Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1983 5 fjöldamorð nasista á gyðingum mönnum í of fersku minni. Franskt háðrit var fyrirmyndin Pað var ekki fyrr en árið 1921 að Gjörðabækurnar voru aflijúpaðar sern falsrit í eitt skipti fyrir öli. þótt auðvitað hefðu upplýstir menn um allan heim neitað að taka mark á þeim löngu fyrr. Afhjúpunin var einkum verk Philip nokkurs Graves, fréttaritara Lundúna- blaðsins The Times í Konstantínópel í Tyrklandi. Hann fann í fornbókaverslun þar franskt háðrit frá árinu 1864 sem var ádeila á Napóleon III. Rit þetta hét Dialogues aux enfers entre Machiavel et Montesquicu (Samræður í Helvíti milli Machiavelli og Montesquieu) og þar er Machiavelli að gefa leiðbeiningar um það hvernig unnt er að ná völdum með svikum og blekkingum. Orðalag franska háðiritsins er tekið nánast stafrétt upp í Gjörðabækurnar! Frekari rannsókn, einkum sagnfræðingsins Vladimirs Burtseffs, leiddi í Ijós að hugmyndin um alheimssamsæri gyðinga er tekin úr skáldsögunni Kiarrits frá 1868, en höf- undur hennar var Hermann nokkur Goedsche. Pað reyndust vera starfs- menn rússnesku leynilögreglunnar sem fölsunina höfðu gert í því skyni að draga úr tiltrú Rússa á ýmsar framsæknar og frjálslyndar hreyfingar sem í upphafi aldarinnar gerðu Nikulási 11. Rússakeis- ara lífið leitt. Leynilögreglan vildi láta líta svo út sem þeim væri öllum fjarstýrt af auðugum gyðingum erlendis. Afhjúpunin frá 1921 er endanleg, en þar með er saga falsritsins ekki öll því það hélt áfram að koma út á hinum ýmsu þjóðtungum, og er raunar enn gefið út af aðilum sem svífast einskis. Banda- ríska vikuritið Time greindi þannig frá því í vor að Faisal konungur Saudí- Arabíu hefði látið dreifa eintökum af ritinu ókeypis til ferðamanna áður en hann var ráðinn af dögum árið 1975, og ástæða er til að ætla að víða í Arabaríkj- um séu Gjörðabækurnar enn í hávegum hafðar. GM Darvin, Nitzsche, Karl Marx, Freud o.m.fl., og nú síðast Einsteins vit- leysuna, sem buið er að vera að reyna að útskýra í 30 ár, en enginn skilur ennþá - ekki einu sinni höfundurinn. Sama er að segja um hinar siðspillandi, málspillandi og mannskemmandi stcfnur í bók- menntum síðari tíma, að maður ekki tali um hinar sálarmyrðandi listastefnur í málara og myndhöggvaralist, sem af- mynda allt og afskræma og setja skrípi og skelfingu í stað fegurðar og tignar. Fjöldi manna óafvitandi í þjónustu samsæris- manna 8. Á skipulagsbundinn hátt vinnur sam- særið að því, að eyðileggja hugsunarhátt almennings með því fyrst og fremst, að sýkja og eitra skemmtanalíf fólks, og hefir það svo að kalla algjörlega náð kvikmyndaframleiðslu heimsins í sínar hendur, enda hafa kvikmyndirnar reynst eitt besta tækið til að gjörspilla hugsunar- hætti æskunnar. Svipuð er saga annarra skemmtana, sem samsærið hefir tekið í sína þjónustu, og meira eru þekktar í erlendum stórborgum en hérlendis. Og hlutverk hinnar svokölluðu „opinberu fræðslu" er þetta samkvæmt Siðareglun- um: „Tilgangur hennar er sá, að gera fólk að hugsunarlausum, auðsveipum skepnum." Fjöldi manna er í þjónustu samsærisins, án þess að hafa hugmynd um það, eða gera sér nokkra grein fyrir því. 9. Baráttuaðferðir samsærisins eru svo margvíslegar, að ógerningur er að rekja þær. Það beitir ávallt því, sem bezt á við hverju sinni. Komi þaö fyrir, að ein- hverjir þjóna þess uppgötvi, að þeir eru í þjónustu þess, eru þeir myrtir, eða tortímt á annan hátt. Nærtækustu og nýjustu dæmin þar um eru t.d. Rathen- au, Trotsky og Bernadotte greifi. í Siðareglunum segir: „Dauðinn bíður allra að lokum. Betra er að færa þau leikslok nær þeim, sem hindra áform vor, heldur en sjálfum oss, sem erum upphafsmenn áforma þessara. Vérstytt- um þeim aldur á þann hátt, að enga aðra en bræðralagið sjálft getur grunað, ekki einu sinni fórnarlömbin sjálf, sem til dauða hafa verið dæmd, þau deyja öll þegar þess er þörf, og dauðaorsökin virðist eðlileg." vituícOiv vih óúýtat VttUetju Ajón með x 6 manna bifreiö ístóttuí Brottför frá Seyöisfirði alla miðvikudaga VELKOMIN UM BÖRÐ Leitið upplýsinga URVA viö Austurvöll @26900 UMBOÐSMENN: Ferðaskrifstofa Ferðamiðstöð Austurlands AKLIREYRAR EGILSSTÖÐUM ODYRAR F /TPFYIA FFPÍUD JL /“TeLlj m'j Jl lP Jl JL Jl mJ I ■%

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.