Fréttablaðið - 12.12.2008, Síða 86

Fréttablaðið - 12.12.2008, Síða 86
62 12. desember 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 NÝJU JÓLASVEINARNIR LÁRÉTT 2. ákefð, 6. rykkorn, 8. merki, 9. ætt, 11. átt, 12. rithöfundur, 14. safna saman, 16. í röð, 17. gaul, 18. skelf- ing, 20. járnstein, 21. maður. LÓÐRÉTT 1. strit, 3. íþróttafélag, 4. fugl, 5. keyra, 7. heimilistæki, 10. lærdómur, 13. háttur, 15. óskerta, 16. nam burt, 19. númer. LAUSN LÁRÉTT: 2. ofsa, 6. ar, 8. hak, 9. kyn, 11. na, 12. skáld, 14. smala, 16. tu, 17. gól, 18. ógn, 20. al, 21. karl. LÓÐRÉTT: 1. baks, 3. fh, 4. sandlóa, 5. aka, 7. ryksuga, 10. nám, 13. lag, 15. alla, 16. tók, 19. nr. „Ég er að sjálfsögðu alveg í skýj- unum með þetta,“ segir tónlistar- maðurinn Rúnar Eff sem hefur tryggt sér dreifingarsamning í Danmörku í kjölfar góðs gengis í raunveruleikaþættinum All Stars. Rúnar komst alla leið í úrslit í þættinum en kór hans náði á end- anum ekki að tryggja sér sigur. „Þetta gekk rosa vel. Að flestra mati vorum við mun sterkari hóp- urinn sönglega séð. En hinn kór- inn var með mun sterkara málefni að berjast fyrir, eða leiksvæði fyrir munaðarleysingja, á meðan okkar kór var að berjast fyrir hljóðstúdíói í Sönderborg,“ segir Rúnar Eff, en sigurlaun keppninn- ar runnu öll til góðgerðamála. Tvö lög Rúnars verða gefin út á smáskífu í Danmörku á næstunni, annars vegar Aha-lagið Take On Me, sem kom út á síðustu sóló- plötu hans, og hins vegar You sem er einnig á plötunni. Rúnar hefur jafnframt sent frá sér nýtt jólalag sem nefnist Jólin koma. „Ég samdi þetta fyrir einhverjum sjö árum. Ég ætlaði alltaf að gefa þetta út fyrir jólin en hafði aldrei tíma,“ segir hann. Rúnar flytur til Íslands á sunnu- dag en verður þó með annan fót- inn í Kaupmannahöfn vegna söng- kennaranáms síns. Mun hann nýta tækifærið og fylgja sólóferli sínum eftir þar í landi með tón- leikahaldi. Danskir fjölmiðlar hafa haft mikinn áhuga á honum vegna þátt- tökunnar í All Stars og til að mynda verður hann gestur þáttar- ins Go´Aften Danmark á TV2 í janúar, sem er nokkurs konar dönsk útgáfa af Kastljósi eða Íslandi í dag. Næstu tónleikar Rúnars hér á landi verða á Glerártorgi 22. desember og þar mun hann vænt- anlega koma öllum í jólaskap með nýja jólalaginu sínu. Hann hefur einnig verið bókaður á menning- arnótt í ágúst á næsta ári þar sem hann stígur síðastur á sviðið með hljómsveit sinni. - fb Fékk samning í Danmörku RÚNAR EFF Rúnar, sem flytur heim til Íslands á sunnudag, er í skýjunum með dreifingarsamning sinn í Danmörku. „Öfl myrkursins eru komin á aft- urlappirnar, stíga villtan dans. Hrunadansinn er þess dans,“ segir Gunnar Þorsteinsson, trú- arleiðtogi í Krossinum. Gunnari í Krossinum þykir það furðu sæta að það hafi nánast farið fram hjá fjölmiðlum að á laugardag fyrir viku komu saman sjö hundruð biðjandi sálir við Austurvöll. En fyrsta frétt var að sjö manns voru handteknir við Alþingishúsið. Sjálfur er Gunnar léttur á því, segir að þó að kreppa sé í hinu veraldlega ríki eigi hið sama ekki við um Guðsríki. „Mér finnst menn standa þetta furðuvel af sér. Andrúmsloftið frekar vera að léttast. En þegar desember er liðinn fáum við að sjá veruleika sem við eigum erfitt með að horfast í augu við.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Gunnari var hann nýkominn af bænastund þar sem saman voru komnir forstöðumenn og leið- togar ýmissa kristinna safnaða. „Mönnum finnst ástæða til að kristin viðhorf og kristin bæn komi víðar við í ljósi þess að hin myrku öfl hafa nú gert sig gild- andi í samfélaginu. Eins og norn- in við stjórnarráðið, ásatrúar- menn að reisa níðstangir, dúkkur stungnar með prjónum og mynd- ir af leiðtogum þjóðarinnar brenndar.“ Eva Hauksdóttir norn var stödd í miðjum mótmælum þegar blað- ið náði tali af henni, hjá ríkissak- sóknara þar sem Hörður Torfa- son var að leggja fram kæru. Hún lét sér hvergi bregða nema síður sé þegar hún var spurð hvernig henni litist á að vera full- trúi hinna myrku afla í huga Gunnars. „Þetta þykja mér góðar fréttir. Ég trúi á hið illa afl sem gerir gott. Þetta sem boðað er í bók Búlgakovs Meistaranum og Margaritu: Fulltrúi þess illa afls sem flettir ofan af spillingu og rís gegn valdníðslu. Það gleður mig að Gunnari í Krossinum og hans líkum sé uppsigað við mig. Gunnar er einhver mesti ruglu- dallur landsins og þetta þýðir að ég er að gera eitthvað rétt,“ segir Eva norn. - jbg Eva norn fulltrúi hins illa afls EVA HAUKSDÓTTIR NORN Henni þykja það verulega góðar fréttir að Gunnari í Krossinum, sem Eva segir einhvern mesta rugludall landsins, sé illa við sig. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1. Tvo mánuði. 2. Stormþursarnir. 3. 3,7 milljarða króna. „Þetta er flott og það er bara gaman að fá svona fréttir,“ segir rithöfundurinn Bragi Ólafsson. Vefsíða bókabúðakeðjunnar Bar- nes & Noble valdi bók hans, Gælu- dýrin, eina af fimmtán bestu skáldsögum þessa árs. Barnes & Noble er ein elsta og virtasta bóka- sölukeðja Bandaríkjanna með yfir átta hundruð bókabúðir víðs vegar um Bandaríkin. Fyrirtækið var stofnað 1873 og heldur því fram að það reki heimsins stærstu bóka- búð sem er við fimmtu breiðgötu í New York. Vefur bókabúðarinnar hefur haft það fyrir sið að velja bestu bækurnar í lok hvers árs á heimasíðu sinni. Bandarískir og breskir bóka- markaðir þykja nánast óvinnandi vígi fyrir rithöfunda utan hins enskumælandi heims. Til marks um það má nefna að auk Halldórs Laxness hafa einungis Ólafur Jóhann Ólafsson og Arnaldur Ind- riðason náð eftirtektarverðum árangri þar. Að sögn Jóhanns Páls Valdimarssonar útgefanda tíðkast ekki þessi hefð að taka bókmennta- verk frá öðrum löndum og þýða. „Að fá svona umsögn hjá Barnes & Noble hefur mikið gildi og þetta ætti að auðvelda okkur mjög að ná augum og eyrum bandarískra útgefenda,“ segir Jóhann. Gagnrýnandi Barnes & Noble, Paul La Farge, rifjar upp í dómi sínum að Bragi hafi spilaði á bassa í Sykurmolunum. Hann bætir því við að tök Braga á súrealískum aðstæðum hinnar seinheppnu aðalpersónu, Emils S. Halldórs- sonar, gefi hinum japanska Mur- akami lítið eftir. La Farge sparar ekki stóru orðin og segir The Pets eiga eftir að verða sígilda sögu um lokuð rými. Meðal annarra bóka sem rata inn á lista Barnes & Noble eru Pride & Prejudice eftir Jane Austen og Steve the Pig en sigurvegarinn er Netherlands eftir Joseph O‘Neill. Kannski ekki nema von. Þeirri bók var hampað mjög af menningarkálfi New York Times sem taldi hana vera bestu lýsinguna á lífinu í New York eftir fall Tvíburaturnanna. Árangur Braga er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að engir dómar hafa enn birst um bókina í bandarískum prentmiðl- um. Bragi var þó ekkert í öngum sínum yfir því, sagði að útgefandi sinn þar vestra hefði sagt sér að pláss fyrir bókadóma væri sífellt að minnka. Bragi á ekki bók í þessu jólabókaflóði en stefnir á að klára sína næstu skáldsögu í vor. Hún fjallar um föður ljóðskálds- ins sem birtist lesendum í Sendi- herranum. „Hún fjallar um tvo eldri menn sem eru að skrifa kvik- myndahandrit en þurfa óvænt að fara til Hull að sækja arf annars þeirra,“ segir Bragi. freyrgigja@frettabladid.is BRAGI ÓLAFSSON: Á LISTA BARNES & NOBLE YFIR BÆKUR ÁRSINS Gæludýr Braga ein af bók- um ársins í Bandaríkjunum SÁTTUR Bók Braga Ólafssonar er meðal fimmtán bestu bóka þessa árs samkvæmt vef Barnes and Noble. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Óvíst er hvað má ráða í það en á kaffistofu samgönguráðuneytisins, þar sem Kristján L. Möller ræður ríkjum (eða hvað?) er sjónvarps- skjár, DVD-tæki og á hillu þar við hlið allir þættir Já, ráðherra og Já, forsætisráðherra. Hvort diskarnir eru þarna að undirlagi Kristjáns – með það fyrir augum að tekinn sé vari við ofríki ráðuneyt- isstjórans Ragnhildar Hjaltadóttur, og að Kristján stefni á for- sætisráðuneytið – eða Ragnhildur hafi komið diskunum þarna fyrir svo ljóst megi vera hver ræður för, er ekki vitað. Þeir eru kátir í Odda, Björn Blön- dal sérfræðingur, og félagar. Sig krónunnar hefur orðið til þess að bókaútgefendur hafa leitað til Odda með prentun sem aldrei fyrr og í vikunni rann af færibandinu millj- ónasta bókin þar prentuð. Í gleði sinni gátu þeir Oddamenn ekki stillt sig um að gauka gjafabréfi upp á 40 þúsund krónur á veitingahús í þá bók. Í ár verða tvö hundruð þúsund fleiri bækur prentaðar í Odda en árið 2007, fjöldi titla er svipaður en upplög stærri. Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð, mælti fyrir fjárhags- áætlun sveitarfélags síns fyrir skemmstu og var engan bilbug að finna á honum. Dalabyggð mun halda áfram hvað sem á dynur og í núverandi ástandi felast tækifæri. Og í fjárhags- áætluninni er reyndar gráupplagt tækifæri fyrir orðaleikjadjókara þar sem gert er ráð fyrir því að bærinn Skuld í Saurbæ verði seldur. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Bjarni Árm kom fyrstur, stinnur eins og tré. Hann komst í sjóði digra og skammtaði sér fé. Hann vildi sjúga tærnar, - á gamla mammoni, en þegar draslið hrundi, - hann dvald‘ í Noregi. Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið | Sími 533 2220 | www.lindesign.is Hvönnin Nýjasta blómamynstrið frá Lín Design er Hvönnin sem er bróderuð í sængurverið. Sængurverið er ofi n úr bestu fáanlegu bómullardamask. Einstaklega glæsileg hönnun. Komdu við og skoðaðu úrvalið af blómasængurverunum frá Lín Design.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.