Tíminn - 15.12.1982, Side 10

Tíminn - 15.12.1982, Side 10
10 mtnmm MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1982 HJÁLPARTÆKI bækur Jólamessa á snældu JÓLAH APPDRÆTTI FRAMSÓKNARFLOKKSINS 1982 Vinningaskrá: 1. APPLE II tölva frá Radíóbúðinni Kr. 40.000,00 2. YAMAHA skemmtari frá Hjóðfærav. Pouls Bernburg hf. — 12.500,00 3. -7. METABO handverkfæri frá Þýsk.-ísl. hf. kr. 6.500 hv. vinn. — 32.500,00 8.-10. SPORTVÖRUR frá Versl. Sportval. Kr. 5 þús. hv. vinn. — 15.000,00 11.-15. SEIKO tölvuúr frá Þýsk.-ísl. hf. kr. 3.250 hver. vínn. — 16.250,00 16.-25. TAKKASÍMAR frá RafiSjunni hf. Kr. 2 þils. hv. vinn. — 20.000,00 Kr. 136.250,00 DREGIÐ 23. DESEMBER Depill Svart á hvítu hefur gefið út barnabókina Depill, eftir hinn vinsæla barnabókahöfund Margret Rey. Depill er lítil kanína sem er öðruvísi en allir aðrir í fjölskyldunni. 1‘ess vegna er hann skilinn eftir einn heima þegar öll hin fara í afmælisveislu til afa. En óvæntir atburðir í lífi Depils verða til þess að hann tekur gleði sína á ný og allt fer vel að lokum. Þetta er bók sem vekur til umhugsunar. Bókin er prýdd fjölda litmynda. Þýðandi er Guðrún Ö. Stephensen. ■ Valur Gíslason ■ Jóhannes Helgi Valur Gíslason - og leikhúsið ■ Amartak hefur sent frá sér bókina Valur Gíslason - og leikhúsið eftir Jóhannes Helga. í bókinni er rakinn æviferill Vals og 5 kunnir leikhúsmenn segja frá kynnum sínum af honum sem listamanni og manni. Það eru þau Helga Bachmann, Helgi Skúlason, Gunnar Eyjólfsson, Klemens Jónsson og Sveinn Einarsson. í bókinni er að finna myndir, sem sýna öll gervi Vals á sviði og í sjónvarpi á meira en hálfrar aldar leikferli, alls á þriðja hundrað talsins, en Valur hefur frá fyrstu tíð gert gervi sín sjálfur. Valur Gíslason - og leikhúsið er 232 bls., unnin í Odda. Hún er tuttugasta verkið, sem Jóhannes Helgi sendir frá sér, en hann á tuttugu og fimm ára rithöfundarafmæli í ár. Þá hefur Arnartak gefið út 211 gamanmál í samantekt Jóhannesar Helga og Afl vort og æru eftir Nordahl Grieg í þýðingu Jóhannesar. dr. Sigurbjörn Einarsson prcdikar Dömur, draugar og dándimenn - æviminningar Sigfúsar á Austfjardarútunni skráðar af Vilhjálmi Einarssyni ■ Bókaútgáfan örn og Örlygur hf. hefur gefið út bókina „DOMUR, DRAUGAR OG DÁNDIMENN“ eftir Vilhjálm Einarsson. Bók- in hefur að geyma æviminningar Sigfúsar Kristinssonar „Fúsa a Austfjarðarútunni“, en Sigfús mun flestum Austfirðingum að góðu kunnur þar sem hann starfaði um langt árabil sem rútubílstjóri og ók milli Akureyrar og Austurlands. Kynntist Sigfús fjölda fólks í ferðum sínum og í bókinni rekur hann eftir- minnileg kynni m.a. við meistara Kjarval og hina kunnu Þuru í Garði. Sigfús segir einnig frá uppruna sínum og einstæðum hrakningum móður sinnar sem send var hreppaflutningum yfir Atlantshafið, ekki einu sinni, heldur tvisvar. Hún ætlaði að gerast Vesturfari og fór með skipi til Ameríku. Þaðan var hún send heim aftur, en Reykvíkingar neituðu að taka við henni þar sem þeir óttuðust að hún ætti ekki fyrir ferðakostnaði austur á land og að heimahreppur hennar myndi neita að greiða slíkan kostnað. Var hún því send aftur til Ameríku og í seinni ferö sinni þangað eignaðist hún tvíbura á leiðinni yfir Atlantshafið. í bókinni segir Sigfús frá erfiðri æsku sinni og hrakningum, frá því hvernig vonin um skóla- göngu dó í kreppunni miklu, frá því er hann bjargaðist naumlega úr Lagarfljóti um hávetur en besti vinur hans fórst og frá því hvernig hann gerðist atvinnubílstjóri og stofnaði síðar fyrir- tækið Austfjarðaleið hf. Eru eftirminnilegar frásagnir hans af mörgum svaðilferðum á fyrri tímum og óbilandi viljaþreki og krafti við að brjótast áfram hvort heldur var í lífinu eða á snjóþungum og hálf ófærum vegum. í bókinni „DÖMUR, DRAUGAR OG DÁNDIMENN" kynnast lesendur manni sem hefur yfir að ráða þolgæði, rósemi og sálarþreki ásamt óbilandi bjartsýni. Lestur bókarinnar er því sálubót á tímum kvartana og kröfugerðar þegar flestir virðast heima allt af öðrum og óánægja gegnsýrir þjóðfélagið. DÖMUR, DRAUGAR OG DÁNDIMENN er sett, filmuunnin, prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Eddu hf. Kápuhönnun annaðist Sigurþór Jakobsson. Nr. 007831 Útgefnir miðar alls 25 þús. Verð hvers mlða kr. 40,00 Vinningsmiðum skal fram- vísað Innan árs Uppl. Rauðarárstíg 18 — sími 24483 Frá Happdrætti Framsóknarflokksins Óðum líður að næstu alþingiskosningum, sem óhjakvæmi- lega munu kosta mikil fjárútlát, umfram annan reksturs kostnað flokksins og kjördæmissambandanna. Verður því að leggja mikia áherslu á þýðingu happdrættisins. Dregið verður 23. desember n.k. og drætti ekki frestað. Eru þeir, sem fengið hafa heimsenda miða vinsamlega beðnir að gera skil sem fyrst. Greiða má samkvæmt meðfylgjandi gíróseðli í næstu peningastofnun eða á pósthúsi. Einnig á Skrifstofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. ■ Útgáfan Skálholt hefur bryddað upp á þeirri nýjung aö gefa út jólamessu á snældu. Það er dr. Sigurbjörn Einarsson sem predikar og Hamrahlíðarkórinn, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, sér um sönginn. Snældan er gefin út með góðfúslegu leyfi Ríkisútvarpsins, en jólamessan var upphaf- lega flutt í sjónvarpssal, Margir hafa spurt eftir jólaefni, sem þessu til að senda ættingjum og vinum, sem eru staddir erlendis um jólin. Snældan verður m.a. fáanleg í Kirkjuhús- inu, Rammagerðirtni, íslenskum heimilisiðn- aði og Kjötbúð Tómasar. NÆTURFERÐ ný Ijóöabók eftir Jón Óskar NÆTURFERÐ, Ijóð Jóns Óskars um frelsi. ANDVARI 1982. Aðalgrein ritsins er ævisöguþáttur Ásmundar Guðmundssonar biskups. ALMANAK ÞJÓÐVINA- FÉLAGSINS 1983, með árbók íslands 1981. BÆKUR OG LESENDUR. Rit um lestrarvenjur íslendinga. Studia Islandica 40. Bókaúlgöfa /MENNING4RSJÓÐS Skálholtsstíg 7 - Reykjavík PYLSUSTUTUR SMÁKÖKUMÓT RAFBÚÐ SAMBANDSINS Ármúta 3 Reykjavík Simi 38900 DOMUS Laugavegi Kaupfélögin um allt land FYLGIHUJTIR: STÁLSKÁL HNOÐARI HRÆRARI ÞEYTARI-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.