Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 21

Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 21
gamall, tryggði sér sæti í áskorenda- keppninni í fyrsta og vafalítið eina skipti. Lokastaðan var svona: 1.-2. Karpov og Korchnoi 13.5, 3. Byme 12.5, 4. Smejkal 11, 5.-6. Larsen og Hiibner 10, 7. Kúsjmín 9.5, 8.-10. Tal, Gligoric, Tæmanov 8.5 etc. Karpov var að vonum ánægður með taflmennsku sína á millisvæðamótinu en hins vegar þótti honum hann ekki standa sig ýkja vel á hinu öfluga skákþingi Sovétríkjanna 73, þegar Spasskíj vann frægan sigur og tókst að þagga niður í háværum gagnrýnendum sínum um stund. Karpov lenti þó í öðru sæti, vinningi á eftir Spasskíj, en deildi sætinu með fjómm öðrum: Korchnoi, Petrósj- an, Pólúgaévskíj og Kúsjmín. Næstu mánuðir fóru svo í undirbúning fyrir áskorendaeinvígin, en engu að síður tefldi Karpov allmikið milli þeirra. í árslok 1973 tókst honum til dæmis að sigra á allsterku skákmóti í Madrid og var það í fyrsta sinn sem hann þurfti ekki að deila sigri á móti með neinum. Áskorendaeinvígið gegn Pólúgaévskíj vann Karpov án teljandi erfiðleika, en fæstir áttu hins vegar von á því að hann ætti mikla möguleika gegn Bóris Spasskíj sem hann mætti í 4-manna einvígjunum. En Karpov vann öroggan sigur og þar hjálpaðist margt að. Spasskíj vanmat andstæðing sinn ogeftir að liafa tætt Karpov í sig í fýrstu skákinni hugsaði Spasskíj aðeins um væntanlegt einvígi sitt við Fischer. Karpov kom á hinn bóginn mjög vel undirbúinn til leiks og reyndist sterkari. Eftir þennan sigur fékk Karpov fyrsta borðið í ólympíu- sveit Sovétmanna í Nice 1974 þar sem sovéska sveitin vann auðveldan sigur. Síðar á árinu hófst svo úrslitaeinvígi Karpovs um réttinn til að skora á Fischer, Korchnoi sat hinum megin við borðið. Þetta einvígi er frægt. Karpov tók forystuna í uppnhafi, vann tvær skákir en lenti síðan í erfiðleikum. Hann þótti heppinn að ná jafntefli í nokkmm skákum sem á eftir fylgdu en svo teygði Korchnoi sig of langt og Karpov vann þriðju skákina. Úrslitin virtust ráðin en með ódrepandi baráttuþreki sínu tókst Korchnoi næstum að jafna metin, vann 18du og 21stu skákirnar (þá síðari í innan við 20 leikjum!) en tókst ekki að vinna þá þriðju áður en einvíginu lauk. Anatóli Karpov, 23ja ára gamall, var opinber áskorandi R.J. Fischers og allir vora dálítið hissa. Meira að segja Karpov sjálfur, sem hafði látið þess getið fyrir einvígin að þetta væri ekki hans hringur og hann vonaðist einungis til að aukast að reynslu og afli með keppni við hina gamalreyndu kappa. En Karpov háði aldrei einvígi við Fischer - sem var eins gott fyrir hann, því allir hljóta að sjá að ungi Rússinn átti ekki séns! - svo notuð sé óvenju fáguð íslenska. En hitt er svo annað mál að úr því að Fischer settist í helgan stein þá var Anatólí Karpov mjög verðugur heimsmeistari. Hér hefur ferill hans verið rakinn nokkuð ýtarlega, en hvað um hæfileika hans og skákstíl? Eins og drepið hefur verið á var Karpov (og er raunar enn) oft gagnrýndur fyrir litlausa tafl- mennsku og óspennandi. Það er mjög rétt að Karpov hristir sjaldan snilldar- skákir fram úr erminni og þá er átt við snilldarskákir í mjög takmarkaðri merk- ingu: fórnir, fléttur etc. Karpov er framar öðra raunsær og skynsamur skákmeistari. Hann forðast óþarfa flækjur og hefur sjálfur sagt að sjái hann tvær leiðir til að vinna tiltekna skák: aðra snilldarlega og hina rökrétt- ari, þá velji hann síðari leiðina. Þessi hugsunarháttur hefur ekki beinlínis fært Karpov yfirþyrmandi vinsældir en hefur reynst honum vel, þetta er hans aðferð, púnktum, basta! Og það er sjaldan sem Karpov finnur ekki sterkustu leikina, hvers lags svo sem þeir era. Bestu skákum Karpovs hafði jafnvel Capa- blanca verið fullsæmdur af, stundum ýtir hann andstæðingum sfnum bókstaflega út af borðinu! Og þótt Karpov taki nær aldrei teljandi áhættu og sé prýðisánægð- ur með að gera jafntefli með svörtu, að minnsta kosti gegn sterkum andstæðing- um, er enginn efi á að hann er gæddur óslökkvandi sigurvilja, hann verður að enda fyrstur! Oftast tekst honum það. Ein skýring enn er til á velgengni Karpovs og það nákvæmur undirbúning- ur hans og rannsóknir. Það er erfitt að koma að tómum kofunum hjá Karpov, enda verður að geta þess að sovésk skákyfirvöld hafa búið honum hina bestu aðstöðu og hann hefur heila herskara af aðstoðarmönnum og þjálfur- um. í upphafi var Semjon Fúrman einn þjálfari hans en eftir því sem náði betri árangri komu fleiri til skalanna, Rasúvaév, Balasjov, ígor, Sætsev, sjálfur Tal. Eftir tap Spasskíjs fyrir Fischer voru sovésk yfirvöld viss um, sjálfsagt með réttu, að tefla yrði nýjum manni fram gegn Bandaríkjamannin- um og hlóðu því undir Karpov - á kostnað keppinauta hans í hópi sovésku stórmeistaranna. Eins og nefnt var í þættinum um Spasskíj fyrir þremur vikum var einn helstu byrjanasérfræð- ingur heimsmeistarans fyrrverandi lokk- aður yfir í herbúðir Karpov skömmu fyrir einvígi þeirra tveggja og Korchnoi kann, sem kunnugt er, margar og ljótar sögur að segja af viðureign þeirra 1974. Þótt rétt sé að taka orðum Korchnois með nokkurri varúð er ekki vafi á að ýmsum brögðum var beitt. Korchnoi var gert erfitt fyrir að ná sér í aðstoðarmenn og ef aðstoðarmönnum hans - Osnos og Dsindsíkasvíli - var ekki mútað til að upplýsa leyndarmál Korchnois, þa var að minnsta kosti séð um að Korchnoi treysti þeim ekki. Það er líka fræg sagan af því er Tal og Vaganjan komu frá keppni í útlöndum og bíll beið þeirra á flugvellinum. Þetta var meðan á einvígi Karpovs og Korchnois stóð, maður kom hlaupandi til Tals og Vaganjans og skipaði: „Komiði stax, Karpov er í vandræðum með frönsku vörnina..." Þeir fóru. Karpov hefur valið þann kost að vera dyggur þjónn sovéskra yfirvalda - óþarflega dyggur þjónn, að flestra mati hér vestra - og þó það sé hans mál hefur það ekki aukið vinsældir hans. Hitt er jafn víst að hann er eftir sem áður sterkasti stórmeistari heims nú um stundir og hefur verið alla tíð síðan Fischer hætti að tefla, og sem tekið var fram í upphafi hefur enginn heimsmeist- ari, síðan Alekhine leið, staðið sig nándar nærri jafn vel og Karpov eftir að hann var sæmdur titlinum. Við lítum á það í næstu viku, en skoðum nú tvær snaggaralegar skákir Karpovs. Fyrst, að mestu án skýringa, aðra einvígisskák hans gegn Korchnoi árið 1974. Karpov hefur hvítt. I. e4 -c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - g6 (Drekinn!) 6. Be3 - Bg7 7. f3- Rc6 8. Dd2 - 0-0 9. Bc4 - Bd7 10. h4 - Hcl 11. Bb3 - Re5 12. 0 - 0-0 - Rc413. Bxc4 - Hxc414. h5 - Rxh5 15. g4 - Rf6 16. Rde2! - Da5 17. Bh6 • Bxh6 18. Dxh6 - Hfc8 19. Hd3! (Kemur í veg fyrir gagnsókn svarts eftir 19. g5 - Rh5 20. Rg3 - Hxc3!) 19. - H4c5 (Líklega var 19. - Dd8 skást.) 20. g5! - Hxg5 21. Hd5! - Hxd5 22. Rxd5 - He8 23. Ref4 - Bc6 24. e5! (Ath. að hvítur vinnur ekki eftir 24. Rxf6+ - exf6 25. Rh5 - Dg5+! 26. Dxg5 - fxg5 27. Rf6+-Kg7 28. Rxe8+ - Bxe8 24. - Bxd5 25. exf6 - exf6 26. Dx h7+ - Kf8 27. Dh8+ og Korchnoi gafst upp. Ef 27. - Ke7, þá 28. Rxd5+ - Dxd5 29. Hel+. Síðari skákina tefldi Karpov gegn Spasskíj sem hann hefur alla jafna mjög góð tök á. Skákin var tefld í sovéskri sveitakeppni árið 1973 og fyrir hana fékk Karpov, sem hefur hvítt, sérstök verðlaun hins kunna skáktímarits „64“. 1. e4- e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5.0-0 - Be7 6. Hel • b5 7. Bb3 - d6 8. c3 - 0-0 9. h3 - Rb8 (Báðir þekkja þetta afbrigði spánska leiksins, sem kennt er við Breyer, eins og handarbak- ið á sér. Skýringar era annars eftir Karpov.) 10. d3 (Skarpasta framhaldið er 10. d4. Textaleikurinn færir hvítum varla betri stöðu, en leiðir á hinn bólginn til langrar og erfiðrar baráttu.) 10. - Bb7 II. Rbd2 - Rbd7 12. RH - Rc5 13. Bc2 • He8 14. Rg3 • Bf8 15. b4 - Rcd7 16. d4 (AHt er þetta þekkt úr fyrri skákum. Hvítur verður að ýta drottningarpeði sínu áfram, annars nær svartur fram- kvæðinu með því að losa um miðborðið með sínu eigin drottningarpeði.) 16. - h617. Bd2 - Rb618. Bd3 - g6 (Hér víkur Spasskíj frá Karpov-Gligori’c, San Antonio 72, þar sem Gligori lék 18.-Hc8.) 19. Dc2 (Hvítur endurskipu- leggur liðsafla sinn, rýmir dl fyrir hrókinn og ver e4 frekar.) 19.-Rfd7 (Þar sem hvítur hefur ofvaldað e4 verður hvítur að efla þrýstinginn á reitinn við hliðina á, d4, með því að staðsetja biskup á g7.) 20. Hadl - Bg7 21.1 dxe5 (Ég hugsaði mig um í hálftíma áður en ég lék þessum leik. Svartur hefur komið mönnum sínum mjög kænskulega fyrir og það er erfitt fyrir hvítan að ná öflugu framkvæði. Venjulegar áætlanir í svona stöðum - oftast reynir hvítur að ráðast fram á kóngsvæng eða grefur undan miðborð- inu með f4 - duga ekki þar sem svartur hefur í báðum tilvikum tíma til að gera gagnárás á miðjunni:L d5. Ég komst að þeirri niðurstöðu að hvítur væri allt að því neyddur út í þessi kaup.) 21. - dxeS (Þessi leikur getur engan veginn talist mistök, en e.t.v. hefði svartur átt að skipta upp á ridduram?) 22. c4 (Hvítur verður að hraða sér, því hann hefur engan tíma til að undirbúa þessa sókn. Ef 22. Be3 - De7 23. Re2 - c5 og jafnar taflið.) 22. - bxc4 (Ef 22. - c5, átti hvítur möguleika á mannsfórn: 23. cxb5 - c4 24. Bxc4 - Hc8 25. Bxf7+ - Kxf7 26. Db3+.) 23. Bxc4 - De7 (Þessi leikur er ónákvæmur. Svartur leyfir hinum hættu- lega spænska biskup hvíts að lifa og á það eftir að reynast honum dýrt. 23. - Rxc4 24. Dxc4og staðan er í jafnvægi.) 24. Bb3! - c5 25. a4 (Þegar ég lék þessum leik sá ég að sjálfsögðu fyrir skiptamunsfórnina og reiknaði út afleið- ingarnar. Raunar ákvað hvítur fórnina leik fyrr, er hann lék 24. Bb3, og nú var engin leið, og raunar engin ástæða, til að hætta við.) 25. - c4 (25. - cxb4 var slæmt vegna 26. a5 - Hc8 (25. - Hc8 26. a5 - cxb4 kemur í sama stað niður) 27. Da2 - Ra8 28. Bxb4!) 26. Ba2 - Bc6 27. a5 - Ba4 28. Dcl - Rc8 (Ekki var skárra 28. - Bxd8 29. Hxd8 - Ra4 30. Bxh6 - Bxh6 31. Dxh6 og nú má svartur ekki leika 31. - Rc3 vegna 32. Bxc4 sem hótar 33. Dxg6+, og eftir 31. — Rf8, nær hvítur góðri sóknarstöðu með 32. Hcl.) 29. Bxh6 - Bxdl 30. Hxdl - Rd6? (óvænt endalok! Svartur er einnig glataður eftir 30. - Bxh6 31. Dxh6 - Rd6 32. Rg5 - Rf8 33. Rh5 - gxh5 34. Hxd6 - Hac8 35. Hf6. Best er 30. - Ha7 en hvítur fær meir en nægar bætur fyrir skiptamuninn eftir 31. Bxg7 - Kxg7 32. Dxc4.) 31. Bxg7 - Kxg7 32. Dg5! (Hér klöppuðu áhorfend- ur Karoov iof í lófa. Sjálfur segir hann: Ovæntur leikur! öllum á óvart býður hvítur drottningarkaup en svartur má ekki þiggja þau vegna þess að þá tapar hann riddara. Svartur hefði óvænt unnið eftir: 32. Dc2 - Had8 33. Dxd6? - Rf8.) 32. - f6 (32. - Hc8 gerir ekki annað en lengja vonlausa baráttu, því eftir 33. Hxd6 - Dxg5 34. Rxg5 - Rf6 35. Re2 - c3 36. Bxf7 á hvítur auðvelt með að nýta sér liðsyfirburði sína.) 33. Dg4 - Kh7 (Eina vörnin gegn 34. Hxd6 og 35. Rf5+, en staðan er nú þegar töpuð.) 34. Rh4 og Bóris lagði upp laupana. Einhver kynni að ætla að hann gæfist upp of snemma en eftirfarandi framhald sýnir að hann á sér engrar viðreisnar von: 34. - Hg8 35. Bxc4 - Hg7 36. Hxd6 - Dxd6 37. Rhf5, og máti verður aðeins forðað með því að láta drottninguna, 37. - Ddl+, eða ef hann leikur 34. - Rf8, þá kemur 35. Rxg6 og síðan 36. Dh5+ og 37. Hxd6. Rösklega teflt. - ij tók saman, þýddi og endursagði. 21 skák Gimsteinn Karlssons og ævintýri Nunns I í sænska skákblaðinu Schacknytt birtust fyrir nokkru síðan fáeinar skákir frá sveitakeppninni þar í landi sem er undankeppni fyrir fyrstu deildarkeppnina. I blaðinu voru meðal annars nokkrar skákir Lars Karlssons, nú já, hann vann auðvit- að. En þegar ég renndi yfir eina skákina skömmu seinna uppgötvaði ég að hún var hreinasti gimsteinn. Ef þessi skák hefði verið tefld á sterku alþjóðlegu móti hefði hún farið um heim allan. Það gerist kannski núna. Það eru til menn sem skrifa upp úr skákdálkum mínum - algeru heimildarleysi! (Skyldi Larsen eiga hér við ... DV?) Gerið svo vel! L. Karlsson - B. Hult. Sikileyjar- vörn með skiptum litum. I. c4 - e5 2. Rc3 - Rf6 3. g3 - d5 4. cxd5 - Rxd5 5. Bg2 - Rb6 6. Rf3 - Rc6 7. 0-0 Be7 8. a4 - a5 9. Rb5 - Bf6 10. d4!? - e4 Gegn 10. - exd4 bendir Lasse á framhaldið 11. Bf4-Rd5 12. Rfxd4 Rxd4 13. Bxd5 - Rxb5 14. axb5 - Bxb2 15. Ha2-Bf6 16. Hc2og hvítur stendur betur. II. Re5 - Rxd4 12. Rxd4 - Bxe5 13. Rb5 - c6 14. Dxd8+ - Kxd8 15. Hdl+ - Ke716. Be3 - Rc4 17. Bc5+ - Kf6 18. Rc3 - Rxb2 19. Rxe4+ - Kg6 20. f4! Fyrst kom skemmtileg peðsfórn. Tilraun til að sanna að yfirburðir hvíts í tempói (hvað snertir 1. e4 - c5) hafi mikið gildi. Nú kemur skiptamunsfórn, annars vegar vakir mátið fyrir hvítum, hins vegar ætlar hann að veiða svarta riddarann. 20. - Bf6 er svarað með 21. Rd6! 20. - Rxdl 21. fxe5 - Rb2 22. Rd6 Be6 23. Be4+ - Kh5?? Eini möguleikinn var 23. — f5. Eftir 24. exf6+ - Kxf6 25. Hfl+ - Ke5 bjargar svartur sér en að vísu lumar hvítur á 25. Bd4+ - Ke7 26. Rxb7 og hann hefur ágæta möguleika. 24. h3! - Bxg3 25. Kh2! Ennþá betra en Bd4. 25. - Be6 26. Hhl - Rc4 27. Rxc4 - Bxc4 28. Be3 - f5 29. exf6 - g5 30. Kh3! - Be6+ 31. g4+ og svartur hætti þessari vitleysu. Það er alltaf gaman að sjá mátsókn framkvæmda eftir að drottningarnar J eru farnar veg allrar veraldar. SÓKNDJARFUR KÓNGUR! Flestir eru líklega sammála um að huggulegast sé að hafa trausta kóngsstöðu. En það kemur fyrir að þessi taflmaður, sem allt snýst um, fær sér gönguferð um skákborðið. Og þá meina ég ekki að hann hrekist undan árásum óvinarins, heldur að hann fari sjálfviljugur á flakk og taki þátt í sóknaraðgerðum. Hér kemur gott dæmi. Skákin var tefld í Bristol á síðasta ári, stórmeistarinn John Nunn hefur hvítt en andstæðingur- inn heitir Anthony. 1. e4 - c5 2. Rf3 - Rc6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - e5 5. Rb5 - Rf6 6. R5c3 - h6 7. Be3 - Bb4 8. a3 - Da5 9. axb4!? - Dxal 10. Dd6 - Rxe4 11. Rxe4 - Dxbl+ 12. Kd2 - Dxb2 13. b5 - Rb4 14. Bv5 Máthótunin er alvarleg. Svartur getur ekki hrókað og hann á í erfiðleikum með að koma mönnum sínum til leiks. Ef hvíti kóngurinn hefði nú verið í öruggri stöðu þá hefði skákinni sennilega lokið hér. Ég hugsa að þessi óþekkti Anthony hefði getað haldið jafntefli, en enginn skyldi áfellast Nunn fyrir að leggja út í þetta ævintýri. Það skemmtir manni eng- inn, ef maður skemmtir sér ekki sjálfur. 14. - Dxc2+ 15. Ke3 - Dcl+ 16. Ke2 - Dc4+ Nunn segir að 16. - Rd5 leiði til jafnteflis. T.d. 17. Dxe5+ - Kd8 18. Rd6 - Dc2+ 19. Kf3 - Db3+. 17. Kf3 - Db3+ 18. Kg4 Enn má ná jafntefli með 18. - Rd5 19. Be2 - b6 en nú er leiðin orðin vandrötuð. 18. - Í5+? 19. Kxf5 - DI7+ Eftirfarandi afbrigði skaut allt í einu upp kollinum: 19. - De6+ 20. Dxe6+ - dxe6+ 21. Kg6 - Rd5 22. Kxg7! 20. Kxe5 - Rc2 21. Bc4 - Dh5+ 22. Kf4 - Dh4+ 23. Kf3 - b6 24. Dg6+ - Kd8 25. g3 - Dh3 26. be7+ - Kxe7 27. Dxg7+ - Kd8 28. Dxh8+ - Kc7 29. De5+ - Kd8 30. Rd6 og veslings svartur gafst upp. Jafntefli fékk hann því ekki. En segiði svo að stórmeistarar hafi engan húmor! Bent Larsen, stórmeistari, skrifar um skák

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.