Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 23

Tíminn - 24.10.1982, Blaðsíða 23
■ Norntan Pearlstine ritstjóri Evrópuútgáfu Wall Street Joumal. hátt.“ Fyrirsagnir eru smáar, eins til tveggja í samræmi við þetta viðhorf er Wall dálka; fréttir stuttorðar en gagnorðar; Street Journal skrifað og brotið um. ljósmyndir eru nær aldrei birtar. Að útliti hefur blaðið lítið breyst frá því það hóf göngu sína seint á síðustu öld, og lesendum virðist falla það vel í geð. Wall Street Joumal er útbreiddasta dagblað Bandaríkjanna. Nú er í ráði að Wall Street Journal hefji innreið sína á Evrópumarkað. f janúar á næsta ári hefur Evrópuútgáfa blaðsins göngu sína. Ritstjórn hennar hefur aðsetur í Briissel, blaðið verður prentað í Heerlen í Hollandi og verður komið á blaðamarkað í öllum Evrópu- löndum sama dag og það er prentað. Blaðið verður gefið út á ensku og útgefendur beina því mjög sjónum að breskum blaðamarkaði og þar í landi hefur staðið yfir mikil auglýsingaherferð á vegum Dow Jones að undanförnu. Fyrir sex árum sendu útgefendur Wall Street Journal frá sér sérstaka Asíuút- gáfu blaðsins, og sjónir þeirra beinast nú að Austurlöndum nær og Suður- Ameríku. En það er í Evrópu sem mesti bardaginn um hylli lesenda og auglýs- enda kemur til með að verða háður. Norman Pearlstine sem er ritstjóri Evrópuútgáfunnar segist vera ánægður ef honum takist að afla álíka lesenda- hóps og í Asíu. Frá 1976, þegar Asíuútgáfan hóf göngu sína, hefur lesendum Wall Street Journal í Asíu fjölgað úr 7 þúsundum í 25 þúsund. Sumir markaðssérfræðingar telja þó hugsanlegt að blaðið muni eiga enn meiri velgengni að fagna í Evrópu og að innan fjögurra ára verði lesendahópur í Bretlandi einu fjórum sinnum fjöl- mennari en Asíulesendur er nú. Pearlstine ritsjóri telur að Wall Street Journal muni bætast við þau blöð sem Evrópumenn lesa og menn muni ekki segja öðrum blöðum upp í staðinn. Petta er þó mjög dregið í efa af markaðs- sérfræðingum sem benda á að of mörg blöð berjist nú þegar um auglýsingar- markaðinn og samdráttur í efnahagslífi sem ofan á bætist hljóti að hafa áhrif í þá átt að minnka hlutdeild annarra blaða og timarita ef Wall Street Joumal nær fótfestu. Einkum hafa menn í huga rit eins og Euromoney, Time, Newsweek, Economist og Intemational Business Week. Önnur blöð kunna einnig að verða fyrir barðinu á framgöngu Wall Street Journal: Financial Times í Bretlandi og Intemational Herald Tribune. Tvö síðastnefndu blöðin hafa á undanförum árum reynt að bæta markaðsstöðu sína með nýrri tækni og bættu dreifingarkerfi og eru því þokka- lega sett þegar til samkeppninnar við Wall Street Journal kemur, en það blað er líklega hið tæknivæddasta í heimi og það sem lýtur bestri skipulagsstjórn. Financial Times svipar um margt til Wall Street Journal í útliti og frétta- frásögnum. Það er selt í um 160 þúsund eintökum í Bretlandi og útgefendur þess segja að það sé leiðandi kaupsýslu - og fjármálablað í Evrópu. I Banda- ríkjunum og Kanada eru aftur á móti aðeins seld um 5 þúsund eintök og innan við 2 þúsund í Asíu. í nóvember hefst útgáfa á blaðinu f Austurlöndum nær og verður upplag til að byrja með 3 þúsund eintök. Blaðið verður prentað í Frank- furt þar sem alþjóðaútgáfan hefur aðsetur og daglega eru prentuð 41 þúsund eintök fyrir markað utan Bretlands. Herald Tribune beinir sjónum sínum mjög að sama hópi auglýsenda og svipuðum hópi lesenda og Financial Times. Tribune sem er gefið út af Bandaríkjamönnum og var í upphafi, fyrir nærri öld, ætlað að flytja Ameríku- mönnum í Evrópu fréttir að heiman, miðar nú fréttaflutning sinn í auknum mæli við alþjóðlegan lesendahóp. Kaup- endur eru á fjórða hundrað þúsund í 164 löndum, og telja útgefendur að um helmingur þeirra séu forstjórar fyrir- tækja. Terry Damer, markaðsstjori Financi- al Times í Evrópu, álítur að þegar Wall Street Journal kemur á Evrópumarkað muni Herald Tribune vera meiri hætta búin en sínu eigin blaði vegna áherslunn- ar á bandarísk sjónarmið og fréttir að vestan. En hvers konar blað kemur Evrópu- útgáfa Wall Street Journal til með að verða? Að öllum líkindum mun því svipa mjög til bandarísku útgáfunnar að stíl og framsetningu. „Eitt orð er mikilvægara en þúsund Ijósmyndir" segja ritstjórnarmenn og gefur það til kynna að Evrópuútgáfan verði jafn myndfá og sú bandaríska. Auk al- mennra frétta verður í blaðinu að finna ýtarlegar upplýsingar um fjármálaheim- inn, vandaðar fréttaskýringar og skýr- ingargreinar um efnahagsmál og stjórn- mál (dálkahöfundar blaðsins hafa oft unnið Pulitzer verðlaun fyrir blaða- mennsku). Og í blaðinu verða án vafa ritstjórnargreinar þar sem haldið verður fram sjónarmiðum frjálsra viðskipta og sem minnstra ríkisafskipta. Wall Street Journal hefur sannarlega áhrif í heimi viðskipta og stjórnmála og afstaða blaðsins til manna og málefna getur oft ráðið úrslitum um athafnir fyrirtækja og stjórnvalda. Það var Wall Street Journal sem talið er hafa eyðilagt feril Edwards Kennedys með því að birta forsíðumynd frá slysinu í Chappaquiddick (síðasta myndin sem blaðið hefur birtl); blaðið tók afstöðu gegn styrjaldarrekstrinum í Víetnam; það brýndi fyrir ríkisstjórn- inni að láta Chrysler fyrirtækið verða gjaldþrota og hafði forystu um að hvetja til að fylgt yrði svokallaðri framboðs- stefnu í efnahagsmálum sem stjórn Reagan hefur og gert. -GM. Á aldarártíð Darwins: AðgengUeg kver um þróunarkenninguna ■ Aldarártíðar Charles Darwins, höfundar þróun- arkenningarinnar um upp- runa tegundanna, var minnst í vor sem leið, og að undanförnu hafa verið að koma út erlendis marg- ar forvitnilegar bækur um ævi hans og kenningar. Fyrir þá sem áhuga hafa á að kynna sér hugmynda- sögu þróunarkenningar- innar og álitaefni sem hún vekur er ástæða til að mæla með tveimur að- gengilegum kverum sem nýlega eru komin út. Annars vegar er um að ræða bók eftir Jonathan Howard Darwin sem Ox- ford University Press hef- ur gefið út, og hins vegar bók með sama nafni eftir Wilmu George sem Fon- tana-forlagið hefur sent frá sér. Bók Howard er gefin út í flokknum „hugsuðir fyrri tíma“, en bók George í ritröðinni „hugsuðir nútímans." Og það er kannski við hæfi því enda þótt öld og aldarfjórðungur sé liðin frá því bók Darwins Uppruni tegundanna kom fyrst út eru meginhugmyndir hennar enn í fullu gildi. Slíkt er fátítt um vísindakenn- ingar, og einsdæmi um svo yfirgrips- mikla kenningu. Bók Howard þykir ..krifuð á auðskilin og mjög læsilegan hátt; sérhver ný hugmynd er t.d. útskýrð um leið og hún er nefnd til sögu. Howard ræðir á ýtarlegan hátt rök Darwins fyrir þróun- arkenningunni, og þar er einnig að finna almenna umræðu um stöðu mannsins í lífríkinu og ný viðhorf í þróunarlíffræði á 20. öld. Wilma George eyðir ekki jafn miklu rúmi í þá hugmyndalegu byltingu sem Darwinskenningin fól í sér, en rekur ýtarlega hin hversdagslegu störf Darwins á sviði jarðfræði og grasafræði, og sýnir þannig hvernig hugmyndir hans mótuðust og kenning hans varð til. Má því segja að bækurnar bæti hvor aðra upp og við hæfi að lesa þær báðar. Qjyj Heimspeki- saga 20stu- aldar Philosophy in the Twentieth Century eftir Sir Alfred J. Ayer. Weidenfeldforlagið. ■ Margir kannast við Heimspekisögu Vesturlanda sem Bertrand heitinn Russ- ell samdi. Síðasti kafli þeirrar bókar fjallaði lítillega um rökgreiningarhcim- speki á 20stu öld, en meginefni bókarinnar var um heimspeki og hugmyndasögu fyrri alda. Nú hefur einn af kunnustu heimspekingum Breta, Sir Alfred J. Ayer, bætt um og samið rit um vestræna heimspeki á 20stu öld scm byggt er upp á svipaðan hátt og bók Russells: fjallað er ýtarlega um fáa heimspekinga í stað þess að fylgja handbókarleiðinni, nefna mörg nöfn og ræða lítillega um hvern og einn. Þeir sem mest piáss fá í bókinni eru Russell sjálfur og G.E.Moore; William James og C.l. Lewis; Wittgenstein og félagar í svonefndum „Vínarhring“, einkum Rudolf Carnap; Merleau Ponty; Heidegger og R.G. Collingwood; W.V. Quine og Nelson Goodman. Styttri kaflar fjalla um C.D. Broad, Gilbert Ryle, Karl Popper, D.M. Armstrong, J.L. Austin, P.F. Strawson, Noam Chomsky og Michael Dummett. Ayer víkur að sjálfum sér þegar hann ræðir um heimspeki Vínarhringsins, hina rökfræðilegu raunhyggju, en hann hefur verið helsti boðberi þeirrar stefnu í Bretlandi. Viðhorf hans fá þó að njóta sín á annan hátt með því gervöll bókin, rökræða Ayers um kenningar hinna ýmsu heimspekinga, ber vitni hans eigin viðhorfa og áhugamála. T.d. er varla vikið að siðfræði og stjórnspeki (og ekki minnst á R.M. Hare og John Rawls), og til þess hcfur verið tekið í ritdómum að umfjöllun Ayers skorti þá víðfeðmu yfirsýn sem heimspekisaga Russell þykir bera vott um. En Ayer er skýr og skilmerkilegur í framsetningu - að því leyti er hann jafningi Russells. Þeir sem eru á höttunum eftir traustri frásögn af rökum (og rökleysum!) heimspekinga á 20stu öld geta óhræddir treyst leiðsögn Ayers, en eðlilega hljóta menn að taka dóma hans með fyrirvara. - GM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.