Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 15
SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1983 SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ1983 15 14 Í'twmra ■ Allir sem dá Ijóðasöng þekkja franska Ijóðasöngvarann Gerard Souz- ay, líklega hafa margir þá sögu að segja það hafí einmitt verið hann, sem opnaði fyrir þeim veröld þeirra Schuberts, Schumanns, Hugo Wolfs og Richard Strauss svo nokkur niifn séu nefnd. „Hann er besti Strauss túlkandi sem uppi er,“ fullyrti vinur minn, sem hefur stúderað þýska líderinn umfram aðra tónlist í a.m.k. 20 ár. Það er til lítils að ætla að lýsa söng Souzays með orðum, þeir sem ekki þekkja hann yrðu jafnnær, hinir sem dá hann þurfa ekki á slíkum lýsingum að halda. Souzay hefur látið svo um mælt að söngvarinn cigi ekki að spegla sjálfan sig í tónlistinni sem hann túlkar heldur eigi hann að vera sáspegill, sem tónlistin hirtist í. Það er að segja; þegar Ijóðið hcfur verið sungið cr það innihald þess og tónlistin scm tónskáldið hefur gert við þaðiá að lifa eftir í vitund áheyrend- ans, en ekki tækni og kunnátta söngvar- ans. túlkandinn verður þá fyrst stór þegar hann hefur nálgast viðfangsefni sitt af skilyrðislausri virðingu og auð- mýkt. Líklega hefur Souzay öðrum fremur tckist að starfa samkvæmt þessu mottói, það hreytir því ekki þótt það verði flestum ógleymanlegt að vera við- staddir konsert hjá honum, hann hefur þá eiginleika í túlkun og sviðsframkomu scm fanga áheyrandann gersamlega eins og hann hafi verið numinn í björg um stund. Og það þótt hann sc orðinn hálfsjötugur og aldurinn sc farinn að scgja til sín í blæbrigðum raddarinnar. Meðan hann dvelur hér er hann önnum kafinn við kennslu ungra tónlist- armanna, cn þó gaf hann sér tíma til að ræða við blaðamann í hálftíma. „betta er fjórða hcimsóknin mín til Islands," sagöi hann allra fyrst, „ég kom hingað í lyrsta sinn 1961 og þá söng ég í Austur- bæjarbíói eins og s.l. mánudagskvöld." Hvað veldur því að þú ert svo tíður gestur hjá okkur. Þú ert meö þekktustu Ijóðasöngvurum heimsins og Reykjavík getur varla talist neinn miðpunktur í tónlistarhciminum? ■ Gérard Souzay ... íslenskir áheyrendur eru stórkostlegir. Tímamynd GE málum sem ég syng á, en ég hef reynt að ná valdi á hljómfalli tungumálanna. Ég kann ekki rússnesku þótt ég syngi rúss- nesk Ijóð mjög gjarna. Norskan og -sérstaklega sænskan reyndust mér afar erfið. Einu sinni fyrir löngu kom ég fram á tónlistarhátíð í Helsinki og söng þá lög eftir Sibelius á finnsku. Það var gífurlega erfitt. En eftir þá tónleika fékk ég lofsamlcgt bréf frá Sibeliusi, það geymi ég cins og helgan dóm. Nú ertu að kenna íslenskum söngvur- um. Hvernig fellur þér við þá? Ég er kominn á þann aldur að ég verð að reyna að miðla því sem ég kann til ungra söngvara. Þið eigið mjög efnilega söngvara. Það er sérstaklega einn sem vakti athygli mína, hár barytónn, ég held að hann geti orðið mjög góður ljóðasöngvari og mig langar til að hjálpa honum til þess. Er mikið framundan hjá þér? Já, ég er að fara í tónleikaferð til Bandaríkjanna og verð þar næstu mán- uði og á næsta ári er ég bókaður með tónleika í Bretlandi og í Japan. Brahms og Strauss tónleika. Japanskir áheyrend- ur eru mjög viðkunnanlegir. Þeir eru samt ekki líkir þeim íslensku, Japanir eru mjög menntað og agað fólk eins og þú veist og þeir taka manni af mikilli kurt- eisi, klappa mjög kurteislega en þeir láta ekki í Ijós tilfinningar sínar eins og þið gerið. Ég myndi vilja jafna saman ís- lenskum og kóreönskum áheyrendum, það er eitthvað líkt með þeim. Þeir taka manni af mjög opnum huga og sérkenni- legri hlýju. Já, mér fellur vel við íslend- inga, þeir eru óbrotnir og hlýir. Megum við eiga von á þér í heimsókn aftur á næstunni? Hver veit, ég er kominn á þann aldur að ég veit ekki hversu lengi ég held áfram að syngja. En þegar ég hlustaði á upptökurnar á plötunni minni sem ég nefndi áðan, þá var ég nokkuð ánægður og sagði við sjálfan mig, hvers vegna ætti ég að hætta. Ég lifi mjög varfærnislegu lífi, ég reyki ekki, drekk ekki áfengi og fer ávallt snemma að sofa. Ég hef líka alltaf valið mér viðfangsefni cftir því ,,Eg er ekki full- kominn og reyni ekki að vera það — takmark mitt er að reyna að lirífa áheyrandann með mér” segir franski ljoðasöngvarinn Gérard Souzay Hvað áttu við með miðpunktur? París er vissulega miðpunktur í tónlist og Ítalía er miðpunktur. En þar hafa áheyr- endur ekki sérstakan áhuga á Ijóðasöng. Þeir vilja óperur. Ég er fyrst og fremst Ijóðasöngvari (recitalist), cinn af fáum í heiminum sem leggja höfuðáherslu á það form og ég er stoltur af því. Og íslenskir áheyrendur kunna svo sannar- lega að meta Ijóðasöng. Veistu að þegar ég syng í Þýskalandi vilja áheyrendur hcyra þýskan Ijóðasöng, ekki franskan eða rússneskan, þeir skilja hann ekki. Og meira að segja heima í Frakklandi kæra áheyrendur sig ekki um franskan ljóðasöng, þeir vilja þýskan. En hér. Þegar ég syng frönsku Ijóðin finn ég að áheyrendur fylgja mér og skilja mig. Eða á ég frekar að segja skynja. Þetta er furðulegt. Ég fæ betri viðtökur hér þegar ég syng frönsk Ijóð, en í mínu heima- landi. Islenskir áheyrendur eru dásam- legir, þeir eru cinhverjir bestu áheyrend- ur sem ég þekki. Svo að ísland er vissulega miðpunktur, ekkert síður, en París, eða Ítalía. Það er ekki stærðin sem ræður því heldur áheyrendurnir. Þeir hafa undraverðan skilning á ólík- ustu tegundum tónlistar og svo búa þeir yfir þessari stórkostlegu hlýju. Það komu margir að máli við mig eftir tónleikana og sögðu íið þeir hefðu hrifist mest af lögum Tshaikovskís. Þetta er stórkost- legt. Nú. ertu franskur, en ert engu að síður í röð fremstu túlkenda þýskrar tónlistar. Líturðu á þig sem fulltrúa fransks skóla í söng? Alls ekki. Ég er ekki fulltrúi neins skóla. Ég er sjálfmenntaður söngvari. Ég hef sjálfur þróað mína eigin tækni, en ég hef auðvitað lært af mörgum söngvurum. Ég get nefnt Lottu Lehmann, sem ég starfaði með á sínum tíma. Hún var ekki kennari minn, en hún gaf mér mikið. Ég hef hlustað á mínar eigin upptökur og fundið út hvað betur mætti fara og reynt að bæta úr því og mér finnst að ég hafi verið í stöðugri þróun sem söngvari og sé enn. Og auðvitað hef ég lært af mörgum söngvur- um, sem ég hef hlustað á af hljómplötum og á konsertum. Margir nefna þig og Fischer Diskau, sem fremstu menn á sviði Ijóðasöngs þrátt fyrir að þið séuð mjögólíkir. Þekkirðu Fischer-Diskau persónulega? Ég vil nefna fleiri. Peter Schreier og Hermann Prey eru báðir afburðasöngv- arar. Ég dái Fischer Diskau mjög, en við höfum aldrei hist. Þegar hann söng í París sendi ég honum btóm, sem fransk- ur aðdáandi hans og kollegi en leiðir okkar hafa aldrei legið saman. Ein frekar heimskuleg spurning, sem þú ert væntanlega oft spurður. Er eitt- hvert eitt tónskáld sem stendur þér nær en öll önnur? Nci, ekki pressa mig til að nefna eftirlætistónskáld mitt. Ég vil ekki einu sinni vera kallaður sérhæfður túlkandi þýsks ljóðasöngs. Ég vil ekki vera sér- hæfður í tónlist. Ég syng alla tónlist, óperur, ég hef sungið með Parísaróper- unni, Vínaróperunni, Metrópólitan óperunni m.a. annars hlutverk Don Giovannis í óperu Mozarts og raunar mörg hlutverk í óperum hans, ég hef sungið óratóríur. Ijóð og þjóðlög. Sumir tónlistarmenn flytja nær einvörðungu Bach, en ég gæti aldrei sérhæft mig á þann hátt, þótt ég að sjálfsögðu elski Bach. Ég vil syngja Schubert, Tsaikov- skí, Rachmaninov, Strauss og miklu fleiri. Ég var að hljóðrita hljómplötu nú áður en ég kom til íslands, þar sem ég syng Grieg og Sibelius. Þú hefur orðið að ná valdi á miklum fjölda tungumála? Ég hef ekki vald á öllum þeim tungu- livað. ég hef talið að röddin þyldi. Ég hef neitað mér um að takast á við mörg verkefni sem mér hafa fundist spennandi af því að ég hef álitið að það færi ekki vel með röddina. Ég held að ég geti haldið áfram að syngja ef ég gæti raddar- innar og held heilsu. Það hlýtur að vera erfið ákvötðun fyrir söngvara að hætta? Það er hræðilegt. Við skulum ekki tala um það. Má ég þá spyrja hvað þér finnst sjálfum um tónleikana á mánudags- kvöldið? Já, ég var ekki fullkomlega ánægður með tónleikana í heild þótt ég væri ánægður með margt. En ég er ekki fullkominn og reyni ekki að vera það. Ég er manneskja en ekki vél. Mitt takmark er að hrífa fólk með tónlistinni. Ég skal segja þér stutta sögu. Einu sinni kom ókunnur maður að máli við mig og þakkaði mér söng minn og sagði, „móðir mín er mjög sjúk og liggur á sjúkrahúsi og hún hefur sagt mér að ekkert stilli þrautir hennar eins og að heyra þig syngja.” Þetta er besta gagnrýni sem ég hef fengið í lífinu. - JGK ríkjunum fyrir nokkrum árum ásamt Halldóri Hansen lækni. Þau hefðu þá rætt þetta áhugamál sitt við Dalton Baldwin og hann hefði síðan talað við Gérard Souzay, Glendu Maurice og Elly Ameling. Dalton Baldwin dreymir sjálf- an um að koma á fót alþjóðlegri söng- akadem íu þar sem ungir söngvarar hvað- anæva úr heiminum gætu komið og lært undir handleiðslu góðra söngvara sem væru sjálfir hættir tónleikahaldi. Dalton Baldwin cr þekktur fyrir að leggja sig sérstaklega fram við að leiðbeina ungum söngvurum og píanóleikurum og hefur hann haldið námskeið fyrir þá víða um heim. Rut sagði að Sönghátíðin nyti stuðn- ings Tónlistarfélagsins. Tónlistarskólans í Reykjavík, Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis og Flugleiða og hefði ekki verið sótt um neina opinbera styrki til þess að hátíðin gæti orðið að veruleika. Hún sagði það von sína og trú að hægt væri að halda svona hátíð með stuðningi ákveðinna aðila en það væri erfitt að reka svona fyrirtæki vcgna þess hversu nátengt það er dollaranum og gengið fellur ört. Rut kvað hátíð sem þessa vera víta- mínsprautu fyrir söngvarana og píanó- leikarana og einnig fyrir nemendurna. Það væri ómetanlegt að fá þetta tónlistar- fólk, sem allt er í fremstu röð í tónlistar- heiminum, hingað á einn stað því að hver söngvari er einstaklingur með sína persónulegu túlkunog sín persónulegu viðhörf. Þá væri það mikilvægt fyrir þátttakendur að hlusta hvert á annað um leið og þeir hlýða á leiðbeiningar hinna erlendu söngvara. Það var greinilegt á þátttakendum og áheyrendum að áhuginn var mikill og einbeitingin í hámarki. Og merkilegt að sjá hvernig söngvararnir eins og losnuðu úr læðingi við uppbyggjandi athuga- semdir kennaranna. Reyndar sagðist Souzay ekki vilja líta á sig sem kennara heldur eldri listamann sem miðlaði yngri listamönnum af reynslu sinni og þekk- ingu. „Souzay seiðir fram það besta í manni“ Það kom fram bæði hjá Gérard Souzay og Glendu Maurice að Ijóðasöngvaran- um er nauðsynlegt að gera sér glögga grein fyrir inntaki þess ljóðs sem hann túlkar. Þannig sagðist Glenda þekkja söngkonu sem málar alltaf myndir af ljóðunum sem hún syngur. Söngvarinn þarf, sagði hún, að spyrja sjálfan sig að því hvort einhver persóna sé í Ijóðinu, hvernig umhverfið eða „leikmyndin" sé, hvort stemmningin sé dapurleg eða glað- leg o.s.frv., o.s.frv. Augljóst var af orðum hennar og því hvernig hún byggði túlkun söngvaranna upp, skref fyrir skref, að Ijóðasöngur er mikil „stúdía". Souzay sagði m.a. að ekki væri til nein fyrirfram gefin formúla fyrir því hvernig syngja ætti tiltekin ljóð. Hver söngvari hefði sinn skilning sem hann túlkaði eftir. „En“, sagði hann, „söngvarar verða að hafa skoðun á því sem þeir syngja annars er ekkert gaman að hlusta á þá.” Það var auðheyrt á þátttakendum að þeim þótti mikill fengur að leiðsögninni á þessu námskeiði. „Souzay seiðir fram það besta í manni,” sagði Sigrún Gestsdóttir mezzó- sópran söngkona, sem kennir við Tón- skóla Sigursvcins D. Kristinssonar. „Það streymir frá honurn ákveðið lífsviðhorf sem er svo nauðsynlegt í söngnum. Það sem hefur verið lærdómsríkast fyrir mig persónulega er að reyna að gefa eitthvað af mér-gefa tónlistinni líf og gefa af mér tilfinningar um leið. Síðan finnst mér helmingurinn felast í því að heyra hvað aðrir hafa að segja og hvað þeir eru að gera. Maður finnur þá að maður stendur ekki einn í þessu stöðuga námi. Mérfinnst stórkostlegt að fá að taka þátt í þessu námskeiði og vera nálægt þessu fólki.“ - Ertu svo ekki að fara á annað námskeið? „Jú, ég fer nú í júlí á fimm vikna námskeið í London hjá Audrey Lang- ford og Andrew Field. Það námskeið er á vegum skóla sem heitir Opera Studio. Fólk staldrar gjarnan við í þessum skóla þegar það hefur lokið námi í tónlistar- háskólum og er að leita fyrir sér með vinnu eða framhaldsmenntun. Svona námskeið eru nauðsynleg því maður verður aldrei fullnuma." Margrét Ponzi sem nemur söng við Tónlistarskólann í Reykjavík var áheyr- andi á námskeiðinu. Hún sagði að það víkkaði sjóndeildarhringinn að fá hingað erlenda listamenn og gæfi manni tilfinn- ingu fyrir því sem er að gerast úti í hinum stóra heimi. „Þátttakendur brjótast út úr skel sinni“ „Ég held að það sé ekki bara lærdóms- ríkt fyrir söngvara og píanóleikara held- ■ Undanfarna viku gistu góðir gestir Reykjavík og héldu unnendum sönglist- arinnar veislu. Voru þar á ferð söngvar- arnir Gérard Souzay, Glenda Maurice og Elly Ameling ásamt píanóleikaranum Dalton Baldwin. Hafa þau haldið hér námskeið og leiðbeint íslenskum og erlendum söngvurum og píanóleikurum. Þátttakendur á Sönghátíð ’83 eru 32 söngvarar og 12 píanóleikarar en auk þeirra mætti fjöldinn allur af áheyrnar- þátttakendum - söng- og píanónemendur og annað tónlistaráhugafólk - í Haga- skólann daglega þessa viku. Rut Magnússon og Kristín Svein- bjarnardóttir hafa unnið að undirbúningi hátíðarjnnar frá því í haust. Rut sagði að íslenskt söngáhugafólk hafi lengi dreymt um að geta haldið hátíð sem þessa hér á landi. Hún sagðist hafa sótt samsvarandi hátíð í Princeton í New Jersey í Banda- Dr. Mwesa I Mapoma. Sigrún Gestsdóttir „SONGVAR AÐ HAFA ■ Hrefna Eggertsdóttir þctta heimsfræga fólk sem eru öll stór- kostlegir listamenn og að 'auki frábærir kcnnarar. Þó maður komi bara upp cinu sinni lærir maður svo mikið á því að hlusta á hina. Flcstir virðast vcra að glíma við svipuð vandamál Mér finnst ég hafa lært hversu mikill munur er á því að syngja lag „hrátt", þ.e. alla tóna rétt og vel, og svo því þegar söngvarinn og píanólcikarinn gefa sig á vald því sem innihald lags og ljóðs blæs þeint í brjóst og gefa þar með eitthvað af sér til áhorfenda. Þá hef ég líka áttað mig á því hversu mikið söngvarinn verður að nýta sér sína eigin lífsreynslu og tjá hana þcgar á sviðið er komið, til þess að flutningurinn verði áhrifamikill. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur hjónin," (kona Bergþórs er Sólrún Bragadóttir sópransöngkona) „að kom- ast á svona Ijóðanámskeið vegna þess að í skólanum sent við stundum nám í er aðaláherslan lögð á óperusöng." - Hvaða skóli er það? „Indiana University: sem er almennur háskóli en við hann starfar geysilega öflug og stór tónlistardeild. Þessi deild cr gróðrarstöð fyrir söngvaraefni, sér- staklega fyrir bá sem vilja leggja stund á óperusöng. En kennari okkarerprófess- or Roy Samuelsen. í skólanum er stór ópcra þar sem færðar eru upp 6-9 óperur á ári með nemcndum eingöngu. Það má segja að þessarsýningarséu „prófession- al“ en á haustin er prufusungið og þá valið í hlutverkin. Við hófum nám þarna í fyrrahaust, fyrir tilstuðlan Halldórs Hansen sem þekkir til þarna, en áður vorum við í Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Elísabetu Erlingsdóttur. Sólrún var einnig hjá Elísabetu Erlingsdóttur í Tónlistarskóla Kópavogs." - Stefnið þið þá á óperusöng? „Nei, ekkert frekar, en alvegeins. Við stefnum að því að verða fær í hvort tveggja, óperu- og ljóðasöng, svo verður bara að koma í Ijós hvað á betur við mann.“ „Ég elska hann líka!“ Hrefna Eggertsdóttir er píanóleikari og kennir við Tónlistarskóla F.Í.H. Hún sækir námskeiðið hjá Dalton Baldwin og Sjá næstu siðu ■ Kristín Sveinbjarnardóttir og Rut Magnússon hafa unnið að undirbúningi Sönghátíðarinnar frá því í haust. Gerard Souzay leiðbeinir Rebeccu Taylor en Hrefna Eggertsdóttir leikur undir. Tímainyndir: Ari, Arni Sæberg, G.E. ur alla. Mér finnst hafa kontið fram hér á námskeiðinu, að allir þessir listamenn, Souzay, Glenda Maurice og Dalton Baldwin hafa mjög næman skilning, en það er m.a. það sem gcrir þau að svo frábærum túlkendum. Þau tengja þessa listgrein ekki bara ballett, bókmcnntum og ljóðlist heldur tala þau um samruna, þá heild sem gerir manneskjuna að góðum söngvara. Öll list er svo nátengd eins og maður sér t.d. í myndlist - maður heyrir þegar málvcrk talar og finnur jafnvel lykt. Listinersvosamofinogmér finnst þau einmitt vera að kenna hvernig megi ná þessu öllu í söngtúlkuninni. En það sem mér hefur þótt stórkost- legast á þessu námskeiði er að sjá hvcrnig þátttakendurnir brjótast út úr skel sinni.“ Bergþóri Pálssyni baritonsöngvara fannst helsti tilgangur námskeiðs af þessu tæi vera sá að opna fólki innsýn inn í heim Ijóðatónlistarinnar meðöllum sínum smáatriðum og fínheitum. „Það er stórkostlegt tækifæri fyrir íslenska söngvara og söngvaraefni að fá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.