Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 6
6 Gestur Pálsson: „Gestur lifir nú mest á slag- bjórum í annarra reikning” ■ „í dánarvottorði eru dvalarstaður hans, hjúskaparstétt og foreldrar talin ókunn. Svo umkomulaust stóð þetta íslenska skáld á banadægri sínu vestur í miðri Ameríku.....Hann var grafinn í Brookside kirkjugarðinum í K-hluta hans, leiði nr. 107. Það er í útjaðri Winnepeg að norðvestan og þeim hluta garðsins, þar sem fátækt fólk hvflir. Óvíða standa þar bautasteinar og trjá- gróður er strjáll, en á næsta leiði ris grannvaxinn runni yfir ókunnum bein- um amerísks smælingja. Hann skýlir gröf skáldsins, þegar stormur fer yfir sléttuna miklu.“ Þannig segir Sveinn Skorri Höskulds- son prófessor frá ævilokum Gests Pálssonar skálds, sem var enn einn þeirra íslensku skálda sem gerðu sér vínið að örlögum. Tólf dögum fyrir dauða hans héldu stúkumenn fund með sér og ræddu hverjir úr þeirra hópi skyldu ábyrgjast greiðslu á hálfum dal, er þeir höfðu sektað hann um fyrir bind- indisbrot. Hjartasárið Gestur Pálsson fæddist 25. september 1852 á Miðhúsum á Reykjanesi í Barðastrandarsýslu. Foreldrar hans voru Páll Ingimundarson bóndi og smiður og kona hans Ragnheiður Gestsdóttir. Gestur ólst upp við mikið ástríki foreldra sinna og unni mjög móður sinni, en missti hana 10 ára gamull. Óvíða kennir í verkum hans jafn fölskvalausrar ástar og í þeim kvæðum sem hann orti um hana. Frá Miðhúsum fór Gestur 1865, þegar faðir hans fluttist að Mýrartungu í Króksfirði og árið eftir eignaðist hann að stjúpu Ingunni Jónsdóttur, sem var honum afar góð. Þannig ólst Gestur upp í eftirlæti beggja foreldra og efnahagur var rúmur á heimilinu, svo hann mun snemma hafa tamið sér nokkurt höfðingjasnið og var hann einn bræðra sinna settur til mennta og kom inn í Lærða skólann 1868. Gestur hafði nokkuð kynnst lífinu áður en í skólann kom, því vinur hans Indriði Einarsson segir: „Nokkru síðar en ég kom í skólann Gestur Pálsson og við urðum miklir mátar og jafnvel alúðarvinir. Hann kom í skólann fullur af hugarangri og eftirsjá eftir stúlku sem hafði náð ástum hans 16-17 ára gamals. En þegar til alvörunn- ar kom var hún trúlofuð og vildi ekkert vita af þessum unglingi, sem hún hafði nælt nöglunum í....... Gestur var þunglyndur lengi framan af skóla; honum greri seint sárið.“ Skáldskapur Félagslíf pilta í Lærðaskólanum var all fjörugt og Gestur tók þátt í störfum leynifélaga skólapilta, svo sem Banda- mannafélaginu og félaginu Eggert Ólafs- syni. Rituðu hagmæltir piltarskáldskap eftir sig í bækur þessara félaga. Veitt var púns á fundum og utan þess var gjarna sukksamt í skólanum, enda tíðarandinn í Reykjavík sá að menn kunnu vel að meta bjór og vín. Sem fyrr segir var Gestur af all efnuðu heimili og hafði á sér höfðingjasnið og segir að hann hafi á sumardaginn fyrsta 1875 vakið athygli á sér fyrir rausnarskap sinn, en þá héldu piltar skemmtun nokkra sunnan kirkju- garðsins. í árbókum segir svo: „Helsti viðburður þar var sá að Gestur Pálsson kom þangað suður með nokkrar kampa- vínsflöskur og portvínsflöskur. Gengu þær fljótt upp og varð veitandi sjálfur svo ölvaður að hann féll úr sögunni til kvelds." Gestur Pálsson fékk þessa umsögn í árbókum: „Meðalmaður að hæð, hálslangur mjög og vaxinn illa gáfaður vel og skáldmæltur, heldur óreglumaður, óvinsæll af mörgum, óspar á fé.“ Að loknu stúdentsprófi fór Gestur vestur í Reykhólasveit og bjó siglingu sína til háskólanáms í Kaupmannahöfn. Segir svo Ásgeir Blöndal læknir um Gest, er hann heimsótti föður hans þetta sumar: „Gestur Pálsson kom hér um daginn. Hann var að fá „testimonium pauper- tatis" hjá pabba, honum var veitt toddy og er að nú eiginlega ekki frásagna vert, en hann varð svo sjóðandi fullur að hann hafði ekki minnsta snefi af viti, svo pabbi varð aldeilis hlessa og sagðist aldrei hafa vitað verri hænuhaus á nokkrum manni....“ Hafnarár Gestur Pálsson sigldi til Hafnar með póstskipinu Diönu 1875 og tók að nema guðfræði. Fékk hann inni á Garði, þar sem margar kynslóðir íslenskra stúdenta höfðu eytt námsárunum. Stundaði hann guðfræðinámið vel í fyrstu en mun þó skjótt hafa kennt leiða og farið að slá slöku við. Nokkuð mun Gestur hafa þótt ölkær á þessum árum, þótt aðeins einu sinni sé skráð áminning til hans í bókum Garðprófasts. Hafði lögreglan þá borið hann heim, eftir að hafa fundið hann afvelta á götunni með sár á höfði. En slíkar yfirsjónir voru nú ekki eindæmi meðal Garðstúdenta. 1877 segir þó að Gestur hafi átt í vandræðum með að fá sambýlismann á Garði, vegna þess að hann þótti drykkfelldur og ekki laus við kvennafar. Urðu þessar sögur það magnaðar að unnusta hans á íslandi, Ingunn Elín Jónsdóttir, frétti af þeim og sendi Gesti uppsagnarbréf. Oliu þau tryggðaslit báðum miklum sársauka og unnustunni eftirsjá, sem hún mun ekki hafa læknast af. Þótt guðfræðiáhuginn væri farinn að dofna með Gesti var skáldkaparáhugi hans sívakandi og það var sem frægt er á Hafnarárunum sem þeir Einar H. Kvaran, Hannes Hafstein, Bertel Þor- valdsson og Gestur tóku sig saman um útgáfu á „Verðandi", sem fylkti þeim saman í bókmenntasögunni undir heit- inu „Verðandimenn.“ En óregla Gests fór æ vaxandi, og þau vandræði og fátækt sem af henni hlutust. Nokkrar tilvitnanir í bréf skólaibræðra segja þá sögu best: „í gær vildi það óhapp til að Gestur Pálsson fótbraut sig á fylliríi og var transporteraður á spítala. Það ~var annars leiðinlegt fyrir hann, því hann ætlaði upp í vor og hafði sefað alla kreditora (lánadrottna) með því..“ „Gestur lést ætla upp í vor, en ekkert varð úr því... hann lifir nú mest á slagbjórum, er hann tíðum pantar út í annarra manna reikning að þeim fornspurðum......er svo óþokkaður að öll líkindi eru til að hann fái fremur að nærast á munnvatni sínu, þótt undir- stöðulítill matur sé.“ „Nú er Gestur illa staddur í peninga- sökum. Hann fær engan eyri að heiman.... flestir landar gefa honum eina krónu á mánuði...samskot þessi fara leynt og er Gesti ókunnugt um þau.“ Loks í bréfi frá Skúla Thoroddsen í október 1882: „Nú sendum við Gest heim upp á sameiginlegan kostnað. Hann var orð- Kristján Jónsson: „A mér þá allt- af að líða illa?” ■ Kristján Jónsson: Myndina tók Tryggvi Gunnarsson af honum í túnfætinum í Vallanesi 1867. „Allt er sungið og gert“ segir Hannes Pétursson, skáld, sem orti Ijóð um þessa mynd. ■ Á miðjum sjöunda tug aldarinnar komu nokkrir skólapiltar að Grímsstöð- um á Fjöllum og þáðu þar gistingu. Um kvöldið hafði einn úr hópnum gerst mjög drukkinn og þegar hann vaknaði varð hann þess var að hann hafði týnt hesti sínum, hnakk og höfuðfati. Var þá ekki annað sýnt en að hann hlyti að verða eftir af samferðamönnum sínum og bar hann sig að vonum sárlega. Lagðist hann aftur fyrir og um lcið varð honum að orði: „Á mér þá alltaf að líða iUa?“ Þessa kveinstafi heyrði húsfreyjan á Grímsstöðum og tók hún þá til sinna ráða. Gerði hún út vinnumenn sína til að leita uppi hest, hnakk og höfuðfat skólapiltsins og nokkru síðar gat hún fært honum þau tíðindi að allt væri fundið og stæði hestur hans söðlaður á hlaðinu. Reis þá gestur hennar upp, alls hugar feginn og kvaðst með engu móti vita hvernig hann gæti launað henni svo mikla velvild og fyrirhöfn. En húsfreyjan svaraði: „Þér hafið greitt það fyrir löngu - með ánægjunni sem ég hef haft af kvæðunum yðar.“ Pilturinn sem hafði „fyrir löngu“ lagt þannig inn á reikning sinn hjá húsfreyj- unni á Grímssötðum var höfundur kvæðanna „Dettifoss“ og „Haust“, sem höfðu skipað honum vart tvítugum í hóp stórskálda. Pilturinn hét Kristján Jóns- son, - síðar nefndur Fjallaskáld. * Atakanleg æskuár Kristján Jónsson fæddist að Krossdal í Kelduhverfi 13. júní 1842 og voru foreldrar hans Jón Kristjánsson, hrepp- stjóri og Guðný Sveinsdóttir, kona hans. Þegar Kristján var fjögurra ára fluttust foreldrar hans að Auðbjargarstöðum í Kelduhverfi og ári seinna missti hann föður sinn. Giftist móðir hans aftur manni þeim er Helgi Sigurðsson hét. Skipti þá mjög um fyrir drengnum. Var Kristján viðkvæmur og örgeðja, en stjúpfaðir hans harðlyndur, þóttafullur og hrottafenginn. Sætti hann oft bar- smíð og misþyrmingum af hendi stjúpans, en móðir hans fékk ekki við ráðið - af ótta við mann sinn. Bróðir Kristjáns segir um þetta í formála við ljóð Kristjáns, sem komu út 1907: „Hann elskaði móður sína, en hataði stjúpa sinn, því að hann var honum vondur. Reiddist hann oft fyrir mína hönd, er mér var misboðið og sást þá ekki fyrir í orði og hlaut svo illt fyrir sjálfur." Þeir bræður höfu báðir verið vel læsir, þegar móðir þeirra giftist aftur, en eftir það var þeim ekkert kennt. Bræðurnir reyndu þó að útvega sér eftir föngum þær sögur og rímur sem þeir gátu. Hafði Kristján verið mjög bráðþroska og mun hafa bæði talað og gengið ársgamall. Hann mun snemma hafa byrjað sem barn að fást við að yrkja, líklega um átta ára aldur og skáldskapurinn varð að ástríðu sem stöðugt ágerðist. Móðir hans skildi við stjúpann árið 1854 og var þá heimilið leyst upp. Var Kristjáni komið fyrir að Ærlækjarseli í Axarfirði og var hann þar næstu tvö árin. Varð það hlutskipti hans frá 12 ára aldri að hann hraktist bæ af bæ í vinnu- mennsku. Innan við 19 ára aldur voru ljóð eftir hann farin að birtast í norðanblöðunum, en það er fyrst þegar blaðið íslendingur í Reykjavík birtir Ijóð eftir hann, þar sem Páll Melsted vekur athygli á honum og kjörum hans að menn sýna áhuga á að koma honum til mennta. Að ráði frænda og vina tókst hann nú á hendur ferð til Reykjavíkur árið 1863 og má víst telja að þar hafi hún orðið til vísan, sem allir kunna frá barnæsku: „Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima. Nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima." Skólaár Þessi ferð leiddi til þess að hann dvaldi í Reykjavík næsta vetur til undirbúnings skólagöngu. Naut hann til þess styrks góðra manna. Helgi Thordarsen biskup og kona hans tóku að sér án endurgjalds að „fæða hann og klæða" og þrír kennarar Latínuskólans kenndu honum kauplaust undir skóla. Tók Kristján inntökupróf um vorið og var hann síðan viðloðandi skólann næstu fjóra vetur. Gat hann sér strax miklar vinsældir meðal skólapilta og urðu margir þeirra nánir vinir hans, svo sem Valdimar Briem síðar sálmaskáld, Björn Jónsson, síðar ritstjóri, Kristján Eldjárn Þórar- insson, síðar prestur, Björn M. Ólsen, Indriði Einarsson, Jón Ólafsson ofl. Kristján sparaði ekki skáldgáfu sína í skólanum, samdi leikrit og orti kvæði á afmælisdegi konungs og er eitt þeirra flestum kunnugt: „Norður við heim- skaut í svalköldum sævi.“ Orð Indriða Einarssonar um hann bera því vitni að hann var vinsæll í skólanum: „Hann bar höfuð og herðar yfir samtíðarmenn sína í skólanum," segir Indriði. „Hann var þýður í vináttu og ljúfur í umgengni. Hann var sómi Latínuskólans út á við.“ Kristján var einnig einn af forystu- mönnum Kvöldfélagsins, sem ungir menn stofnuðu með sér í Reykjavík á þessum árum. Þetta var leynifélag andlega sinnaðra ungra manna, mest stúdenta, og skyldi vafi leika á að það hafi verið að frumkvæði Kristjáns Jónssonar er félagið lætur það verða eitt sitt fyrsta verka að reisa legstein yfir hið gæfusnauða skáld, Sigurð Breiðfjörð, sem enn stendur á leiði hans, með strenghörpuna meitlaða á? Ekki verður annað séð en að Kristján Jónsson hafi átt vinum að fagna í Reykjavík og því kemur kynlega fyrir sjónir sú kynlega ákvörðun hans er hann segir sig úr skóla vorið 1868. Eina leiðin sem honum stóð opin upp frá því lá út í fásinni og einangrun og hana fetaði hann af öruggri eðlishneigð. Svarti dauði Orsök þess að hann hætti námi mun einkum hafa verið féskortur en þó mun hitt einnig hafa ráðið nokkru að hann var farinn að hneigjast mjög til víndrykkju. Indriði Einarsson segir: „Mér er enn minnistætt síðasta kvöld Kristjáns Jónssonar í Latínuskólanum. Hann var heimasveinn og las í 2. bekk, en var t' 3. bekk A. Mánaðarfrí hafði verið um daginn og sumir piltar komu drukknir uppeftir kl. 8. Hann var einn af þeim og kom svo seint að umsjónar- maðurinn sá hann og sagði að hann mundi fá nótu. Ég sat hjá honum uppi við efsta borðið í bekknum allt kvöld- ið. Ég hefði viljað hugga hann, en þess var ekki kostur. Hann orti um kvöldið SUNNUDÁGUR 25. JÚLÍ 1982. ■ Gestur Pálsson: Sendur heim til íslands, áður en lögreglan nappaði hann. inn ómögulegur hér í alla staði fyrir fyllirí og pretti og eigi nema tímaspurs- mál hvenær lögreglan hefði nappað hann....“ Gestur fær þessa umsögníbréfi frá Matthíasi Jochumsyni eftir að hann er kominn til íslands: „Gestur kominn inn með eymd og óvirðing. Komdu heldur ekki en að þú komir með meiri eymd en þú fórst.“ Ritstjórinn Ömurlegt hefur það verið fyrir Gest, próflausan og skuldugan að setjast að í Reykjavík haustið 1882. Hann gerist ritstjóri Þjóðólfs og þá Suðra og á í talsverðum útistöðum við eigendur og meðritstjóra, því lundarlagið var stund- um erfitt, sjálfsálitið nóg og álitið á mörlandanum ekki mikið. Átti hann til dæmis í þremur meinyrðamálum 1883, vegna skrifa í Suðra. Mál æxluðust svo að hann varð eigandi að Suðra, en skorti bolmagn til þess að halda blaðinu úti og seldi það. Vann hann eftir það við kennslu og skrifstofustörf, en hafði aldrei fasta atvinnu eftir að ritstjórnar- störfum sleppti. 1885 varð hann gjald- þrota. Gestur tók að skipta sér nokkuð að bindindismálum á þessum árum og varð „æðsti templari" í stúkunni Verðandi nr. kvæðið „Ekki er allt sem sýnist“ en ég las það úr pennanum. Hann strikaði lítið út. Það er eitt af miklu Ijóðunum hans, en er yfirkomið af heimsþjáningu (Weltschmerz). Morguninn eftir þegar við gengum frá bænum kl. 8 hneig hann niður í dyrum Alþingissalarins, hann sagði að sér hefði sýnst maður stinga sig í hjartað. Hann var borinn í rúm sitt og fór síðar um daginn niður í bæ til að segja sig úr skóla.“ lndriði segir ástæðuna þá „að Kristján hafi hneigst til drykkjar meira en hentaði fyrir mann undir skólaaga,“ og Jón Ólafsson er sömu skoðunar. Hann kemst svo að orði að drykkfeldni hans hafi gert „honum örðugt fyrir um skólavistina" en nefnir féleysið einnig. Ekki þarf vitnanna við um það að Kristján hafi átt við féleysi að striða þessi árin. En svo var um fleiri skólapilta, sem voru að auki því verr settir en Kristján sem engin skáldfrægð opnaði þeim nokkrar dyr. Samt létu þeir ekki bugast. Hin ástæðan, vínhneigð Kristjáns, virðist í fljótu bragði þyngri á metunum. Á unglingsárum hans var mikil drykkjuskaparöld og bar ekki á öðru en alls konar lausung þrifist þar ágætlega, þó að hvorki hefði hún við félagsheimili né aðrar menningarstofn- anir að styðjast. Er Kristján kom fyrst suður til Reykjavíkur var hann að sögn skólabróður „þegar orðinn meiri drykkjumaður en svo að sú ástríða mundi læknast." Kristján réðist eftir skólavistina til dansks kaupmanns á Vopnafirði, en lokakaflinn í lífi hans var þegar hafinn. Annars var sálarlíf hans myrkara og flóknara en svo að drykkjuskapurinn og féleysið nægi til að skýra forlög hans. Einn ritari æviágrips um hann kemst svo að orði að hann hafi verið með krabbamein í sálinni. Út í vangaveltur um þá hluti verður ekki farið hér, enda vefst manngerð Kristjáns Jónssonar fyrir mönnum sem skrifað hafa um hann ítarlegra mál en hér, þám. Tómasi Guðmundssyni, en þetta spjall er samið upp úr ritgerð hans „Fjallaskáld“. Kristján Jónsson dó aðeins ári eftir að hann sagði sig úr skóla. Menn komu að honum látnum og hafði enginn verið hjá honum síðustu stundimar, - nema víst er að brennivínsflaskan var hjá honum, eins og við banasæng Sigurðar Breið- fjörð, sem hann reisti bautastein í Reykjavík, með félögum sínum í Kvöldfélaginu. -AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.