Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1982. 19 erlend hringekja ■ María Stúart, Skotadrottn- ing, missti af sér hausinn vegna þess að dulmál hennar hafði verið ráðið. Júlíus Caesar stundaði stafavíxl til að villa um fyrir óvinum sínum. í Gamla testamentinu er falið dulmál. Hinar fornu menning-'- arþjóðir í Egyptalandi, Kína, Mesópótamíu og Indusdal not- uðu allar leyniskrift. Maður- inn hefur gaman af undirferl- um og leynimakki, einhvers konar dulmál er næstum jafn- gamalt sjálfu ritmálinu. Dulmál fornmanna var að sönnu ekki flókið. Aðferð Júlíusar Caesars til að leyna raunverulegum skilaboðum sínum var til að mynda hlægilega einföld. í stað hvers bókstafs í skilaboðunum not- aði Júlli bara þriðja næsta staf Lausnarstafróf ABCDEFGHI j KLMNOPQRS TUVXYZÞÆÖ A a b c d e f g h i j k 1 m n 0 p q r s t U V X y z þ æ ö B b c d e f g h i j k 1 m n 0 p q r s t u V X y Z Þ æ ö a C c d e f g h • j k 1 m n o p q r s t U V * y Z Þ æ ö a b D d e f g h i j k 1 m n o p q r s t U V X y * Þ æ ö a b c 'O E e f g h i j k 1 m n o p q r s t u v x y z þ æ ö a b c d F r g h i j k I m n o p q r s t U V x y z þ æ ö a b c d e G g h i j k 1 m n 0 p q r s t u V X y * Þ æ ö a b c d e f s* H h i j k I m n o P q r s t u V * y z þ æ ö a b c d e f g I i j k 1 m n O p q r s t u V X y * þ æ ö a b c d e f g h O J j k i m n 0 p q r s t U V X y z þ æ ö a b c d e f g h i K k 1 m n 0 p q r s t u V X y Z þ æ ö a b c d e f g h > j L 1 m n o p q r s t U V * y Z Þ æ ö a b c d e f g h i j k eð M m n o p q r s t u V X y * Þ æ ö a b c d e f g h i j k 1 yw N n o p q r s t u V * y z þ æ ö a b c d e f g h i j k 1 m t? 0 0 P q r s t U V X y * þ æ ö a b c d e f g h i j k 1 m n P p q r s t u V X y z þ æ ö a b c d e f g h i j k i m n o o Q q r s t u V * y z þ æ ö a b c d e f g h > j k 1 m n 0 p R r s t u V X y * Þ æ ö a b c d e f g h i j k l m n 0 p q S s t U V X y z þ æ ö a b c d e f g h ' j k 1 m n 0 P q r T t U V X y Z þ æ ö a b c d e f g h i j k i m n 0 p q r s U u v x y Z Þ æ ö a b c d e f g h i j k 1 m n 0 p q r s t V V x y z Þ æ ö a b c d e f g h n k 1 m n o p q r s t u X X y * Þ æ ö a b c d e f g h i j k 1 m n 0 p q r s t U V Y y z þ æ ö a b c d e f g h i j k 1 m n o p q r s t u V X Z Z þ æ ö a b c d e f g h i j k 1 m n o p q r s t u V x y Þ Þ æ ö a b c d e f g h > j k 1 m n o p q r s t u V X y z Æ æ ö a b c d e f g h i j k 1 m n o P q r s t u V X y z þ Ö ö a b c d e f g h > j k i m n o p q r s t u V X y Z þ æ ■ Dulmálsstafróf sem byggt er á því sem Leo Battista Alberti fann upp á fimtándu öld. Ekki er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum, né á „d“ og „ð“. Sjá texta varðandi skýringar. í? % Sflfeí ií> 4 Lykilorðið er „dulmál” í stafrófinu. Ef við notum íslenska stafrófið þarf ekki mikil heilabrot til að sjá að „Zhql, zlgl, zlfl“ þýðir „Veni, vidi, vici“ - „Ég kom, sá og sigraði“. Dulmálið sem fundist hefur í Gamla testamentinu er ámóta auðvelt viðureignar. f spádómsbók Jeremía skrifaði spámaðurinn „She-shach“ tví- vegis er hann átti við „Babel“, það er að segja í 25 , 26 og 51,41. í stað annars stafs hebreska stafrófsins, „b“, not- aði Jeremía einfaldlega næst- aftasta stafinn, „sh“, og í stað tólfta stafsins, „1“, kom tólfti stafurinn talið aftan frá. Sér- hljóðarnir falla að vísu ekki undir þetta en sérhljóðar eru annars flokks í hebresku. Að minnsta kosti segir í heimild- um okkar að „She-shack“ merki Babel, en í hinni nýju íslensku Biblíuþýðingu er orð- ið „Sesak“ hins vegar talið merkja Babýlon. Ritningar- staðirnir tveir hljóða svo í nýju þýðingunni: „En konungurinn í Sesak skal drekka á eftir þeim“ (25,26) og „Hversu varð Sesak unnin og tekin, hún er fræg var um víða veröld! Hversu er Babýlon orðin að skelfingu meðal þjóðanna!“ (51,41) Tilgangur þessa dul- máls liggur aftur á móti ekki í augum úti. Óþarfa bókstafír í bréfum Maríu Stúart Megingalli þessara og ann- arra frumstæðra dulmálsgerða þar sem einn bókstafur er settur í stað annars er að hægur vandi er að ráða þau ef maður þekkir tíðni bókstafanna í viðkomandi tungumáli. Að líkindum er „a“ algengasti stafurinn í íslensku og hafi maður fyrir framan sig dul- málstexta af marktækri lengd er næsta víst að sá stafur sem oftast kemur fyrir merki ein- mitt „a“. Þannig má svo þreifa sig áfram án mikillar fyrirhafn- ar. Það var vegna þessa sem María Stúart varð gerð höfð- inu styttri. Hún var í haldi hjá Elísabetu Englandsdrottningu þegar ritskoðarar hennar tóku eftir því að í bréfum hennar var allmikið af óþarfa bókstöf- um. Sir Francis Walsingham, sem kallaður er stofnandi bresku leyniþjónustunnar, raðaði þessum stöfum saman og með því að ákvarða fyrst tíðni bókstafa í ensku gat hann ráðið hvað hver óþarfa bók- stafur þýddi í raun og veru. í ljós kom að María var viðriðin samsæri gegn Elísabetu og var hún tekin af lífi fyrir vikið. „Eæþxciaodöqyiek- zavoneoi!“ Þetta gerðist árið 1587 en nokkru fyrr hafði ítalski arki- tektinn Leo Battista Alberti fundið upp dulmál sem sá við tíðnimælingum bókstafanna. Hann notaði mörg stafróf, eins og sést á meðfylgjandi töflu, og til þess að geta ráðið dulmálið urðu bæði sendandi og viðtakandi tiltekinna skila- boða að hafa komið sér saman um ákveðið lykilorð fyrirfram. Segjum að lykilorðið sé „Eli- ot“ en skilaboðin „Apríl er grimmastur mánaða". Til þess að breyta þessu í dulmál er lykilorðið skrifað hvað eftir annað fyrir ofan skilaboðin,' svona: ■ ELIOTELI OTEL! OTEI.IOTELI APKI LERGRI MMASTURMANADA Stafurinn fyrir ofan hvern bókstaf í skilaboðunum gefur til kynna hvert af lóðréttu stafrófunum á töflunni skuli notað. Til að finna stafinn sem standa skal í stað „a“ í apríl er farið niður eftir „E“-stafrófinu og rétti stafurinn er þar sem „Lausnarstafrófið“ og „texta- stafrófið“ mætast. í þessu tilviki þarf ekki að fara langt, stafurinn er „e“. f heild myndi þessi upphafslína Eyðilandsins hljóma á þessa leið, miðað við lykilorðið „Eliot“: „Eæþxcia- odöqyiekzauoneoi“. Sá sem fær þennan texta í hendur og þekkir lykilorðið fer svo eftir lausnarstafrófinu uns hann kemur að viðkomandi bókstaf: upphafsstafurinn lárétt er þá stafurinn sem átt er við. En skoðið myndina! Auðveldar en ætla mætti Svona dulmál virðist ómögu- legt að ráða ef enginn nema sendandi og viðtakandi þekkja lykilorðið. En þó er mun auðveldara að ráða dulmál heldur en ætla mætti. Svo dæmi séu tekin af diplómatísk- um skilaboðum þá eru þau næsta hefðbundin og byrja til dæmis og enda yfirleitt á sama hátt: „Kæri...“, „Virðingar- fyllst, yðar...“ o.s.frv. Ýmis nöfn og hugtök sem koma fyrir aftur og aftur geta einnig hjálpað þolinmóðum dulmáls- fræðingi til að átta sig á lykilorðinu, ekki síst ef við- komandi orð eru óvenjulega löng. í síðari heimsstyrjöldinni þurftu Þjóðverjar að burðast með eitt orð sem. eyðilagði mörg dulmál: Wehrmacht- nachrichtenverbindungen! en það þýðir eitthvað í líkingu við fjarskipta leyniþjónustu þýska hersins. Ef andstæðingar fylgjast vel hvorir með öðrum geta þeir stundum gabbað upplýsingar út úr mótingja sínum. Sem dæmi má nefna að í maí 1942 vissu Bandaríkjamenn að risa- stór japanskur floti var að láta úr höfn - 11 orrustuskip, 5 flugvélamóðurskip, 16 beiti- skip og 49 tundurspillar. Á- fangastaður skipanna var í dulmáli Japana kallaður AF. Nú reið á að Bandaríkjamenn væru fljótir að átta sig á hvort AF þýddi Kaliforníu, Alaska, Midway eða einhvern annan stað. Þá ákváðu þeir að þreifa sig áfram og byrjuðu á Mid- way. Setuliðinu þar var skipað að tilkynna yfirstjórn hersins í Pearl Harbor að vatnsbirgðir væru á þrotum. Þessari send- ingu náðu Japanir og stuttu seinna náðu Bandaríkjamenn skeyti til herskipaflotans þar sem sagði að vatnsskortur væri á AF. Er árásin var gerð voru Bandaríkjamenn viðbúnir og tókst að vinna orrustuna við Midway og þar með hrinda sókn Japana í fyrsta sinn. Tattóveringar á þrælshausum Það gefur að skilja að besta dulmálið er það sem enginn veit að er dulmál. Hinir fornu Grikkir væru býsna kænir í þessu tilliti. Það var til dæmis algengt að leynileg skilaboð væru tattóveruð á skallann á þræli sem nauðrakaður hafði verið. Síðan var beðið eftir því að hárið yxi aftur og þrællinn svo sendur til þess sem taka átti við skilaboðunum. Annað ráð var að skrifa skilaboðin á spýtu, þekja hana síðan með vaxi og skrifa önnur, og skaleysislegri, skilaboð á vax- stykkið. Á sautjándu öld fann Fran- cis Bacon upp tveggja stafa dulmál þar sem aðeins tveir stafir voru notaðir til að fela leynileg skilaboð inni í venju- legum texta. Við hvern staf í stafrófinu tengdi Bacon fimm stafa „orð“ sem aðeins var myndað úr „a“ og „b“. Stafróf hans leit svona út: A aaaaa N abbaa B aaaab O abbab C aaaba P abbba D aaabb Q abbbb E aabaa R baaaa F aabab S baaab G aabba T baaba H aabbb UV baabb IJ abaaa W babaa K abaab X babab L ababr/ Y babba IVf ababb Z babbb „Er pabbi dauður eða dáinn?“ Fela mátti þessi „a“ og „b“ í öðrum texta á ýmsan hátt. Auðveld, en mjög gróf leið var að nota stóra stafi fyrir „a“ en litla stafi fyrir „b“. Ávarp sem liti svona út: „KOmdu Nú SÆLL OG BLEsSaÐUr jóN“, stendur því fyrir „aabbb - abaaa - aaaaa - ababa - abbba“, en það þýðir „HJÁLP“. Notkun á hástöf- um og lágstöfum á þennan hátt er auðvitað mjög áberandi en notast mætti í staðinn við tvær leturgerðir sem væru svo líkar að aðeins þjálfað auga sæi þar mun á. Njósnarar sem eru sífellt í tímaþröng eins og blaðamenn þurfa oftastnær að notast við einfaldari dulmál en þetta. Stundum er það fyrsti, síðasti eða þriðji bókstafur í hverju orði sem geymir leynileg skila- boð: „Hann Játaði Að Lesa Pínulítið" þýðir „Hjálp“ o.s.frv. f síðari heimsstyrjöld- inni höfðu loftskeytamenn sem sendir voru niður í óvinaland oft skipanir um að hafa fyrirfram ákveðnar „vill- ur“ í sendingum sínum, þannig að ef yfirmenn njósnaranna fengu alveg óbrjáluð skilaboð frá þeim vissu þeir að eitthvað var að. Og í fyrri heimsstyrj- öldinni var starfsmönnum á símstöðvum skipað að breyta lítilsháttar öllum skeytum, til að eyðileggja hugsanlegt dul- mál óvinanjósnara sem fólgið væri í skeytunum. Það var á heimsstyrjaldarárunum sem enskur símstöðvarstarfsmaður var beðinn um að senda skeyti til Hollands, svohljóðandi: „Pabbi er dauður“. Englend- ingnum þótti þetta ansi rudda- legt skeyti, engar samúðar- kveðjur og ekki neitt. Hann var svo kurteis að hann breytti skeytinu í „Pabbi er dáinn.“ Um hæl kom svarið frá Hollandi: „Er pabbi dauður eða dáinn?“ - Ib cæk bdelþ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.