Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 23

Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1982. 23 á bókamarkadi B(st ShoH ..Stork'sot UOStíK'VSl^ ... í í .itisl.tk**! wkh míiiUO(hioí«*nftv M.^íHvÍMi k Fjodor Dostocvsky: The Best Short Stories of Dostoevsky Modern Library 1980 ■ Nú? Er bókin í dálkinum hinum megin ekki nóg? Sýnilega ekki, nú skulu lesnar fleiri smásögur Dostoévsk- ijs. Þær eru hér i þessari skrýtnu útgáfu Modern Library í Bandarikjunum, það er David Magarshack sem valið hefur sögurnar, þýtt og ritað formála. David Magarshack er sami maðurinn og þýddi að minnsta kosti þrjár hinna stóru skáldsagan Dostoévskíjs fyrir hinn al- ræmda bókaflokk Penguin Classics - nefnilega Glæp og refsingu, Karamazov og Fábjánann, og þó við vitum ekkert í hausinn á okkur varðandi rússnesku þá höfum við grun um að þessar þýðingar hans séu nokkuð góðar. Hann er raunar Rússi að uppruna en hefur búið hér á Vesturlöndum áratugum saman. í smásögum sinum er Dostoévskij ekki jafn hamslaus og yftrþyrmandi þar sem tilfinningar vella og flóa - en jafn sannar fyrir þvi - svo hér er upplagt tækifæri til að kynnast nýrri hlið á þessum rússneska skáldjötni. Nýjum hliðum jafnvel þvi hann er ekki alltaf við sama heygarðshornið. í „Hvítar nætur" er hann ósköp huggulegur og rómantiskur, i„jólatré og brúðkaup" bregður hann fyrir sig satirufætinum, og svo er hér náttúrlega komin hin magnaða saga „Minnisblöð úr undir- hcimum". Alls eru sögurnar sjö talsins og allar þess virði að kynnast þeim. Magarshack ritar allýtarlegan formála og hefur margt vitlausara verið um Dostoévskij skrifað en það sem þar stendur. moÉI John 'Gielí^ud ' AuAclnr ciudl l/s Tnm, John Gielgud: An Actor and His Time Penguin 1981 ■ Það fór aldrei svo að Sör John yrði ekki filmstjarna. Núorðið leikur hann næsta lítið nema í ameriskum kvik- myndum; þar er hann bæði trekkingar- tól og gæðastimpill. Snobb Ameriku- manna fyrir raffíneruðum Bretum er slíkt að sé Sör John eða Sör Laurence á kredit-listanum, þá myndin öll fær annan svip, hún verður nærmesk klassísk. En þrátt fyrir allt er Sör John hinn merkasti leikari og var á sínum tima rómaður Shakespeare-túlkandi i heimalandi sínu, lék flestöll af hinum miklu hlutverkum Hristispjóts og fór vel með öll. Hann segir sína eigin sögu i þessari bók og gerir það næsta vel, auk þess að vera hin ágætasta heimild um breytta tíma i leikhúsinu og kvikmyndunum er bókin skemmtileg aflestrar og nóg af slúðri til að halda manni við efnið. Ekki slæmu slúðri þó, því Sör John er vammlaus maður, náttúrlega. En hann segir hér frá Söru Bernhardt og Edith Evans, frá E.G. Craig og Granville - Barker, frá Noél Coward og Somerset Maugham, frá Sör Laurence og Sör Ralph Richardson, frá Vivien Leigh og Peggy Ashcroft, frá Peter Brook og Peter Hall, frá Ellen Terry, frá Richard Burton, frá Bernard Shaw og ótal fleirum. Og lesari fær einnig að kynnast Sör John nokkuð vel, alvarlegum iistamanni sem leggur sig allan fram til að skapa list úr hlutverki sinu. Hlutverk hans i Caligula er aftur á móti ekki rætt.... r.Hrnnp TH£ RUSSIAN RJEVOLUTION FROM LENINTOSTALIN 1917-1929 Neil Carson: Arthur Miller Macmillan Modern Dramatists/Mac- millan 1982 ■ Þessi bók er ein hin fyrsta i nýjum og sæmilega handhægum flokki sem bandaríska forlagið Macmillan hefur hafið útgáfu á og er um leikhús; af öðrum bókum má nefna kver um Pinter, Búchner, Eugéne Labiche og Georges Feydeau, einnig um ameriska leikritagerð upp á siðkastið. Neil Carson, sem skrifar um Arthur Miller, er reyndar aðstoðarprófessor i enskum bókmenntum við háskólann í Guelph (!) sem mun vera i Kanada. Það er óhætt að segja að bók hans er ágætur inngangur fyrir þá sem áhuga hafa á verkum Millers - þess manns sem sumir gerðust svo djarfir að fullyrða að hefði skapað tragidíu nútimans með Sölu- maður deyr. Þvi fór náttúrlega fjarri enda er tragidian löngu dauð eins og áfjáðir lesendur Steiners vita... Verk Millers eru svolitið kyndug. Þar sem honum tekst best upp er mikil dramatísk spenna (eins og það heitir vist!) i leikritunum, en annars staðar skemma alvarlegar móraliséringar og þunglamalegar vangaveltur um lífið, tilveruna og dauðann allmjög fyrir. Miller hefur heldur ekki tekist að fylgja eftir þeim vinsældum sem hann aflaði sér snemma á ferlinum með All My Sons, Sölumanninum og fleiri verkum, og núorðið þykir hann vart i húsum hæfur sakir leiðinda. Carson telur að visu að Sköpun heimsins og önnur af nýrri verkum hans séu gagnmerk og eigi gott skilið, en um það má deila. E.H. Can-: The Russian Rcvolution from Lenin to Stalin 1917-1929 Papermac/Macmillan 1981 ■ Já, ég veit það! Og þó þær séu tvær, hvað með það? En hér er komin stutt yfirlitssaga breska sagnfræðingsins Ed- ward Hallett Carr um rússnesku byltinguna og svo sannarlega veit maðurinn um hvað hann er að tala! Hann hefur ritað þessa sögu í allmiklu lengra máli, hvorki fkiri né fæ rri en fjórtán stórum og þykkum bindum, sem raunar hafa verið gefnar út i pappirs- kiljuformi af hinni ódrepandi mörgæsa- útgáfu en eru vart fyrir aðra en sérstaka áhugamenn og sérfræðinga. Þar að auki hefur E.H. Carr ritað ýmislegt sem tengist þessu viðfangsefni hans og hann er einnig, þó það komi málinu ekki við, höfundur What is History? sem sumum þykir merkilegt kver. En sem sé, hérna fer Edward Hallett fljótt yfir sögu og kannski fullfljótt, bókin er ekki nema tæpar 200 siður og margt sem gerist. En hún er mjög læsileg og eins og sérfræðingi sæmir er Carr lagið að þjappa gífurlega vitneskju sina niður i nokkrar linur, svo lesandi hneigist að minnsta kosti til að álíta hann hafi allt sitt á þurru. Sem hann auðvitað gerir. ■ Bækumar hér að ofan ero fengnar hjá Bókabúð Máls og menningar. Tekið skal fram að hcr er um kynningar að ræða en öngva rítdóma. OPIÐ í ÖLLUM DEILDUM mánud.—miðvikud. til kl. 18 fimmtudaga til kl. 20 föstudaga til kl. 22 Jón Loftsson hf HRINGBRAUT 121. SÍMI 10600 Jkí i 4 litir 1 RAUTT BRÚNT - BLÁTT - BEIGE L HAGSTÆÐIR Bk. GREIÐSLU- SKILMÁLAR I A Eggjaframleiðendur - Kaupmenn Höfum jafnan fyrirliggjandi eggjapakkningar fyrir 10 og 12 egg. Guðbjörn Guðjónsson heildverslun Korngarður 5 simi 85677 KANADA " Radial dekk Eigum á lager hin margumtöluðu og vinsælu kanadísku radial dekk. Margra ára reynsla, frábært slitþol, algeng ending 60.000 km. Mýkt í sérflokki. Stór hluti atvinnubíl- stjóra ekur á Kanadadekkjum Lágt verð og miklir kostir Kanadadekkjanna skapa hina miklu eftirspurn. Trúlega mest seldu radialdekk á íslandi í dag. Útsölustaðir: Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 Reykjavík ' Hjólbarðastöðin Skeifunni 5 Reykjavík. Hjólbarðahúsið Skeifunni 11 Reykjavík. Hjólbarðaþjónustan Fellsmúla 24 Reykjavík (Hreyfilshúsinu) Sólning h.f. Smiðjuvegi 32-34 Kópavogi. Hjólbarðaþjónustan Hvannavöllum 14 Akureyri. Smurstöð Olis & Shell Fjölnisgötu 4a Akureyri. GUMMIVINNUSTOFAN Skipholti 36 Sinii 31055.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.