Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.01.2009, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 24.01.2009, Qupperneq 16
16 24. janúar 2009 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 40 Velta: 76 milljóni OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 315 -1,35% 862 -0,17% MESTA HÆKKUN STRAUMUR 1,65% FØROYA BANKI 0,89% ICELANDAIR 0,30% MESTA LÆKKUN CENTURY ALUMIN. 3,16% MAREL 1,66% EIMSKIP 0,77% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,90 +0,00% ... Atlantic Airways 168,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 570,00 +0,00% ... Bakkavör 2,05 +0,00% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,25 -0,77% ... Føroya Banki 113,00 +0,89% ... Icelandair Group 13,30 +0,30% ... Marel Food Systems 65,10 -1,66% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 1,23 +1,65% ... Össur 96,50 -0,21% Hagvöxtur dróst saman um 1,5 prósent á síðasta fjórðungi nýlið- ins árs, samkvæmt nýjustu tölum bresku hagstofunnar frá í gær. Þetta bætist við 0,6 prósenta sam- drátt á þriðja fjórðungi og er því kreppa komin að ströndum lands- ins, samkvæmt helstu skilgrein- ingum. Þetta er talsvert meira en mark- aðsaðilar höfðu reiknað með, að sögn breska viðskiptablaðsins Fin- ancial Times. Búist er við að hag- vöxtur dragist saman um 2,4 pró- sent á árinu öllu. Gangi það eftir hafa aðstæður ekki verið verri síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Gengisfall breska pundsins, sem hefur ekki verið lægra gagn- vart Bandaríkjadal í 23 ár, á sinn þátt í samdrættinum og bætist við gríðarlega erfiðar aðstæður á fjár- magnsmörkuðum, að sögn blaðs- ins. Bretar hafa ekki staðið frammi fyrir jafnmiklum vanda í um 29 ár, eða síðan á öðru ári Margar- etar Thatcher í stóli forsætisráð- herra. Á meðal ráða hennar þá var að draga úr umsvifum hins opin- bera í atvinnulífinu. Eitt af ráðum ríkisins nú hafi hins vegar falist í kaupum eða yfirtöku á heilu bönk- unum og fjármálafyrirtækjunum og umfangsmikilli innspýtingu fjármagns inn í hagkerfið til að liðka fyrir flæði lánsfjár. - jab Kreppa í Bretlandi Bandaríski hugbúnaðarrisinn Mic- rosoft ætlar að segja upp fimm þús- und manns í hagræðingarskyni til að mæta minni eftirspurn eftir hug- búnaði og öðrum vörum fyrirtækis- ins. Þetta jafngildir fimm prósent- um af starfsliði fyrirtækisins. Tekjur Microsoft námu 4,17 milljörðum Bandaríkjadala, jafn- virði rúmra 520 milljarða króna, á öðrum fjórðungi, sem lauk um áramótin. Þetta er ellefu prósenta samdráttur á milli ára. Þetta er fyrsti viðamikli niður- skurðurinn í sögu fyrirtækisins, samkvæmt upplýsingum banda- ríska dagblaðsins New York Times, sem hefur eftir Steven Ballmer, forstjóra Microsoft, að aðgerðirn- ar séu afleiðingar þeirra efnahags- þrenginga sem séu að ganga yfir heiminn. Afkoma fleiri tækni- og netfyr- irtækja hefur sömuleiðis dregist saman, svo sem Intel og netrisans Google. Gengi hlutabréfa Microsoft hefur fallið um þrettán prósent frá því afkomutölur fyrirtækisins voru birtar á miðvikudag og hefur það ekki verið lægra í ellefu ár. - jab Microsoft dregur saman seglin Kenneth Lewis, forstjóri Bank of America, umsvifamesta banka Bandaríkjanna, sparkaði í vikunni John Thain, forstjóra fjárfestinga- bankans Merrill Lynch. Thain settist í forstjórastólinn fyrir rúmu ári þegar hrina for- stjóraskipta gekk yfir bandarísk- an fjármálageira. Hann var áður forstjóri NYSE Euronext-kauphall- arsamstæðunnar. Bank of America forðaði Merrill Lynch frá gjaldþroti í september og gengu kaup á bankanum í gegn um áramótin. Síðan þá hefur komið í ljós að staða Merrill Lynch er mun verri en talið var auk þess sem banka- stjórnin hafi varið því fé sem hún sótti úr neyðarsjóði hins opinbera fyrir áramót í bónusgreiðslur til starfsmanna í desember. Þá bætti ekki úr skák að Merrill Lynch, sem nú er eining innan Bank of America, tapaði 15,4 millj- örðum dala, tæpum tvö þúsund milljörðum króna, á fjórða árs- fjórðungi. Bank of America neyddist í kjöl- farið til að sækja sér fjármuni í neyðarsjóðinn. Þetta var kornið sem fyllti mælinn, að sögn Bloomb- erg-fréttaveitunnar. - jab Forstjórinn tekur poka sinn Ástralski fjárfestirinn Steve Cosser og hollenskur viðskiptafélagi hans, Ever- hard Vissers, hafa gert tilboð í Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins. Þeir hafa sömuleiðis sýnt áhuga á tilboði í tónlist- ar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkur- höfn. „Þeir sýndu málinu áhuga,“ segir Stef- án Hermannsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar-TR, sem fer með málefni Tónlistar- og ráðstefnuhússins. Stefán og fleiri viðmælendur Frétta- blaðsins segja fjölda erlendra fjárfesta hafa fundað með fulltrúum banka og fyr- irtækja hér um kaup á eignum. Fjárfest- ar sjái hér tækifæri til að fá eignir á hag- stæðu verði eftir gengishrunið. Ekki liggur fyrir um tilboð Cossers og Vissers í Árvakur en ekkert tilboð liggur á borðinu í tónlistarhúsið. Eftir því sem næst verður komist horfa þeir til fjár- festinga hér næstu fimm til tíu árin hið minnsta. Skuldir Árvakurs nema 4,2 milljörð- um króna og benda viðmælendur Frétta- blaðsins á að Glitnir verði að afskrifa stóran hluta skulda félagsins gagnvart bankanum eigi það að verða áhugaverð- ur fjárfestingarkostur. Þór Sigfússon, stjórnarformaður Árvakurs, segir líklegast að tilboðsferli í Árvakur fari fram fyrir opnum tjöld- um. - jab Skoða Árvakur og tónlistarhús Fjöldi erlendra fjárfesta hefur áhuga á eignakaupum hér eftir gengishrunið. HÚS MORGUNBLAÐSINS Tveir erlendir fjárfestar hafa gert tilboð í útgáfufélag Morgunblaðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MARGARET THATCHER Ráð forsætisráð- herra Breta árið 1980 gegn kreppu var að draga úr umsvifum hins opinbera. Breska ríkið hefur hins vegar gripið inn í rekstur fjölmargra fyrirtækja í yfirstand- andi kreppu. JOHN THAIN Forstjóri bandaríska fjárfestingabankans Merrill Lynch hefur verið sparkað vegna óráðsíu. FRÉTTABLAÐIÐ/ AFP frá: Mossberg, Remington, Marlin, CZ, Sako, Tikka, Weatherby og Fabarm. Verð frá: Húsgagnahöllinni Bíldshöfða – sími 585 7239 Lindum Skógarlind 2 – sími 585 7260 VELJUM ÍSLENSKT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.