Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.07.1982, Blaðsíða 7
GOODVYEAR GEFUR ^RÉTTA GRIPIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1982. 3. Ekki mun hann þó hafa verið alfrelsaður, því 1886 tapar hann mála- ferlum við næturvörðinn í Reykjavík, sem bar upp á hann að hafa verið ölvaður á jólanótt 1885, En samt hefur Gestur verið að berjast gegn ástríðu sinni um þetta leyti og árið 1887 hefur hann með höndum það óvinsæla erindi stúkumanna að kæra menn fyrir ólög- lega sölu og neyslu áfengis. En breyskur var hann eftir sem áður og í júlí árið 1885 var honum vikið úr stúkunni. Áfram vann hann þó að bindindismálum og gekk í stúkuna Eininguna sama ár og varð meira að segja gæslumaður barna- stúkunnar Æskunnar. Á þessum árum ritaði Gestur og birti margar af sögum sínum og ýmsar las hann upp í stúkunum. Hann kynntist og ágætri stúlku, Guðfinnu nokkurri Jóns- dóttur og trúlofaðist henni, en sleit síðar trúlofuninni, þegar giftingardagurinn var kominn í sjónmál. Gestur átti sem í ljós er komið örðugt uppdráttar meðal Reykvíkinga og þáði því árið 1890 boð um að halda til Vesturheims og gerast þar ritstjóri Heimskringlu í Winnepeg. Sveinn Skorri segir: „Vistin í ókunnri heimsálfu gat varla orðið miklu verri en fjárhagsleg óvissa og niðurdrep smábæjarlífsins í Reykjavík:“ í Vesturheimi „Gestur Pálsson, hinn víðfrægi rit- snillingur og skáld er væntanlegur hingáð til Winnepeg nk. föstudag 11. þ.m. til þess að gerast meðritstjóri Heimskringlu," segir blaðið Heims- kringla, þegar það boðar komu Gests. Var fjölmennt á brautarstöðinni er hann kom til hans var ort hyllingarljóð. Gestur var við ritstjómina fram til hausts 1891. Hann átti í útistöðum við ritnefnd blaðsins og margt mun honum ekki hafa fallið í geð hvað hugsanagangi Ameríkumanna viðvék. Hann gekk í stúku þar vestra í júlí 1890, en var vikið úr henni í júlí árið eftir fyrir bindindis- brot. Bera bækur stúkunnar með sér að hann hefur ail oft gerst brotlegur. Sveinn Skorri telur þó að frásagnir um óhemjulega áfengisnautn hans hans þar vestra sem settar hafa verið á prent séu Heimskringlu ætlaði hann að fara til Norðurlandanna, líklega til Kaup- mannahafnar, en til þess kom þó aldrei, því dauðinn varð fyrri til. Hann lést þann 19. ágúst, snauður, farinn að heilsu og stúkubræðrum sínum orðum auknar. Sumar eru þó að líkindum sannar, eins og sú er Guttorm- ur J. Guttormsson sagði frá komu Gests til Garðar, þar sem hann flutti fyrirlest- ur: „Vinur minn í N-Dakóta, sem mundi ðftnfam eftir komu hans þangað í fyrirlestraer- indum, sagði mér að hann hefði drukkið mjólk blandaða brennivíni, áður en hann hóf fyrirlesturinn og flutt hann af mestu snilld." Eftir að Gestur sagði upp ritstjórn við hin mesta hugarkvöl vegna skulda. Ævilok hans urðu þvt harla nöturleg, eins og þeirra þriggja skáldbræðra hans, sem hér er fjallað um. En hvað um það, - skáldið Gestur lifði af, eins og þeir Sigurður, Jónas og Kristján. AM HF UMBOÐSMENN UM LAND ALLT [hIhekla ^ Laugavegi 170-172 Sír Sími 21240 HAGKAUP Skeifunni15 Ikea húsgögnin hafa svo sannarlega slegið í gegn hér á landi sem annarsstaðar. Og nú bjóðum við líka hinar bráðfallegu IKEA eldhús- innréttingar; hagkvæmar, glæsilegar og nútíma- legar innréttingar á góðu verði. Komdu í nýju Ikea eldhúsdeildina. Þar sérðu uppsettar Ikea eldhúsinnréttingar, Rafha elda- vélar og Zanussi ísskápa og færð allar upplýs- ingar um innréttingaval, verð og greiðsluskil- mála. Það margborgar sig! ELDAVÉLAR fSSKÁPAR deild

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.