Tíminn - 12.12.1982, Page 4

Tíminn - 12.12.1982, Page 4
4 SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1982 ■ Á Klofningsheiði, á suðurbrúninni, þar sem sér ofan í Önundarfjörðinn. (Ljósm. Páll Jónsson). Morðmálið sem varð undirrót hinna alræmdu „Skúla- mála” í ísafirði í lok síðustu aldar Að kvöldi mánudagsins 21. desember, eða þremur dögum fyrir jól, árið 1891, voru þrír menn úr Súgandafirði staddir á Flateyri við Önundarfjörð. Mennirnir voru Eiríkur Egilsson, Pétur Guðmunds- son, vinnumaður á Stað í Súgandafirði og Álfur Magnússon. Er þess getið til að þeir hafi verði að fiskveiðuin, haft skipspláss á Önundarfirði, sem þá var í talsverðum uppgangi. Góður afli hafði verið úti fyrir Vestfjörðum á jólaföstunni. Þótt það komi þessari frásögn ekki við má geta þess um Álf Magnússon að hann var mikill ógæfumaður, alræmdur óreglumaður, sem hafði fáuin árum áður verið við nám í latínuskólanum í Reykjavík, en hrakist þaðan burtu vegna lastafulls lífernis síns. Var m.a. sagt að hann hefði orðið valdur að dauða vinnukonu einnar, er hann ætlaði að ráðast á hana og nauðga henni. Lauk skólaveru hans í fjórða bekk, þegar hann var svo langt leiddur, að hann var farinn að selja námsbækurnar fyrir brennivín. Flæktist hann eftir það víða, einkum um Vestfírði. Var hann kunnur fyrir að vera leikandi hagmæltur og skemmti mönnum með því að yrkja ýmsa gamanbragi. Áratug eftir að þeir atburðir gerðust sem hér er frá sagt, fyrirfór hann sér með því að kasta sér út af fískiskipi. Þeir félagarnir vildu nú komast heim til sín yfir í Súgandafjörðinn um kvöldið og má vera að þeir hafi verið að halda til sinna heima fyrir jólin. Veðurútlit var gott. Um daginn hafði verið úrhellis regn, en himinn var orðinn bjartur og kólnaði með kvöldinu. Þessi ferð þeirra félaga varð að upphafi örlagaríkra atburða, sem ekki varð bitið úr nálinni með fyrr en löngu síðar. Af þeim leiddi hin nafntoguðu „Skúlamál," sem öll þjóðin fylgdist með á sínum tíma og skiptu mönnum í flokka með og móti stríðandi málspörtum. ítarlegast hefur ritað um þessa atburði Jón Guðnason í ritverki sínu um Skúla Thoroddsen, en hér er stuðst við hina glöggu og gagnorðu frásögn Þorsteins Thorarensen Sigurður skurður Þar sem leiðin lá yfir háan fjallgarð fóru menn að þeim sið sem þá tíðkaðist að fá menn til fylgdar við sig upp á háfjallið. Bjuggust tveir menn til farar með þeim, Salómon Jónsson, giftur húsmaður á býlinu Eyri við Önundar- fjörð og Sigurður Jóhannsson, þrítugur húsmaður, sem bjó i kofa skammt frá Eyri. Var hann ógiftur, en bjó með konu einni, Guðbjörgu Sigurðardóttur að nafni. Sigurður var af vestfirskum sið auk- nefndur „Skurður" og fer ýmsum sögum af því hvernig auknefnið var til komið. Segja sumir að hann hafi haft þann sið að taka svo til orða í orðahnippingum við menn að hann skyldi „skera" þá og enn sögðu sumir að nafnið væri komið til af því að honum hcfði orðið það á ölvuðum að skera kú á kvið. Loks halda aðrir að hann hafi fengið auknefn- ið af göngulaginu, en hann steig báruna eða „skar" sig áfram. Hann var drykk- felldur og alþekktur í plássinu fyrir ofstopa við vín, svo að fólk var hrætt við hann. Kom það fyrir er hann var ölvaður að hann óð um með sveðju brugðna. Lék orðrómur á um það að hann hefði orðið manni að bana, sem hann ætlaði að verða samferða frá ísafirði og út í Seljadal, sem var lítil verstöð skammt frá Hnífsdal. Var Sigurði kunnugt um orðróminn og notaði hann jafnvel í hótunum sínum við menn, að hann hefði nú kannske einu sinni drepið mann og væri því til alls líklegur. Það er ekki gott að segja hversvegna þcssir menn völdust til fylgdarinnar, en líklega hafa þetta allt verið óreglumenn, sem kynnst höfðu við skál. Þeir lögðu af stað frá Flateyri um kl.4-5 síðdegis, en þá var komið mvrkur. Sigurður mun hafa haft með sér þriggja pela brenni- vínsflösku og hinir einhverja lögg líka í mal sínum. Á heiðinni Leiðin sem þurfti að fara var yfir svonéfnda Klofningsheiði, sem er í 620 metra hæð vfir sjávarmáli. Þeir héldu nú áleiðis út í Klofningsdal. Bættu þeir talsvert við sig af brennivíninu á leiðinni. Þegar þeir komu fram á miðjan Klofningsdal, tóku þeir beina stefnu gpp fjallið í stað þess að ganga austur og fylgja þjóðveginum og var það ósköp venjulegt, að gangandi menn héldu beint á brattann í stað þess að elta allar beygjurnar. Þarna er um 400 hæðametra fjallganga upp bratta hlíð, og er ekki ólíklegt, að þeir hafi stanzað nokkrum sinnum á leiðinni til að súpa á. Svo mikið er víst, að þegar þeir komust upp á brúnina, voru þeir orðnir kenndir, og kom það einkum fram í því, að Salómon Jónsson var orðinn áreitinn og vildi ólmur fá að glíma og slást við ferðafélag- ana og reyna krafta sína, en hann var líka kunur að því að verða áreitinn og vilja fljúgast á, þegar hann var við skál, þó hann væri kraftalítill maður. Þetta byrjaði með því að þegar komið var upp á heiðina þreif Salómon í handlegg Sigurðar skurðs og hristi hann til. Sigurður bað hann ekki brjóta það sem hann var með í poka sínum og engin áflog urðu úr þessu, þar sem Pétur Guðmundsson, er virtist þeirra ráðsett- astur gekk á milli. Skömmu síðar réðst Salómon aftur á Sigurð, en úr því varð heldur ekkert, því að Álfur gekk á milli. Voru þeir nú komnir á miðja heiði. svo að sjö vörður voru til beggja átta. og þar ætluðu þeir að skiljast. Flaug þá Salómon á Alf, scm tók á móti honum þannig að hann tók annarri hendi í hönd Salómons, en hinni í bak hans og brá honum, svo að hann datt. Flaug þá Salómon enn á ný á Álf og svipti sundur treyju hans, en Álfur felldi Salómon aftur. Hinir horfðu á þetta og virðast ekki hafa verið ánægðir með áreitni og áflogalöngun Salómons og hafði Sig- urður orð á því við Pétur, hvort liann ætti ekki að „stinga Salómon af“. Orð þessi gátu þá skilizt svo, að „drepa hann", þó þau tákni nú á tímum að hlaupast á brott frá. En Pétur kvaðst hafa skilið orð Sigurðar eins og tilboð um að fella Salómon í glímu, og svaraði Pétur því, að hann bað Sigurð um að láta það ógert. Svo virðist sem Salómon hafi risið upp í þriðja sinn og ráðist á Álf, scm hafi fellt hann jafnskjótt. Var Salómon nú orðinn reiður, stóð upp í þriðja skipti, tók upp húfu sína, sem hann hafði misst við byltuna og sneri heimleiðis frá þeim án þess að kveðja neinn. Hann var svo drukkinn, að hann reikaði dálítið í spori. Hann var í strigaúlpu og var hún alheil, er hann skiidi við þá Hinir stóðu en um sinn þar sem þeir voru komnir og staupuðu sig, sennilega i 7-10 mínútur. þá kvaddi Sigurður þá og hélt sömu leið og Salómon heimleiðis vestur yfir fjallið. Var Salómon þá horfinn úr augsýn, vegna þess að leiti bar á milli. Þegar Sigurður kvaddi þá, var hann nokkuð kenndur en reikaði þó ekki í spori. Var nú Sigurður einn til frásagnar um það sem gerðist á heimleiðinni. Bjart var af tungli, og viðurkenndi Sigurður síðar fyrir rétti, að hafa séð Salómon á undan sér við næstu vörðu á undan. En þá sagði hann, að það hefði gerzt með undar- legum og óskiljanlegum hætti, að hann missti sjónar á honum allt í einu, án þess að nokkuð leiti bæri á milli. Kvaðst Sigurður alls enga grein geta gert sér fyrir því, hvemig hafi staðið á þessu sviplega hvarfi Salómons, en vitnaði aðeins til guðs sem æðsta dómara, að hann ætti enga sök á hvarfi hans. Þegar Sigurður kom aftur ofan á Flateyri, um klukkan 8 um kvöldið. hitti hann þar fyrstan mann Guðmund nokk- urn Kristjánsson, sneri sér að honum og bað hann um að finna sig, því hann þyrfti að tala við hann. Bætti hann síðan við: „Þu þarft ekki að vera hræddur uin, að ég drcpi þig, eins og þeir segja, að ég hafi drepið hann Guðmund heitinn Jónsson", en með því vitnaði hann til þess orðróms, sem á lá í byggðarlaginu, að hann hefði nokkrum árum áður orðið valdur að dauða Guðmundar þessa, eins og áður er að vikið með því að gefa honum svokallað manndrápsromm. Við þetta tækifæri var Sigurður líka spurður hvort Salómon hefði ekki komið með honum til baka af fjallinu og svaraði hann því til „að Salómon væri ókominn og hann myndi ríða Klofningnum í nótt". Bæði þessi ummæli viðurkenndi Sig- urður síðan fyrir rétti að hafa viðhaft, en kvaðst hafa sagt þetta aðeins af glanna- skap og af því að hann hefði verið ör af víni. Lík fínnst á skafli Þegar Salómon kom nú ekki fram unt nóttina var hafin leit að honum um morguninn og fór flokkur mann a út á Klofningsdal að leita hans. Og þar futidu þeir lík hans og komu samtímis að þeir Kjartan Rósinkransson hákarlaformað- ur á Flateyri, Níels Níelsson frá

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.