Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.12.2008, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 14.12.2008, Qupperneq 18
18 14. desember 2008 SUNNUDAGUR Á þessu ári hafa sjó- ræningjar frá Sómalíu gert meira en hundrað tilraun- ir til að ræna skip- um. Í fjörutíu skipti tókst þeim ætlunarverk sitt, og krefjast jafnan lausnargjalds í skiptum fyrir skip, farm og áhöfn. Sjórán eru engan vegin útdauð atvinnugrein. Sómalir eru ekki einir um hituna. Indónesar, Níger- íumenn, Tansaníubúar og Indverj- ar hafa á þessu ári einnig verið stórtækir. Þetta er ábatasöm iðja. Á þessu ári er talið að sómalskir sjóræn- ingjar hafi „unnið sér inn“ meira en þrjá milljarða króna með þess- um hætti. Þeir krefja útgerð og eigendur skipanna um lausnar- gjald, sem oft skiptir hundruðum milljóna króna. Vel búnir tækjum Sjóræningjarnir frá Sómalíu eru vel búnir tækjum og vopnum, enda eiga þeir auðvelt með að fjár- magna kaup á slíkum búnaði. Þeir eru með staðsetningartæki og gervihnattarsíma, sprengjur og riffla og sigla um á hraðskreiðum bátum. Aðalbækistöð þeirra er bærinn Eyl á austurströnd Sómalíu, í hér- aðinu Puntland. Þangað sigla þeir ránsfeng sínum, flytja áhöfnina í land þar sem yfirleitt er vel hugs- að um hana þangað til lausnar- gjald er greitt. Á fréttavef bresku útvarps- stöðvarinnar BBC var nýverið fullyrt að sjóræningjarnir í Sómal- íu skiptust í þrjá megin hópa, sem starfa saman. Sjómenn sem þekkja siglingaleiðir og kunna á skipin, fyrrverandi hermenn sem áður börðust fyrir stríðsherra, og loks tæknimenn sem kunna á staðsetn- ingartæki og samskiptabúnað. Þeir eru einnig í góðum tengslum við alþjóðleg glæpasamtök, fá þar upplýsingar um skipaferðir og margvíslega aðstoð, svo sem við þýðingar. Sjóræningjarnir njóta þess að í Sómalíu er engin starfhæf ríkis- stjórn. Auðfengið fé þeirra hefur sett svip sinn á bæjarlífið í Eyl og nágrannasveitunum. Efnahagsleg uppbygging hefur þar verið hröð, sjóræningjarnir byggja sér stór og dýr hús, kaupa sér glæsibif- reiðar, lifa hátt og berast mikið á. Afskiptaleysi umheimsins Eftir því sem sjóræningjarnir verða auðugri færa þeir sig meira upp á skaftið. Á þessu ári hefur sjóránum fjölgað gífurlega og þau hafa orðið æ bíræfnari. Í septemb- er tókst þeim að ræna úkraínsku flutningaskipi, sem var með 33 skriðdreka um borð, og í nóvem- ber rændu þeir risastóru olíuskipi frá Sádi-Arabíu, með fulla tanka af hráolíu. Ríki heims hafa þó látið sjórán að miklu leyti afskiptalaus. Nokk- ur ríki hafa reyndar sent herskip til að vernda skip á þessum slóð- um, en þær aðgerðir hafa verið ómarkvissar og engin samstaða verið um þær. Þetta hefur þó verið að breytast á síðustu vikum. Síðbúin viðbrögð Á mánudaginn sendir Evrópusam- bandið fjögur herskip á sjóræn- ingjaslóðir út af Sómalíu, á Aden- flóa og á Indlandshafi. Evrópusambandið tekur þar við af Atlantshafsbandalaginu, sem undanfarnar vikur hefur verið með viðbúnað á þessum slóðum síðan Sameinuðu þjóðirnar báðu um aðstoð við að vernda flutninga- skip, sem sigldi með hjálpargögn frá Kenía til Sómalíu. Fjögur til sex skip verða síðan notuð að jafnaði til eftirlits á vegum Evrópusambandsins, ásamt tveimur til þremur eftirlits- þotum. Einnig verða notuð ómönnuð flugför til að taka loft- myndir af Indlandshafi og strönd- um Sómalíu. Á þriðjudaginn verður einnig lögð fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna tillaga að ályktun, sem heimilar erlendum hersveitum að ganga á land í Sómalíu til að elta uppi sjóræningja. Erfitt verkefni Ítalski aðmírállinn Giovanni Gum- iero hefur verið yfirmaður NATO- skipanna, sem hafa séð um eftirlit á sjóræningjaslóðum út af Sómalíu síðustu vikurnar. Hann segir hætt- una vera vaxandi og samhæfðar aðgerðir ríkja heims séu nauðsyn- legar til að ná árangri. Hann segir meðal annars að margt sé til að torvelda eftirlits- starf, ekki síst hve erfitt er að greina á milli sjóræningjanna og venjulegra sjómanna sem stunda veiðar á sömu slóðum. „Þeir nota sams konar báta, klæðast sams konar fötum, og ef maður sér þá líta þeir út fyrir að vera venjulegir sjómenn,“ segir Gumiero í viðtali við fréttastofuna Associated Press. © GRAPHIC NEWS Bíræfni sjóræningja nútímans Sómalskir sjóræningjar hafa fengið að athafna sig lítt áreittir, en nú virðist sem alþjóðasamfélagið sé að bregðast við. Í Sómalíu lifa sjóræningjar hátt og gerast æ bífærnari. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér þessa atvinnugrein, sem er engan veginn útdauð. SJÓRÆNINGJAR HANDTEKNIR Í nóvember gerðu sjóræningjar frá Sómalíu tilraun til að ræna dönsku skipi. Breska herskipið HMS Cumberland kom til bjargar. Hermenn á tveimur gúmmíbátum sigldu að fleytu sjóræningjanna og voru þeir handteknir. NORDICPHOTOS/AFP SIGLT Á HÆTTUSLÓÐUM Þessi tvö hollensku flutningaskip sigldu nýverið um Adenflóa, sem er ein fjölfarnasta siglingaleið heims og jafnframt ein sú hættulegasta vegna þess hve sjórán eru þar tíð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FYRIR RÉTTI Í KENÍA Átta sómalskir sjóræningjar voru hand- teknir nýverið, sakaðir um að hafa rænt flutningaskipi og settir í fangelsi í Kenía þar sem réttarhöld standa nú yfir. Á myndinni hlýða þeir á þýðanda, sem hjálpar þeim að skilja hvað fram fer við réttarhöldin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Í Sómalíu hefur nánast algert stjórnleysi ríkt síðan 1991 þegar herstjórn Siads Barre var steypt af stóli. Abdullahi Yusuf Ahmed hefur verið forseti bráðabirgðastjórnar landsins í fjögur ár, en áhrif þeirrar stjórnar í landinu eru afar takmörkuð. Hörð átök af ýmsu tagi hafa geisað í landinu árum saman. Meðal annars hafa íslamistar átt í átökum við stjórnarherinn og stríðsherrar hafa barist innbyrðis. Eitt stórt hérað, Sómaliland, hefur lýst yfir sjálfstæði, og annað hérað, Puntland, vill vera sjálfstjórnarhérað án þess þó að krefjast fulls sjálfstæðis. Í Sómalíu búa nærri níu milljónir manna, og eru flestir þeirra múslimar. Sómalía Sú alþjóðastofnun sem best fylgist með sjóránum um heim allan er Alþjóða siglingamálaskrifstofan, International Maritime Bureau, sem er deild innan Alþjóða viðskiptaráðsins. Skrifstofan hefur aðsetur í Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu, tekur þar við tilkynningum um sjórán og birtir reglulega skýrslur um fjölda sjórána víðs vegar um heim. Í síðustu viku bárust henni tilkynningar um sex sjórán, þar af tvö út af ströndum Sómalíu. Á þeim slóðum hafa sjórán verið langalgengust á þessu ári, en einnig hafa sjóræningjar látið mjög til sín taka út af ströndum Indónesíu og í Karíbahafinu. Alþjóða siglingamálaskrifstofan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.