Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 8
8
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvœmdastjóri: Gísli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson.
Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur
Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja
Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson.
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúia 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími
18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306.
Verð i lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf.
NÝTT VERB-
MÆTAMAT
■ Miskunnarlaust er gengið á þau forðabúr náttúrunnar
sem maðurinn telur sér nauðsynjeg til að lifa því lífi sem
nútíminn kallar mannsæmandi. Á síðustu árum hafa augu
fólks opnast fyrir því að náttúrugæðin eru ekki óþrjótandi
og að það hefnir sín að gera náttúruna sér um of
undirgefna.
Mengun í lofti, á landi og í legi ér víða farin að hafa
sín áhrif á lífríkið. Gróður er upprættur á stórum svæðum,
dýrategundum eytt og fiskstofnar fara síminnkandi. Hætt-
urnar blasa hvarvetna við og ef græðgi og kapphlaupi eftir
fölskum lífsgæðum linnir ekki líður ekki á löngu þar til
mannkynið stendur eftir á sviðinni jörð.
íslendingar hafa ekki verið eftirbátar annarra þjóða í að
spilla umhverfi sínu og ganga um of á forðabúr náttúrunn-
ar. En uppi eru þróttmiklar raddir um að nóg sé komið og
við verðum að fara að læra að lifa í sátt við nánasta
umhverfi okkar og lífríki í stað þess að eyða því.
Pjóðmálaritið Sýn, sem gefið er út af ungum framsókn-
armönnum, tileinkar náttúruvernd nýútkomið tölublað.
Par fjalla mætir menn um ýmsa þætti þessa mikilvæga
málaflokks. M.a. er viðtal við Eystein Jónsson fyrrum
formann Náttúruverndarráðs og þar svarar hann þeirri
viðamiklu spuringu, hvernig skila megi betra landi til
komandi kynslóða en tekið er við því: „Vinna þarf að því
að menn geri sér grein fyrir nýjum viðhorfum í sambúðinni
við umhverfið. Geri sér t.d. fulla grein fyrir því, að það
er þáttur í lífskjörum manna að búa í hreinu, ómenguðu
umhverfi og að því verður að fylgja nýtt verðmætamat.
Menn verða að skilja, að þess háttar lífsgæða fá menn ekki
notið - ekki haldið við nútíma tækni og eyðslulífi, nema
kosta því sem til þarf til verndar náttúrunni.
Hreint loft og vatn og ómengað, viðkunnanlegt um-
hverfi, sem almenningur á aðgang að, eru náttúrugæði,
hliðstæð búskaparlandi, fiskimiðum og orkulindum.
Verndun umhverfis er nýting náttúrugæða og stuðlar að
góðum lífskjörum.
Ti} að festa með sér þennan hugsunarhátt gæti verið gott
að mála þetta sterkari litum og spyrja: Hvers virði eru
langar og breiðar stofur, mikilfengleg húsgögn og dýrir
bílar, ef loftið er mengað, umhverfið löðrandi í óþverra,
gróðurlaust og dautt, og vatn og sjór blandað eitri og
óhreinindum?
Við íslendingar megum vara okkur alvarlega að glata
ekki þeim gæðum, sem við eigum enn í óspilltri náttúru.
Það er mikilsvert að reyna að auka skilning á því, að
náttúrugersemar og dýrmætár söguslóðir eru í tölu
þjóðarverðmæta, sem eigi má spilla, að einu leyti eins og
fögur listaverk mestu snillinga og byggingar, sem mestu
skipta landsmenn, og engum manni dytti í hug að fórna í
lífsgæðakapphlaupinu. Það er sem sé fleira en fögur og
fræg mannaverk, sem hlífa þarf óg meta að verðleikum. “
Það er einkum áríðandi að fólk tileinki sér nýtt
verðmætamat. Pjóðgarðar og vernduð svæði eru góð út af
fyrir sig en náttúruunnandinn Eysteinn Jónsson hefur
víðari sjóndeildarhring en svo að hann einskorði sig við
slíkt sem einhverja allsherjarlausn, því eyðslu og nútíma
tækni eru takmörk sett og lífskjör sem byggjast á rányrkju
og freklegum ágangi á náttúrugæði fá ekki staðist til
lengdar.
Oll umgengni við náttúruna og nýting gæða hennar
verður að byggjast á hófsemd og fyrirhyggju. íslendingar
vita vel hvernig fer þegar um of er gengið á fiskstofna,
þegar skógur er eyddur og uppblástur tekur við og ekki
mun líða á löngu þar til augu manna opnast fyrir hvað
óhófleg og oft með öllu óþörf þurrkun mýra og votlendis
hefur í för með sér. Mörg fleiri dæmi mætti nefna en
aðalatriðið er að snúa vörn í sókn og vinna með náttúrunni
en ekki á móti henni. _OÓ
SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ1983
á vettvangi dagsins
■ Mcnningarhöllin í Prag, stærsta hús
borgarinnar. Þarna var „friðarþingið11
haldið Mynd: Hl
Haukur
Ingibergsson
Að fljóta
sofandi að
feigðarósi
■ Að mati hernaðarsérfræðinga eru a.m.k. 50.000
kjarnorkusprengjur til á jörðinni. Sprengikraftur þess-
ara vopna er á við a.m.k. 1 miljón Hirósimasprengja
eða sem svarar 3 kg. af dynamiti á hvern jarðarbúa.
Með þessum vopnabúnaði er unnt að tortima öllu lífi á
jörðinni mörgum sinnum. Ríki heimsins verja a.m.k.
15.000 biljónum króna á ári í vígbúnað. Fyrir 10 árum
áttu aðeins 2 riki kjarnorkuvopn. Nú eru þau 8 og eftir
10 ár verða þau 25-30 talsins.
Gjöreyðingarhættan og tortímingamöguleikinn vaxa
því með ári hverju. Það er sannarlega ekki undarlegt
að friðarhreyfingar spretti upp við þessar aðstæður og
krafan um frið og afvopnun komi fram með síauknum
þunga. Að íhuga þessi mál ekki og láta sem þau komi
okkur hverju og einu ekki við er i bókstaf legri merkingu
að fljóta sofandi að feigðarósi.
Síðustu tvær vikur hefur lítilsháttar verið fjallað í fjölmiðl-
um um „friðarþing" sem haldið var í Prag dagana 21 .-26. júní.
Að þessu þingi sem bar nafnið „The World Assembly for
Peace and Life against Nuclear War stóð heimsfriðarráðið
(The World Peace Concil) en það er samband fjölmargra
félagasamtaka um allan heim og meðal annarra sem áttu sæti
í undirbúningsnefnd þingsins var fulltrúi aðalframkvæmda-
stjóra Sameinuðu þjóðanna, Raymonde Martineau.
Undirbúningsnefnd þingsins bauð mér að sitja þingið og
þáði ég það til þess að sjá með eigin augum og eyrum hvað
þarna var um að vera, en þingið sátu um 2500 fulltrúar frá um
140 ríkjum.
Umræðuhópar
Skipulag þingsins var á þá leið að eftir að setningarhátíðinni
lauk var þinginu skipt upp í 22 umræðuhópa sem hver fjallaði
um afmarkað efni.
Ég hlustaði á umræður í þremur af þessum hópum sem
fjölluðu um öryggismál í Evrópu, hættuna á kjarnorkustyrjöld
og hvernig koma megi í veg fyrir hana auk þess sem ég sat
einn dag í hópi sem þingmenn og stjórnmálamenn mynduðu.
Malflutningur
Margir vilja halda því fram að Heimsfriðarráðið og þær
samkomur sem það gengst fyrir séu einvörðungu eitt af
áróðurstækjum Sovétstjórnarinnar og niðurstöður slíkra
funda fari eftir óskum áróðursvélar Kremlverja.
Miðaö við okkar pólitíska litróf virtust margir af þeim
fundarmönnum sem til máls tóku raunar harla rauðleitir, aðrir
voru fölbleikir en einnig heyrðust raddir manna sem virtust
ósnortnir af hinum rauðu fánum.
Margir ræðumanna höfðu ýmislegt út á Bandaríkin og
Atlantshafsbandalagið að setja og töldu að þessir aðilar
ógnuðu heimsfriðnum. Einkum var gagnrýnd sú ákvörðun
vesturveldanna að setja upp meðallangdrægar eldflaugar og
stýriflaugar í V-Evrópu.
Útifundur
Þriðjudagskvöldið 21. júní var haldinn útifundur á aðaltorg-
inu í gamla bænum í Prag til þess að krefjast friðar. Að sögn
yfirvalda komu á fundinn 150.000 manns. Fundurinn hófst
með göngu þátttakenda á „friðarþinginu" áð torginu þar sem
fundurinn var haldinn. Sitt hvoru mcgin voru raðir af
tékknesku alþýðufólki, sem margt bar merki þingsins.
Það var vissulega einkennileg,og raunar ónotaleg tilfinning
að ganga þarna til „friðarfundar“ á milli þessa fólks sem maður
vissi að hefði ekki þau mannréttindi sem okkur eru kærust.
Fréttir bárust til Vesturlanda um að á útifundinum hafi
orðið átök á milli tékkneskrar lögreglu og heimamanna en
ekki varð ég var við þau enda manngrúinn mikill.
Auk þess fór ég af fundinum áður en honum var lokið og
ætlaði að stytta mér leið í gegn um hliðargötu sem lá að torginu
þar sem fundurinn var haldinn. Sú gata var hins vegar lokuð
af röð af tékkneskum lögregluþjónum sem meinuðu fólki
aðgang að torginu.
Mannréttindasamtök 77
Félagar úr mannréttindasamtökunum 77 tóku ekki þátt í
„friðarþinginu". Sú saga gekk að ýmsir félaganna hefðu verið
fluttir í brott frá Prag dagana sem þingið stóð yfir. Um það
hafa þó borist óljósar fréttir, að nokkrir fulltrúar friðarsam-
taka vestrænna ríkja hafi í þinglok hitt fulltrúa mannréttinda-
samtaka 77 í úthverfi Prag þar sem undirrituð hafi verið
sameiginleg yfirlýsing sem segi að friður og mannréttindi séu
ein órofa heild.
Það var vissulega fróðlegt að sækja þetta friðarþing og sjá
og heyra málflutning manna frá mörgum og ólíkum þjóð-
löndum. í mínum huga eru eftirgreindar staðreyndir Ijósar:
1. Ógninni verði afiétt
Það er ljóst að ógn tortímingar vofir yfir mannkyninu.
Vopnaeignin er svo mikil, drápstæknin svo þróuð. Allir hljóta
að taka undir kröfuna um frið og að þessari ógn verði aflétt.
2. Friðarhreyfingar
Friðarhreyfingar hafa miklu hlutverki að gegna. Grundvall-
aratriði í öllu friðarstarfi er hinsvegar að vega og meta
málavexti af fyllstu réttsýni. Friðarhreyfingar verða því að
vera frjálsar og óháðar og frelsi ríkir aðeins þar sem
mannréttindi eru virt. Ríkisreknar eða opinberar friðarhreyf-
ingar hljóta eðli málsins samkvæmt ætíð að starfa í samræmi
við utanríkisstefnu viðkomandi ríkis, sérstaklega í ríkjum þar
sem höft eru lögð á skoðanir fólks og tjáningarfrelsi .
3. Gjöreyðing
Ef kjarnorKustyrjöld brýst út má búast við því að gjörvöll
jörðin verði vígvöllur. Takmarkað kjarnorkustríð er ólíklegt
og vinnanlegt kjarnorkustríð er nær óhugsandi þar sem allir
aðilar verða eyðileggingunni að bráð; Sá sem hefur styrjöld
kallar óhjákvæmilega yfir sig gagnárás.
4. Ógnarjafnvægið ótryggara
Ógnarjafnvægið verður sífellt ótryggara eftir því sem fleiri
ríki komast yfir kjarnorkuvopn. Enn hafa þó risaveldin tvö
þann mátt að geta stjórnað þróuninni til afvopnunar.
5. Afvopnun
Eina leiðin til þess að aflétta ógn kjarnorkustyrjaldar er
afvopnun, og er frysting á núverandi ástandi og stöðvun á
rannsóknum og framleiðslu hergagna fyrsta skrefið. í kjölfar
þess komi gagnkvæm fækkun kjarnorkuvopnaeignar þannig
framkvæmd að öryggi eins ríkis minnki ekki meira en annars
meðan á afvopnunartímabilinu stendur.
6. Kjarnorkuvopnalaus svæði
Hugmyndir um kjarnorkuvopnalaus svæði eru óraunhæfar
meðan vígbúnaðarkapphlaupið heldur áfram því kjarnorku-
vopnalaus svæði þýða einfaldlega að fleiri vopnum verður
komið fyrir á öðrum svæðum. Með frystingu og afvopnun
koma kjarnorkulaus svæði hins vegar af sjálfu sér. Eins eru
samningar-um kjarnorkuvopnalaus svæði e.t.v. harla léttvægir
fundnir þegar haft er í huga samningar um landhelgi ríkja eru
brotnir það gróflega að kjarnorkuveldi siglir kjarnorkukafbáti
upp t landsteina annars ríkis eins og gerðist haustið 1981 er
sovéskur kafbátur strandaði við Svíþjóð.
7. Atlantshafsbandalagið
ísland á að veraí Atlantshafsbandalaginu og starfa þar af
fullri ábyrgð. Til þessa hefur bandalagið einkum unnið að því
að koma í veg fyrir styrjöld með því að tryggja varnir
vestrænna ríkja. í framtíðinni þarf það hins vegar í meira mæli
en áður að vinna að friði með því að efla viðskipti og samskipti
og draga á þann hátt úr spennu og stuðla að afvopnun.