Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 25

Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 25
■ Valur og Bessi. Húsvörðurínn, 1962. SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ1983 Allt í lagi sagði ég, sakar ekki að reyna. Eg þekkti ieikhúsið fyrst og fremst úr salnum. Og ég sá að menn gengu þarna út og inn og sögðu sínar setningar. Og það virtist mjög auðvelt - utan úr sal að sjá. Ég var heldur ekki alveg ókunnugur bakatii í gamni sagt. Einhvern tíma var það þegar knattspyrnufélögin léku Skugga-Svein, vorið 1921, minnir mig, að ég var sem Víkingur eitthvað að aðstoða bakatil. Á elleftu stundu En hefði ég ekki haft þennan mála- mynda kunnugleika af leikhúsinu, þá þykir mér ósennilegt að ég hefði slegið til. Eitt er víst. Mér hefði aldrei komið til hugar að sækjast eftir hlutverki. Mig minnir að ég hafi ekki haft nema tvær þrjár vikur til að æfa þetta. Ég var ekkert banginn við það heldur. En tíminn var svo naumur að allt var þetta á hangandi hári. Búningurinn minn var ekki tilbúinn þegar leikararnir voru ljósmyndaðir eftir „maskaprufu", og ég komst því ekki á mynd. Krítikk Skrekkur? Nei, það var enginn skrekkur í mér þegar á hólminn var komið, ef ég man rétt. Ég hafði ekki vit á því að vera smeykur. Ég man nú ekki einu sinni hvernig krítikkin var. Mig minnir að hún hafi verið afleit, það var víst til siðs á þessum árum heldur svona að hnýta í byrjendur, enda létt verk. En ég skipti svo sem ekki öllu máli fyrir þessa sýningu, eða gerði hana mark- verða, heldur hitt, að þetta var fyrsta Shakespeares-leiksýningin á Islandi. En sýningunni var afbragðs vel tekið og aðsókn mikil. Að sýningum loknum spurði Indriði, sem jafnframt var formaður félagsins, mig að því hvort ég hefði ekki áhuga á að halda áfram, það væri hörgull á ungum karlleikurum. Margirhefðu byrj- að - en hætt fljótlega. Ég svaraði Indriða því til að ég vildi gjarnan fá úr því skorið hvort ég gæti leikið eða ekki; og næsta vetur var ég svo í nálega hverju leikriti. Og þetta varð til þess að ég ílengdist í leikhúsinu. Veröld sem var Ég hefði auðvitað gjarnan viljað fara utan á leikskóla. Ég segi það úr því þú spyrð. En ástæðan til þess að úr því varð ekki, var ofur einföld. Ég hafði blátt áfram ekki efni á því. Ég var að vísu að gæla við þessa hugmynd einhvern tíma uppúr 1930. Það reyndust bara ekki vera aðstæður til þess. En ég hef reynt að hagnýta mér alla þá tilsögn og reynslu annarra, sem til boða hefur staöið. Ég aflaði mér t.d. fyrrmeir svo margra bóka um leikhúsmál sem ég hafði framast tök á. Slíkar bækur var auðvitað ekki að hafa í bókabúðum hér þá. Ég pantaði þær erlendis frá. Bækurnar voru flestar frá ensku forlagi sem sérhæfði sig í leikbókmenntum og öllu sem varðaði leiklist; merkilegt forlag. Ég viðaði að mér heilmiklu af þessum bókum á löngum tíma. Meðal þessara bóka var t.d. hin fræga bók Stanislavskis „An Actor Prepares", sem þá var nánast biblía leikara um allan hinn vestræna heim, þótt hún sé líklega ekki í sömu hávegum höfð nú. Ég man nú lítiðúr henni. En ein setningsitur enn í mér: „Love the art in yourself, but not yourself in the art (Dýrkaðu listina í sjálfum þér, en ekki sjálfan þig í listinni). Og hefur Stanislavskis sjálfsagt með þessum orðum verið að vara leikara- efnin við „stjörnudýrkuninni", bæði mná við og út á við. Róbótar og annað fólk Hver ég haldi að sé harðasta krítikk sem ég hefi fengið um dagana? Bíddu við. Ég hlæ nú bara þegar mér verður hugsað til hennar. Það var einhverntíma uppúr 1930. Bjarni Björnsson, leikari og gaman- vísnasöngvari, kom um þetta leyti frá Ameríku, þar sem hann hafði dvalist um árabil og var nú að hugsa um að sýna á eigin kostnað í Iðnó gott leikrit, sem hann hafði séð í Ameríku, og var eftir Karel Capek. Hann var búinn að láta þýða það og var stórhrifinn af því. Hann kom að máli við mig og spurði hvort ég vildi ekki taka að mér hlutverk í þessu flotta leikriti, eins og hann orðaði það. Ég kvað það vel koma tii mála, spurði samt varfærnislega, af því að allur er varinn góður og allt svo stórt í Amerílð' unni: Er þetta erfitt hlutverk? Bjarni var fljóthuga 'og svaraði að bragði: Nei, nei, nei, það er svo auðvelt að það þarf engan leikara í það. Ég varð hvumsa við, hafði þó rænu á að segja: Nú, ég hlýt þá að vera alveg upplagður í það. Jáskojú, sjáðu til. Þetta er nefnilega gervimaður, sagði Bjarni. En það varð ekkert úr því að ég þyrfti í þetta sinn uppá sviðið að ieika þennan róbót. Það varð ekkert úr uppfærsiu Bjarna. Botninn datt úr þessu einhverra hluta vegna. En seinna keypti Leikfélagið þýðinguna og sýndi leikritið, og ég var settur í þetta sama hlutverk. Þá kom bara á daginn að það var hreint ekki svo auðvelt að fást við róbótinn, því þetta var nefnilega róbót sem var að vakna til lífsins. C.S. AUTOGUMMI ^ GÆÐA ^ ÞJÓNUSTA MEÐ GÆÐA nVÖRUM^ HEILSOLUÐU RADIAL DEKKIN v KOMIN V Erum búnir að fa dönsku heilsóluðu radial sumardekkin frá C.S. AUTOGUMMI í flestum stærðum Full ábyrgð — hagstæð verð. VERKANNA VEGNA Simi 22123 Postholf 1444 Trvggvagotu. Revkjavik fir«$ton« ★ Sumarhjólbarðar 1 ★ Jeppahjólbarðar ★ Vörubílahjólbarðar Allar almennar viðgerðir Tir«$tone umboðið FLATEYRI Sigurður Sigurdórsson sími 94-7630 og 94-7703 ORION

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.