Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 24

Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ1983 íslensku leikritin koma Pahbi og mamma voru miklir leikhús- unnendur og þekktu nokkra starfsmenn leikhússins, og ég vandist því snemma á leikhús, innan við tíu ára aldur. Ég man vel eftir sýningum frá þeim tíma, frá 1911 til 15. Þá voru þau að koma íslensku leikritin, Fjalla-Eyvindur, Galdra-Loftur, Lénharður fógeti og Hadda Padda Kambans. Mikið blóma- skeið hjá heikfélaginu. Einhvern veginn komst ég líka oft yfir frímiða. Fjalla-Ey- vind sá ég t.d. oftar en einu sinni. Þessi leikrit voru í gangi tvo þrjá vetur, nokkrum sýningum skotið inní á leikár- inu. Ég man mjög vcl eftir þessum sýningum. Fyrsti bekkur í Iðnó var þá barnabekkur og var baklaus. Það voru auðvitað ekki fínustu sætin, enda alveg ofan í sviðinu. En nógu góð fyrir mig. Þau eru mörg guðshúsin Hvað ég sé að hugsa? Ég er cnnþá í bernskudogunum. Hugur minn leitar til séra Árna Þorsteinssonar prests á Kálfa- tjörn og konu hans, Ingibjargar Sigurð- ardóttur. Ég var víst sjö ára þegar ég kom til þessara góðu hjóna í fyrsta sinn. Og ég var hjá þeim ein sex sumur fremur en fimm - og mikinn hluta cins vetrar undir Tondeleyó, 1946. ■ Kristbjörg Kjeld og Valur. Dagbók Önnu Frank, 1958. „Þau eru mörg guðshúsin” — grípið niður í viðtalsbók Jóhannesar Helga við Val Gíslason, leikara ■ Valur Gíslason hefur um áratugaskeið verið einn af vinsælustu leikurum landsins. Fyrir síðustu jól kom út viðtalsbók við Val, þar sem hann sagði Jóhannesi Helga frá ævi sinni og leikhúsferli. Auk þess fjalla fimm leikhúsmenn um listamanninn og manninn Val Gíslason í bókinni, sem hefur jafn- framt að geyma mikinn fjölda mynda af Val í ilestum af þeim á þriðja hundrað hlutverkum, sem hann hefur leikið á sviði og í sjónvarpi á meira en hálfrar aldar leikferli. Tíminn hefur fengið leyfi Jóhannesar Helga til þess að birta hér kafla úr viðtalinu við Val Gíslason í bókinni „ Valur og leikluisið“, og auk þess nokkrar myndir af Val í ýmsum hlutverkum. lokin, þá að lesa mcð hjálp séra Árna undir próf uppí menntaskóla. Það voru engin vensl milli mín og þessa elskulega fólks. Þctta var okkur alveg óvandabundið fólk. Það var vinur föður niíns sem kom mér þarna fyrir í fyrstu. Segðu bara mamma Kona prestsins, Ingibjörg, var mikil gæðakona, vinnusöm ogstjórnsöm. Hún var jafnan kölluð maddaman að þeirrar tíðar hætti. Ég man að það ávarp var mér alveg framandi. Og því var þaðcinu sinni þegar cg var aö reyna að böggla þessu orði út úr mér, aö hún sagði: Vertu ekki að reyna að segja þetta blessaður, segðu bara mamma. Uppfrá því kallaði ég hana alltaf mömmu. Ég átti því um árabil tvær mömmur, aðra á Kálfatjörn og hina í Reykjavík. Séra Árni var einnig mjög góður við mig. Hann var ekki heilsu- hraustur og varð því að hlífa sér viö störfum sem líkamleg áreynsla fylgdi, greip nú samt í orf við og við. Hann var mikið snyrtimcnni, gekk alltaf í bláum íslenskum vaðmálsfötum hvunndags og á dönskum skóm eins og það var kallað í sveitinni. Hann var léttur á fæti og einkar líflegur. Grunnmið Á Kálfatjörn var allnokkur búskapur, einar fjórar kýr í fjósi, nokkur hross og þó nokkuð sauðfé, stórt tún, en engar engjar. Það var falleg kirkja þarna - talsverð kirkjusókn. Ágæt vör og uppsátur. Sjór- inn var samt ekki mikið stundaður eftir að ég kom, ncma á grunnmiöum. Það voru aðallega grásleppu- og þyrsklinga- veiðar. Útfiri var mikið og ekki nema örstutt á miðin. Og það var oft ágæt veiði, bæði grásleppa og þaraþyrsk- lingur. Séra Árni fór einstaka sinnum á þyrskling, honum þótti gaman að veiða. að ég nú ekki tali um hve gaman mér þótti aö því. Og þarna kviknaði áhugi minn á vciðiskap, sem síðar snérist uppí laxveiði. Og seinna á ævinni stundaði ég laxveiði af miklu kappi á hverju sumri mér til mikillar ánægju og heilsubótar. Eikin og eplið Ég fékk oft að fljóta með á þyrskling- inn með vinnumanni á bænum og bónda í nágrenninu. Bóndi var hæggerður maður, en vinnumaður prests gat verið harla stórorður ef því var að skipta. . Nú - það var auðvitað metingur í okkur eins og þarf að vcra, þótt aldrei eigi að fara hátt. Ég var ansi fiskinn. Áhuginn var brennandi. Það er segin saga, hvort heldur er verið að veiða þyrskling eða lax. Ef áhuginn er ekki nægur, verður maður varla var. Eitt er víst, það fær enginn neitt nema hann ætli sér það, og má raunar heimfæra það uppá öll mann- anna verk. Það má svo slaka á að verki loknu. Það er slæmt ef menn hafa endaskipti á þessu. Það var siður séra Árna að ganga niöur að sjó þegar bátur hans kom að landi að líta á aflann, sjá hverniggengið hafði. Og þarna stcndur nú séra Árni eitt sinn sem oftar í vörinni, þegar við komum að Iandi, beinir máli sínu til bónda og segir: Þið voruð að fá hann. Jájá, svarar bóndi hæglátlega. Eða réttara sagt: drengurinn var að fá hann. Vinnumaöur bætti þá um betur, gall við: Já, andskotans ormurinn dró hann viflausan. Ég er nú bara að segja frá þessu af því að þessi tilsvör sitja alltaf í mér sem dæmi um hvernig hægt er að segja sama hlutinn með gerS(íkum hætti.ogþað átti ég eftir að sannrcyna oft og mörgum sinnum síðar, í leikstarfiiiu. ■ Á ystu nöf, 1959. Herdís Þorvaldsdóttir og Valur. Það sem ekki þarf að skýra Vorið 1915 tók ég svo próf inní menntaskólann og settist í fyrsta bekk um haustið. Mamma seldi nú fæði og meðal kost- gangara voru skólapiltar úr menntaskól- anum. Og það kann að hafa ráðið þvi að hún sendi mig í menntaskóla. ■ Lárus Pálsson og Valur. Jón gamli, 1967. Skólagangan mín varð þó hvorki löng né merkileg, nema að því leyti að síðasta veturinn minn sat ég í þeim bekk sem sagt var um „Ég minnist sextán skálda í fjórða bekk". Ég var víst undantekning- in sem sannaði regluna. Talan var kannski ekki hárnákvæm, en meðal hinna sextán voru að minnsta kosti nokkrir, sem urðu þjóðfrægir - og jafn- vel heimsfrægir. Hvörf Ég hætti sem sagt í skólanum eftir fjórða bekk. Mér hafði þá boöist álitlegt starf í íslandsbanka, og ég taldi mig ekki geta hafnað því. Auk þess var mamma farin að þreytast eins og vonlegt var. Og þetta starfstilboð var dálítið sérstakt og erfitt að láta það ganga sér úr greipum. Menn hugsuðu dálítið á annan veg á fyrri helming aldarinnar en þcim seinni, enda þjóðfélagið allt annarrargerðarþá. Ekki undan neinu að kvarta Ég losnaði aö miklu leyti við púlvinnu sumrin meðan ég var í skóla, en hún var hlutskipti margra námsmanna. Eitthvað var ég á „Eyrinni“, en ekki var það langur tími. Ég kontst fljótlega í pakk- húsið hjá Landsverslun - og það var ósköp notalegt. En það er ómetanlegt að stunda sem fjölbreytilegust störf á unga aldri og þekkja til manna í sem flestum stéttum. Það hef ég síðan sannreynt á leikferli mínum. Mín reynsla að þessu leyti hefði að ósekju mátt vera meiri. Eitt sumar var ég raunar í móvinnu í Kringlumýrinni, og einnig uppi í Vatna- skógi að afla eldiviðar fyrir bæjarbúa því þá voru kolin dýr. Ég hafði gott af hvorutveggja. Ég gegndi ritarastörfum í íslands- banka, var lengi við sparisjóðinn og í víxlunum og við almenn afgreiðslustörf. Nú - fyrir í bankanum þegar ég kom þangað, var fjölmennt starfslið, allt ágætis fólk sem reyndist mér vel í margháttuðum byrjunarörðugleikum. Prófraun Það er svo ckki fyrr en 1926 að „skandallinn" gerðist. Ég fór að leika. Indriði Waage og Brynjólfur Jóhann- esson voru þá komnir í bankann og störfuðu jafnframt hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Við þrir vorum þá þegar orðnir góðir kunningjar og sá kunnings- skapur þróaðist síðan í ævilanga vináttu. Leikfélagið var um þetta leyti að æfa Þrettándakvöld Shakespeares og vantaði ungan mann í lítið elskhugahlutverk, en Indriði var leikstjóri, eða leiðbeinandi, eins og það hét þá. Dag einn kontu hann og Brynjólfur að máli við mig, sögðu mér málavexti og spurðu hvort ég væri til í að prófa að leika smáhlutverk, sem þá vantaði mann í.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.