Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 16
spilar auk þess undir fyrir Bergþór, Sólrúnu, Jón Þorsteinsson tenórsöngv- ara sem starfar í Hollandi og amerísku sópransöngkonuna Rebeccu Taylor. Þegar Hrefna var spurð að því hvort hún hefði ekki þurft að undirbúa sig mikið fyrir námskeiðið sagði hún að þetta hafi verið stutt en „intensívt" vegna þess að söngvararnir sem hún lék undir fyrir koniu allir erlcndis frá. - Hefuröu haft mikið gagn af nám- skciðinu? „Já, Souzay er frábær túlkandi og Dalton Baldwin hefur einnig mikla reynslu scm Ijóðatúlkandi. Það sem mér finnst ég helst hafa lært er að píanó- leikarinn og söngvarinn verða að vera ein heild í túlkun sinni. Svo er það líka mjög mikilvægt að tónlistin sem hér er flutt er lifandi og annað og meira en það sem heyrist á plötum." Rebecca Taylor kom nú aðvífandi og þakkaði Hrcfnu mörgum orðum fyrir undirleikinn. „Souzay elskar þig", sagði Rebecca og llrefna svaraði brosandi: „Ég elska hann líkal". Dr. Mwcsa 1 Mapoma er forstjóri Listamiðstöðvar háskólans í Zambíu. Hann kom hingað til að heimsækja vinkonu sína, frétti þá um sönghátíðina og fékk leyfi til þess að fylgjast með. Hann sagði að bæði námskeiðið og tónleikarnir hafi oröið sér að miklu gagni og var mjög þakklátur Rut fyrir að kynna sér eina af þcim aðferðum sem íslendingar nota til þess að bæta tónlist- arflutning og tónlistarmenntun í land- inu. „Það sem mér finnst mikilvægast," sagöi dr. Mapoma, „er það að hér gcfst tækifæri til þess að læra að túlka Ijóða- tónlist og taka gagnrýni á opinbcrum vcttvangi. Einnig er mjög mikilvægt að hér gefst fólki kostur á aö flytja list sína fyrir sérfræðinga cn það er allt annað en að koma fram á venjulegum tónleikum. Á venjulcga tónlcika koma allir en hér eru áhcyrendur sjálfir tónlistarmenn. Það er alltaf miklu erfiðara að koma fram fyrir áheyrendur sem ætla má aö séu allir sérfræöingar í listgreininni." Sönghátíðin hófst síðastliöiö sunnu- dagskvöld mcð óformlcgri samkomu þar scm félagar úr Kvæðamannafélagi Hafnarfjarðar fluttu rímnalög og þátt- ■ „Þegar ég var lítil dreymdi mig um að komast til íslands - lands miðnætur- sóiarinnar. Þá voru mér sagðar sögur af landinu þar sem sólin hnígur ekki til viðar allt sumarið. Ég trúði þeim ekki þegar ég var barn en síðastliðna nótt vakti ég til klukkan þrjú og þá var sem bernskudraumar mínir rættust.“ Violet Chang sópransöngkona fæddist í Peking í Kína en ólst upp á Taiwan. Hingað er hún komin til að vera viðstödd Sönghátíðina '83 - í boði Dalton Bald- wins píanóleikara. „Ég hef nýlokið viö að gera plötu með Dalton, þetta er kínverska útgáfan," segir Violct og sýnir mér plötuumslagið, „en evrópska útgáfan er væntanleg nú alveg á næstunni. Útgefandi er sama fyrirtækið í Hollandi og hefur gefið út plötur Elly Amelings með undirleik Dalton Baldwins. Á plötunni er að finna verk eftir franska tónskáldið Albert Roussel, cn hann fór til Kína sem ungur maður og hreifst þá mjög af kínverskri Ijóðlist. Einnig eru á plötunni verk eftir rússneska tónskáldið Alexander Tcher- epnin sem lést árið 1977. Tcherepnin var fyrstur manna til að kynna austurlanda- búum vestræna tónlistarhefð en hann var giftur kínverskum píanóleikara. Ég kynntist Tcherepnin þegar ég var við nám í London og honum geðjaðist svo vel að mér og rödd minni að hann sagði við mig: „Þegar þú ferð að fá tækifæri til að syngja inn á plötur, syngdu þá lögin mín á kínversku.“ Þau scm hafa hitt Violet Chang og Forsetinn þakkar Violet fyrir sönginn. Tímamyndir: Ámi Sæberg tónlistin svaraði hún: „Tónlistin er al- þjóðleg, þau voru mjög hrifin. Þó að tungumálin séu ólík er hugsunin sem að baki býr sú sama. Áður en ég kom hingað hélt ég að Kínverjar og íslending- ar væru mjög ólíkt fólk en nú finnst mér að innra með okkur séum við öll ósköp lík." „Annars hefur þetta verið dásamlegt vor fyrir mig. Ég hef nú nýlokið við að syngja þýsk Ijóð inn á plötu með Eric Werba. Lögin eru eftir Wolf, Joseph Marx - en hann var skólastjóri tónlistar- háskólans í Vín þegar Werba var þar við nám - og Max Reger. Síðan datt mér í hug að bæta við verki Antons Weberns, Opus 12. en í því er ljóðið Gleich und gleich eftir Goethe og einnig er í því verki Ijóð eftir kínverska skáldið Li Po sem uppi var á tímabili Tang-keisaraætt- arinnar. En við erum sem sagt alveg nýbúin að hljóðrita þessa plötu. Eric Werba og Dalton Baldwin eru báðir kennarar mtnir og þeir hafa einnig aðstoðað mig á allan hátt. En Gérard Souzay kenndi mér verk franska tón- skáldsins Roussels sem eru á fyrstu plötunni minni." í tónlistinni er bæði gleði og sorg Þegar ég spurði Violet hvort ekki hafi komið til tals að hún héldi tónleika hér sagði hún: „Nei, ekki núna þegar allar þessar stórstjörnur eru að halda hér tónleika. Ég er rétt að byrja minn • Jnnra með okkur er- um við ðll ósköp lík” Rætt við Violet Chang söngkonu frá Taiwan ■ Violet ásamt Halldóri Reynissyni forsetaritara (f.v.) Dalton Baldwin og Hauki Gröndal. Búningurinn sem Violet er íklædd er cftirlíking búnings frægrar keisaraynju af Tang-keisaraættinni en hún mun hafa verið svona búin um það leyti sem landnám hófst á Islandi. takendur á námskeiðinu fluttu íslensk sönglög. Slík samkoma er, eins og Rut sagði, nauösynleg til að gefa þátttakcnd- um kost á því að byrja að „mússíscra" eins og skot og brjóta ísinn. Námskeiðið sjálft byrjaði svo á mánu- dag og stóð yfir til föstudags en auk þcss héldu Gérard Souzay. Glenda Maurice og Elly Ameling hvert sína tónleika ásamt Dalton Baldwin. Já, undanfarna viku var svo sannar- lega hátíð í Reykjavík! -sbj. ORION heyrt hana syngja skilja áreiðanlcga þessa ósk Tcherepnins. Violet er bæði heillandi manneskja og frábær söngkona og túlkandi eins og heyra mátti á miðvikudaginn var. Þá söng hún kín- versk þjóðlög, við undirleik Dalton Baldwins, fyrir forsetann og gesti hennar á Bessastöðum, en meðal þeirra voru auk hinna erlendu gesta, ýmsir þátttak- cndur á námskeiðinu og aðstandcndur þess, nóbelskáldið Halldór Laxness, María Markan söngkona og fleira tón- listaráhugafólk. Við þetta tækifæri var Violet klædd búningiscmereftirlíking búnings frægrar kínverskrar keisaraynju af Tang-keis- araættinni. „Svona var hún búin um það leyti sem landnám hófst á íslandi, árið 874", sagði Violet sem er vel að sér í sögu og bókmenntum og hefur m.a. lcsið Laxdælu í enskri þýðingu. Kínverski búningurinn, sem er afar fallegur og Iitskrúðúgur, er úr silki. Aðallitir lians eru blágrænn, rauður og bleikur og í hanncru handsaumuðblóm, hvít og gul. Þá var Violet með gyllt höfuðskraut, marglit blóm í hárinu og sítt tagl, alveg niður í mitti. Einnig var hún með blævænggerðan úr tignarlegum fjöðrum páfuglsins. Violct kynnti hvert lag og Ijóð á ensku en túlkun hennar var slík að innihald þcirra stóð áheyrendunum ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Enda var henni klappað óspart lof í lófa. í tónleikaferð um Asíu Violet þótti fallegt að Bessastöðum og landslagið fannst henni stórkostlegt - hvernig staðurinn er umlukinn hafi. Henni þótti einnig mikið koma til sögu staðarins sem Vigdís kynnti hinum er- lendu gestum um leið og hún bauð þá velkomna. „Sagan er svo mikilvæg," sagði Violet, „hún er undirstaða alls." Violet ólst upp við kínverska þjóð- Iagatónlist og söng hana opinberlega við ýmis tækifæri allt frá barnæsku. Hún byrjaði hins vegar ekki að læra söng fyrr en hún kom til Evrópu. Hún hefur unnið til ýmissa viðurkenninga, t.d. fékk hún styrki frá konunglega kirkjutónlistar- skólanum í Brctlandi og Guildhall School of Music and Drama í London. Hún hefur lært hjá Andrew Field í London, Madame Ludwig, Arlene Au- gér og Erie Werba í Vín, Pierre Bernac í París. Paul von Schilhawsky og Richard Miller í Salzburg. Þá hefur hún tekið þátt í sönghátíðum víða um heim, haldið tónleika og koinið fram í útvarpi og sjónvarpi. Violet Chang er, ásamt Dalton Baldwin, nýkomin úr tónleikaferð um Asíulönd þar sem þau kynntu vestræna tónlist. Á efnisskránni í þessari tónleika- ferð voru. auk kínverskra þjóðlaga, þýsk, frönsk og spænsk Ijóðatónlist. Violet þýddi sjálf Ijóðin á kínversku og mun það vera í fyrsta sinn sem það er gert. Þegar hún var spurð að því hvernig austurlandabúum hafi Iíkað vestræna söngferil og ég vonast til þess að ég fái tækifæri tii að koma hingað aftur. En mig langar til að taka dálítið heim með mér - fyrir utan minningarnar um velvild þeirra sem ég hef kynnst hér og fegurð landsins. Ég ætla að taka með mér gamalt íslenskt þjóðlag og kynna það erlendis. Ég er ekki búin að velja lagið en Halldór Hansen ætlar að aðstoða mig við valið." - Ég hef tekið eftir því að þú ert alltaf í fjólubláum fötum - tengist það kannski nafninu þínu á einhvern hátt? (Violet þýðir fjólublátt.) „Þegar ég fæddist gaf afi minn mér kínverskt nafn sem merkir falleg tónlist og falleg Iist, en afi minn var þekktur fræðimaður í Kína. Fjólublátt er upp- áhaldsliturinn minn og þess vegna er ég alltaf í fjólubláum fötum. En það er mjög erfitt að bera kínverska nafnið mitt fram og fólk hætti því fljótlega að reyna það en fór þess í stað ósköp einfaldlega að kalla mig \holet. Vinir mínir gáfu ntér þannig þetta nafn." Þegar Violet kom til Evrópu kunni hún ekki stakt orð í ensku. Núna talar hún nokkur Evrópumál en það hefur líka kostað hana mörg, mörg tár. Hún sagði líka aö lífið með tónlistinni hafi kostað sig mörg tár - það hafa skipst á skin og skúrir. „En í tónlistinni er bæði gleði og sorg eins og í lífinu sjálfu og ég nýt þess alls." Violet var mjög þakklát aðstandend- um Sönghátíðarinnar. Dalton Baldwin, Halldóri Hansen og forsetanum fyrir dvöl sína hér á landi. Síðast en ekki síst var hún þakklát tónlistinni - og hún vitnaði í An die Musik: Ich danke dir dafúr...- vegna þess að það var vegna tónlistarinnar sem hún kom til íslands. Á laugardaginn (í dag semsé) flýgur Violet vestur um haf til Bandaríkjanna þar sem hún býr nú, en þar ætlar hún að skrifa greinar um Island og dvöl sína hér fyrir lesendur erlendra blaða, þeirra á meðal kínverskra. Við vonum að hún komi fljótt aftur og miðli okkur af list sinni! -sbj Fóstrur Staða forstöðumanns við dagheimilið og leikskólann Garðasel Keflavík er laus til umsóknar. Áskilið er að umsækjendur hafi fóstrumenntun. Staðan veitist frá 1. sept n.k. Upplýsingar um stöðuna eru veittar hjá félagsmálafulltrúa Hafnargötu 32, simi 92-1555 frá kl. 9-12 alla virka daga. Skriflegar umsóknir þurfa að berast félagsmálafulltrúa fyrir 20. júlí n.k. Félagsmálaráð Keflavíkurbæjar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.