Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 27

Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 27
SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ1983 27 að því að lýðræðisleg ritskoðun væri mun hættulegri en versta ritskoðun harð- stjórnar. Fuller var ennfremur hlynnt „blöndun kynþáttanna" og gekk hún þar í berhögg við skoðanir flestra samtíma- manna sinna. Ef andrúmsloftið væri nógu frjáist til þess að „vindurinn mætti flytja sæði frá öllum heimshornum var nýrrar og gullinnar uppskeru von.“ Til þess að amerísk snilld gæti blómgast áleit hún alþjóðlegt samfélag nauðsyn- legt. Hún sá fyrir hvernig tæknin myndi frelsa bandarísku þjóðina. Þegar þjóðin yrði „alsett borgum, plógurinn bryti landið, bundið saman af járnbrautartein- um og símalínum", þá yrði næði fyrir frumlegar hugmyndir. Þrátt fyrir bjartsýni Fullers á framtíð- ina endurspegla greinar hennar vaxandi vitund um félagslegt og efnahagslegt misrétti. Hún fagnaði jólunum í fangelsi með þjófum og vændiskonum í New York og Valentínusardeginum á dans- leik á geðveikrahæli. Samt varð henni ömurleiki fátæktarinnar ekki að fullu Ijós fyrr en hún kom til Englands. „Brennipunktar sorga og lasta“ I hinum 33 greinum sem hún skrifaði fyrir New York Tribune frá 12. ágúst 1846 til 6. júlí 1849 kemur fram vaxandi gremja hennar vegna kringumstæðna hinna undirokuðu í samfélaginu. Sam- fara reiði hennar var grunur um yfirvof- andi byltingu. „...allur þessi auður og munaður andspænis eymdinni, sárri, skítugri, hrottalegri, sem blasir við manni í hverju stræti í London, og æpir að hallarhliðum hennar hrikalegri við- vörun en nokkru sinni hefur heyrst fyrr á tímum þegar ríki og þjóðir hafa hrunið vegna innri hnignunar og úrkynjunar“. Hún skrifaði að óhugsandi væri að lifa mannsæmandi lífi í verksmiðjuborgun- um, „brennipunktum sorga og lasta“, þar sem drukknar konur, betlarar, skíturinn og mengað andrúmsloftið vöktu henni viðbjóð og skelfingu. Fuller skoðaði nokkra ferðamannastaði en hún hafði mestan áhuga á því að sjá hvernig þjóðin lifði. Hún skoðaði verksmiðjur og skóla og fór ofan í kolanámu í Newcastle, löngu áður en Zola skrifaði Germinal. Hún vorkenndi dráttarhest- unum sem dreymdi um græna velli en voru dæmdir til að sjá aldrei framar dagsins Ijós. Pótt hún ætti aðgang að nokkrum yfirstéttarheimilum harmaði hún ómannúðlega stéttaskiptinguna og vonaðist til að sá dagur rynni að „hinn göfugasti alþýðumaður yrði eini hugsan- legi aðalsmaðurinn í Englandi." í bréfum sínum til New York Tribune harmaði hún ekki einungis aðstæður hinna fátæku heldur mælti hún með jafnari skiptingu auðsins. í öðrum bréfum hennar til New York kemur óvenju mikil athyglisgáfa hennar í Ijós þegar hún lýsir heimsóknum sfnum til frægra rithöfunda: Harriet Martineau, Thomas DeQuincey, Joanna Baillie og William Wordsworth. Hún hitti Guis- eppe Mazzini, útlæga ítalska byltingar- sinnann, heima hjá Thomas Carlyle og fékk strax mikinn áhuga á honum og málstað hans. Eftir nokkra dvöl í París, þar sem vinátta hennar við George Sand og pólska skáldið Adam Mickiewicz hafði þau áhrif á hana að hún fór að leita tilfinningalegrar frelsunar, fór hún til Ítalíu. Hún skrifaði fjörlegar greinar heim til Bandaríkjanna um vaxandi ókyrrð í Róm. í fyrstu taldi hún að Píus páfi níundi, sem stjórnaði páfaríkinu er skar sundur Ítalíuskagann og umlukti Róm- arborg, væri einlægur í tilraunum sínum til þess að sveigja ríki sitt í frjálslyndari átt. En Píusi, sem eftir allt saman vildi ekki slaka á veraldlegu valdi sínu, snerist hugur og flúði Vatíkanið dulbúinn sem óbreyttur prestur. Franskt og austurrískt herlið kom honum síðan aftur til valda en í kjölfar þess fylgdi misheppnuð uppreisn undir forystu Mazzinis. Grein- ar Fullers til New York Tribune, en * þeim hvatti hún landa sína til aðstoðar, mættu þó nokkurri samúð en þegar Horace Greeley frétti um samband hennar og Ossolis neitaði hann að taka við fleiri greinum frá henni. Samt birti hann, ári eftir lát Fullers, greinar sem Marx og Engels sendu honum frá Þýska- landi. Hlutskipti vændiskvenna er skólabókardæmi Þegar litið er á það sem Fuller skrifaði um þjóðfélagsmál kemur á daginn að ógerningur er að skilja kenningu hennar unt kvenréttindi frá öðru því sem hún . skrifaði um. Þegar hún fjallaði um fátækt gleymdi hún aldrei að geta þess að aðstæður kvenna voru sérstaklega erfiðar. Hún benti á leiðir til þess að létta þeim störfin - dagheimili, opinber þvottahús og baðhús. Margar fátækar konur neyddust til þess að vinna fyrir sér með vændi: „Ég hef séð þær undir þunnri hulu kætinnar og í hræðilegum tætlum algjörrar niðurlægingar." Smám saman komst hún að þeirri niðurstöðu að hlutskipti vændiskvenna væri skóla- bókardæmi um hlutskipti allra kvenna - þannig sagði hún að í Lyon ynnu konur annað hvort við vefnað eða vændi og að í Róm lemdu drukknireiginmenn konur sínar sér til dægrastyttingar. Innsæi hennar og athuganir, ásamt samskiptun- um við konurnar sem sóttu Samræður hennar kristallast í þeirri ritgerð hennar sem fjallar beinlínis um kvenréttindi og áður er getið: Woman in the Nineteenth Century. Þeirri umræðu sem hún hóf í þessu lykilverki sínu hélt hún áfram í flestum sínum verkum. I ofannefndri bók sinni fjallar Fuller um ýmis mál sem viðkoma stöðu kvenna og Mary Wollstonecraft talaði einnig um í bók sinni A Vindication of the Rights of Woman (Varnarræða um kvenréttindi, sem kom út í Bretlandi árið 1792), en tónninn er annar hjá Fuller. Wollstone- craft skrifaði af heilagri reiði en Fuller skrifaði aftur á móti af transcendentalískri bjartsýni - þ.e.a.s.: handan ömurlegra skilyrða flestra kvenna þóttist hún greina betri tíð. í Bandaríkjunum birti Sarah Moore Grimké greinar sínar Letters on the Equality of the Sexes and the Condition of Women (Bréf um jafnrétti kynjanna og aðstæður kvenna) árið 1837, eða átta árum áður en bók Fullers um kvenréttindi kom út. Grimké eyddi nokkru rúmi í biblíulega ritskýringu til að sanna það að konur og karlar séu jöfn fyrir augliti Guðs. Hún fjallaði einnig um menntun stúlkna, launamisrétti karla og kvenna (en það hlutfall sem hún greinir frá, 59% á móti 100%, mun enn vera við lýði í Bandaríkjunum) og kynferðislega kúgun svartra þræla. Grimké fjallaði einnig laus- lega um önnur efni, en þessi 15 bréf hennar eru mikilvæg sem fyrirrennarar bókar Fullers. Konur verða að hjálpast að í Woman in the Nineteenth Century vakti Fuller máls á hugmyndinni um systralag. Karlmenn geta ekki skilið þarfir kvenna og gildir þá einu hversu göfugir þeir eru eða hversu góðar ætlanir þeirra eru. Karlmenn eru þar af Ieiðandi aldrei fullkomlega færir um að setja sig í spor kvenna og er þeim því alls ekki treystandi fyrir málefnum kvenna. Þess vegna verða konur að bindast samtökum um að hjálpa hver annarri. í inngangi sínum að A Vindication of the Rights of Women segir Wollstonecraft að flestir rithöfundar ávarpi aðalskonur í inngangsköflum sínum, en hennar inngangur sé á hinn bóginn ætlaður miðstéttinni, sem búi við „eðlilegri aðstæður“ en gjörspillt yfirstétt- in. Fuller heldur því hins vegar fram að aðalskonurnar verði að bera ábyrgð á vændiskonunum; þær verði að leita að þeim og hjálpa þeim - geri þær það ekki - þær sem hafa haft tækifæri til „bjartari lífshátta" - séu þær á lægra siðferðilegu stigi en vændiskonumar. Einnig segir Fuller að velstæðu konumar verði að hjálpa ófrískum ambáttum og útkeyrðum saumakonum og þvottakonunum. Hún hrósaði Lydiu Maríu Child fyrir að að- stoða konu sem sökuð var um að hafa rekið ígegn mann sem tældi hana og sveik. Fuller áleit ekki einungis að konur yrðu að bindast samtökum um félagslegar breytingar og til að hjálpa hver annarri, heldur yrðu þær einnig að læra að hjálpa sér sjálfar. Konur yrðu að þroska með sér sjálfstraust og sjálfsálit. í því skyni að efla sjálfstraust kvenna setti hún saman skrá yfir frægar konur „til þess að sýna fram á að á hverri öld lifðu konur sem sanna það að konur em í engu síðri karlmönnunum.“ Hún kembdi heimsbókmenntimar til þess að sanna skoðun sína. Hún vitnaði í sögulegar persónur eins og Aspasíu frá Grikklandi, Emily Plater frá Póllandi, drottningamar Elísabetu og Katrínu, Lafði Godivu og frú du Pompadour. Hún leitaði einnig í trúarlegu bókmenntunum og nefndi Hagar, Maríu og Evu úr biblíunni, Sítu úr Ramayana, Isis úr egypsku goðafræð- inni og Ceres og Próserpínu úr grísku goðafræðinni. Hún rakti sundur bók- mcnntimar í leit að sterkum og göfugum kvenhetjum og hrósaði Brítomart Edm- und Spensers sem fyrirmyndar konu. Rannsóknir hennar leiddu hana handan við hebrcska-kristna feðraveldið að Móð- ur Jörð, valdamikilli spásagnagyðju, en innsæi hennar var miðill guðdómsins. Þó að „jafnvel sigurinn væri kvenkyns" í Grikklandi nefndi hún Kassöndm til dærn- is um það hvemig sálarkröftum kvenna er oft kastað á glæ. Með rannsóknum sínum var Fuller að leita að kvenlegu lögmáli. Og hún fann ýmsar fyrirmyndir sem ungar konur ættu að keppa að eða hafna um leið og hún vakti upp mikinn fjölda sögulegra, skáldsagnarlegra eða goðsagnarlegra kvenna sem báru vitni um möguleikana til betra lífs. Kúgararnir þjást Fuller skildi hið mannlega hjarta af sálfræðilegri skarpskyggni sinni. Hún áleit að „kynferði, staða, auður, fegurð og hæfileikar sem fólk fær í vöggugjöf væru einungis tilviljun háð". Hún gerði sér grein fyrir því að „enginn karlmaður er algjörlega karlkyns og engin kona er algjörlega kvenkyns". Hún hafði eitt sinn orð á því við Emerson að konur gætu orðið ástfangnar af konum og karlar af körlum. Hún hafði ánægjulega orð á því að í Englandi væru karlmenn kokkar í ýms- um klúbbum og hún beið þess dags í ofvæni að þeir myndu cinnig þvo upp. Hún vitnaði í sósíalistann Charles Four- ier þeirri skoðun sinni til stuðnings að ekki aldur er hljótt um snilld hennar jafnvel á meðal kvenréttindafólks vorra daga. Þegar konurnar „hverfa“ Áhrif hennar tóru minnkandi eftir borgarastríðið, en þá vonuðust konur til að hljóta frelsi ásamt þrælunum sem þær höfðu unnið að því að frelsa. En í stað þess að konur fengju kosningarétt setti löggjafarvaldið í fyrsta sinn lög um það að karlmönnum einum skyldi hleypt inn í kjörklefana. Konur sáu frarn á langa baráttu og þó að ritgerð Fullers væri enn í fullu gildi fannst mörgum hún of bjartsýn. Til viðbótar við þá skoðun að transcendentalísk bjartsýni hennar sam- ræmdist ekki veruleikanum urðu ýmsir til þess að rægja Fuller opinberlega. Rétt eins og „hugsanalögregla Stóra Bróður" í skáldsögunni 1984 þurrkaði út þá svikara scnt höfðu óleyfilegar skoðanir, þannig hafa margar frábærar konur „horfið". Rangfærslurnar og lygarnar um Fuller, að henni látinni, má auðveld- lega bera saman við meðferðina á öðrum konum sem eru metnaðargjarnar, frjáls- lyndar og ógna feðraveldinu. Bandarísku . kvenréttindakonurnar Ednah Dow Cheney og Caroline Healey Dall hafa tengt Fuller við fyrstu amer- ísku kvenréttindakonuna, Anne Hutch- inson. Hutchinson, sem fæddist í Eng- landi 1591, flutti til nýlendnanna í Nýja-Englandi. Hún hélt fundi (Sam- ræður) fyrir konur heima hjá sér og lenti stúlkur ættu að fá að nota verkfæri smiða, ef þær óskuðu þess. Hún mót- mælti mismunandi starfsgreinum kynj- anna og náðu þau mótmæli hámarki í þeirri kröfu hennar um að opna ætti konum allar starfsgreinar og þær ættu jafnvel að geta orðið skipstjórar. Fuller krafðist ekki einungis efnahags- legs sjálfstæðis konum til handa, hcldur einnig tilfinningalegs. Konur ættu að skipa guði í fyrsta sætið í stað þess að gera ófullkomna menn að guðum sínum. . Ástin ætti ekki að hafa neina dýpri merkingu fyrir konur en karla. „Það er mikill misskiiningur að ástin sé konunni allt; hún fæddist líka til Sannleikans og Ástarinnar í alheimslegum skilningi." Woman in The Nineteenth Century er opinber yfirlýsing um það að konur verði að treysta á sjálfar sig og frelsa sig frá því að vera karlmönnum háðar. En hún er einnig skilaboð til bæði karla og kvenna um það að þau verði að uppgötva andlega möguleika sína og leyfa þeim að þroskast. Þeir sem kúga aðra þjást með hinum kúguðu. Yfirlýsing Fullers hafði áhrif. Þremur árum eftir útkomu bókarinnar komu nokkrar konur saman í Seneca Falls í New York til þess að setja saman yfirlýsingu um sjálfstæði kvenna. Þetta var kjami hinnar skipulegu kvennahreyf- ingar sem barðist næstu 72 árin fyrir kosningarétti bandarískra kvenna. En samt - þrátt fyrir vitnisburð þeirra kvenna sem leiddu kvennahreyfinguna um hæfni Fullers, að hún hafi varið „rétt kvenna til þess að hugsa“, og að þær höfðu vonast til þcss að hún yrði í forsæti hreyfingarinnar, en til þess entist henni fljótlega í deilum við púrítönsku yfir- völdin. Hún var leidd fyrir rétt árið 1637 og áminnt en nokkrum mánuðum síðar var hún yfirheyrð að nýju. Hún neitaði í fyrstu að taka aftur skoðanir sínar en gafst loks upp. Það dugði kirkjuyfirvöld- unum þó ekki og hún var dæmd til útlegð- ar í óbyggðum Ameríku, þar sem indí- ánar myrtu hana loks. Ein af „sönnunun- um“ um sekt hennar var sú að í útlegðinni eignaðist hún „skrýmsli", vanskapað barn. Bæði Cheney og Dall, sem sóttu Samræður Fullers, settu kenning- ar Fullers í samhengi við kenningar Hutchinsons. Fyrsta hefðbundna skrefið sem stigið er þegar konur eru þurrkaðar út úr sögunni er kynferðisleg árás á þær. Þannig notuðu óvinir kvenfrelsisins frjálslegra kynlíf Wollstonecrafts en þá tíðkaðist almennt meðal kvcnna til þess að ráðast á málstað hennar. Þegar kven- frelsið var tengt lauslæti forðuðust ungar konur í eiginmannaleit slíka „spillingu". Upphaflega fékk Fuller þó vinsamlegri dóma um bók sína (Woman in the Nineteenth Century) en búast hefði mátt við. Bandarísku blöðin réðust ekki á hana sem „Babýlónsku hóruna" eins og þau gerðu við Fanny Wright, róttæka kvenréttindakonu, en einhverjum þótti viðeigandi að kalla hana „gamla pipar- júnku“ eða eitthvað í þeim dúrnum. Þó var ráðist á hana í Broadway Journal fyrir að skrifa um hjónabandið (kynlífið) sem „engin dyggðug kona getur fjallað réttilega um.“ Eftir að samband hennar og Ossolis varð heyrinkunnugt réðust óvildarmennirnir að henni sem „fallinni konu“. Og hún er svo Ijót... Vinir Fullers skrifuðu um hana endur- minningar sínar, en þær höfðu jafn slæmar afleiðingar fyrir orðstír hennar og bókin sem ciginmaður Mary Woll- stonecraft skrifaði um konu sína hafði fyrir hana. Emerson, sá hinn santi ogeitt sinn var „ástfanginn" af Fuller, skrifaði að hún væri Ijót, hrokafull og vondur rithöfundur. Hann gekk meira að segja svo langt að segja að hún hafi verið ánægð með það hlutverk sem samfélagið ætlaði konunt, en það er að sjálfsögðu haugalygi og einber óskhyggja hans. Hann reyndi þó að draga úr hneykslinu í kringum samband hennar við Ossoli en tókst það svo óhönduglega að sú mynd sem hann dró upp af henni lýsir einna helst manneskju með klofinn persónu- leika. Dyggðum prýdd „sönn kona“, sagði hann meðal annars, og velviljuð en hrokafull með, eins og hann orðaði það, „fjallhátt ÉG“. Lýsing hans hljóðar upp á norn sem gat ekki skrifað, en notaði hefðbundið vopn konunnar, tunguna, til þess að töfra með mannskapinn upp úr skónum. Og bækur Fuller seldust upp og urðu ófáanlegar en endurminningabókin hélt áfram að seljast dável og var endurprentuð. Sú bók varð að dæmandi refsinorn. Auk þess réðust óvinir hennar á hana. Rithöfundar sem hún hafði gagnrýnt ortu um hana níð og t.d. lýsir Nathaniel Hawthorne henni, í The Blithedale Romance, sem fallinni konu er drekkir sér vegna vonbrigða í ástum. Þannig hafa vinir hennar jafnt og óvinir dregið upp af henni mynd sem aðrir ævisöguritarar eiga erfitt með að komast framhjá. En þó að nútímafræði- menn viti að ekki sé lengur hægt að refsa konuni fyrir kynferði sitt hafa þeir litla samúð með konum sem eitthvað láta til sín taka. Þannig segir t.d. einn ævisögu- ritarinn, Joel Myerson, að orsakasam- band sé á milli ófríðleika hennar og þess hvernig hún þroskaði andlega hæfileika sína. Hann telur sem sagt að hefði hún verið falleg hefði hún ekki haft jafn mikinn áhuga á því að keppa við karl- menn sem andlegur jafningi þeirra! Og þrátt fyrir það að Fuller hafi verið óvenjulega vinsæl meðai kvenna - Hor- ace Greeley hafi sagt að konur af öllum stéttum, þeirra á meðaHierbergisþernur og saumakonur, hafi trúað henni fyrir vandamálum sínum ogCaroline Sturgis haldi því fram að vinkonur hennar hafi elskað hana, - skrifaði Myerson að hvorki konum né körlurh hafi fallið hún í geð. Þá heldur Larzer Ziff því fram í bók frá 1981 að Fullcr . hafi verið betri ræðumaður en rithöfcndur - hún hafi verið kona sem sneri-sér að bókmenntum vegna þess að hún fartft enga betri leið til að fá hæfileikum sfpum útrás þangað , til hún fann sér clskhuga í Ítalíu og • gerðist byltingarsinni! Éleiri bækur sem skrifaðar hafa verið um Margaret Fuller í þessum dúr mætti nefna en þetta ætti að duga til að letðjt getum að því að margir nútíma frætfirríéurí virðast ekki geta notað sama mashítvarðann þegar þeir fjalla um konur og*þeir gera þegar þeir fjalla um karla. Hættulegar konur! En til þess að hefja Margaret Fuller til þeirrar virðingar sem hún á skilið verður fyrst að ganga af goðsögninni um hið fræðilega hlutleysi daqðri. Rannsókn á lífi Fullers leiðir í Ijósað hún hlaut sömu örlög og aðrar komjf sem ná hærra en karlveldið kærir sig um að konur nái yfirleitt. Þær konur sétrí hvetja aðrar konur til uppreisnar efu álitnar sérstak- lega hættulegar. Það, er hægt að gera róttækar konur óskö^ipfaldlega útlæg- ar eins og gert var við lAríríe JJutchinson og Anne Johnson en þaðér einnig hægt að svívirða þær og saurga minningu þeirra með níði og rögbufði eins og gert var við Wollstonecráft: og Fuller. Fuller er, eins og aðrir byltingarsiníiar sem krefjast kynferðislegs og-félagslegs jafn- réttis, hættuleg þeim -sem hagnast á kúguninni. Konur einsohhún eru ásakaðar fyrir að vera Ijótar. I .kafullar, fárán- legar og kynferðisleg:- afbrigðilegar. Ef því er haldið nógu oft trárh að kona geti ekki skrifað er víst að fáir munu lesa bækur hennar. Fólk íés þá ef til vill eitthvað um hana, en fáir gá að því hvað hún sjálf hefur að segja. Þeir sem kynnast 'Margaret Fuller í gegnum verk hennar, bæði konur og karlar, smitast af von iiénnar og kjarki til að halda baráttunni áfram. sbj þýddl og endursagði úr bóklnnl: Femlnlst Theorists - Three cr - ’.uries oí women’s intellectual traditions. Útg.: The Women’s Press

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.