Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 17
SUNNUDAGUR 25. JULI 1982. SUNNUDAGUR 25. JULI 1982. ■ Fríðsæld í Vondelgarðinum á sunnudagsmorgni. Þar eins og víða annars staðar í Amsterdam geta borgarbúar stundað veiðar, ■ Vincent van Gogh-safnið, þar sem sjá má hundruð málverka og teikninga eftir en fiskurinn sem þeir vciddu var óneitanlega smár. van Gogh. Fjölmennt var í góða veðrínu fyrír utan konungshöllina í Amsterdam. Tímamyndir: ESJ. ■ Og húsið, þar sem Rembrandt bjó á mektardögum sínum sem málari, er nú safn. Það sést hér á miðri myndinni. ■ Næturvakt Rcmbrandts í Rikislistasafninu vekur ávallt mikla athygli gesta. ■ Mikil aðsókn er að húsi Önnu Frank, en inngangurinn er fyrir miðri myndinni. Fenejjar norðnrsins sagt frá heimsókn til borgar Rembrandts, van Goghs og Önnu Frank ■ Amsterdam-ætliþaðnafnkalliekki fram í hugum flestra blaðalesenda frásagnir um miðstöð eiturlyfjasölu í Evrópu, og fleira ókræsilegt, sem mest hefur verið fjallað um í fjölmiðium frá þessari höfuðborg Hollendinga. En jafnvel stutt heimsókn til Amsterdam nægir til þess að fullvissa gestkomandi um að þessar „Feneyjar norðursins1', eins og heimamenn kalla borgina stundum, hafa upp á fjölmargt markvert að bjóða, ekki síst í menningar- og listalífi. Ég dvaldi rúma hálfa viku í Amster- dam þegar hitabylgja gekk yfir mikinn hluta Evrópu á dögunum og dreif mig í að skoða ýmislegt af því, sem borgar- búar leggja áherslu á að kynna ferðamönnum: þá byggingarlist, sem gerir borgina sjálfa, sérstaklega þó eldri hluta hennar, sérstæða, síkin sem liggja um þvera og endilanga borgina, lista- söfnin, sem hafa að geyma verk heimsfrægra hollenskra listamanna svo sem Rembrandts, van Goghs og Ver- meers, byggingar, sem eiga sér merki- lega sögu, svo sem þær er kenndar eru við Rembrandt og ungu gyðingastúlk- una Önnu Frank, konungshöllina við Dam torgið og hina svokölluðu Nýju kirkju, sem reyndar er margra alda gömul, og síðast en ekki síst mannlífið á torgum, í görðum, á útiveitingastöð- um, mjóstrætum og fljótabátum borgar- innar. Myndarlegt van Gogh safn Ýmsir kynnu að halda að Rembrandt væri sá hollenskur málari, sem landar hans teldu ástæðu til að gera mesta virðingu. Og vissulega eru verk hans eins konar miðpunktur þeirra sýninga, sem boðið er upp á í ríkissafninu svonefnda, Rijksmuseum, við Safna- torgið í Amsterdam. En Vincient van Gogh er samt sem áður sá listamaðurinn, sem Hollend- ingar hafa reist sérstakt safn, glæsilega og bjarta byggingu, þar sem hundruð verka hans, málverk sem teikningar, eru til sýnis. Málverkin munu vera um 200 talsins, en teikningarnar 400, og er þeim haganlega raðað upp eftir ólíkum tímabilum í lífi Van Goghs og list, og aðgengilegar upplýsingar fylgja hverri mynd. Það er því auðvelt að fylgjast með þróun í stíl, vinnubrögðum og viðfangsefnum van Goghs allt frá upphafi listaferils hans til endalokanna í prísund geðveikinnar. Næsturvakt Rembrandts í Rijksmuseum Hollendinga skammt frá van Gogh safninu er mestri athygli aeint að Rembrandt, og meðal verka hans þar er hið fræga málverk Nætur- vaktin, sem er miðpunktur sýningar- innar. Verkum margra samtíðamanna Rembrandt, og lærisveina hans, er komið fyrir í hliðaarsölum þannig að auðvelt er að kynna sér málverk meistarans í samhengi við það, sem aðrir voru að gera í hollenskri málaralist á sama tíma. Rijksmuseum mun hafa verið stofnað árið 1908, en var flutt í núverandi húsakynni árið 1885. Safnbyggingin er hin myndarlegasta og þar eru mörg frábær verk til sýnis ekki aðeins eftir hollenska málara, heldur einnig eftir listamenn frá mörgum öðrum löndum. Er reyndar talið að hér sé um að ræða eitt merkasta listasafn heimsins. En jafnframt er lögð áhersla á að kynna þar hollenska sögu, bæði frá fornum tíma og þessari öld. Næturvakt Rembrandts vekur eðli- lega mesta athygli í safninu, enda það verk hans sem þekktast er. Málverkið þekur heilan vegg og vekur jafnmikla aðdáun sem fyrr. Sérstök áhersla er lögð á að kynna sögu þessa málverks, og einkum þó að kveða niður vinsælar sögur, sem gengið hafa um Næturvakt- ina og þær móttökur, sem málverkið á að hafa fengið. Er því t.d. mjög mótmælt að verkinu hafi verið illa tekið, eða að þeir, sem fengu Rembrandt á snum tíma til að gera það, hafi verið óánægðir með árangurinn eins og gjarnan hefur verið haldið fram. Málverk ýmissa annarra sautjándu- aldar málara eru til sýnis í Rijksmuse- um, þar á meðal eftir Johannes Vermeer, sem er ásamt Rembrandt og var Gogh einn þekktasti málari Hol- lands. Þaö eru tiltölulega mjög fá verk eftir Vermeer enn til staðar, og í safninu í Amsterdam eru fjögur þeirra. Hús Rembrandts Eftir að hafa skoðað málverk Rem- brandts og samtíðarmanna hans í Rijksmuseum er tilvalið að skella sér upp í sporvagn og halda niður til Jodenbreestrætis, þar sem enn er varðveitt hús það sem Remdbrandt bjó í þegar hann málaði ýmis sín frægustu verk, þar á meðal Næturvaktina. Rembrandt, sem fæddist árið 1606, flutti ásamt konu sinni Saskiu inn í hús þetta árið 1639. Þaðan varð hann að hverfa rúmum tveimur áratugum síðar þegar hann varð gjaldþrota. Það var um tíu árum áður en hann lést. Hús þetta er hið myndarlegasta, enda keypti Rembrandt það þegar hann var orðinn viðurkenndur listamaður. Hann var hins vegar ekki jafn blár á fjármálasviðinu og í listinni og efndi til skulda, sem hann gat að lokum ekki staðið við. Rembrandt bjó ásamt fjölskyldu sinni (þau hjónin eignuðust son skömmu eftir að þau fluttu í húsið) á neðstu hæð hússins, en á efri hæðinni var vinnustofa hans. Á rishæðinni var svo vinnustofa og kennsluhúsnæði fyrir nemendur Rembrandts. Amsterdamborg keypti hús þetta árið 1906, á 300 ára afmæli Rembrandts, og lét gera það upp og breyta því í safn. Þar er nú að finna um 250 koparstungu- myndir Rembrandts og margar teikn- ingar, og auk þess málverk eftir kennara hans og nemendur. Auk þess eru þar útlistanir á því, hvernig koparstungur voru unnar. Á ýmsum þessara mynda eru raun- sannar teikningar af ýmsu fólki, sem Rembrandt hitti á förnum vegi í Amsterdam, einkum flækingum og fátæklingum. Við Dam torgið Og þá er rétt að halda út í sólskinið og niður á Dam torgið, sem segja má að sé miðbik borgarinnar. Þar er mikill mannfjöldi á ferð: popparar hafa komið hljóðfærum sínum fyrir og flytja vegfar- endum tónlist fyrir betlifé, en löggæslu- menn halda sig þar skammt undan með tvo sérbúna bíla, sem hægt er að grípa til ef allt fer úr böndunum. Það er dýrlegt að sitja þarna í sólinni á tröppum minnismerkisins, sem Hollendingar reistu á Dam torgi til að minnast þeirra sem féllu í síðari heimsstyrjöldinni, virða fyrir sér iðandi mannlífið og reisulegar byggingarnar, þar á meðal konungshöllna og Nýju kirkjuna svo- nefndu, og hlusta á popparana hamast . Fólkið reynir að kæla sig með bjór, gosdrykkjum eða ís, en svartir bisness- menn ganga um og bjóða hass til sölu. Dam er einnig í miðju verslunarhverfi borgarinnar. Við nærliggjandi götur er urmull af litlum verslunum, þar sem kaupa má allt milli himins og jarðar, en inn á milli má sjá merki alþjóðlegra vörumarkaða. Sennilega hef ég verið óvenju heppinn tneð veður þessa daga. Einn Hollending- inn sem ég hitti kvaðst vera að fara í sumarleyfi til Karabíska hafsins til þess að sleppa úr rigningunni í Hollandi! En í svona góðu veðri var alla vega huggulegt í Amsterdam. Hús Önnu Frank Þótt margir kannist við Rembrandt og van Gogh, þá kæmi mér ekki á óvart þótt Anna Frank væri þekktust allra Hollendinga erlendis. Frásögn þessarar ungu stúlku af því, hvemig hún og fjölskylda hennar leyndist fyrir nasistum í bakhúsi nokkru í Amsterdam í nokkur ár, var þýdd á ótal tungumál og náði að snerta innstu tilfinningar milljón lesenda um allan heim. Dagbók Önnu Frank varð einnig að leikriti og kvikmynd. Hér á landi hefur bókin að sjálfsögðu komið út, og leikritið var sýnt í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma við mikla aðsókn. Húsið, sem hér um ræðir, er enn við lýði, það stendur við Prinsengracht. Þar hafði Otto Frank komið heildsölufyrir- tæki sínu fyrir árið 1940. Aftan við húsið er gömul viðbygging, sem ekki sást frá húsinu sjálfu. í þessari byggingu földu tvær gyðingafjölskyldur sig fyrir nasistum í byrjun ársins 1942: Otto Frank, kona hans og tvær dætur, og Van Daan-hjónin og sonur þeirra Peter. Síðar bættist maður nokkur, Dussel að nafni, í hópinn. Inngangurinn í viðbygg- inguna var falinn á bak við skjalaskáp. Anna Frank, sem var aðeins þrettán ára þegar fjölskvldan flutti í viðbygg- inguna, hafði mikinn áhuga á því að verða rithöfundur, og hún skráði í dagbók sína frásögn af daglegu lífi í viðbyggingunni. Síðast ritaði hún í dagbókina 1. ágúst 1944, en þremur dögum síðar réðust Þjóðverjar inn í felustaðinn og höfðu þau öll á brott með sér. Anna Frank, móðir hennar og systir, Van Daan-fjölskyldan og Dussel létu öll lífið í fangabúðum nasista. Otto Frank einn lifði af og snéri aftur til Amsterdam. Þar hitti hann fólkið, sem hafði hjálpað þeim við að útvega mat og aðrar nauðsynjar á meðan á dvölinni í viðbyggingunni stóð. í þeirra höndum voru meðal annars dagbækurnar, sem Anna Frank hafði skrifað. Eftir áeggjan vina sinna ákvað Otto Frank að láta gefa dagbók dóttur sinnar út. Það var árið 1947. Dagbókin vakti mikla athygli, og hefur nú verið þýdd á fimmtíu-sextíu tungumál og seld í þrettán milljónum eintaka. Þegar til stóð nokkru eftir stríðslokin að rífa húsið, sem kennt er nú við Önnu Frank, vakti það mikil mótmæli í Amsterdam. Stofnaður var sérstakur sjóður, Anna Frank Foundation, sem keypti húsið og breytti því í safn. Viðbyggingin er nú til sýnis almenningi í því horfi, sem hún var á stríðsárunum; í herbergi því, þar sem Anna Frank svaf, eru jafnvel ennþá límdar á veggina úrklippur af þekktum leikurum, sem hún hafði fest á vegginn eins og títt er hjá unglingum. Jafnframt er í húsinu sjálfu ítarleg sýning, þar sem bæði er rakin saga Önnu Frank, og eins gerð grein fyrir framrás nasismans og gyðingaofsóknum nasista bæði í Þýskalandi og síðar í Hollandi, sem mátti þola hernám Þjóðverja árum saman. Jafnframt er gerð grein fyrir ýmsum dæmum síðari ára um endur- vakningu nasismans í ýmsum löndum. Það er alltof sjaldgæft að bækur hljóti jafn almennan hljómgrunn meðal ólíkra þjóða og dagbók Önnu Frank. Hún snerti með skrifum sínum þær mannlegu tilfinningar, sem finna má með öllum mönnum án tillits til þjóðei.ás, og hafði hæfileika til að tjá viðhorf sín og lýsa umhverfi sínu og samferðamönnum með þeim eftirminnilega hætti, sem góðum rithöfundum er lagið. í Húsi Önnu Frank eru eintök af dagbók hennar á hinum ólíku tungu- málum. í þeim hópi er íslenska útgáfa bókarinnar. Mikil aðsókn var að húsinu þegar mig bar þar að garði, reyndar svo að í fyrra sinni varð ég frá að hverfa. En ég lét mig hafa að reyna aftur, sem betur fer. Konungshöllin í Amsterdam er konungshöll þótt konungshjónin búi þar alls ekki heldur í annarri höll í Haag, þar sem stjórnarráð landsins er jafnframt að finna, en Amsterdambúar leggja á það mikla áherslu, að Amsterdam sé höfuðborg landsins samkvæmt stjórnar- skránni, Haag sé aðeins stjórnarsetur. Konungshöllin í Amsterdam er við Dam torgið og mun einhvern tíma hafa verið kölluð áttunda undur veraldar. Hún var reist á mektartímum Amster- dams sem miðstöð heimsviðskiptanna á sautjándu öldinni, og þá byggð af borgaryfirvöldum sem ráðhús. Konungs- höllin, eða ráðhúsið, var byggð í klassískum stíl og nokkrir af læri- sveinum Rembrandts sáu um listrænar skreytingar, sem margar hverjar eru stórfenglegar. Ráðhúsið var tekið í notkun árið 1655. Árið 1808 tók Louis Napoleon, konungur Hollands og bróðir Napoleons Bonaparte, ráðhúsið til eigin nota og breytti því í konungshöll. En þótt Vilhjálmur I, konungur Hollands, afhenti borginni á valdatímum sínum höllina, þá var hún aldrei aftur nýtt sem ráðhús. Og árið 1936 var þessi glæsilega bygging seld hollenska ríkinu. Að sumarlagi er konungshöllin opin almenningi, sem fær staðgóðar upplýs- ingar um byggingarsögu hallarinnar og hin margvíslegu listaverk, sem hún hefur að geyma, og getur síðan gengið um háa og glæsilega sali hallarinnar. Einna mikilfenglegast er að skoða svonefndan borgarasal, sem er í miðri höllinni. Skreytingarnar í lofti, á gólfí °g veggjum þessa salar eiga að gefa smækkaða mynd af veröldinni allri eins og hún var talin vera á sautjándu oldinni. Ofan við aðalinnganginn situr mektarkona, tákn Amsterdam, sem virðir allan heiminn fyrir sér. Þannig var staða borgarinnar á þeim tíma sem höllin var byggð. f gólfið eru greipt kort af jörðinni og stjörnunum, en til allra hliða eru styttur, höggmyndir og málverk sem gefa til kynna ýmis grundvallaratriði í lífi mannanna og þær fyrirmyndir, sem landsfeðurnir töldu að hæstvirt borgar- yfirvöld ættu að hafa að leiðarljósi við stjórn borgarinnar. Nýja kirkjan Við hliðina á Konungshöllinni er Nýja kirkjan, sem svo er nefnd. Að vísu hófst smíði hennar þegar um árið 1400, en nafn sitt dregur hún af þeirri staðreynd, að þegar hún var reist var önnur kirkja fyrir í Amsterdam. Sú var nefnd gamla kirkjan, og því augljóst hvert nafn hin nýja kirkja hlyti. Nýja kirkjan hefur átt nokkuð umbrotasama sögu. - Árið 1645 brann hún þannig að mestu í eldsvoða. Hún var endurbyggð næstu árin og áratugina, og er talið að mestur hluti kirkjunnar eins og hún er nú sé frá sautjándu öldinni, þeim uppgangstíma í sögu Amsterdam. Tvennt vekur einkum athygli þegar inn í kirkjuna er komið, og gæti hæglega leitt athyglina frá þeirri staðreynd að kirkja þessi mun eins og aðrar slíkar ætluð guði til dýrðar. Hið fyrra er meiriháttar sýning inni í kirkjunni um hollensku konungsfjöl- skylduna. Fær maður reyndar á tilfinn- inguna að kirkjan sé fremur þeirra en almættisins. Það er ekki aðeins að miklar ljósmyndasýningar eru á tveimur áberandi stöðum í kirkjunni, heldur eru einnig sumir steindu glugganna - sem í flestum kirkjum vísa til einhverra kristilegra atburða eða manna - helgaðir konungsfjölskyldunni! Tveir viðamikir gluggar segja þannig frá ýmsum merkum athöfnum hollensks kóngafólks. Þettaer kannski eitthvað tengt því, að formleg innsetning hollenskra kónga eða drottn- inga í embætti fer alltaf fram í Nýju kirkjunni í Amsterdam. En eitthvað var það nú skrýtið að sjá Wilhelmínu og Beatrix og alls konar kóngafólk þar á milli á steindum kirkjugluggunum -ekki síst eftir að hafa séð nokkrum dögum áður hina áhrifamiklu steindu glugga Chagalls í Fraumúnster kirkjunni í Zúrich. En það er sem sé sinn siður í hverju landi. Annað, sem vekur athygli í Nýju kirkjunni, er að umtalsverður hluti hennar er helgaður de Ruyter aðmírál, sem mun vera ein mesta stríðshetja Hollendinga. Hann lést á Sikiley í apríl 1676 af sárum sem hann hlaut þegar hann sigraði franska flotann í orrustunni við Messina. í þakklætisskyni var þeim stað í kirkjunni, þar sem háaltarið var áður, breytt í minningarreit um de Ruyter. Þar var hann grafinn með mikilli viðhöfn. Síðan voru afkomendur hans einnig grafnir á þessum stað í kirkju- gólfið allt til ársins 1859. Sigling um síkin Amsterdam hefur stundum verið nefnd „Feneyjar norðursins", í það minnsta af Amsterdambúum sjálfum. Þar er mikið af síkjum, sem hægt er að sigla um í bátum. Nokkur þúsund manns búa reyndar um borð í húsbátum við síkisbakkana. Gestkomandi til Amsterdam hefur vart séð borgina fyrr en hann fer í siglingum síkin. Slík sigling er sérstak- lega eftirminnileg að kvöldlagi þegar brýr og byggingar eru fagurlega skreytt- ar ljósum. Elstu byggingarnar í Amsterdam eru oft á tíðum byggðar alveg fram á síkisbökkunum. Þess vegna er auðveld- ast að skoða þessi gömlu hús með því að sigla framhjá þeim. Einkum er athyglisvert að . skoða óvenjulegar skreytingar á göflum húsanna, og margvíslegt lag gaflanna. Ferðir um Holland Frá Amsterdam er hæst að fara í stuttar ferðir til annarra athyglisverðra staða í Hollandi. Landið er lítið og fljótlegt yfirferðar. f nágrenni Amster- dam er margt að sjá fyrir þá, sem hafa tíma til. Tvennt kemur öðru fremur í hugann þegar minnst er á Holland, túlipanar og vindmyllur. Allt sumarið er „floriade", sem Hollendingar segja að sé mesta blóma- sýning veraldar, opin almenningi. Þar má sjá hið ótrúlegasta úrval blóma og grænmetis á 56 hektörum lands. Auk útisýninga er þar mikið af gróðurhúsum, og stór og mikil sýningarhöll, um sjö þúsund fermetrar að gólffleti, er nánast eitt blómahaf. Þótt ótrúlegt megi virðast er ekki mikið um vindmyllur í Hollandi lengur, og þær eru enn færri sem eru í nothæfu ástandi. Nokkrar eru þó í gangi - fyrir ferðamenn! Ferðamaður, sem hefur tíma til að heimsækja nálægar borgir, svo sem Haag, ætti ekki að láta hjá líða að koma við í sérkennilcgustu „borg“ Hollands. Sú nefnist Madurodam og er sennilega einstök í sinni röð. Þar er nefnilega að finna í smækkaðri mynd allar helstu byggingar í Hollandi. Hér er um nákvæm líkön að ræða af margvísleg- ustu byggingum, allt frá smáhúsum upp í konungshallir, olíuhafnir og Schipol- flugvöll! Hafa sumir bent á að á þessum eina stað, skammt frá Haag, geti ferðamaðurinn „sér Holland" á fáeinum klukkustundum! pct

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.