Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 18

Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 18
■ Kristinn Ágúst Helgason og Stefán Lúðvíksson vinna við tívolíið en voru að fá sér smá salibunu í bðunum þegar okkur Helgar-Tíma-fólk bar að. ■ Halldór Guðmundsson sagði að ekki hefði verið gert ráð fyrir svona mörgum rigningardögum í fjárhagsáætluninni en dæmið yrði ekki Ijóst fyrr en á síðasta degi. a® Helgar-Tíminn • á Miklatúni: £ { í tívolí s \ í tívolí / ••• ••• ••••••• ■ Það rignir mikið í Reykjavík. Eink- um og scr í lagi þcgar citthvað cr um að vera. Scrstaklega cf það sem um cr að vcra cr skemmtilegast í sólskini cða aö minnsta kosti þurru veðri. Eins og til dæmis tívolí. Þcgar við Hclgar-Tíma-fólk fórum í tívolíið á Miklatúni á mánudaginn var rigndi stanslaust. En á sunnudcginum, scm sagt síöastliönum, var ágætt vcður og sólin gægðist mcira að scgja fram úr skýjaþykkninu daginn þann. Þá kom líka múgur og margmenni í tívolíið, sagði Halldór Guðmundsson talsmaöur Kaupstcfnu Rcykjavíkur h.f. scm rekur fyrirtækið. Hann sagði að þá hafi fólk dvalið þarna og annars staðar í garöinum tímunum saman og liann sagðist hafa hcyrt fólk tala um það að nú fyrst nyti það garðsins. Annars hcfur þetta nú ekki gcngið neitt scrstaklega vcl. því að á tólf fyrstu dögunum rigndi í níu daga og fólk veigrar scr við að fara út í slagveðrið. En Halldór sagði að það bæri að þakka helgina síðastliðnu, sunnudagurinn semsc góður og laugardagurinn fram til klukkan 6. Þá fór að rigna og þá kcmbdist svæðið. Halldór sagði crfitt að scgja fyrir um hvcrnig færi fyrir fyrirtækinu fjárhags- lega, í fjárhagsáætlun hcfði ckki verið gert ráð fyrir nær stöðugri rigningu, þetta kæmi ckki í Ijós fyrr en á síðasta degi. Hann sagði cnnfremur að ckki yröi unnt að framlengja tívolíið vcgna þess að tækin færu í skip þann fimmta júlí til Danmerkur þar sem þau eru bókuð á bæjarhátíð í Kögc á Sjálandi þann tólfta. Fólk yrði bara að drífa sig þótt rigni cldi og brcnnistcini eða vcrða af skemmtuninni ella. Það má geta þess, væntanlegum tívolí- förum til hughreystingar, að á svæðinu er tjald og inni í því stólar og borð. ■ Ekki vitum við hvað þær heitá þessar stelpur í „tvistcrnum" en það er greinilega gaman hjá þeim. Tímamyndir: Ari Þarna getur fólk setið af sér mestu skúrirnar. Hvað verðlaginu í tívolíinu viðkemur sagði Halldór það miðað við reynslu af tveimur tívolíum, sem Kaupstefnan hef- ur rekið í tengslum við vörusýningar í Laugardalshöllinni. Það mun kosta 40 krónur inn á svæðið fyrir fullorðna og 20 krónur fyrir 6-12 ára börn. Þau litlu fá ókeypis inn. Nú síðan kostar 50 krónur í stærri hringekjur sem eru þrjár talsins, svokallaður „tvister", „kobra" og „kol- krabbi" og einnig í bílana. Síðan kostar 20 krónur í barnahringekjuna og 25 í lest sem dólar um svæðið. Svo eru kastleikir ýmiss konar og mun kosta krónur 10 að taka þátt í slíkum leik. Upp með budduna... Ef mamma og pabbi ætla bæði í tívolíið með börnunum sínum þremur, tíu, sjö og þriggja ára eða svo, gæti dæmið litiö út eitthvað á þessa leið: Eldri börnin tvö vilja áreiðanlega fara í allar hringekjurnar en mamma og pabbi segja kannski: „Bara tvær!“ Þá kostar það 200 kr. fyrir þau bæði og 200 kr. til viðbótar ef foreldrarnir fylgja börnum sínum. Síðan fer annað hvort mamma eða pabbi með litla krílið í barnahring- ekjuna og lestina og kostar það þá 90 krónur. Þá erum við komin upp í 490 krónur og cf börnin vilja kasta kostar það 10 krónur að auki -eins og fyrr segir. Nú, ef fjölskyldan þarfnast hressingar að leik loknum geta þau fengið sér pylsur á 30 krónur stykkið og gosdrykk með fyrir 25 krónur glasið. Þá þarf litla fjölskyldan að borga 275 krónur til viðbótar við 490 krónurnar og er þá komið upp í 765 krónur. Ef örlítið meira er til í buddunni eftir þetta má geta þess að eitt stykki blaðra kostar 80 (áttatíu) krónur og prins pólóið 25 kall Þetta er alltaf dapurlegasta hliðin á svona skemmtiferðum svo við skulum ekki tala meir um það! Þegar við komum í tívolíið var Borg- hildur Ingvarsdóttir á leiðinni út með dætrum sfnum tveimur, Önnu Kristínu og Sigurbjörgu. Stelpunum fannst ofsa gaman. Þær voru búnar að vera þarna sirka einn og hálfan tíma, enda vel að heiman búnar í regnfatnaði frá toppi til táar. Þær mæðgurnar fóru í þrjú tæki, hringekju, lestina og bílana. Borghildur lét vera hvað þetta væri dýrt, þegar maður færi bara svona einu sinni. Þetta gæti hins vegar orðið dýrt, áleit hún, ef maður færi að koma oftar. En þetta væri allt í lagi ef maður væri búin að ákveða fyrir fram að þetta færi ekki yfir ákveðið hámark og gæti haldið eyðslunni innan þeirra marka sem manni finnast skynsamleg. „Mér finnst alveg sjálfsagt að hér sé rekið tívolí, krakkarnir hafa það gaman af þessu,” sagði Borghildur að lokum. Páll Magnús Pálsson var að stíga úr kolkrabbanum þegar við gengum þar hjá. Þetta var fyrsta tækið sem hann fór í og fannst honum það feyki skemmti- legt. Við spurðum Pál, sem er 15 ára hvort hann héldi að fólk yxi upp úr því að hafa skemmtun af tívolíum. Hann taldi það mögulegt á gamals aldri en hélt hann ætti sjálfur langt í land með það. Svo við trufluðum hann ekki frekar við skemmtunina. Þeir Kristinn Ágúst Helgason og Stefán Lúðvíksson vinna við tívolíið en voru að fá sér salíbunu í bílunum þegar við komum þar að. Annars sögðu þeir að það væri nú ekki ætlast til þess að þeir væru að leika sér í tækjunum, en það væri ekkert sagt þegar svo lítið væri að gera, eins og raunin var á mánudaginn var. í tveggja sæta hringekju... Kristinn vinnur á kobrunni, tekur við miðum og þess háttar en Stefán er svæðismaður sem þýðir það að hann týnir rusl og leysit af á tækjunum. Þeim fannst þetta ágætis vinna, sérstaklega í góðu veðri. Þegar tívolíið hættir ætlar Kristinn til Italíu en Stefán ætlar á hinn bóginn að vinna á Hótel Sögu, þar sem hann vinnur reyndar nú þegar- - sem pikkaló. Helma Markan var að vinna í veitinga- skúrnum og við yfirheyrðum hana ein- mitt um verðlagið. Sem við vorum að rabba við hana kom Kristmundur Sig- mundsson eða Krissi „tvister“-maður aðvífandi að forvitnast um hvað við vorum eiginlega að forvitnast um. Hann bauð okkur umsvifalaust í eina ferð sem við þáðum að sjálfsögðu að bragði. Enda leit þessi hringekja hans ósköp sakleysislega út. En hún snerist ansi hratt og reis ansi hátt og við hlógum ofsalega mikið. Ég veit ekki af hvers konar völdum... Þegar við komum úr „tvisternum" reikuðum við í áttina að kastleikjaskúr þar sem nokkrar stelpur voru með blóm og bangsa. Óli Villi, Róbert og Ásdís voru að vinna þarna og sögðu þau að mikil aðsókn væri í kastleikina. Upphaf- lega hefðu þeir verið aukaatriði en reyndin væri sú að þegar eitthvað væri af fólki á svæðinu væri alltaf troðið hjá þeim. Þessu réði vinningsvonin sjálfsagt að einhverju leyti, svo væri þetta ódýrt og alltaf er nú gaman að spreyta sig! Stelpurnar með blómin og bangsana heita Ingibjörg, Emily, Helga og Maja. Ingibjörg var búin að koma sjö sinnum í tívolíið, hinar eitthvað álíka oft en Maja hafði ekki talið sínar tívolíferðir. Hún var þó búin að vinna hvorki meira né minna en fimm bangsa! Þær vinkonurnar vildu nú ekki skil- greina fyrir okkur skemmtunina sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.