Fréttablaðið - 14.12.2008, Síða 11

Fréttablaðið - 14.12.2008, Síða 11
SUNNUDAGUR 14. desember 2008 11 UMRÆÐAN Pétur Pétursson skrifar um RÚV og fjölmiðlamarkað Frumvarp menntamálaráð-herra sem takmarkar umsvif RÚV á auglýsingamarkaði miðar að því að gera starfsemi stofnun- arinnar gagnsærri og bæta sam- keppnisumhverfi fjölmiðla. Hér er stigið jákvætt skref, en frum- varpið þyrfti að styrkja með ákveðnum áherslubreytingum. Þótt forsvarsmenn RÚV haldi því fram að frumvarpið verði til að skerða auglýsingatekjur Sjón- varpsins um 350 til 400 m.kr. má með sterkum rökum halda því fram að það feli í sér sóknarfæri fyrir félagið og geti aukið tekjur þess um 600 m.kr. Eina sem ráða- menn RÚV þurfa að gera er að fylgja eigin verðskrá og veita afslætti í samræmi við eigin afsláttarskrá. Það hafa þeir ekki gert til þessa heldur stundað und- irboð skv. nýlegu áliti Samkeppn- iseftirlitsins. Verðskrá RÚV er birt á vef félagsins. Sömu sögu er að segja um reglur um afslætti stofnunar- innar. Í frumvarpinu er hins vegar að finna útfærslu á lengd auglýsingatíma á hverri klukku- stund. Því eru allar forsendur fyrir hendi til að reikna út tekju- möguleika RÚV samkvæmt nýja frumvarpinu. Samkvæmt mínum útreikningum getur félagið aflað sér um 740 m.kr. með auglýsinga- sölu á kjörtíma (frá 19 til 22) og geri ég þá einungis ráð fyrir þokkalegum árangri söludeildar RÚV við að fylla þá auglýsinga- tíma sem þeir hafa til ráðstöfunar á kjörtíma. Utan kjörtíma geta tekjurnar numið milli 500 og 600 m.kr. Þar geri ég í mínum útreikn- ingum ráð fyrir almennt slakri nýtingu þeirra auglýsingatíma sem eru til ráðstöfunar. Ég hvet menntamálaráðherra og þing- menn til að skoða tekjumöguleika RÚV skv. frumvarpinu og gild- andi reglum. Geri þeir það sann- færast þeir vafalítið um að allt tal um að frumvarpið verði til að skerða stórlega tekjur stofnunar- innar á ekki við. Þverpólitísk nefnd skipuð af menntamálaráðherra hefur unnið gott starf og frumvarp mennta- málaráðherra byggir á störfum hennar. Forsenda skipunar nefnd- arinnar er erfið staða einkarek- inna fjölmiðla sem treysta á aug- lýsingatekjur í rekstri sínum og undirboð RÚV á auglýs- ingamarkaði. Niðurstaðan verður því að vera sú að bæta stöðu einka- reknu fjölmiðl- anna og að umsvif RÚV á auglýsinga- markaði verði reistar raunveru- legar skorður. Stofnunin fær líka 3ja milljarða króna meðgjöf frá ríkinu á ári hverju og 3,6 millj- arða skv. núverandi áformum. Hætta er hins vegar á því að í núverandi mynd hjálpi frumvarp- ið einkareknum fjölmiðlum minna en að var stefnt. Þá gæti blasað við ástand sem Samkeppniseftir- litið lýsir svo vel í fyrrnefndu áliti sínu: „Samkeppniseftirlitð telur að þátttaka RÚV á auglýsingamark- aði í sjónvarpi sé veigamikil ástæða þess að ekki eru fleiri öfl- ugar sjónvarpsstöðvar hér á landi en raun ber vitni og eignarhald þeirra ekki dreifðara. ... Ef einka- reknar sjónvarpsstöðvar geta ekki lengur keppt við RÚV og hætta sjónvarpsrekstri dregur það úr fjölbreyttni í fjölmiðlum og skaðar augljóslega lýðræðis- lega umræðu.“ Sama hætta blasir við í útvarps- rekstri. Samkeppniseftirlitið bendir á í sömu skýrslu að sölu- starf RÚV í útvarpi sé gróðrar- stía ógagnsæis og óheilbrigðra viðskiptahátta hjá ríkisstofnun. Það er því mat Samkeppniseftir- litsins að það sé algjörlega nauð- synlegt að í nýjum reglum um RÚV verði kveðið skýrt á um bann við kostun, vöruinnsetningu og slíku í öllu sölustarfi RÚV ohf. – hljóðvarpi líka. Það er vissulega ánægjulegt að frumvarpið sé komið fram. Sér í lagi að ákvæði um takmarkanir auglýsinga verði tekið til endur- skoðunar fyrir 1. júlí 2009. Ég geri líka ráð fyrir að endurskoð- un fari fram ef í ljós kemur að þær takmarkanir sem stefnt er að því að setja reynast ekki styðja við tilgang frumvarpsins um að bæta samkeppnisstöðu á fjöl- miðlamarkaði. Slíkt væri til að draga enn frekar úr fjölbreytni í fjölmiðlum og skaða lýðræðislega umræðu. Höfundur er framkvæmdastjóri sölusviðs 365 miðla ehf. SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. PÉTUR PÉTURSSON Frumvarpið færir RÚV auknar tekjur Ég hvet menntamálaráðherra og þingmenn til að skoða tekjumöguleika RÚV skv. frum- varpinu og gildandi reglum. Geri þeir það sannfærast þeir vafalítið um að allt tal um að frumvarpið verði til að skerða stórlega tekjur stofnunarinnar eiga ekki við. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.