Tíminn - 24.10.1982, Síða 26
. r* , . . ; * v . Vt>
26 itái SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1982
nútíminn
Umsjón: Friðrik Indriðason og Eirlkur S. Eiríksson
OHAÐI
VINSÆLDA-
LISTINN
— byggður á söln
í STUÐ-búðinni
■ Tvær nýjar hljómsveitir ná inn á
listann að þessu sinni en það eru
Defunkt mcð „kjarnorkusvita“ sinn
og hljómsveitin Art Bears með
„heiminn eins og hann er í dag“.
Á litla listanum er GBH ehn í efsta
sæti en góðkunningjar okkar Comsat
Angels og súpergrúppan Pink Floyd
ná tveimur næstu sætum að þessu
sinni. Purrkurinn fellur hinsvegar út
og höfum við heyrt að upplag þeirrar
plötu sé á þrotum.
1. Ðire Straits/ •FRI
Love Over Goid
2. Crass/
Christ The Album
3. Peter Gabriel/
4
4. Cure/
Phomography
5. Jonec Jonee/
Svonatorrek
6. Tappi tíkarrass/
Bitið fast í vitið
7. Dcad Kennedys/
In God We Trust Inc.
8. Cabaret Voltaire/
2X45
9. Defunkt/
Thcrino Nuclear Sweat
10. Art Bears/ „
The World As It Is To Day
1. G.B.H./
Sick Boy
2. Comsat Angels/
Indepentant Day
3. Pink Floyd/
When The Tiger Broke Free
Ránar fastnr í E6Ö
■ Ný plata mcð hljómsveitinní
EGÓ mun væntanlega koma á
markaöinn hcrlendis áður en langt
um líður og mun sveitin fara í
heljarmikla landsreisu eftir útkomu
plötunnar. Rúnar Erlingsson bassa-
lcikari (Utangarðsmanna, Bodies)
var session maður á nýju plötunni en
Nútíminn hcfur heyrt að hann sé
orðinn fastur meðlimur EGÓ og
kemur hann inn í stað Þorgeirs sem
var rekinn úr sveitinni. -FRI
„Þetta er
metnaðar
■ Bjöm með nýju sólóplötu sína Svif
sem nýlega er komin út.
segir Björn Thoroddsen um nýja söló-
plötn sína „Svif”
■ „Þetta er metnaðarplata hjá mér,
verk sem mig hefur lengi langað til að
gera“ sagði Björn Thoroddsen gítar-
leikari í stuttu samtali við Nútímann
um nýja sólóplötu sína „Svif“. Öll
lögin á plötunni eru „instrumentaP',
enginn söngur, en Björn hefur fengið
til liðs við sig marga af bestu
hljóðfæraleikurum landsins á sviði
popps/jazz við gerð hennar.
Björn semur sjálfur öll ellefu lög
plötunnar utan eitt sem samið er af
Mikael Berglund og vill hann lýsa
þeim sem Fönk-Jazz en auk hans koma
við sögu á plötunni landi hans Hans
Rolin (báðir frá Svíþjóð), Jakob
Magnússon, Eyþór Gunnarsson, Guð-
mundur Ingólfsson, Hjörtur Howser,,
Kristinn Svavarsson, Árni Scheving og
Pétur Grétarsson.
Af þessari upptalningu sést að þarna
er komið megnið af hljómsveit
Björgvins Halldórssonar sem tók
Rússa með trompi fyrir skömmu og.
frægt er orðið en Bjöm var með í þeirri
ferð og lýsir henni sem ógleyman-
legum atburði.
Björn hitti Svíana báða í Holly-
wood, er þeir voru á sama skóla þar
en Björn nam í Guitar Institute of
Technology. Sá skóli mun vera við
hliðina á hinu þekkta kínverska
veitingahúsi, en Bjöm lætur þess getið
að hann hafi nú ekki labbað þangað
með steypufötu eins og öðrum stjörn-
um er tamt að gera.
„Við Svíarnir gerðum „demó“ að
plötunni í mars s.l. en Jakob var einnig
með í því, Jónasi R. leist svo vel á
upptökuna að úr varð að við kæmum
heim og gerðum plötuna en það varð
síðan upphafið að því að við fórum að
leika með Björgvin Halldórs." segir
Björn. _FRI
plata”
Zappa og hans verri maður
— umdeildir „tvíburar” í blíðu og stríðu
■ Furðufuglinn og tónlistarsnillingur-
inn Frank Zappa er maður umdeildur
svo ekki sé meira sagt. Zappa skaut upp
á sjónarsviðið með hljómsveitinni Moth-
ers of invention hér fyrr á árum, en
síðan sú sveit leystist upp hefur hann
komið fram ásamt hljómsveit sinni á
milli þess sem hann vinnur að plötum
sínum. Frægur er Zappa fyrir að „leysa
úr skjóðunni" á David Jones úr
Monkees á sviði, en einnig er mönnum
í fersku minni útreið sú er gyðingar og
kaþólikkar fengu í lögunum „Jewish
Princess" og „Catholic girls“ á nýlegum
plötum Zappa. Hljómleikar kappans
eru einnig óútreiknanlegir og t.a.m.
kom hann einu sinni fram á tvennum
hljómleikum í röð í Osló. Á fyrri
hljómleikunum var ekki hálfur salur,
en konsertinn þótti engu að síður takast
frábærlega vel. Það spurðist út og á
seinni hljómleikunum var troðfullt hús.
Þá var stund hefndarinnar runnin upp
og Zappa spilaði ekkert nema „sveita-
lög“ í anda Hank Williams hljómleikana
■ Frank Zappa röflar í hljóðnemann á hljómleikum í Drammenshallen. Hans „verri
helmingur“ fylgist með og er greinilega viðbúinn öllu. Að minnsta kosti var hann á
þessari stundu búinn að troða logandi sígarettunni á bak við hægra eyrað til að hafa
„frjálsar hendur". Tímamynd ESE
út í gegn. Það er því aldrei neitt logn í
kringum persónuna Frank Zappa og
ekki undarlegt að „meistarinn“ bregði
sér aldrei bæjarleið án þess að hafa
lífivörð sinn með í ferðum. Sá hefur
fylgt Zappa í gegnum þykkt og þunnt í
mörg ár og er haft fyrir satt að hann gæti
kappans það vel að ekki sé hægt að koma
nærri honum án þess að hið alsjáandi
auga lífsvarðarins komi auga á það.
Lífvörðurinn er eirmig hið mesta fól og
allur hinn groddalegasti. Á hljómleikum
sem tíðindamaður Nútímans var við-
staddur í Drammenshallen í Norégi,
kom „mannkærleiki" lífvarðarins vel í
Ijós, en þá hafði hann ekki mikið fyrir
að grýta fólki sem „villtist" upp á sviðið
öfugu út í salinn aftur ofan af tveggja
metra hSú sviðinu og mest var ánægja/
hans ef einhverjir urðu fyrir þessum
sendingum. Hljómleikarnir voru hins
vegar stuttir og lélegir og vakti það
athygli að á þeim tók Zappa aðeins eitt
af sínum þekktustu lögum, nefnilega
„Bobby Brown“en það var eina aukalag
hans á hljómleikunum.
- ESE
Hvar eru „súltanar
sveiflunnar”?
Dire Straits / Love over gold
Fálkinn hf
í svita og striti dagsins
,»Á pnttannm / Þorgeir Ástvaldsson
lítgefandi Fálkinn hf
■ Þá er hún loksins komin
hin fjórða og langþráða plata
Dire Straits. Platan nefnist
„Love over gold“ og hefur
henni verið feikivel tekið
heims um ból. Mark Knopfler
er samur við sig og scm
lagasamiður cr hann einstak'ur.
Frá því að fyrsta plata Ðire
Straits, með laginu „Sultans of
swing" kom út hefur. mikið
vatn runnið til sjávar. Bæði
„Comminique“ og „Making
movies“ stóðu vel fyrir sínu og
sérstaklega þótti mér sú síðar-
nefnda skemmtilcg. Þá plötu
eignaðist ég ekki fyrr en hún
var orðin nokkuð aldurhnigin,
en það skipti engu máli, platan
vann stöðugt á og ég hafði
gaman af.
„Love ovcr gold“ er öðru
vísi plata. Lögin af þessu sinni
eru mun minna rokkuð og
„sveifla soldánanna-1 virðist
fyrir bý. Þá eru lögin hræðilega
löng og t.a.m. eru tvö af bestu
iögunum rúmlega sjö og
fjórtán mínútna löng (Tele-
graph road, sem reyndar er
. besta lag plötunnar). Það þarf
þó enginn að efast um gæði
þessarar plöju. Hún er stór-
góð, en samt scm áður alltof
kraftlítil (fyrir minn smekk).
Mark Knopfler hefur með
„Love over gold“ sýnt og
sannað að hann er einn fremsti
lagasmiður heims og að þessu
sinni er einnig vel þess virði að
gefa textanum gaum. En mætti
ég samt biðja um meira rokk.
-ESE
■ Þá hefur Þorgeir Ástvalds-
son, sem gjarnan hefur vcrið
nefndur „Alþýðuhetja" gefið út
sína fyrstu sólóplötu og nefnist
hún „Á puttanum“. Þó að
þetta sé frumraun Þorgeirs á
einsöngsbrautinni, þá er hann
síður en svo nokkur byrjandi
á sviði söngkúnstarinnar og
hann hefur bæði sungið með
karlakórnum Fóstbræðrum og
raulað með Sumargleðinni áð-
ur en hann réðist í þessa
plötuútgáfu.
„Á puttanum" er dæmigerð
skemmtiplata, með léttum og
skemmtilegum lögum og þó
hún verði aldrei sögð frumieg,
þá bæta góðir textar og góð