Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1982. ■ Sýningin heitir „Sýnishorn af sov- éskri nútímalist" en sá sem fer á Stadtmuseum í Köln eða Neue Galerie í Aachen í von um að finna þar róttæka framúrstefnulist á ábyggilega eftir að verða fyrir vonbrygðum. Rest verkanna á sýningunum tveimur - en um er að ræða 100 málverk, 450 grafíkmyndir og 10 höggmyndir - eru með þeim hætti að þau ættu betur heima á hinni frægut Armory sýningu í New York 1913 heldur en á sýningu yfir nútímalist á því herrans ári 1982. Það má til dæmis vel fyrirgefa þeim sýningargesti sem dáist að málverki Alexandrs Sindníkovs, Skín- andi stjörnur, en heldur að það sé eitt af fyrstu verkum Chagalls. Það er að vísu dálítill geimfari í forgrunni mál.- verksins en annað virðist býsna „fornt“. Mörg málverk minna á Matisse, Van Gogh og aðra jafnaldra þeirra. Anatólí Níkítsj gengur einna helst í þessu en hann notar póstkort af 16. aldar málverki frá Frakklandi og teikningu eftir Picasso sem hluta af uppstillingu er hann kallar Rauðu bókahilluna. Vinnu- brögð hans sjálfs eru svo í anda Cézannes. Með þetta allt saman í Imga er ekki að furða þó ýmsum bregði í brun þegar þeir uppgötva að af öllum þessum málverkum er aðeins eitt sem var málað fyrir 1950. Ymsir „neðanjarðar“ listamenn Sovét- ríkjanna hafa yfirleitt fussað við þeim listamönnum sem njóta hylli yfirvald- ánna í heimalandi sínu. Peter Ludwig, ■ Húsið við jámbrautina eftir Alexandr Petrov ■ Rauða bókahillan eftir Anatólí Níkítsj Sovésk „nutima” list Splunkuný málverk að austan virðast nokkuð ellileg í augum vestrænna listunnenda 57 ára gamall listaverkasafnari og sælgætisframleiðandi í Vestur-Þýska- landi, vill breyta þessu og það er hann sem hefur gengist fyrir sýningunum í Köln og Aachen. Ludwig og kona hans Irene hafa lengi safnað ýmiss konar listaverkum og listmunum, allt frá leirkerum Indíána og miðaldahandrit- um til verka bandarísku popplistamann- anna Roy Lichtenstein og Jasper Johns, en fyrir þremur árum síðan beindust sjónir þeirra í austur í fyrsta sinn. Ludwig, sem er forríkur forstjóri Leonard Monheim súkkulaðiverksmiðj- anna, átti öðm hvom leið til Sovétríkj- anna í viðskiptaerindum og var þá tíður gestur á listasöfnum. Hann hóf að kaupa verk sovéskra listamanna og mun hafa greitt væna summu fyrir þau, þó ekki vilji hann láta uppi hversu há sú upphæð var. Það eina sem hann hefur sagt um viðskipti þessi er að „ég gerði þeim herramönnunum grein fyrir því í eitt skipti fyrir öll að þeir væru ekki að eiga við neinn Rockefeller." Ludwig veit vel áð þessi sovésku verk geta trauðla kallast list í augum sjóaðra vesturlandabúa, enda kallar hann verkin „skýrslur um listalíf í Sovétríkjunum". Ef þannig er litið er á sýningamar tvær kemur í ljós að sovésk yfirvöld hafa á síðustu árum vikið nokkuð frá kröfunni um „sósíalrealisma" sem Stalin uheimt- aði af öllum listamönnum, en í því fólst að listamaður skyldi sýna raunvemleik- ann ekki eins og hann er, heldur eins og hann ætti að vera. Á sýningunni eru þó ýmis verk sem sverja sig mjög í ætt við gamla „sósíalrealismann“, til dæmis hópmynd af sovéskum geimfömm, hetjulegum nokkuð, eftir Júríj Kóróljov, forstöðu- mann Tretjakov gallerísins í Moskvu. Og þó realismi sé yfirgnæfandi í verkum annarra listamanna er honum furðu oft beitt til að sýna svo ó-sósíalrealísk fyrirbæri sem einangmn mannsins. Mjög dæmigerð fyrir slíkar einsemdar- myndir er Hús við járnbrautina eftir Alexander Petrov, þar sem listamaður- inn hefur málað gamla konu sem horfir tómlega á lestina æða hjá. Ludwig hefur komið þessum nýju verkum sínum á fimmtán listasöfn í Evrópu og hyggst auk þess hleypa af stokkunum farandsýningu sem send verði um mörg lönd. Loks á svo að búa verkunum varanlegan stað. Margir listagagnrýnendur hafa fordæmt þetta uppátæki Ludwigs, og segja að það geti orðið til þess að menn álíti að sovésk yfirvöld hafi slakað á kúgun sinni á listamönnum en sú sé alls ekki raunin. Þvert á móti. Ludwig hefur látið þessa gagnrýni sem vind um eyrun þjóta, en hann segir að með því að sýna vesturlandabúum hvers konar listaverk sovéskir borgarar fái að sjá þegar þeir fara á listasöfn geti hann stuðlað að því að brúa bilið milli austurs og vesturs. „Ég leit á landakortið mitt, segir hann, „og sá Sovétríkin. Ég fór að velta því fyrir mér hvernig við hefðum efni á því að hafa engan áhuga á list 270 milljóna manna.“ Nú velta menn fyrir sér hvenær Ludwig líti næst á landakortið sitt og sjái Kína. Þar býr rúmur milljarður manna og vesturlandabúar vita næsta lítið um hvað sá fjöldi fær að sjá á söfnum. ■ Þá hafa Afríkubúar eignast sinn Ríkharð þriðja og sá heitir Mobutu Sese Seko og er einræðisherra í Zaire. Altént reynir fyrrum forsætisráðherra Mobutus mjög að halda því að vesturlandabúum í bók sem hann hefur nýlega skrifað. Bókin heitir hvorki meira né minna en Mobutu, holdgervingur hins illa. Að því er þessi fyrrverandi forsætis- ráðherra, sem heitir Nguza Karl i Bond, segir er Mobutu eina aflið sem nokkru máli skiptir í Zaire. Hann ræður öllu, segir Nguza, og hefur með mjög svo kerfisbundnum hætti látið fangclsa, pynta og myrða alla þá sem honum dettur í hug að séu andstæðingar sínir, hvort heldur er á stjórnmálasviðinu eða meðal ættarhöfðingjanna í frumskógun- um. Mobutu hefur aukinheldur arðrænt þjóðina til að auðga sjálfan sig, hann hefur að sögn Nguza miðað allt stjórnkerfi landsins við sjálfan sig og auðsöfnun sína. ■ Nguza, fyrrum forsætisráðherra í Zaire, með fjölskyldu sinni. Hér er Mobutu með Mitterrand, Frakklandsforseta. hann gegnt áður en hann skrapp í fangelsi. Segir hann í bók sinni að þrýstingur frá Vesturlöndum hafi ráðið því að hann var látinn laus. Svo var hann skipaður forsætisráðherra árið 1980 en gerðist pólitískur flóttamaður í fyrra, meðan hann var í opinberri heimsókn í útlöndum. Hann býr nú með fjölskyldu sinni í Belgíu. Bók Nguza hefur vakið mikla athygli enda er lýsing hans á stjórnarháttum í Zaire sannalega ófögur. Aftur á móti hefur hann látið hjá líða að svara ýmsum spurningum sem óhjákvæmilega vakna með lesandanum. Hann segir lítið um það sem varð til þess að hann var látinn laus úr fangelsinu og sú fullyrðing hans að hann hafi ætíð verið bæði stálheiðar- legur og vammlaus embættismaður innan um alla þá spillingu sem hann lýsir þykir næsta ótrúleg. Áður en Nguza var skipaður utanríkisráðherra var hann þegar orðinn mjög háttsettur í eina RIKHARDUR III AFRIKU? Mjög alvarlegar ásakanir gegn Mobutu, Zaire-forseta Nguza lýsir því m.a. í bók sinni er Mobutu lét kalla fjóra fyrrverandi forsætisráðherra landsins á fund um landsins gagn og nauðsynjar en er þeir voru mættir tók einkalífvörður forsetans þá alla höndum. Þeir voru síðan sakaðir um landráð og teknir af lífi en raunveruleg ástæða var sú að Mobutu óttaðist áhrif þeirra meðal þjóðarinnar. Þá segir Nguza frá því er Mobutu lokkar pólitíska útlaga til landsins með gylli- boðum um völd og áhrif en lætur síðan myrða undir eins og þeir stíga fæti sínum á zairska jörð. Lýsingarnar í bókinni á reglulegum hreinsunum í her landsins þykja helstil óhuggulegar en ef marka má Nguza er blind hollusta við Mobutu eina leiðin til að halda lífi, og komast til frama. í bókinni eru birt skjöl sem sýna hvernig Mobutu lét færa rúmlega 150 milljónir frá aðalbanka Zaire og til einkareikninga sinna í Frakklandi, Belgíu, SvissogBandaríkjunum. Einnig lýsir Nguza því hvernig Mobutu hirðir bróðurpartinn af gróðanum af hinum ríkisreknu kopar - og kóbalt-verksmiðj- landsins en af þeirri framleiðslu hafa Zaire-menn mestar tekjur. Árið 1977 féll Nguza sjálfur í ónáð hjá Mobutu. Hann var handtekinn, pyntað- ur og dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir landráð en Nguza segir að persónulegar vinsældir sínar hafi vakið öfund Mobu- tuos. Auk þess sem Nguza var ákærður um samsæri gegn forsetanum voru bornar fram aðrar og fasakennandi ásakanir; hann var meðal annars kærður fyrir að hafa reynt að koma konu Mobutus, Marie-Antoinette, upp á móti manni sínum með því að segja henni frá framhjáhaldi hans í utanlandsreisum. Það má einnig öðlast innsýn í heimilislíf Nguzas sjálfs í þessari bók hans - fyrri kona hans reyndi að lokka hann til sín á ný eftir skilnaðinn með göldrum og töfrabrögðum! Það er löngu vitað mál að þó afrískir leiðtogar þykist ginnhei- lagir í kynferðismálum þá er annað upp á teningnum þegar heimilislíf þeirra er kannað ofan í kjölinn. Ansi kómískt oft á tíðum. Eftir ársvist í steininum komst Nguza aftur í uáðina. Honum voru gefnar upp sakir og hann var á ný skipaður utanríkisráðherra en því embætti hafði leyfða stjórnmálaflokki Zaire, þjóðfylk- ingu byltingarinnar, og viðurkennir hann í bókinni að flokksbroddarnir hafi svo há laun að nálgist 80-föId laun hæstsettustu embættismanna í stjómar- kerfinu. Því er augljóst að Nguza hefur haft nokkuð fyrir snúð sinn. En hitt er jafn rétt fyrir því að Zaire er hræðilegt land fyrir þá sem ekki tilheyra klíku Mobutus. Raunar virðast landsmenn enn verr haldnir en undir stjórn Belga. Það vill svo til að í margnefndri bók gefur Nguza Karl i Bond til kynna að ef einhver gæti breytt ástandinu þá sé það enginn annar en Nguza Karl i Bond. Og það má svo sem vel vera. Honum gæti vart tekist verr upp en Mobutu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.