Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 2
2 ■ Höggstokkur og öxi. Þessi txki voru notuð við síðustu aftöku á íslandi, þegar þau Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson voru tekin af lífi í Vatnsdalshólum í janúar 1830. í m>i . •" ■ v. gr-': p ■ í þessum stól sat Bandaríkjamaðurinn Gary Gilmore þegar hann var tekinn af lífi - skotinn - í ríkisfangelsinu í Utah árið 1977. DADÐAREFSING Siðlaust manndráp eða réttlát hefnd? Nauðsynleg öryggisráðstöfun eða þýðingarlaus varnaraðgerð? The shadow of the gallows doubt that, whatever doubtful impact they have had on potential killers, they degraded society. Who wants to ^v morning vision of Mrs Rolls- coach-party pub, tf we AT LEAST no one can complain new Tory majority in the Commo' nailing its colours to the mast. If Minister, and the majority of Cr^ MPs, have their way we shall, year of Thatcher Mark II, se Commissioners (whatever thr, available for other purpos licence for the rebuildin sheds. For their part, Commissioners are, nc, prudently laying their petitive selection for 6 hangperson. j We, frankly, do no'Uj /7' /§ million voters who Ifl /í°Jc/ vative Party in the Æ r° »s £ ">re&£ f a fortnight ago /fí f°r t^ outcome. Forthe/W 0u/,etie‘n6 there is, admitt <'> ^ anything like MPs last one, restoration opini' ever 7?oSí 0f I ved to be 7x capital /rs on it is .ory has not /ually going the past can its tracks. A /ests on the new /m credit, he has r/jur of his own 7/ 1 \'°r a,í*ai7Pvr? °f;/e rnZe‘r #Jtle tyj/ifr>ert?°t)arf,eSe* . _ e cf^ff/ /Ui to prove that, even if he nrpHppPfisnr’.S ■ Umræður um réttmæti og gagnsemi dauðarefsinga eru hafnar á ný í breskum blöðum. Tvö stórblöð lýstu andúð á endurkomu líflátsrefsingar í forystugreinum um síðustu helgi. 'nting the restora- party through his their anticipated Party conference in e of the ‘ hanging ’ before tbe Commons. ris a piece of footwork Jtler himself. MrBrittan, ■ Dauðarefsing er á ný orðin að heitu deilumáli í Bretlandi. I þingkosningunum í sumar styrktust þau öfl scm vilja leiða í lög líflátsrefsingu fyrir alvarlega glæpi - hryðjuverk og morð á lögreglu- mönnum - en átján ár eru síðan slík refsing var afnumin þar í landi. Samkvæmt athugun sem dagblaðið The Sun hefur gert eru 306 þingmenn á breska þinginu andvígir dauðarefsingu, 300 eru henni hlynntir og 28 hafa annað hvort ekki gert upp hug sinn eða vilja ekki láta afstöðu sína í ljós að sinni. í hópi fylgismanna dauðarefsingar er Mar- grét Thatcher forsætisráðherra. Umræður með og á móti dauðarefsingu eru þegar farnar að setja svip sinn á bresk blöð, og um síðustu hclgi tóku t.d. stórblöðin The Observer og The Sunday Times afdráttarlausa afstöðu gegn endurkomu hennar í forystugreinum. Ágreiningur Breta um réttmæti dauðarefsingar er til marks um hve siðaskoðanir manna eru breytilegar frá öld til aldar, og frá einu ríki til annars. Fyrr á tímum var dauðarefsing viðtekin í öllum ríkjum heims, og enn tíðkast hún með meirihluta mannkyns. í Bretlandi varlíflátsrefsing í lögum allt til ársins 1965 og síðasta aftaka fór fram árið áður. Á 17. og 18. öld - upplýsingartímanum svo- nefnda - tóku viðhorf til refsinga að breytast og mannúðarsjónarmið að eflast á Vesturlöndum. Hreyfing varð til sem lagðist gegn illri meðferð á sakamönnum og síðar gegn dauðarefsingum. Á 19. öld dró mjög úr líflátsrefsingum, og á okkar öld hafa þær verið lýstar ólögmætar í ríkjum Vestur-Evrópu, síðast í Frakklandi fyrir tæpum tveimur árum. Líflátsrefsing var afnumin með öllu hér á landi árið 1928, en síðasta aftaka fór fram nærri öld áður, árið 1830. Heimildir til hýðingar í refsiskyni voru afnumdar árið 1940, en þeim hafði ekki verið beitt um langt skeið. Fleiri en ellefu hundruð á dauðabekk í Bandaríkjunum í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna eru dauða- refsingar enn við lýði og af öðrum iðnríkjum þar sem enn er refsað fyrir alvarlega glæpi með lífláti má nefna Japan og Suður-Afríku, Sovétríkin og kommúnistaríkin í Austur-Evrópu. Dauðarefs- ingu er beitt í nýfrjálsum ríkjum Afríku og Asíu, og í Suður-Ameríku. Samkvæmt skýrslu mann- réttindasamtakanna Amnesty International er það í íran og írak scm flestar opinberar aftökur fara fram, cn í fyrrnefnda ríkinu urðu þær samtals 600 á síðasta ári að því er stjórnvöld upplýsa. Árið 1981 voru opinberar aftökur sakamanna og sam- viskufanga í heiminum 3.278, 1.229 fleiri en árið áður. Álitið er að þeir skipti að auki þúsundum sem teknir eru af lífi í kyrrþey eða án dóms og laga af stjórnvöldum víða um heirn. í Bandaríkjunum er mikill ágreiningur með mönnum um dauðarefsingar, réttmæti þeirra og gagnsemi. Var ýtarlega fjallað um þessa deilu í hinu útbreidda vikuriti Time í lok janúar á þessu ári. Dauðarefsingar eru, sem fyrr segir, í lögum í sumum fylkjum en bannaðar í öðrum. Yfirvöld hafa hins vegar verið heldur treg til að fullnægja dauðadómum sem kveðnir hafa verið upp og um þessar mundir sitja rúmlega ellefu hundruð saka- menn á dauðabekknum svonefnda - „Death Row“ - og bíða örlaga sinna. Umræður um dauðarefsingar virðast af tvennu tagi. Annars vegar snúast þær um siðferðileg og heimspekileg efni. Þá er spurt um verðmæti lífsins og rétt manna eða réttleysi til að svipta aðra lífi. Hins vegar snúast rökræðurnar um hrein nytjaatr- iði, gagnsemi dauðarefsinga, og þá einkum í því skyni að hindra frekari ódæðisverk. Auga fyrir auga? í hinni siðferðilegu deilu er eitt sjónarmiðið að auga skuli vera goldið fyrir með auga: Ef maður SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ1983 ■ Snaran er kannski enn algengasta tækið til að taka menn af lífi. Hún er m.a. notuð í nokkrum fylkjum í Bandaríkjunum. tekur líf annars skuli hann sviptur sínu. Sumir telja að ásköpuð réttlætiskennd manna heimti slíka refsingu. Augljóst er þó að það stenst ekki - ágreiningur manna um dauðarefsingar og ólík refsilög í mismunandi ríkjum nægir til að sýna fram á það. Reglan um sömu refsingu fyrir sama brot er líka óframkvæmanleg og sjálfri sér ósamkvæm. Hvernig á að refsa barnaníðingum og nauðgurum? Hvernig á að refsa fyrir hrottalegar pyntingar? Á að brenna hús ofan af brennuvörgum? Andstæðingar dauðarefsinga segja stundum að líf sérhvers manns sé heilagt. Fullnæging dauða- dóms sé brot gegn lífinu eða vilja Skaparans. Dauðlegir menn hafi ekki rétt til að eyða lífi annarra. Þessa skoðun er þó erfitt að verja skilyrðislaust. Manndráp í sjálfsvarnarskyni, líkn- ardráp til að lina hræðilegar kvalir dauðvona manns og manndráp í styrjaldarátökum koma í hugann. Reglunni um helgi mannlífsins virðist ekki unnt að fylgja út í ystu æsar. Hindrar dauðarefsing alvarlega glæpi? í deilunni um nytsemi dauðarefsingar er það viðhorf helst á lofti að vitneskja um að morðingi gjaldi misgerðar sinnar með lífi sínu hindri aðra í að fara að dæmi hans. Dauðarefsing á að fyrir- byggja alvarlega glæpi. Halda mætti að einfalt sé að ganga úr skugga um það með afbrotarannsókn- um hvort þessi kenning hefur við rök að styðjast eða ekki. Svo er þó ekki og rannsóknir hafa fyrir margra hluta sakir ekki leitt til einhlítra niður- staðna. Flestar benda þó til þess að dauðarefsing sé ekki áhrifameiri en ævilangt fangelsi til að hindra frekari glæpi. Andstæðingar dauðarefsinga hafa bent á að ein hættan sé sú að saklausir menn verði fórnarlömb réttarmistaka. Ástæða er til að ætla að slík mistök hafi nokkrum sinnum orðið á Vesturlöndum á þessari öld. Eru stuðningsmenn dauðarefsinga reiðubúnir að axla ábyrgð á dauða saklausra? Hafa ber í huga að dauðarefsinggetur líka hvatt menn til að fremja ódæðisverk. Sumt fólk er haldið öfugsnúnum hetjuhugmyndum og vill mikið til þess vinna að verða líflátið af opinberum yfirvöldum. Nýleg dæmi þessa eru frá Bandaríkj- unum. Aftaka morðingja er ekki lífsnauðsyn Þeir sem fallast á að það geti stundum verið siðferðilega réttlætanlegt að svipta aðra menn lífi - til að lina kvalir þeirra sjálfra, til að bjarga sjálfum sér eða öðrum frá dauða, þurfa ekki að lenda í mótsögn þegar þeir segja að dauðarefsing sé siðferðilega röng. Þeir geta stutt skoðun sína þeim rökum að engin brýn nauðsyn - lífsnauðsyn - heimti að morðingjar séu teknir af lífi, Unnt sé að geyma þá á öruggan hátt á bak við lás og slá, og þeir þurfi ekki að vera byrði fyrir þjóðfélagið ef þeir eru látnir sinna þar gagnlegum störfum. Refsikrafa þjóðfélagsins verði aldrei sett ofar en rétturinn til að lifa Ii'fi sem aldrei kviknar aftur ef það er einu sinni slökkt. Nýleg bandarísk skoðanakönnun bendir til þess að 72% íbúa í Bandaríkjunum séu hlynntir dauðarefsingu. Árið 1966 voru þeir aðeins 42%. Við vitum ekki hvers vegna sjónarmið manna í þessu efni sveiflast til frá einu ári til annars. Kannski meirihluti almennings á Vesturlöndum sé nú orðinn hlynntur því að dauðarefsingar verði leiddar í lög þar sem þær hafa verið afnumdar. Það segir svo sem ekki annað en það að stutt er í frumstæðar hvatir mannfólksins. En ætli þetta fólk hafi íhugað rökin með og á móti dauðarefs- ingu af yfirvegun? Eða velt fyrir sér samkvæmni eigin siðaskoðana? Naumast er þess að vænta, og á endanum er það líklega samstaða upplýsts minnihluta sem siðað mannfélag verður að reiða sig á. GM.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.