Fréttablaðið - 14.12.2008, Page 47

Fréttablaðið - 14.12.2008, Page 47
23 14. desember 2008 SUNNUDAGUR Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafað- ir, afi og langafi, Bjarni Sigurðsson bifreiðastjóri og ökukennari, Heiðargerði 56, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju mánudaginn 15. desember kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Kristniboðssambandið. Kristín Ólafsdóttir Fríða Bjarnadóttir Kristín Bjarnadóttir Ólafur Bergmann Bjarnason Ólafía Aðalsteinsdóttir afa- og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jónheiður Björg Guðjónsdóttir Krummahólum 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 15. desember kl. 13.00. Steinar Ásgrímsson Patricia Otman Egill Ásgrímsson Svava Svavarsdóttir Jón Þór Ásgrímsson Arnleif Alfreðsdóttir Guðjóna Ásgrímsdóttir Jón Magni Sigurðsson Ólafur Ásgrímsson Hanna Erlingsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum öllum sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eig- inmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður, afa og langafa, Kristins Óskarssonar fyrrverandi lögreglumanns, Hæðargarði 35, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar 13G á Landspítala við Hringbraut fyrir kærleiksríka umönn- un í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Ágústa Jónsdóttir. Okkar bestu þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýnt hafa okkur hlýhug, vináttu og samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, Erlendar Steingrímssonar Prestbakka 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við Jakobi Jóhannssyni krabbameinslækni, starfsfólki Landspítalans við Hringbraut, deild 11E og líknardeildinni í Kópavogi fyrir einstaka umönnun og hlýju. Guðný Björg Guðmundsdóttir Steingrímur Erlendsson Ingibjörg Erlendsdóttir Ómar Ingi Gylfason Henrik Erlendsson Ásgeir Erlendsson og barnabörn. Okkar ástkæri Jón Halldórsson húsasmíðameistari, frá Arngerðareyri, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju þriðjudaginn 16. desember. Athöfnin hefst klukkan 13. Steinunn Jónsdóttir Halldór Jónsson Rannveig Jónsdóttir Kristín S. Jónsdóttir Óli Hilmar Briem Jónsson Guðrún S. Jónsdóttir Þórður Ingvi Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. 70 ára afmæli Faðir minn, Gunnar Guðmundsson verður 70 ára þann 14. desember. framkvæmdastjóri Guðmundar Jónassonar ehf Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vin- arhug vegna fráfalls okkar elskulega eigin- manns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Björns K. Örvar Innilegar þakkir færum við starfsfólki lyflækninga- deildar St. Jósefsspítala í Hafnarfirði fyrir frábæra umönnun og hlýju í veikindum hans. Hanna Marta Vigfúsdóttir Björg Örvar Kjartan Örvar Anna Birna Björnsdóttir Björn Lárus Örvar Unnur Þorsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. „Safnaðarsalurinn verður vígður í dag en hlé verður gert á byggingafram- kvæmdum þegar þessum áfanga er lokið,“ segir Guðmundur Karl Brynj- arsson sóknarprestur Lindasóknar. Þar með fer síðasta guðsþjónusta safnað- arins í Salaskóla fram klukkan 11 í dag en messað hefur verið, fyrst í Linda- skóla og svo í Salaskóla, þau sjö ár sem Lindasókn hefur verið starfandi. „Við höfum verið með lítið hús á kirkjulóðinni sem gegnir hlutverki safnaðarheimilis. Það hefur oft verið kallað húsið á slétttunni og í því hefur allt safnaðarstarf farið fram, kóræfing- ar, barna- og æskulýðsstarf, mömmu- morgnar og fleira.“ Guðmundur hefur starfað sem sókn- arprestur síðan sóknin var stofnuð árið 2002. Séra Guðni Már Harðarson hóf svo einnig störf sem prestur í Linda- sókn 1. september í ár en söfnuðurinn telur hátt í 11.000. Guðmundur segir sóknarstarfið fjölbreytt og fagnar því að fá þak yfir höfuðið. „Starfið hefur verið mjög öflugt og bæði framboð og þátttaka með svipuðu móti og í stærstu söfnuðum höfuðborgarsvæðisins, þó aðstöðuna hafi skort. Messusókn hefur verið mjög góð öll árin í skólahúsinu og sérstaklega í haust. Fjöldinn hefur ekki farið undir 200 manns. Það verð- ur því mikil breyting að geta gert allt undir sama þaki í stað þess að þeytast um bæinn, út af ýmsum uppákomum.“ Lokafrágangur safnaðarsalarins hefur verði í fullum gangi undanfar- ið. Salinn munu prýða steindir glugg- ar eftir Gerði Helgadóttur, teknir úr þýskri kapellu sem var rifin fyrir nokkru. Þeir rötuðu í Lindasókn og er söfnuðurinn þakklátur Gerðarsafni og bæjaryfirvöldum í Kópavogi fyrir að fá að hýsa þá. „Þetta er eins og að fá Kjar- val hingað inn en það er mjög sérstakt að það séu verk eftir Gerði Helgadóttur í nýrri kirkju í Kópavogi.“ Spurður hvort tengja megi vaxandi kirkjusókn við þá umhleypingatíma sem Íslendingar standa frammi fyrir vill Guðmundur lítið gefa út á það. „Ég held að það fari bara gott orð af starfinu hjá okkur á sunnudögum og hugsa að það megi alveg eins tengja kirkjusókn- ina við það.“ Opið hús verður í Linda- kirkju frá klukkan 13 til 16 í dag og Karl Sigurbjörnsson biskup mun vígja salinn klukkan 17. heida@frettabladid.is KIRKJUVÍGSLA: BISKUP ÍSLANDS VÍGIR SAFNAÐARSAL LINDAKIRKJU Í DAG Starfið skilar sér í kirkjusókn GOTT AÐ FÁ ÞAK YFIR HÖFUÐIÐ Séra Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindasókn, er að vonum ánægður með að fá salinn vígðan í dag undir fjölbreytt safnaðarstarf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MERKISATBURÐIR: 1287 Grandi milli Norðursjáv- ar og grunns stöðuvatns í Hollandi gefur sig og veld- ur fimmta stærsta flóði sögunnar. 50.000 manns láta lífið. 1542 María Stúart verður drottning Skotlands. 1890 Eyrarbakkakirkja vígð. Lov- ísa Danadrottning málar altaristöflu fyrir kirkjuna árið 1891. 1911 Norðmaðurinn Roald Amundsen kemst fyrstur manna á Suðurpólinn. 1935 Tuttugu og fimm manns farast í ofviðri um allt land, reykháfar fjúka af húsum í Reykjavík. 1977 Einhver mestu flóð hér á landi valda tjóni víða á suðurströnd landsins. Söngkvintettinn Jackson Five með Michael Jackson fremst- an í flokki kom fram í skemmti- þætti Eds Sullivan þennan dag árið 1969. Kvintettinn skipuðu fimm bræður: Jackie, Tito, Jermaine, Marlon og Michael Jackson og reis frægðarsól þeirra hæst á áttunda áratugnum. Lög eins og I Want You Back, ABC, The Love You Save og I’ll Be There ruku strax í efsta sæti ameríska vinsældalistans og einnig átti söngflokkurinn mörg lög í efstu fimm sætunum. Þeir voru fyrstu þeldökku ungl- ingastjörnurnar til að höfða jafnt til hvítra áhorf- enda. Faðir bræðranna, Joseph Jackson, setti kvintettinn saman eftir að hafa heyrt drengina syngja og spila á gítar sem vantaði einn streng á þegar hann kom heim úr vinnunni. Joseph var sjálfur fyrrum tónlistarmaður og sá hæfileikana í sonum sínum. Sérstaklega í yngsta bróð- urnum Michael sem var að- eins átta ára. Sögur fóru af harðræði Josephs við syni sína. Eink- um var hann kröfuharður við Michael og það reynd- ist drengnum erfitt. Kvint- ettinn starfaði þó allt til ársins 1989 þegar hann leystist upp vegna dræmrar sölu plötunnar 2300 Jacksons Street. Michael söng ekki á þeirri plötu nema í einu lagi. Hann hóf eftirminnilegan sóló- feril og skaust rækilega upp á stjörnuhimininn með fyrstu sólóplötu sinni Off the Wall sem kom út árið 1979. ÞETTA GERÐIST: 14. DESEMBER 1969 Jackson Five koma fram hjá Sullivan timamot@frettabladid.is LEIKKONAN MYRNA LOY LÉST ÞENNAN DAG 1993. „Lífið snýst ekki um að hafa og að fá, heldur um að vera og verða.“ Leikkonan Myrna Loy var 88 ára þegar hún lést. Hún var kosin drottning Hollywood árið 1938 og Clark Gable var kosinn konungur. Henni voru oft fengin hlutverk vampíru vegna útlits síns.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.