Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1982. OG YKKAR LAND — Arafat friðmælist í umdeildu viðtali við ísraelskan ritstjóra kvennanna og barnanna sem hún skilur eftir sig. Haldið þið virkilega að þetta leysi vandann? Nú er það Sharon sem er að hrekja okkur út á hafíð. Og það gerir hann umkringdur sjónvarpsmynda- vélum! Labadi Mætti ég spyrja einnar spurningar? Er þessi fundur ykkar og Arafats ekki merki um það að ísraelar og Arabar geta lifað saman i friði? Avneri Það verður að sannfæra báðar þjóðirnar um að friður sé mögulegur. Ef ísraelar gætu trúað því... Arafat Þeir trúa því nú liklega ekki meðan fallbyssurnar drynja. Avneri Nei, auðvitað ekki. (nú kemur dóttir Shakúrs og hleypur i fangið á Arafat. Hann lyftir henni á kné sér og kyssir hana.) Shakúr Hann elskar börn, skal ég segja ykkur. Arafat Ég vildi gjarnan hafa meiri tima til að tala við ykkur. En nú þarf ég bráðum að fara. Avneri Ef ísraelska ríkisstjórnin kæmi til yðar og segði: Olræt, við höfum barist af hugrekki og þið hafið barist af hugrekki... Arafat Það er alveg rétt. Avneri Og rikisstjórnin segði: Nú skulum við semja frið, sem byggður verður á gagnkvæmri virðingu. Þið fáið Palestínuriki, við fáum ísrael. Hverju mynduð þér svara? Arafat Sjáðu tii. Við myndum gefa mjög jákvætt svar þó enginn búist við því af okkur. Avneri Ég veit það. En ég vil að israelska þjóðin viti það. Hverju mynduð þið svara? Arafat Við munum lifa og þið munuð lifa. ■ ísraelar virða Palestinumenn sem kunnugt er ekki viðlits - nema helst til að skjóta á þá. Þvi þóttu það nálgast landráð þegar israelski ritstjórinn Uri Avneri tók fyrir fáeinum vikum viðtal við sjálfan erkióvininn, Jassir Arafat, og birti í blaði sinu, Haolam Haceh, sem útleggst þessi veröld. Avneri er vanur að láta sér fátt fyrir brjósti brenna. Hann sat áður fyrr á þingi ísraels en er nú formaður vinstri flokksins Sheli, auk þess að ritstýra blaði sinu. Hann hélt til Beirut eftir að hafa náð sambandi við Arafat og þann 3. júli siðastliðinn fór viðtalið fram. Viðstaddir voru auk þeirra tvímenninga ísraelski blaðamaðurinn Sarit Jishai, palenstinski rithöfundurinn Mahmúd Darwisj, ráðgjafl Arafats að nafni Amad Shakúr, og Mahmúd Labadi, talsmaður PLO. Við stiklum á stóru. MITT LAND Avneri Það gleður mig að þér veittuð mér viðtal eftir öll þessi ár. Það er hins vegar leiðinlegt að kringumstæðurnar skuli vera eins og raun ber vitni. Arafat Ég er sömuleiðis ánægður með að fá tækifæri til að hitta yður persónulega. Ég hef lesið greinar yðar síðan 1967. Avneri Þér eigið við hina arabisku útgáfú Haolam Haíe? Arafat Já. Avneri Hann (bendir á Shakúr) vann nefnilega einu sinni á ritstjórninni hjá okkur. Arafat (hlær) Er það satt? Avneri Þetta er mjög skemmtilegt (Shakúr yfirgaf ísrael fyrir mörgum árum. Síðan höfðu þeir Avneri ekki hist og ísraelinn hafði ekki hugmynd um að hann væri orðinn ráðgjafi Arafats.) Arafat Skilaðu kveðju til vina minna i ísrael, til Martti Peled (fyrrverandi hershöfðingja) og allra hinna. Avneri Þeir hafa allir áhyggjur af striðinu. Arafat Ég fylgist vel með þeim. Ég er þcim þakklátur. Avneri Þeir' mótmæla stríðinu vegna sinnar eigin þjóðar, ekki siður en ykkar fólks. Arafat ísraelska herstjórnin gerir sér ekki grein fyrir því hversu kúgun hennar á arabíska þjóðarbrotinu fer illa með ykkur sem þjóð. Það er mikil skamm- sýni. Ég get nefnt dæmi úr mannkyns- sögunni. Hvar er Hitler nú og öll hans völd? Hvar er Atli Húnakonungur og öll hans völd? Þið getið kannski kúgað okkur um hrið, en hvað svo? Avneri Vandinn er sá að sumir leiðtogar Gyðinga eru orðnir ölvaðir af völdunum, sem er nýmæli að þeir hafi. Gyðingar hafa aldrei haft nein völd. En nú eru þeir ölvaðir af völdunum og telja að þeir geti leyst öll vandamál með valdbeitingu. Arafat Valdinu fylgir alltaf hroki. Avneri f dag héldu samtökin „Frið undireins“ fjöldafund til að mótmæla striðinu og mættu á hann tugþúsundir manna. Ef þér hefðuð tækifæri til, hvað mynduð þér segja við slikan fund fólks sem óskar eftir friði? Arafat Við erum líka manneskjur. Við eigum einnig rétt á að lifa. Avneri Stuttur og laggóður boðskap- ur. Hvað þarf að gera, að yðar áliti? Arafat Sjá um að ákvörðunum Sameinuðu þjóðanna verði framfylgt. Við förum ekki fram á meira. Avneri Vandi israelskra friðarsinna er að sannfæra þjóðina um að palestinuríki á Vesturbakkanum með Jerúsalem sem höfuðborg er í raun eina lausnin. Hvað haldið þér um það? Arafat Þetta er sama lausnin og SÞ gera ráð fyrir. Avneri Ályktun númer 242? Arafat Nei, þeirri ályktun hafnaði þjóð okkar. Avneri Vegna þess að ekki er minnst á Palestinuaraba? Arafat Vegna þess að þessi ályktun er skrifuð eins og Palestinuarabar séu ekki til. Ályktunin var samþykkt eftir stríðið 1967 þrátt fyrir að þá þegar hafi vandamál Palestinuaraba verið þekkt og nú er það það sem allt strandar á. Við erum hér. Það er staðreynd. Þrjár israelskar skriðdrekasveitir bíða eftir að gera innrás í Beirút. Flotinn biður. Flugherinn biður. En leysir þessi herafli vandann? Við skulum sjá til! Avneri Þegar þú talar um „lausn SÞ“ áttu þá við allar ályktanir samtakanna um málið? Arafat Ætli það ekki. Sjáðu til. ísrael er eina ríkið i veröldinni sem var myndað með álytkun Sameinuðu þjóð- anna og ísrael er eina rikið í veröldinni sem neitar að fara eftir nokkurri einustu ályktun Sameinuðu þjóðanna! Á leið- inni til Beirut virti israelski herinn friðargæslusveitir SÞ að vettugi. ísrael virðir Sameinuðu þjóðirnar hvað eftir annað að vettugi. Má ég spyrja alla ísraela: hvað teljið þið að þið komist upp með þennan hroka lengi enn? 10 ár? 20 ár? 50 ár? AU right! Við þolum þjáningarnar og lifum af. En afleiðing- amar verða hörmulegar og ekki fyrir okkur. Ég kann mannkynssöguna mína. Ég sé framtiðina fyrir mér. Það er mjög mikilvægt. Við verðum að ihuga framtiðina. Avneri Ég held að margir ísraelar viðurkenni það. Arafat Það er ekki að sjá. Þeir virðast ekki vita hvað framtíðin er. Avneri Stúlkan, kollega minn, ætlar að spyrja núna. Jishai Ég tel að venjulegir borgarar i ísrael séu ekki vissir um að PLO vilji frið við ísrael. Ástæðurnar eru einkum tvær. f fyrsta lagi segir i stefnuskrá ykkar að þið viðurkennið ekki að til sé nokkur ísraelsk þjóð... Arafat Nei! Fyrirgefið, en þetta er ekki satt. Við þekkjum stefnuskrá okkar og þar stendur ekkert slíkt. Avneri Allir ísraelar halda... Arafat Ég vil minna yður á hina frægu ályktun okkar frá 15. - eða 13. - þjóðarþinginu þar sem stendur að við viljum hafa samstarf við öll lýðræðis - og framsækin öfl i fsrael. Avneri Allir fsraelar eru sionistar. Þeir haga sér eins og sionistar þó þeir viti sumir hverjir ekki hvað það þýðir. Við krefjumst þess ekki að þið séuð sionistar líka. En ísraelar eru sionistar. Arafat En ég er það ekki! Ég samþykki ekki kenningar ykkar. Avneri Það ætlast enginn til þess. Arafat Þið og ykkar kenningar! En það eru ekki aflir Gyðingar síonistar. Tökum bara Bruno Kreisky, Austurrik- iskanslara. Hann segist ekki vera sionisti. Við virðum hann mikils. Jishai Sumir ykkar hafa sagt að varpa eigi ísraelum i sjóinn. Arafat Nei! Hver sagði það? Jishai Þessu trúa ísraelar alla vega. Arafat Þetta er lýgi. Það hefur enginn Palestinuarabi sagt þetta. Segið mér bara hver á að hafa sagt þetta. Það er herstjórnin í ísrael sem á upptökin að þessari lýgi. Avneri Kannski hefur fyrsti leiðtogi PLO, Ahmed Shukeivy, sagt eitthvað þessu likt. Arafat Neinei. Það hefur hann aldrei gert. Við höfum athugað þetta mál. Þetta er risavaxin lýgi! Avneri En skaðinn er skeður. Arafat Eruð þið að segja að israelski herinn sé hér utan borgarmarkanna vegna lyga af þessu tagi? Avneri Já! Jishai Já! Avneri Einmitt! ísraelski herinn væri hér ekki ef mikill meirihluti þjóðarinnar tryði ekki á það sem hann væri að gera. Hermennirnir trúa líka á það. Ariel Sharon, varnarmálaráðherra, hefur mjög skýrar hugmyndir um það sem hann vill. Hann vill innlima vesturbakk- ann og ef það á að takast verður hann að brjóta PLO á bak aftur. Arafat Sharon (framhaldið er á arabisku). Þýddu það sem ég sagði. Shakúr Sharon er blóðkaupmaður. Avneri En hann gæti ekki gert það sem hann er að gera nema af því að ísraelska þjóðin trúir þvi að PLO vilji útrýma henni. Arafat Bíddu nú hægur. Ég á erfitt með að sætta mig við að þessi gáfaða þjóð, þessir snjöllu Gyðingar, trúi þessum lygum! Avneri Það er samt satt. Arafat Heyrðu mig, þetta er athyglis- vert. Ég meina, þið eruð ekki frá þriðja heiminum... Jishai Fjöldi Gyðinga i (srael er frá þriðja heiminum. Avneri Helmingur allra Gyðinga i ísrael kemur frá Arabalöndunum. Arafat En þeir hafa búið i ísrael t 33 ár. Jishai En það eru einmitt Gyðingamir frá Arabalöndunum sem hata Arabana heitast. Fjölskylda min hefur búið í fsrael í margar kynslóðir. Ég er. Palestinubúi. Shakúr Það erum við öll. Arafat Já, við erum öll Palestínu- menn. Shakúr Og Sharon berst gegn okkur öllum. Arafat Hvað með palestinuþjóðina sem hér býr? Ég spyr sérhvem ísraela: hvaða örlög biða fjögurra milljóna Palestinumanna? Avneri Þeir ættu að geta farið til einhvers Arabalandsins. Arafat Eigum við stöðugt að vera á flótta? Sharon er á góðri leið með að verða einræðisherra, Hann heimtar að við förum. Hvert? Til Krítar? Til Kýpur? Ég er lika manneskja! Börn okkar eiga rétt á að lifa. Þetta er ósköp einfalt en ég sé ekki betur en ísraelska herstjórnin neiti að horfast í augu við staðreyndir. Avneri Ég held... Arafat En þér skuluð ekki halda ég óttist framtíðina. Þrátt fyrir þessa innrás ísraels, sem Bandaríkjamenn standa á bak við. Ég vona að þið fáið tækifæri til að fara á þá staði þar sem israelski herinn hefur framið fjöldamorð. Hver einasti ísraeli ætti að sjá hvað herinn er að gera! Avneri Ég var i Sídon. Arafat Það er mjög mikilvægt að fólk fái að sjá það sem þessi fullkomna stríðsvél ísraels er að bauka, sjá lik Avneri Þetta er afar mikilvægt. Jishai Við erum hér og höldum að okkur dreymi. Arafat (hlær) Avneri Ef ísraelskri Verkamanna- flokkurinn hefði haft manndóm í sér hafði þessi staða aldrei komið upp. í dag er þjóðin hugrakkari en Verkamanna- flokkurinn. Jishai Getið þér sagt nokkuð á hebresku? Arafat (á hebresku) Hvað segirðu gott? (allir hlæja) Ég elska þig. (hlátur áný) Darwish (á hebresku) Þið eigið séns. Arafat leiðtogi vor er ógiftur. (hlátur) Avneri Það er kannski lausnin. Jassír Arafat gengur að eiga ísraelska stúlku. Öll vandamál leyst. Arafat Nei... (hann hlær) Ef lausnin væri svo auðveld, þá myndi ég gifta mig strax í kvöld. Avneri Ef þið fáið leyfi til að yfirgefa Beirut með fullan sóma, hvert farið þið þá? Arafat Til Palestinu! Avneri Ekki næstu árin! Arafat Til Palestínu. Ég á rétt á þvi. Farið þið til baka? Avneri Já. Strax i dag. Arafat Þið hafið sem sé rétt til að fara til baka, en ég ekki. Hvers á ég að gjalda? Ég er líka manneskja. Jishai Þegar þér segið, til Palestinu, hvaða hluta landsins eigið þér þá við? Arafat Landið allt. Mitt land og ykkar land. Jishai Saman, meinið þér? Arafat Saman. Jishai Þér eigið ekki við tvö aðskilin ríki? Arafat Þér þekkið slagorð okkar: Eitt sjálfstætt lýðræðisríki! Og ef það gengur ekki, þá sætti ég mig við tvö! Saragosti (ljósmyndarinn) Og hvernig ætti stjórnin að vera? Arafat Skipulag okkar er lýðræðis- skipulag. Það er lýðræðislegra en stjómarkerfi ykkar. Það vita allir. Og við erum tilbúnir tilað búa hvar sem er í Palestinu, í hvaða hluta sem ísraelar láta eftir eða sem er frelsaður. Avneri Það þýðir Vesturbakkann og , Gazasvæðið. Arafat Hvaða hluta sem er. Ég spyr bara: hvað hafa ísraelar upp á að bjóða. þýtt og ögn stytt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.