Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 62
38 14. desember 2008 SUNNUDAGUR Hátt í fimmtíu þúsund eintök hafa selst af Söngvaborgar-mynddisk- unum fimm sem Sigríður Bein- teinsdóttir og María Björk Sverrisdóttir hafa gefið út á undanförnum árum. Síðustu fjórir diskar hafa allir selst í platínu, eða yfir tíu þúsund eintökum, og sá nýjasti í röðinni er þegar kominn í þrjú þúsund eintök. „Þetta hjálpar manni þegar maður er í þessum tónlistar- bransa,“ segir Sigga, spurð hvort þetta sé ekki góður peningur í vas- ann. „Maður þarf að lifa og hrær- ast í öllu og mér finnst ofboðslega gaman að vinna með börn- um. Krakkar eru svo hreinir og beinir og hjá þeim er allt annað hvort æðislegt eða glatað. Við sjáum á þessu að þau horfa á þetta aftur og aftur. Það er frábært að vita til þess að maður sé að gera rétta hluti,“ segir hún. „Það er rosalega gaman hvað fólk hefur tekið þessu vel og krakkar alveg elska þetta.“ Disk- arnir, sem koma út annað hvert ár, eru ekki tengdir jólun- um og seljast því jafnt og þétt yfir árið sem gerir vitaskuld gæfumuninn í þessari miklu sölu. Á föstudag fóru þær Sigga og María á Barnaspítala Hringsins þar sem þær skemmtu börnunum með leik og söng eins og þær hafa gert undanfarin jól. „Við erum að reyna að gera eitthvað gott með þessu, sérstaklega eins og tímarn- ir eru núna,“ segir Sigga. Nýverið var tilkynnt hverjir yrðu dómarar í næstu Idol-þátta- röð og var Sigga ekki í þeirra hópi. Hún segist alls ekki vera svekkt yfir því. „Að sjálfsögðu hefði ég viljað vera með enda var þetta ofboðslega skemmtilegur tími sem þau eiga eftir að kynnast þau sem taka þátt í þessu. Þetta verður ferlega skemmtilegt.“ - fb NÝJU JÓLASVEINARNIR Hvað er að frétta? Endurskoðun ýmissa hluta, endur- skipulagning annarra. Endurhugsun og endurnýjun. Áhugaverð og skemmtileg verkefni fram undan. Vonandi umtalsvert og passlega rólegt jólafrí. Vinna, kökubakstur, át og góðir tímar með góðu fólki fram að jólum. Augnlitur: Blár. Starf: Hönnuður. Fjölskylduhagir: Mjög fínir. Hvaðan ertu? Reykjavík. Ertu hjátrúarfull? Fer eftir dögum og aðstæðum. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Fremur léleg í áhorfi á sjónvarpsþætti. Í minningunni voru margir góðir þættir hér áður fyrr svo sem Rætur, Spítalalíf, Húsið á sléttunni og fleiri. En ábyrgist engan veginn að mér þætti mikið til þeirra koma í dag, ef mér byðist að sjá þá aftur. Uppáhaldsmaturinn: Rjúpur. iPod eða geislaspilari: Geislaspilari. Hvað er skemmtilegast? Vera með skemmtilegu fólki. Hvað er leiðinlegast? Bókhald og vsk-skil í það minnsta mjög ofarlega á óvinsældalista. Helsti veikleiki: Erfitt með að segja nei. Helsti kostur: Þokkalegt jafnaðargeð að öllu jöfnu. Helsta afrek: Koma heilbrigðum einstaklingi í heiminn. Mestu vonbrigðin? Engin stórkostlega yfirþyrmandi enn sem komið er, nema ef vera skyldi hvernig hald- ið hefur verið á málum hérlendis. Hver er draumurinn? Fyrirmyndarsamfélag á Íslandi í víðtæku samhengi. Hver er fyndnastur/fyndnust? Dóttirin. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Græðgi og siðblinda. Hvað er mikilvægast? Fjölskylda og vinir. HIN HLIÐIN SNÆFRÍÐ ÞORSTEINS HÖNNUÐUR Er með jafnaðargeð að öllu jöfnu Leikstjórinn Óskar Jónasson er með nýja sjónvarpsmynd í burðarliðn- um sem verður byggð á skáldsögu Braga Ólafssonar, Gæludýrin. Ólaf- ur Darri Ólafsson mun fara með hlutverk aðalpersónunnar Emils en óvíst er hvenær tökur hefjast. „Ég er búinn að vera að gæla við þessa hugmynd í gegnum tíðina. Sagan er frábær. Það er mjög óvenjuleg öll uppstilling á henni,“ segir Óskar. „Þetta er svona klípa sem Emil sekkur í sem verður alltaf verri og verri. Maður kannast við hvernig þessir hlutir geta verið og þróast. Þetta er virkilega vel skrif- uð og skemmtileg saga sem á fullt erindi í sjónvarp.“ Óskar hefur átt í viðræðum við Ríkissjónvarpið um að sýna mynd- ina og er handritið komið langt á veg. „Við höfum átt samtal við þá um að koma þessu á koppinn en það eru blikur á lofti þarna uppfrá, maður veit ekki hvað verður,“ segir hann. Í Fréttablaðinu á föstudag kom fram að Gæludýrin væri á meðal fimmtán bestu skáldsagna ársins hjá hinu virta útgáfufyrirtæki Bar- nes & Nobels í Bandaríkjunum. Í dómi um bókina kom fram að tök Braga á súrrealískum aðstæðum aðalpersónunnar gefi skrifum hins japanska Murakami lítið eftir. Verði sjónvarpsmyndin að veru- leika fylgir hún eftir vinsældum síðustu kvikmyndar Óskars, Reykjavík Rotterdam, sem var frumsýnd í sumar við góðar undir- tektir. Síðasta verk hans í sjónvarpi var spennuþáttaröðin Svartir engl- ar sem var einmitt sýnd í Ríkis- sjónvarpinu fyrr í vetur. -fb Óskar myndar Gæludýrin ÓSKAR JÓNASSON Leikstjórinn Óskar Jónasson er með sjónvarpsmynd í undirbúningi byggða á bók Braga Ólafs- sonar, Gæludýrin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Þetta er draumur sérhvers póker- spilara, ég er auðvitað byrjaður að æfa enda ætla ég að rúlla þessum köpppum upp,“ segir Egill „Störe“ Einarsson. Einkaþjálfaranum kunna virðast allir vegir færir því hann er á leiðinni á risastórt alþjóðlegt mót í póker um miðjan febrúar. Félagsskapurinn sem Egill verður í er ekki amalegur því góðvinur hans, Auðunn Blön- dal, verður einnig meðal þátttak- enda. Mótið sem um ræðir er hald- ið á einu stærsta spilavíti Evrópu, Estoril í Portúgal. Sagan segir að Ian Flemming, höfundur bókanna um James Bond, hafi dvalist þar og fengið hugmyndina að þessum þekktasta leyniþjónustumanni heims sem var ekkert síður lunkinn pókerspilari. Agli líst vel á að halda á slóðir James Bond enda eigi þeir ýmislegt sam- eiginlegt. Ferðin er farin á vegum veð- málafyrirtækisins Betsson. Fyrir- tækið hyggst jafnframt blása til mótaraðar á netinu nú í desember þar sem menn geta unnið sér sæti á glæsilegu pókermóti á skemmti- staðnum Rúbín í Öskjuhlíðinni þann 17. janúar. Sigurlaunin á því móti eru þó ekki peningaseðlar heldur þrír farseðlar með öllu á mótið í Portúgal að verðmæti fimmhundruð þúsund krónur. Engar smáupphæðir eru í boði á mótinu en heildarverðlaunaféð er ein milljón dollara. Sú fjárhæð dreifist á efstu menn en sigurveg- arinn fær að launum 236 þúsund dollara eða þrjátíu milljónir íslenskra króna. „Þetta er að fara í vasann hjá mér, ég er íþróttamaður með keppnisskap og ætla mér að sjálfsögðu að vinna þetta.“ Egill viðurkennir samt sem áður að fyrsta takmarkið sé að komast á lokaborðið þar sem níu spilara heyja lokabardaga um sigurlaun- in. „Þá fer þetta auðvitað að snú- ast svolítið um að hafa heilladís- irnar á sínu bandi eins og í öðrum íþróttagreinum,“ útskýrir póker- spilarinn. Egill segist hafa stundað póker á þriðja ár. Hann viti varla um nokkrun mann sem ekki grípi í spil við og við. Hann er ekki í vafa um hvert sé hans sterkasta vopn. „Þolinmæði, já án gríns, ég er mjög þolinmóður við borðið og bíð eftir réttu tækifærunum. Og svo er ég með all svakalegt pókerfés, það er gjörsamlega ómögulegt að lesa mig.“ freyrgigja@frettabladid.is EGILL STÖRE: MEÐ SÉRSNIÐINN SMÓKING OG AUDDA BLÖ Í FARTESKINU Störe á pókermót í Portúgal EKKI LEIÐUM AÐ LÍKJAST Egill gæti hugsanlega tekið við af Daniel Craig sem James Bond miðað við hvernig hann tekur sig út í sérsniðna smókingnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Sigga Beinteins sel- ur fimmtíu þúsund Steini í Kók hét þriðji stubburinn sá. Hann krækti sér í millu, þegar kostur var á. Hann keyrði í burtu með hana á glæsikerru, pent, og rúntaði um bæinn og blastaði 50 cent. 05.04.1968 MEÐ MASA Sigga Beinteins og María Björk með vini sínum Masa. Þær hafa selt Söngvaborg- ar-diskana í hátt í fimm- tíu þúsund eintökum. „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.