Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1982. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjóri: Glsli Slgurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgrelóslustjórl: Sigurður Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarinn Þórarlnsson, Elias Snœland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Úlafsson. Fréttastjóri: Krlstlnn Hallgrlmsson. Umsjónarmaður Helgar- Tlmans: lllugl Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghlldur Stetánsdóttlr, Friðrlk Indrlðason, Helður Helgadóttlr.lngólfur Hannes- son (Iþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristln Lelfsdóttir, Slgurjón Valdimarsson, Skaftl Jónsson, Svala Jónsdóttlr. Útlitstelknun: Gunnar Traustl Guðbjörnsson. Ljósmyndlr: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttlr. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarklr: Flosi Krlstjánsson, Krlstln Þorbjarnardóttlr, Marla Anna Þorsteinsdóttir. Rltstjórn, skrlfstofur og auglýslngar: Slðumúla 15, Reykjavlk. Slml: 86300. Auglýslngasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuðl: kr. 120.00. Setnlng: Tœknldeild Tlmans. Prentun: Blaðaprent ht. Framfaraspor í ís- lenskum ferðamálum ■ Stjórnarandstæðingar grípa nú hvert tækifæri til að þyrla upp moldviðri um störf ríkisstjórnarinnar eða einstakra ráðherra. Nýjasta dæmið eru læti þeirra vegna ákvörðunar Steingríms Hermannssonar, sam- gönguráðherra, að skipta með eðlilegum hætti flugleiðum til Evrópu á milli Flugleiða og Arnarflugs til þess að tryggja eðlilega samkeppni en koma í veg fyrir hættuleg undirboð. Flugleiðamenn, sem höfðu leyfi til áætlunarflugs til Amsterdam árum saman en notuðu það ekki fyrr en aðrir fóru að fljúga þangað, hafa líka látið mörg stór orð falla í garð samgönguráðherra, og koma þær árásir ur hörðustu átt þar sem Steingrímur Hermannsson hefur sem ráðherra lagt mikla áherslu á að hjálpa Flugleiðum meðal annars með beinum ríkisstyrk, en fyrir ríkisstjórninni liggur nú enn ein beiðni um slíkan ríkisstyrk upp á um tvær milljónir bandarískra dala. í umræðunni um þessi mál síðustu daga hefur verið bent á hversu fáránlegt er að bera saman þá samkeppni, sem verður í Evrópufluginu samkvæmt þeirri skiptingu flugleiða sem ákveðin hefur verið, og þess stríðs sem var á milli Loftleiða og Flugfélagsins á sínum tíma. Pá var gjarnan flogið til sömu borgar á sama degi og jafnvel á sömu klukkustund. Nú er ekki um slíkt að ræða, heldur flug til ólíkra borga í Evrópu. Slíkt gefur aðeins tilefni til eðlilegrar samkeppni sem er ferðamönnum og landsmönnum öllum til góða. Viðbrögð Flugleiðamanna eru ekki aðeins illskiljan- leg þegar til þess er litið, að þeir nýttu ekki flugleyfi sitt á Amsterdam árum saman, heldur einnig vegna hins, sem Arnarflugsmenn hafa bent á í yfirlýsingu um málið, að Flugleiðir sitja áfram einar að áætlunarflugi til allra þeirra staða, sem félagið hefur lagt áherslu á síðasta áratug,inn eða svo og sem telja verður arðbærustu áfangastaðina. Það er dálítið spaugilegt að sjá hvernig þeir, sem telja sig vera einlægustu talsmenn frjálsrar samkeppni á öllum sviðum, belgja sig nú út á móti eðlilegri samkeppni í Evrópufluginu. Pegar í harðbakkann síær og hagsmunir tiltekinna einstaklinga og fyrirtækja segja til sín þá eru þessir aðilar fljótir að fella samkeppnisgrímuna og sýna sitt rétta andlit; þá er allt í lagi að hafa einokun ef það eru bara réttir aðilar að þeirra mati sem einokunaraðstöðuna hafa. Þessi tvískinnungur gefur landsmönnum auðvitað kærkomið tækifæri til að átta sig á því, hversu lítið er að marka gaspur sjálfstæðismanna um frjálsa samkeppni á öllum sviðum; það eru aðeins slagorð. Ákvörðun samgönguráðherra um skiptingu flug- leiða til Evrópu á milli Flugleiða og Arnarflugs er framfaraspor í íslenskum ferðamálum og á vafalaust eftir að tryggja betri samgöngur milli íslands og annarra Evrópulanda og bætt kjör fyrir ferðamenn á þessum leiðum. Jafnframt er ljóst að heilbrigð og eðlileg samkeppni er gott aðhald fyrir þá sem kynnu að telja millilandaflug íslendinga einkaeign sína. - ESJ skuggsjá | Þjóðverja. Og þótt það komi ykkur kannski á óvart þá hefur þetta móðgað mig. Ég hef aldrei skilið þá Þjóðverja sem kaupa frönsk eða ensk dagblöð þegar þeir haida til Hollands eða Frakklands bara til þess að þekkjast ekki sem Þjóðverjar, sem reyndar er alveg tiígangsiaust - við þekkjumst alltaf." Heinrich böll fjallaði síðan NOKK- UÐ UM MYND AF ÖÐRUM ÓVINI - MYND SEM ÝMSIR LEGGJA MIKIÐ Á SIG TIL AÐ MAGNA. Þessi óvinur er kommúnisminn. „Ég geng út frá því, hvort sem þið eruð mér sammála eða ekki, að Sovétrfkin séu með stefnu sinni í innanríkis- og utanríkismálum helsta arnarhreiður andkommúnismans... Ég efast um að orð eins og kristinn eða kommúnistískur séu yfirleitt skilgreinanleg og nothæf lengur. Ef herra Brésnef er kommúnistískur og allt það sem stendur fyrir framan undir og aftan hann sömuleiðis, hvað þá með brasilískan biskup, sem líka er fullyrt að sé kommúnisti - mér skilst að 70 eða 80 brasilískir biskupar hafi fengið slíka nafngift - vegna þess að hann vill ekki leggja blessun sína yfir öll morð og öll rán. Þótt hann lýsi því að vísu yfir mjög eindregið að hann skilgreini sjálfan sig ekki á þennan hátt, þá er hann samt sem áður víða sagður vera kommúnisti...“ Böll nefndi í framhaldi af þessu nokkur dæmi um hinn „blinda andkommúnisma“, sem hann nefnir svo. „í skilningi Misskilningur að setja samasem- mexki á miDi hins mannkga góða? Fjölmenn alþjóðleg ráðstefna rithöf- UNDA VAR NÝLEGA HALDIN í KÖLN I VESTUR-ÞÝSKALANDI. Ráðstefna þessi bar heitið „Interlit 82“ og þar munu 225 rithöfundar hafa verið mættir frá flestum heimshornum. Að sögn erlendra blaða var þátttökufjöldinn að vísu nokkuð misjafn eftir löndum. Þannig var aðeins einn rithöfundur frá Bandaríkjunum á ráðstefnunni, en hins vegar fjölmennar sendinefndir frá t.d. Sovétríkjunum, Búlgaríu, Japan og Kongó. Yfirleitt mættu margir rithöfundar frá svonefndum þróunarríkjum í Afríku, en hins vegar vantaði þátttakendur frá mörgum ríkjum Asíu og Suður-Ameríku. Þar sem boð á ráðstefnuna munu einungis hafa farið til hinna formlegu rithöfundasambanda munu engir rithöfundar, sem af pólitískum eða öðrum ástæðum hafa orðið landflótta og búa í útlegð, tekið þátt í „Interlit 82“. Á þingi þessu ræddu rithöfundar um málefni stéttarinnar jafnt sem heimsmálin. Þannig var fjallað um áhrif hinnar nýju tölvutækni og ábyrgð og skyldur rithöfunda í því sambandi. Gefnar voru skýrslur um stöðu og starfsskilyrði rithöfunda í hinum ýmsu löndum, og kom þar skýrt fram hversu víða þrengt er að frelsi rithöfunda til að skrifa það sem þeim lystir. Og svo var fjallað um heimsmálin, þar á meðal afvopnunarmálin og sambúð austurs og vesturs og fátækra þjóða og ríkra. Um þetta allt saman og margt fleira voru ályktanir samþykktar. Auk formlegra funda ráðstefnunnar var efnt til margháttaðra sýninga og samkoma, sem voru gjarnan opnar fyrir almenning. Þar var m.a. algengt að rithöfundar á þinginu læsu upp úr eigin verkum, og að sögn höfðu verk ýmissa höfunda frá þriðja heiminum mest áhrif á áheyrendur. Sömuleiðis vakti sovéska Ijóðskáldið Jevtusjenko athygli, en hann er mjög sviðsvanur maður og fer með Ijóð sín af tilfinningu með tilheyrandi armsveiflum. Einn daginn var efnt til samkomu í Kölner Schauspielhaus sem bar yfirskriftina „Writers in Prison“, rithöfundar í fangelsi. Á sviðinu voru margir tómir stólar með nöfnum ýmissa rithöfunda, sem sitja í fangelsum í heimalöndum sínum. Leikarar lásu upp úr verkum höfundanna, bæði ljóð, sögur og bréf, og inn á milli voru lesin upp nöfn rithöfunda í 38 löndum, sem sitja í fangelsi. Sovésku sendinefndinni varð svo mikið um þetta að hún gekk út. Heinrich böll, vestur-þýski nóbels- VERÐLAUNAHAFINN, VAR MEÐAL ÞEIRRA SEM FLUTTU FYRIRLESTUR Á RÁÐSTEFNUNNI. í erindi sínu fjallaði Böll um rithöfundinn og friðinn og vék þar alveg sérstaklega að því, hvaða mynd af öðrum þjóðum birtist í bókmenntum þjóðanna. Honum var sérlega hugleikið að velta fyrir sér þeirri óvinamynd, sem gjarnan hefur verið mögnuð upp af pólitískum ástæðum - hvort sem sá óvinur, sem valinn er hverju sinni, er afmarkaður hópur, svo sem gyðingar, heilar þjóðir, svo sem Sovétmenn eða Þjóðverjar, eða stjómmálahreyfingar eins og kommúnismi eða sósíalismi. Taldi hann að bókmenntirnar ættu þarna hlut að máli með því að veita lesendum sínum stundum ranga mynd af öðrum þjóðum, eða þjóðarbrotum, og nefndi þar sérstaklega þá mynd, sem þýskar bókmenntir hafi fyrr og síðar gefið af gyðingum, bæði fagurbókmenntir og trúarrit. „í sögu okkar (þ.e. Þjóðverja) hefur nógu margt gerst til þess að óvinamynd hafi orðið til af okkur. Samt sem áður hefur það alltaf snert mig illa þegar ég hef orðið fyrir 'hatri eða fyrirlitningu fyrir það eitt að vera Þjóðverji“, sagði Heinrich Böll m.a. í erindi sínu. „Og það þrátt fyrir að mér sé fullljóst hvers vegna hatrið og fyrirlitningin er til komin... Glæpamennskan í hinum ólíkustu myndum er hluti af hinu mannlega. Hjá dýrum er ekki rætt um glæpamennsku. Jafnvel það ómannúðlega er hluti af hinu mannlega. Kannski er það enn misskilningur hjá okkur að setja samasemmerki á milli þess sem er „mannlegt" og þess sem er „gott“?. Ég hef rekist á þessa óvinamynd í andstæðu sinni, ef svo má að orði komast, þegar ég - og það hefur oft komið fyrir mig - hef fengið að heyra það, að ég geti alls ekki verið Þjóðverji. Ég kemst í þá merkilegu aðstöðu að verða að leggja fram einhvers konar Þjóðverjasönnun, þar sem ég fell augsýnilega ekki inn í einhverja góða eða slæma ímynd af þessarar tegundar andkommúnisma getur maður verið hvað sem er- morðingi, böðull, einræðisherra, arðræningi, eins og t.d. hinn alræmdi Baby Doc, en í 25 ára Duvalier-paradís hans er talað um að 25.000 fórnarlömb hafi misst lífið, þrír á dag, 30 á dag í Guatemala - maður hefur leyfi til að vera hvað sem er ef maður bara lýsir því yfir að maður sé ekki kommúnisti. Baby Doc fékk nýlega loforð frá Reagan forseta um aðstoð úr karabískum sjóði, og Haig var hrifinn af hlutverki hins frjáls framtaks á Haiti. Er ég nú kommúnisti af því ég tel að andkommúnistinn Duvalier sé mjög þung byrði á mannkyninu?" Loks FJALLAÐI HEINRICH böll um ÓVINAMYNDINA OG VOPNAKAPPHLAUPIÐ. „Hern- aðaruppbyggingin, sem okkur hefur verið lofað og sem þegar á sér stað, má svo sannarlega kalla byrði. Hún er óvinur okkar allra, hin alþjóðlega hernaðaruppbygging, þessi fáránleiki á hæsta stigi. Hún hefur þörf fyrir óvinamyndir, sem hún í neyð býr til, eða vekur upp frá dauðum með því að grafa lík liðinna óvinamynda upp. Ég veit það auðvitað ósköp vel, að það er draumórakennt að ímynda sér, að við, sem skrifum, getum komist hjá því að gera okkur myndir hver af öðrum, að við getum komist algjörlega hjá þeirri hættu að verk okkar nýtist í smiðju þeirra, sem búa til óvinaáróðurinn. En ég vil benda þeim, sem vara okkur við draumórum, á að við búum í heimi þar sem draumórarnir hafa orðið að veruleika: draumur Dædalusar, sem reynt var að gera að veruleika af rugluðum mönnum, sem máttu vera vissir um að fá spott og spé fyrir - hann er nú sjálfsagður hlutur hverjum þeim sem gengur um borð í flugvél eins og hún væri strætisvagn. Þetta hrokafulla, stórfenglega brjálæði, sem flugið er dæmi um, er venjulegt og augljóst fyrir þá, sem fyrir fimmtíu árum hefðu hæðst að sérhverjum frumherja flugsins. Velferðarríkið - sem fyrir tæpri öld var enn draumsýn og hugmyndin um slíkt jafn djörf og draumurinn um að fljúga - er í dag staðreynd í sumum hlutum heimsins. Við skulum því taka því rólega þótt við séum skammaðir fyrir að vera draumóramenn og hæddir fyrir það í heimi, sem á hverjum degi lætur næstum tvo milljarða marka renna til hernaðaruppbyggingar og er í hættu að falla niður í hyldýpi. Ég ætla að koma með enn eina draumóra - um heim, þar sem hinir voldugu og sterku sýni stórmennsku sína með því að snúast ekki gegn sérhverri ögrun, og þar sem stolt og heiður verður ekki lengur talinn eins einasta blóðdropa virði. Enn aðrir draumórar, sem ekki hafa orðið að raunveruleika, en sem virðast ætla að bera árangur, eru þær hugmyndir, sem haldið er á lofti af friðarhreyfingunum, sem við teljum okkur vera hluti af“. ÞINGINU SJÁLFU VAR LÍTIÐ UM NÝJUNGAR ÞEGAR RÆTT VAR UM ÁLYKTANIR UM AFVOPNUNARMÁLIN. Lögð var áhersla á að ná allsherjarsamkomulagi um hlutina, og þar af leiðandi var mikið um almenn ummæli. Samt sem áður gekk ekki alltof vel að ganga frá yfirlýsingunni um þessi mál, ef marka má blaðafregnir, þar sem ýmsar breytingartillögur komu fram. Meðal ágreiningsefnanna var tillaga um áskorun þess efnis að stórveldin gæfu yfirlýsingar um að þau myndu ekki nota kjarnorkuvopn að fyrra bragði. Að lokum varð samkomulag um orðalag, þar sem öll herveldi eru hvött til að nota ekki árásarvopn. Reyndar segir í erlendum blöðum, að ýmsum fulltrúum frá þriðja heiminum hafi þótt alveg nóg um hvað fulltrúar hins ríka heims, jafnt í austri sem vestri, voru uppteknir af eigin málum, þar sem hin gífurlega gjá á milli lífskjara ríkra þjóða og fátækra væri mun mikilvægara málefni. -ESJ Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.