Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 24
SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1982. 24 nútlminn Umsjón Friðrik Indriðason og Viðar Karlsson Rokkhátíð ,82: hhinn og svn- INN f GÓÐU LAGI Rokkhátið 82 Egó, Grýlur Austurbæjarbíó, Hótel Borg ■ Það var komið fram í miðjan flutning hljómsveitarinnar Egó á fyrstu tónleikum Rokkhátíðar í Austurbæjar- bíó er þeirri hugsun laust niður í huga minn að eitthvað meiriháttar væri að og þá á ég við áheyrendur. Þeir voru steindauðir, sýndu engin viðbrögð þó að ein vinsælasta hljómsveit landsins væri að spila, hljómsveit sem þar að auki skartar kyntákni landsins númer 1 á sviði, Bubba Morthens. Grýlunum sem spilað höfðu á undan hafði verið vel tekið en senan minnti mig á er ég eitt sinn ranglaði inn á tónleika Utangarðsmanna sálugu á Neskaupstað um miðjan vetur ásamt kunningja mínum, báðir vtl slompaðir. vÞað er löngu horfið í þokukenndar minningar hvað maður var yfirleitt að gera á þessum stað á þessum tíma en hinsvegar man ég að mér þótti senan sem maður sá er maður kom inn í salinn nokkuð skrítinn. Á sviðinu hamaðist ein stærsta „súpergrúppa“ landsins fyrr og síðar en áheyrendur sátu stjarfir. Ég stóð um stund við hlið einnar af stúlkunum sem taka á móti „þúsund þorskunum“ en hún lýsti þessu ágætlega er hún snéri sér að vinkonu sinni og sagði: „Maja það er eins og fólkið sé að horfa á þriðja flokks „stukki'* í Þjóðleikhúsinu". En aftur í Austurbæjarbíó. Það var ekki fyrr en undir lok tónleikanna sem Egó tókst að hrista slenið af fólkinu og einhver tónleikastemming skapaðist. Með laginu „Sieg heil“ og þrumugóðri keyrslu Egó á því fóru áheyrendur að hreyfa sig fyrir framan sviðið en í kjölfarið fylgdu svo lögin „Stórir strákar fá raflost", „Breyttir tímar“, og undir lokin „Þúsund þorskar" allt góð stuðlög. Raunar má geta þess að smáviðbrögð voru fyrr við laginu „Svartur afgan" en það gæti verið vegna nafnsins. Allt önnur sena var á Borginni kvöldið eftir enda var hitinn og svitinn þar í góðu lagi. Troðfullt út úr dyrum og stemmingin á stundum rafmögnuð. Grýlurnar hófu báða þessa tónleika á hressu „grýlurokki" sínu en þeim hefur nú bæst góður liðsauki sem er Bára ■ Grýlurnar á Borginni. Fyrir miðju er Bára Grímsdóttir. ■ Danni Pollock er nú orðinn einn eftir í hljómsveitinni Bodies aðrir munu vera hættir en höfuðástæðan fyrir uppstokkuninni mun vera sú að með- limir Bodies voru almennt orðnir þreyttir og vildu tilbreytingu. Danni ætlar að reyna að koma Bodies upp aftur og er hann nú að þreifa fyrir sér um nýja menn. Eftir því sem undirritaður kemst næst munu Mike Pollock og Rúnar ver að melta það með sér að stofna nýja hljómsveit og í dag er hugmyndin að sú sveit komi til með að heita „Dúndur". Ekki er að efa að það verði dúndur- grúppa ef þeir fá góða menn með sér. - FRI ■ Comsat Angels. Danni einn í Bodies Grímsdóttir á gítar en með tilkomu hennarverður flutningur þeirra þéttari. Á prógrammi Grýlnanna eru ennþá lög af fyrstu plötu þeirra, gamlar traustar lummur, en auk þess tóku þær lög úr kvikmynd þeirri sem þær koma fram í og verið er að vinna að og lög úr ýmsum áttum, t.d. eitt lag Marianne Faithful, en öll utanaðkomandi lög áttu það sameiginlegt að falla vel innan þess ramma sem hljómsveitin hefur markað sér í tónlistarflutningi sínum. Að lokum má geta þess að samkvæmt venju voru Grýlurnar nokkuð skemmti- lega klæddar, að þessu sinni í einhvers- konar nærklæðamúnderingu í Austur- bæjarbtó. Þótt nokkuð sé um liðið síðan nýjasta plata Egó „Breyttir tímar“ kom út er hún enn burðarásinn í prógrammi þeirra enda mörg geysiskemmtileg lög sem finna má á henni. Þétt og góð keyrsla einkenndi flutning Egó, prógramminu þrykkt í gegn af öryggi og hvergi dauður punktur í leik þeirra ef undan er skilinn ljóðalestur Bubba bæði kvöldin. Egó komu mun betur út á Borginni enda áheyrendur meira með á nótunum og „peppuðu" þá stíft upp. Þó ég segi að prógramminu hafi verið þrykkt í gegn af öryggi má geta þess að í einu laginu á Borginni datt hljóðnemi Bubba út þannig að Magnús trommuleikari fann sig allt í einu með sönginn á öxlunum, nokkuð skemmtileg tilbreyting. Egó lék nokkuð langt fram yfir tímamörkin sem sett voru enda allir komnir í þrumugott stuð undir lokin og tónleikunum á Borginni er best lýst með orðum Bubba sem undirritaður heyrði hann segja að loknu síðasta laginu: „Djöfulli var þetta gott“. - FRI ■ Egó á Borginni. Comsaft kemur ■ Eins og greint var frá í Nútímanum varð að hætta við fyrirhugaða tónleika bresku hljómsveitarinnar Comsat Angels á sínum tíma þar sem Félags- stofnun Stúdenta neitaði að láta húsnæði sitt undir þá. Nú er hinsvegar ljóst að Comsat mun halda hér tvenna tónleika í sumar en þeir verða 12. og 13. ágúst nk. og verða haldnir í Tjarnarbíó, þ.e. húsnæði Fjalarkattarins. Að sögn Guðna Rúnars Agnarssonar sem stendur fyrir komu Comsat þá er engin hætta á að fyrri saga endurtaki sig enda séu nú skriflegir samningar um húsnæðið. Hann sagði ennfremur að nokkrar breytingar yrðu gerðar á húsnæðinu fyrir tónleikana. Þessir tónleikar Comsat eru mögu- legir vegna þess að Comsat er nú í tónleikaferðalagi um Bandaríkin, átti að leika hér á undan því, en leikur nú í staðinn að lokinni þessari tónleikaför. HOWSER HÆTTIR f FRÆBBBLUNUM ■ Hjörtur Howser hljómborðsleikari er hætt- ur í Fræbbblunum og hefur leitað á vit „skalla- poppara“ en hann_ vann m.a. með Björgvini Hall- dórssyni á nýjustu plötu Björgvins „A hverju kvöldi“. ■ Hjörtur kom nokkuð við sögu er Fræbbblarnir gerðu nýjustu plötu sína „Potþéttar melódíur í rokkréttu sam- hengi“ en með þeirri plötu varð nokkur stefnubreyting hjá hljómsveitinni og velta menn því nú fyrir sér hvort hvarf Howser leiði til þess að Fræbbblamir falli aftur í fyrra horf. Eitthvað los virðist vera á Fræbbbl- unum þessa dagana því á tónleikum Rokkhátíðar 82 voru aðeins þrír Fræbbblar mættir, Stefán, Steinþór og Valli og spiluðu með þeim þeir Mike Pollock á gítar og Þorsteinn úr Taugadeildinni sálugu á hljómborð. - FRI Raggae tónleikar ■ Reggae hljómsveitin Babatunde Tony Ellis mun halda hér tvenna tónleika í ágúst en hljómsveit þessi kemur frá Jamaica og verður hér á vegum Þorsteins Viggóssonar. Þetta er í fyrsta skipti sem reggac hljómsveit kemur til íslands og í fréttatiikynningu segir ennfremur að aldrei hafi reggae verið spilað svo norðarlega sem er nú eitthvað málum blandið. Hljómsveitina skipa 8 manns, 6 frá Jamaica og 2 frá Svíþjóð en í vetur gerði þessi hljómsveit það gott t Danmörku. Babatunde...hefur nýlega gefið út breiðskífu og ber sú heitið „Change will come“. - FRI Ástralskir hætta við TASS ■ í fréttabréfi frá Steinar nýlega er greint frá því að þegar átti að fara að undirrita samning við ástralskt plötu- fyrirtæki um útgáfu TASS Jóhanns Helgasonar þar í landi tilkynntu Ástralimir skyndilega að þeir heföu hætt við útgáfuna. I fréttabréfinu segir: Engar skýringar hafa fengist á þessari ákvörðun en aðrir mögu- leikar eru í athugun. Jóhann lætur hins vegar engan bilbug á sér fínna og semur nú lög á nýja plötu, sem væntanlega verður hljóðrituð í Eng- landi með haustinu. Og þaðan höfum við góðu frétt- imar: tveggja laga plata með MEZZOFORTE með lögunum DREAMLAND og SHOOTING STAR kom út þarlendis 18. júní. Platan hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá þeim, sem fást við að kynna tónlist í Englandi og spila hana (í diskótekum, útvarpi og víðar). Góð og mikil kynning, sem MEZZOFORTE hefur fengið í Englandi, veit á gott - en best er að fullyrða sem minnst...að sinni. The Mentals ■ Fjölmargar ástralskar hljómsveitir hafa á undanförnum missemm vakið verðskuldaða athygli í Evrópu og Bandaríkjunum. Sú nýjasta er hljómsveitin MENT- AL ÁS ANYTHING, sem slegið hefur í gegn með laginu IF YOU LEAVE ME CAN I COME TOO? af plötunni CATS & DOGS. Annað lag af þeirri plötu, TOO MANY TIMES, trónar nú ofarlega á vinsældarlistanum í Kanada. Nú í vikunni verður þessi plata gefin út hériendis á vegum Steinar. Ástralir láta mikið með THE MENTALS, eins og þeir kalla sveTtina, eins og marka má af því, að fimm tveggja laga piötur hljóm- sveitarinnar hafa allar náð efst á vinsældarlistana, tvær LP-plötur til þessa hafa allar náð efst á vinsældar- listana, tvær LP-plötur til þessa hafa aflað þeim gullplatna (önnur m.a.s platínu-plötu) og uppselt er á alla hljómleika THE MENTALS í Ástra- iíu. í Englandi hefur hljómsveitin einnig fengið afbragðs góðar við- tökur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.