Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 22

Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 22
SUNNUDAGUR 3. JUl.I 1983 Plötur Halastjarnan - Ég kveðju sendi herra/Geimsteinn Ennþá á leið í land ■ Ekki þarf cg að hafa mörg orð um Ahöfnina á Halastjörnunni. Hún er orðinn fastur liður á dægurlaga- markaönum og nokkuð stór liður. Auk þess veit fólk hvað cr á seyði þegar tilkynnt er um nýja plötu með skipstjóranum Gylfa og undir- mönnum hans. I'essir sjóreknu pakk- ar á fjörur frívaktarinnar innihalda yfirleitt þrjú fjögur skemmtileg lög sem eru gripin strax og svo önnur sem ná aldrei út fyrir hcimili þeirra sem kaupa plötuna. Ásamt grípandi laglínum eins og í lögunum Á leið í land, Oftast út á sjó og Góða gamla Island, held ég að textarnir stuðli mikið að vinsældunum. Það er ekki liægt að segja að Gylfi sé klaufi í textagerð en gallinn er bara sá aö maöur kann tcxtana áður en maður hlustar á þá. Það hcfur stund- um vcrið sagt að Gylfi lýsi sjómanns- lífinu á cinkar óraunsæjan hátt og ég held ég taki undir þá skoðun án þess þó ég hafi nokkurn tíma komið til sjós. En ég er liara hræddur um að upplög þessara platna rnyndu hljóta ömurleg örlög ef Gylfi lýsti sjó- mannslífinu cins og það er. Fyrir mína parta finnst mér Gylfi gera vel með þcssum bulltextum sínum, ég held hann lífgi upp á tilvcru stríðandi sjómannanna sein hvort sem er myndu ekki ncnna að heyra um slitin net og lélegan afla. (Ég hef bara verið að velta því fyrir mér hvort sjóararnir heyra yfirleitt þáttinn Á frívaktinni, hvort þeir séu ekki úti á dekki að saxa hausa og öldugjálfrið yfirgnæfi útvarpið uppi í brú. Það er kannski meiri þörf fyrir óskalög skrif- stofufólks.) Þctta er nauðsynleg plata fyrir frívaktina (ef einhver frívakt er á sjónum) og fyrir.þá sem þora ekki á sjóinn en hafa brennandi áhuga á að kynnast sjómannslífinu. Fyrir þá hcf ég mjög gott ráð. Kaupið ykkur einhverja plötu með þcssari skraut- legu áhöfn Halastjörnunnar og hlerið skipabylgjuna í útvarpinu. Þar kynn- ist maður lífi sjómannanna og kvenna þeirra á mjög raunsæjan hátt, kannski örlítið of raunsæjan. Einu sinni heyrði ég þar mjög skemmtilegt samtal sjómanns og konu hans. Maðurinn fékk síðan að tala við ungan son sinn sem fræddi hann á því að einhver maður hefði verið heima hjá mömmu sinni í gærkvöldi. Stráksi fékk ekki að tala meira í það skiptið. Fyrir næsta skammt af sjómanna- söngvum væri ekki vitlaust fyrir Gylfa að safna sér efnivið úr skipa- bylgjunni margfrægu. Pínulítið raun- sæi myndi skki saka. Magnús og Þorgeir Bra saman á plötu ■ Hljómplötuútgáfan GEIM- STEINN gaf út þann 24. júní s.l. hljómplötu með þeim Þorgeir Ást- valdssyni og Magnúsi Ólafssyni og ber hún nafnið Út um hvippinn og hvappinn.. Á plötu þessari syngja þeir félagar lög úr ýmsum áttum og eftir ýmsa höfunda bæði innlenda og erlenda. Þorgeir Ástvaldsson hefur samið flest af lögunum á þcssari plötu og einnig nokkuð af textunum, ekki sakar að geta þess að eitt af lögunum er eftir hinn kunna útvarpsmann Jónas Jónasson, og annað eftir Hró- bjart Jónatansson, síðast en ekki síst semur Þorsteinn Eggertsson nokkra texta ... ■ Seinni hluta 1981 var Mogo Homo stofnuð af Óskari Þórissyni og Óðni, sem ég man ekki hvers son er. Tónlistin sem hljómsveitin lék þá flokkaðist undir nýrómantík og var leikin á bassagítar, hljómborð og trommuheila. Óskar sá um sönginn. Þennan dúett mátti heyra í Rokk í Reykjavík flytja lagið Bereft á mcðan Egó var að undirbúa niðurlag myndarinnar. Sjálf hljómsveitin var ekki sýnd, fáir vissu hverjir fluttu lagið og þótti mér það miður því að mínu áliti var þetta eitt besta lag myndarinnar. Eftir þessa snubbóttu kynningu á Mogo Homo heyrðist lítið í henni, fyrir utan nókkra minniháttar tónleika, því Óskar hélt til Japan og dvaldi þar í hálft ár. En hljómsveitin er til ennþá í mjög breyttri mynd og tónlist hennar hefur breyst, með breyttum tímum. Þótt hin svokallaða nýrómantík sé kannski enn til staðar í poppheiminum hefur hún til allrar blessunar leitt af sér fleiri stefnur og ég held að það sé óhætt að scgja að „endurvakning“ soul tónlistarinnar eigi einhverjar rætur að rekja þangað, kannski þó aðallega á yfirborðinu. Að sögn Óskars, scm syngur, leikur á hljómborð og fitlar við trommuheila í Mogo Homo, einkennist tónlist hljóm- sveitarinnar mikið af soul, fönki og reggae áhrifum þótt eflaust ntegi kalla eitthvað af efni hennar nýrómantík. Þessu til frckari skýringar benti hann á Motown hljóminn og t.d. að hljómsveit- in léki eitt af þeim lögum sem Diana Ross söng fyrir Motown, My World is empty without you. Annars er allt annað efni frumsamið þótt stefnan sé að lífga einnig upp á gömul og góð soul lög sem ekki hafa heyrst mikið. Talandi um texta sagði Óskar að hljómsveitin legði mun meiri áherslu á tónlistina, tcxtarnir væru á ensku og um allt og ekkcrt, ástina og hvað eina. Eins og ég sagði áðan hafa miklar brcytingar átt sérstað innan Mogo Homo Asamt Óskari sjá um söng og áslátt tvær söngkonur, Steinunn Halldórsdóttir og Sunna María Magnúsdóttir. Á gítar spilar Tómas Bergþórsson og á bassa Einar Ingi, sem er nýbyrjaður eftir að Óöinn yfirgaf hljómsveitina til aðgramsa í hvölum. Þótt um aðalásláttinn sjái trommuheili eins og stendur má skjóta því að að lifandi trommuleikara vantar, ef einhvcr hefur áhuga. Svona viðtölum má aldci Ijúka án þess aö spyrja um framtíðina og um eitthvað dularfullt eða viðkvæmt í fari hljómsveit- arinnar. Hvað snertir framtíð Mogo Homo þá er hún til staðar jafnvel þótt plata komi ekki út í bráð. Að vísu er ekki loku fyrir það skotið að af útgáfu verði, hljómsveitin sendi Hljóðrita tvær upptökur og bíður núna eftir svari. Auk þess gæti verið að hún fengi eitt lag á safnplötu sem Skífan kemur til nteð að gefa út. Fyrir þá sem langar að berja Mogo Homo augum spilar hún á útihátíð fyrir utan Þróttheima 23. júlí. Þá er komið að viðkvæmu spurning- unni. Hvað þýðir Mogo Homo? Svarið sem ég fékk hjá Óskari var ansi loðið, hann vildi helst ekki gefa upp hvað Mogo þýðir, aðeins að það sé japanskt slúður sem hafi tvíræða merkingu. Homo kannast flestir við sem vita ein- hver deili á sjálfum sér. Skyldu meðfylgjandi myndir, teknar í Safari, geta gefið einhverja vísbendingu um merkingu orðsins Mogo? Bra Bunny- menn komnir ■ Hljómsveitin Echo and The Bunnymen kom til landsins í morgun en stórtónleikarnir með þeim eru í kvöld í Laugardalshöll eins og öllum ætti að vera orðið kunnugt. Ekki er útlit fyrir að fleiri erlendar hljómsveitir komi hingað til lands í bráðina og varla verða „stærri" tón- leikar haldnir í ár, þar sem tvær af þekktustu hljómsveitum okkar koma einnig fram, það er Egó og Grýlurnar auk þess sem Deild 1 treður einnig upp. Þannig að óhætt er að hvetja alla sem vettlingi geta valdið að mæta í Höllina í kvöld. -FRI Tvennir tónleikar með snillingnum í Broadway ■ Jazzleikarinn Ray Charles mun halda hér tvenna tónleika í Broadway fimmtudaginn 7. júlí n.k. en hér er tvímælalaust um einn merkasta jazzvið- burð ársins að ræða. Hingað kemur Ray með stórsveit sína sem telur 25 manns auk sönghóps. Ray Charles hefur verið í hópi fremstu jazzleikara heims nú um 25 ára skeið eða svo en um hann hefur Frank Sinatra sagt: „Ray Charles er eini snillingurinn á okkar sviði." Ray Charlcs er fæddur 1930 í Albany í Georgia í Bandaríkjunum, af fátæku fólki kominn. Hann varð blindur 6 ára en lærði á píanó í blindraskóla. Er hann varð 15 ára hætti hann í skólanum og hóf að leika með ýmsum hljómsveit- um, en það varð ckki fyrr en hann stofnaði eigin hljómsveit og komst á mála hjá Atlantic og síöar ABC 1959 að hjóliri fóru að snúast fyrir kappann. Ray hefur sinn sérstaka stíl í jazzinum ■ Jazzsnillingurinn Ray Charles. en hann hefur verið iðinn við að hræra ýmsum stet'num saman, jazzblús, gospel o.fl. og á því tök í mörgum. Á sjöunda áratugnum fór hann að syngja vinsæl lög og tónlist hans varð poppaðri en áður, jafnframt því sem hann kom á fót stórsveit sinni og sönghóp. Þá náði hann þeim almennu vinsældum sem hann hefur haldið æ síðan og ekki er að efa að tónleikar lians hér verði bæði athygl- isverðir og skemmtilegir. -FRI Ray Charles á Islandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.