Fréttablaðið - 24.01.2009, Page 16

Fréttablaðið - 24.01.2009, Page 16
16 24. janúar 2009 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 40 Velta: 76 milljóni OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 315 -1,35% 862 -0,17% MESTA HÆKKUN STRAUMUR 1,65% FØROYA BANKI 0,89% ICELANDAIR 0,30% MESTA LÆKKUN CENTURY ALUMIN. 3,16% MAREL 1,66% EIMSKIP 0,77% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,90 +0,00% ... Atlantic Airways 168,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 570,00 +0,00% ... Bakkavör 2,05 +0,00% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,25 -0,77% ... Føroya Banki 113,00 +0,89% ... Icelandair Group 13,30 +0,30% ... Marel Food Systems 65,10 -1,66% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 1,23 +1,65% ... Össur 96,50 -0,21% Hagvöxtur dróst saman um 1,5 prósent á síðasta fjórðungi nýlið- ins árs, samkvæmt nýjustu tölum bresku hagstofunnar frá í gær. Þetta bætist við 0,6 prósenta sam- drátt á þriðja fjórðungi og er því kreppa komin að ströndum lands- ins, samkvæmt helstu skilgrein- ingum. Þetta er talsvert meira en mark- aðsaðilar höfðu reiknað með, að sögn breska viðskiptablaðsins Fin- ancial Times. Búist er við að hag- vöxtur dragist saman um 2,4 pró- sent á árinu öllu. Gangi það eftir hafa aðstæður ekki verið verri síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Gengisfall breska pundsins, sem hefur ekki verið lægra gagn- vart Bandaríkjadal í 23 ár, á sinn þátt í samdrættinum og bætist við gríðarlega erfiðar aðstæður á fjár- magnsmörkuðum, að sögn blaðs- ins. Bretar hafa ekki staðið frammi fyrir jafnmiklum vanda í um 29 ár, eða síðan á öðru ári Margar- etar Thatcher í stóli forsætisráð- herra. Á meðal ráða hennar þá var að draga úr umsvifum hins opin- bera í atvinnulífinu. Eitt af ráðum ríkisins nú hafi hins vegar falist í kaupum eða yfirtöku á heilu bönk- unum og fjármálafyrirtækjunum og umfangsmikilli innspýtingu fjármagns inn í hagkerfið til að liðka fyrir flæði lánsfjár. - jab Kreppa í Bretlandi Bandaríski hugbúnaðarrisinn Mic- rosoft ætlar að segja upp fimm þús- und manns í hagræðingarskyni til að mæta minni eftirspurn eftir hug- búnaði og öðrum vörum fyrirtækis- ins. Þetta jafngildir fimm prósent- um af starfsliði fyrirtækisins. Tekjur Microsoft námu 4,17 milljörðum Bandaríkjadala, jafn- virði rúmra 520 milljarða króna, á öðrum fjórðungi, sem lauk um áramótin. Þetta er ellefu prósenta samdráttur á milli ára. Þetta er fyrsti viðamikli niður- skurðurinn í sögu fyrirtækisins, samkvæmt upplýsingum banda- ríska dagblaðsins New York Times, sem hefur eftir Steven Ballmer, forstjóra Microsoft, að aðgerðirn- ar séu afleiðingar þeirra efnahags- þrenginga sem séu að ganga yfir heiminn. Afkoma fleiri tækni- og netfyr- irtækja hefur sömuleiðis dregist saman, svo sem Intel og netrisans Google. Gengi hlutabréfa Microsoft hefur fallið um þrettán prósent frá því afkomutölur fyrirtækisins voru birtar á miðvikudag og hefur það ekki verið lægra í ellefu ár. - jab Microsoft dregur saman seglin Kenneth Lewis, forstjóri Bank of America, umsvifamesta banka Bandaríkjanna, sparkaði í vikunni John Thain, forstjóra fjárfestinga- bankans Merrill Lynch. Thain settist í forstjórastólinn fyrir rúmu ári þegar hrina for- stjóraskipta gekk yfir bandarísk- an fjármálageira. Hann var áður forstjóri NYSE Euronext-kauphall- arsamstæðunnar. Bank of America forðaði Merrill Lynch frá gjaldþroti í september og gengu kaup á bankanum í gegn um áramótin. Síðan þá hefur komið í ljós að staða Merrill Lynch er mun verri en talið var auk þess sem banka- stjórnin hafi varið því fé sem hún sótti úr neyðarsjóði hins opinbera fyrir áramót í bónusgreiðslur til starfsmanna í desember. Þá bætti ekki úr skák að Merrill Lynch, sem nú er eining innan Bank of America, tapaði 15,4 millj- örðum dala, tæpum tvö þúsund milljörðum króna, á fjórða árs- fjórðungi. Bank of America neyddist í kjöl- farið til að sækja sér fjármuni í neyðarsjóðinn. Þetta var kornið sem fyllti mælinn, að sögn Bloomb- erg-fréttaveitunnar. - jab Forstjórinn tekur poka sinn Ástralski fjárfestirinn Steve Cosser og hollenskur viðskiptafélagi hans, Ever- hard Vissers, hafa gert tilboð í Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins. Þeir hafa sömuleiðis sýnt áhuga á tilboði í tónlist- ar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkur- höfn. „Þeir sýndu málinu áhuga,“ segir Stef- án Hermannsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar-TR, sem fer með málefni Tónlistar- og ráðstefnuhússins. Stefán og fleiri viðmælendur Frétta- blaðsins segja fjölda erlendra fjárfesta hafa fundað með fulltrúum banka og fyr- irtækja hér um kaup á eignum. Fjárfest- ar sjái hér tækifæri til að fá eignir á hag- stæðu verði eftir gengishrunið. Ekki liggur fyrir um tilboð Cossers og Vissers í Árvakur en ekkert tilboð liggur á borðinu í tónlistarhúsið. Eftir því sem næst verður komist horfa þeir til fjár- festinga hér næstu fimm til tíu árin hið minnsta. Skuldir Árvakurs nema 4,2 milljörð- um króna og benda viðmælendur Frétta- blaðsins á að Glitnir verði að afskrifa stóran hluta skulda félagsins gagnvart bankanum eigi það að verða áhugaverð- ur fjárfestingarkostur. Þór Sigfússon, stjórnarformaður Árvakurs, segir líklegast að tilboðsferli í Árvakur fari fram fyrir opnum tjöld- um. - jab Skoða Árvakur og tónlistarhús Fjöldi erlendra fjárfesta hefur áhuga á eignakaupum hér eftir gengishrunið. HÚS MORGUNBLAÐSINS Tveir erlendir fjárfestar hafa gert tilboð í útgáfufélag Morgunblaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MARGARET THATCHER Ráð forsætisráð- herra Breta árið 1980 gegn kreppu var að draga úr umsvifum hins opinbera. Breska ríkið hefur hins vegar gripið inn í rekstur fjölmargra fyrirtækja í yfirstand- andi kreppu. JOHN THAIN Forstjóri bandaríska fjárfestingabankans Merrill Lynch hefur verið sparkað vegna óráðsíu. FRÉTTABLAÐIÐ/ AFP frá: Mossberg, Remington, Marlin, CZ, Sako, Tikka, Weatherby og Fabarm. Verð frá: Húsgagnahöllinni Bíldshöfða – sími 585 7239 Lindum Skógarlind 2 – sími 585 7260 VELJUM ÍSLENSKT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.