékk sérstök
heiðursverðlaun fyrir sögulegan
árangur á árinu og þá voru þeir
Guðmundur Benediktsson og
Tryggvi Guðmundsson verðlaun-
aðir fyrir að leggja upp flest
mörk í úrvalsdeild karla.
Bókin Íslensk knattspyrna er
orðin ómissandi fyrir allt áhuga-
fólk um knattspyrnu enda er þar
að finna allt um íslenska knatt-
spyrnu á árinu skrifað um leið og
hlutirnir gerast.
- óój
Íslensk knattspyrna er komin út í 28. skiptið og hefur aldrei verið stærri:
Þrítugasta bókin hans Víðis
AFKASTAMIKILL Víðir Sigurðsson hefur skrifað 30 fótboltabækur á síðustu 26
árum. Hann afhendir hér Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ, nýju bókina.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KÖRFUBOLTI Benedikt Guðmunds-
son og Yngvi Gunnlaugsson fengu
fína aðstoð við valið á Iceland
Express-liðunum sem mæta
íslenska landsliðinu í Stjörnu-
leikjum KKÍ á laugardaginn.
Matthías Imsland, forstjóri
Iceland Express, aðstoðaði þá við
valið en í þeim er athyglisverð
blanda af erlendum leikmönnum
og ungum og efnilegum leik-
mönnum.
Stjörnuleikir kvenna og karla
fara fram á Ásvöllum klukkan
13.30 og 16.00 á morgun. - óój
ÚRVALSLIÐ ICELAND EX-
PRESS KARLA:
Jason Dourisseau KR
Nemanja Sovic Breiðablik
Thomas Viglianco FSu
Justin Shouse Stjarnan
Caleb Holmes Hrunamenn
Jason Pryor Hamar
Darri Hilmarsson KR
Rúnar Ingi Erlingsson Breiðablik
Vésteinn Sveinsson FSu
Hjörtur Hrafn Einarsson Njarðvík
Árni Ragnarsson FSu
Haukur Helgi Pálsson Fjölnir
ÚRVALSLIÐ ICELAND EX-
PRESS KVENNA:
Ashley Bowman Fjölnir
Julia Demirer Hamar
LaKiste Barkus Hamar
Guðbjörg Sverrisdóttir Haukar
Slavica Dimovska Haukar
Telma Fjalarsdóttir Haukar
Hrönn Þorgrímsdóttir Keflavík
Helga Einarsdóttir KR
Sara Sædal Andrésdóttir Snæfell
Íris Sverrisdóttir Grindavík
Ólöf Helga Pálsdóttir Grindavík
Jóhanna Björk Sveinsdóttir Hamar
Úrvalslið Iceland Express:
Þjálfararnir
fengu fína hjálp
MARGIR UNGIR Blikinn Rúnar Ingi
Erlingsson er einn af mörgum ungum
leikmönnum í liði Benedikts Guð-
mundssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON