Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 12
12_________________ erlendir leigupennar SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982 ■ „Og ég feyki þeim burt meðal allra þjóða, er þeir eigi hafa þekt...“ (Sak. 7.14.). Að vera gyðingur, hvernig skyldi það vera? Ég, einn goy, er ekki til frásagnar um það, en áræði engu að síður 'nokkur orð í virðingarskyni og vináttu, að blikur eru á lofti og andstreymi eykst. Gyðingur væri sá sem álítur sig og sem skynjar sig gyðing, sem í hugsun og eða hegðan hagar tilveru sinni í þá veru og sem slíkur. Léleg er sú skoðun að það séum við hin sem gerum gyðinginn gyðing, og þá jafnvel kannski helst gyðingahatarinn. Rangt er að einskorða gyðingadóm sem trúar- brögð, vissulega er trúin forsenda hans og kjarni og vitaskuld eiga gyðingar sér trúarbrögð afmörkuð frá öðrum trúar- brögðum, með sinn eina Guð, sína ströngu siðfræði og margvíslegar reglur um breytni og hugsanir, en það er aldrei allt: gyðingar eru ekki endilega trúaðir né fylgja þeir Guði, og líkt og meðal kristinna hefur á þessari öld dregið úr trúrækni og trúarvilja þeirra á meðal. Að tala um gyðinga sem kynstofn eða kynþátt í líffræði og erfðafræðiskilningi er ódýr þarfleysa sem fyrir utan það að vera ósönn á sér of Ijótan slóða til að verðugt sé að halda henni við. Umfram ■ Veitingastaðurínn Rue des Roisers í 4. hverfí í Paris. um hins opinbera, í verslun, tryggingum og bönkum. Annars vinna þeir flest störf. Eins er með vaxandi þátttöku í atvinnulífinu, þetta er almenn þróun franska þjóðfélags, og einmitt það sem margir stjórnmálahugsuðir og stjórn- málamenn af frönsku bergi brotnir hafa talið æskilegt, að aðlögunin sé jafnvel einasta hugsanleg lausn á „gyðinga- vandamálinu". En slíkar hugmyndir eru núorðið hreinasta fjarstæða, því þó svo fæstir gyðingar séu í nokkru frábrugðnir öðrum frökkum og þeir líti flestir á sig sem frakka, eru þeir stór hópur og fjölbreyttur sem sinnir vel sinni menn- ingu, sinni hefð. Franskir gyðingar eru hvorttveggja frakkar og gyðingar, hópur útaffyrir sig og hluti af þjóðinni. Fáir hafa þeir tilaðmynda flust til ísrael, rétt um 30 þúsund manns allt frá 1948. Samtök eru þó til sem starfa að þessu og ennþá fiytja alltaf nokkur hundruð á ári hverju. Hitt er svo að ísrael er sem Ríki gyðinga og Fyrir- heitna landið ákaflega þýðingarmikið fyrir franska gyðinga og tvímælalaust eitt helsta viðmið skoðana þeirra: um helmingur fullorðinna hefur ferðast þangað, ótal möguleikar eru á hóp- ferðum allan ársins hring á vegum Gyðingahatur hefur verið landlægt í Frakklandi um aldir og blossar nú upp aftur allt er gyðingurinn sjálfumleiki; hans er vitund um að heyra undir og heyra til órofa og sérstæðri menningu, ákveðinni hefð sem með upphaf sitt og viðmiðun í Bók bókanna hefur haldist heil á allri vegferð þessarar þjóðar; og hans er minning um fortíð sem ofin er þjáning- um og sorg, minni um nær stöðuga útskúfun og óöryggi af hendi gestgjafa sinna og samferðamanna, en einnig um sjaldbugaða fullvissu um sérstöðu og réttmæti tilvistar sinnar: Guðs útvalda þjóð boða gyðingar og flýta fyrir komu Messíasar. Erfitt líf og ágengur arfur að búa með, en fullvel þess verður að halda í og halda við. Og þekkja. Fjöldi og flutningar í Frakklandi búa nú um 530 þúsund gyðingar - 1% af íbúum landsins - og aldrei hafa þeir verið fleiri. Árið 1791, að gyðingum var fyrst leyfð búseta eftir fjögurra alda bann, er áætlað að þeir hafi verið um 40 þúsund talsins og bjuggu flestir á undanþágum í útjaðri ríkisins: í norðausturhluta landsins - og þar helst í héraðinu Alsace, og syðst í landinu, - flestir í borgunum Bordeaux og Avign- on, þangað komnir eftir að Spánarkon- ungur flæmdi gyðinga úr ríki sínu árið 1492. í París voru ekki nema um 600 gyðingar, mest auðugir verslunarmenn fluttir að sunnan og franska ríkið taldi sér hag á að hafa í höfuðborginni. Á 19. öldinni urðu talsverðar breyt- ingar: Gyðingum fjölgaði þá stöðugt, bæði tímguðust þeir vel og svo komu aðvífandi hópar til þessa lands frelsisins úr mið og austur Evrópu, þannig að um 1870 - árinu áður en frakkar misstu héruðin Alsace og Lorraine til þjóðverja (sem kalla þau Elsass og Lothringen) voru þeir orðnir um 90 þúsund talsins og sestir að um allt land. Nálægt helmingur þeirra bjó í stærri borgum, og tæpur fjórðungur í París einni; í ríkari mæli en aðrir frakkar á 19. öld sóttu gyðingar til borga þar sem þeir mynduðu yfirleitt sérstök hverfi. Annars bjuggu þeir í minni og stærri samfélög- um á víð og drcif, en aldrei hafa myndast í Frakklandi gyðingaþorp af sömu tegund og voru í Rússlandi og Póllandi. Um aldamótin bjuggu rúm 40 þúsund af 70 þúsund gyðingum í París og nágrenni, og önnur 10 þúsund í öðrum borgum. Þá hafði það gerst að talsverður hópur gyðinga hafði komið frá Alsace, og fjöldinn allur flúið undan ofsóknum í Rússlandi og Póllandi uppúr 1880, þó ekki settist nema örlítill hluti þeirra að í Frakklandi heldur fóru flestir til Bandaríkjanna. Þróunin frá aldamótum fram að seinnastríði var sú sama: Árið 1914 voru gyðingar um 120 þúsund og urðu 150 þúsund árið 1918 að frakkar heimtu aftur Alsace og Lorraine. Austangyð- ingar, nefndir „ashkenazim", héldu uppteknum hætti og settust helst að í París, nálægt 100 þúsund árin 1918- 1939. Ennfremur fór fjölgandi innflytj- endum frá norður Afríku, nefndir „sepharadim", sem áður höfðu verið fáir eða engir. Við valdatöku Hitlers 1933, innlimun Austurríkis 1938 og hernám Tékkóslóvakíu 1939 flúðu um 50 þúsund gyðingar til Frakklands, og settust margir að, en aðrir héldu áfram til Bandaríkjanna eða til Palestínu. Undir stríðsbyrjun er áætlað að rétt innan við 300 þúsund gyðingar hafi búið í landinu, þaraf tveir af hverjum þrem útlendir eða landlausir, en einn þriggja af frönsku þjóðerni. Á stríðsárunum var rúmum þriðjungi þessa fólks útrýmt, og gekk jafnt yfir báða hópa; um 75 þúsund voru flutt í þýskar fangabúðir og rétt nokkur þúsund sneru aftur, enn aðrir létust eða voru drepnir í búðum á „frjálsu svæði“ frönsku stjórnarinnar, eða Iíflátnir af Gestapo jafnt á hernámshluta landsins sem fyrir sunnan. í stríðslok voru gyðingar í landinu um 180 þúsund og orðnir um 220 þúsund árið 1950; fæðingum fjölgaði meðal þeirra og reitingur flutti að austan úr Evrópu og lítilsháttar frá norður Afríku, en áratugina tvo á eftir fjölgaði þeim allverulega þegar Túnis og Marokkó sem verið höfðu undir vernd Frakklands frá 1881 og 1912 fengu sjálfstæði 1956 og nýlendan Alsír varð sjálfstætt ríki 1962 eftir átta ára stríðsrekstur frakka þar. Gyðingum var ekki lengur vært í löndum araba. Um 1950 voru gyðingar í þessum löndum, samnefnd Maghreb, tæp hálf milljón; um 80 þúsund þeirra fluttu til Frakklands fram til 1960, aðallega frá Túnis og Marokkó, og á sjöunda áratugnum um 140 þúsund og af þeim tæp 100 þúsund frá Alsír, en þar voru gyðingar franskir ríkisborgarar síðan 1870 og fóru nær allir til Frakklands á meðan gyðingar frá Túnis og Marokkó fóru flestir til ísrael. Þessum flutningum lauk um 1970, eftir það fluttu til Frakklands aðeins nokkur þúsund gyðingar frá Maghreb, auk hópa frá Egyptalandi. Frakkland byggja því um 530 þúsund gyðingar. í París og úthverfum hennar eru þeir um 320 þúsund, þaraf helmingur í borginni sjálfri - sem gerir um 8% íbúa. Hinir búa allstaðar í landinu, flestir í stærri borgum, aðallega í suðurhluta landsins en einnig austan og norðaustan til. Samfélag gyðinga Díaspóran - dreifing gyðinga um allan heim eftir herleiðingar og brott- rekstur af margra hálfu á öldunum fyrir fæðingu Krists og endanlega eftir upplausn á samfélagi gyðinga í Palestínu af völdum rómverja árið 135 eftir Krist, Már Jónsson skrifar frá París 65 árum eftir seinni eyðileggingu hofsins í Jerúsalem - á í vök að verjast. Af um 13 milljón gyðingum í heiminum, en voru átján fyrir stríð, halda þrjár til í ísrael en tíu á víð og dreif í hundrað löndum jarðarinnar. Ekki þó nema fjörutíu lönd hafa fleiri en 5000 gyðinga innan sinna landamæra og aðeins átta þeirra fleiri en 100 þúsund. Flestir eru gyðingar í Bandaríkjunum og Sovétríkj- unum eða tæpar sex og rúmar tvær milljónir, Frakkland hefur sín 530 þúsund, í Bretlandi eru þeir 400 þúsund, í Kanada og Argentínu um og undir 3000 þúsund, í Suður Afríku og Brasilíu um 120 þúsund; alls um 95% allra gyðinga utan ísrael. Og þeim fækkar heldur en hitt: alltaf flytja einhverjir til ísrael, kannski 30-40 þúsund á ári, en verra er með fáar fæðingar sem ekki standa undir fjölgun sé litið til lengri tíma, sívaxandi öldrun þannig að við liggur að fleiri deyi en fæðist, og ekki síst stafar ógn af fjölda þeirra sem giftast útfyrir raðir gyðinga og hverra börn yfirleitt tapast og týna tengslum við gyðingdóm. Svo alvarlegt er þetta að gert er ráð fyrir því að gyðingar verði eitthvað um 12 milljónir um aldamót, og að ekki muni þeim fjölga nema í Bandaríkjunum við aðflutning og í ísrael bæði við aðflutning og eðlilega fjölgun. í Frakklandi á þetta ekki síður við, frjósemi er minni með gyðingum en frökkum almennt og helsta umhugsunar- , umfjöllunar- og kannski áhyggjuefni meðal forráðamanna franskra gyðinga er það sem nefnt er „l’assimilation", það að samsamast og aðlaga sig svo að frönsku þjóðfélagi að öll sérkenni máist af og gyðingar hætti að vera til. Það reitist af þeim við giftingar útfyrir hópinn og margir þeirra búa einangrað og hafa ekki samband við aðra gyðinga, og sérkenni í starfi eru að hverfa: í upphafi 19. aldar voru gyðingar aðallega farandsalar og smákaupmenn en um 1900 helst handverksmenn og smákaup- menn. Á 20. öld og einkum eftir 1945 hefur gyðingum stöðugt fjölgað meðal launafólks, mest vinna þeir á skrifstof- samtaka, flugfélaga og ferðaskrifstofa sem sumar jafnvel sérhæfa sig í slíkum ferðum. Og varla er til sá læs gyðingur sem ekki fylgist af ástríðu með viðburðum og viðhorfum í Austurlönd- um nær; flestir fylgja ísrael að málum í einu og öllu, aðrir slá varnagla við sumu, en stöku hafna stefnu þess alfarið. Safnað er peningum til styrktar og stuðnings ríkinu, og algengir eru fundir og sýningar til kynningar á landi og þjóð. Áhugi á uppruna sínum Flestum frönskum gyðingum er það og sameiginlegt að hafa áhuga á uppruna sínum, þeim stöðum sem þeir eru komnir frá eða foreldrar þeirra og forfeður, því ekki eru þeir margir sem eiga langt aftur að telja kynslóðirnar í Frakklandi. Sepharadim ferðast til Haghreb og Akenazim til Úkraínu eða Transylvaníu, Varsjár eða Vlov. Rann- sóknir fara fram við háskóla og sérstakar stofnanir innan þeirra og utan á þessari viðamiklu og stórbrotnu arfleifð, á sögu og menningu gyðinga, ferli þeirra, stöðu og starfi um víða veröld, haldnar eru ráðstefnur og gefin út rit - enda tiltölulega mikið um gyðinga meðal menntamanna. Einnig er blöðum og tímaritum haldið úti um stjómmál, trú og menningu; bókmenntir eru umtals- verðar, mánaðarlega koma út fleiri skáldsögur, auk ljóða og leikrita; leikrit eru sett upp og kvikmyndir gerðar; hægt er að fá í þýðingum vandaðar útgáfur af helstu helgiritum gyðinga, Biblían, Talmud, Zohar með meiru, og rit trúspekinga og siðasmiða - af miklu er að taka og mikið er til. Þannig varðveitist að hluta til fortíðin, en það er sjaldnast nóg því annað og meira er í húfi: þó svo flestir franskra gyðinga segist hafa áhuga á gyðingdómi og lesi reglulega bækur og blöð þaraðlútandi, eru þeir færri sem í verkum sýna hollustu þeirri undirstöðu gyðingdómsins sem trúin er eða rækja reglur henni tengdar. f París einni eru yfir þrjátíu sýnagógur og bænhús sem þjóna á fjórða tug

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.