Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 23

Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 3. JULI 1983 23 ■ Hljómsveitin Frakkamir NÝ HLJÓMSVEIT FRAKKARNIR — koma fram í Safari á sunnudagskvöld ásamt Þorsteini Magnússyni ■ Ný hljómsveit, Frakkarnir, hefur tekið til starfa og mun hún koma fyrst fram í Safari sunnudagskvöldið 3. júlí, þ.e. á morgun. Með þeim kemur fram Þorsteinn Magnússon (úr ÞEYR) bæði einn með eigið prógramm og sem gestur í þessari nýju hljómsveit. Hljómsveitina skipa þekktir menn úr rokklífinu hér, Mike Pollock er söng- vari, Þorleifur (úr Egó) á bassa, Finn- bogi (úr Kabarett, Eik, Tíbrá) á gítar og Gunnar á trommur en þetta mun vera fyrsta sveitin sem hann er í. Tónlistin sem þeir félagar leika er rokkað fönk og hafa þeir þegar samið fjölda laga en ætlunin er að fara í Hljóðrita eftir þessa tónleika og taka þar upp ein 10 lög eða svo. -FRI Grái fiðringurinn Dr. Hook - iet me drink from your well/Fálkinn ■ Eg man eftir að þegar ég var 11 eða 12 ára fannst mér voða gaman að laginu The Cover of the Rolling Stone með dr. Hook and the Medicine Show. Textinn var líka svolítið sniðugur, fjallaði um löngun hljómsveitarinnar til að komast á forsíðu tónlistarbláðsins Rolling Stone, sem þótti víst gott í þá daga, og með þessu lagi rættist sá draumur þessara kátu ameríkana. Það hefur löngum þótt loða við þessa hljómsveit að hún sé sprellfjörug og fram úr hófi húmorísk. Fyrir mér hefur ímynd þeirra alltaf verið kátir kúrekar sem stunda kvennafar og kenderí og lögin hafa einkennst af lífsgleði og léttleika. Og það sem er kannski mest áberandi við Dr. Hook er mikill áhugi þeirra fyrir sexý stelpum, eins og sást-i vídeóinu þar sent rauði þráðurinn var þrýstinn botn einhverrar Playboy týpu og sjóræninginn með leppinn, Ray Saw- yer, söng „barn, láttu bláu gallabuxurnar tala.“ Þótt sá texti hafi ekki verið verri en hver annar, og síst verri en boðskapurínn í gosdrykkjaauglýsingunum, fannst mér ansi grunnt á tónlistinni. Dr. Hook er bara orðin ein af þessum gömlu hljóm- sveitum sem hafa aðlagað sig nægilega að nútímanum, notfært sér vídeóið og lifað á nafninu án þess að hafa nokkuð frekar til málanna að leggja, annað en þá sanngjörnu kröfu að hafa vel í sig og á. Og það hafa þeir eflaust með því að kreista út eins og froðu og er á þessari plötu. Hvað viðvíkur tónsmíðunum eru eng- ar sterkar, bara svona miðlungi góðar eins og gengur og gerist (djöfulli er þetta sanngjörn lýsing), húmorinn á bak og burt og unglingslegi ferskleikinn aðeins hjáróma og væmiitítulegur ómur í fjarska. T.d. söngla þeir lag sem þeir nefna When you’re 18 og virkar það á mann sem ömurleg endurtekning á Only Sixteen eftir Sam Cooke sem þeir slógu í gegn með 1976. Þar að auki hefst lagið mjög líkt og Baby let your blue jeans talk. Síðasta lag plötunnar, Crasy Rosie, er svo óhugnanlega líkt Me and Bobby McGee eftir Kris Kristoferson að það var hinn mesti feill hjá Dr. Hook að setja það aftast á plötuna því oftast sitja öftustu lögin í manni eftir hlustun. En í heildina er það meðalmennskan sem blívur á þessari ótímabæru útgáfu. Það er náttúrlega alveg hægt að fyrirgefa Króknum það þvi almennt er það meðal- mennskan og hjökkunin í sama farinu sem fellur okkur best í geð. Þó held ég að þessi plata eigi greiðari leið að hjörtum kananna en okkar því þetta er séramerísk tónlist með séramerískum textum. Það er kannski best að lýsa þessu gamla fyrirbæri, Dr. Hook, sem manni sem grái fiðringurinn hefur heltekið. Bra Bændur Við svíkjum engan erum ódýrastir Bresk og þýsk gæða heyvinnslutæki ★ Pöttinger sláttuþyrla, 2 tromlur, 1.65 m.......... ★ Pöttinger sláttuþyrla með knosara, 1.65 m ........ ★ Pöttinger stjörnumúgavél, 8 arma, 3 m, lyftutengd ★ Pöttinger stjörnumúgavél, 8 arma, 3 m, dragtengd ★ Stoll stjörnumúgavél, 8 arma, 2,8 m .......... ★ Stoll Z 400 fjölfætla, 4 stjörnu, 6 arma, 4,1 m . ★ Síoll Z 500 fjölfætla, 4 stjörnu, 6 arma, 5,1 m . ★ Stoll Z 700 fjölfætla, 6 stjörnu, 6 arma, 7,2 m . ★ British Lely fjölnotavél, rakar 2x6“ tætlar 2x5“ ★ British Lely hjólmúgavél, 4 hjóla, lyftutengd .. ★ British Lely sláttuþyrla, 2 tromlur, 1,65 m ... ★ Audreau 350H baggatína, vökvadrifið færiband, 2,7-3,5 m Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar .. Kr: 44.000.- .. Kr: 88.000.- .. Kr: 39.000.- .. Kr: 41.000.- .. Kr: 36.900,- .. Kr: 43.500.- .. Kr: 51.800.- .. Kr: 72.000.- .. Kr: 34.500.- .. Kr: 19.700.- .. Kr: 39.500.- .. Kr: 44.050.- VEIABCCe Sundaborg 10 — Símar 8-66-55 & 8-66-80 Vélaleiga E. G. Höfum jaf nan til leigu: Traktorsgröfur; múrbrjóta, borvélar, hjólsagir, vibratora, slípirokka, steypuhrœrivélar, rafsuðuvélar, juöara, jarö- vegsþjöppur o.jl Vagnhöfða 19. Sími 39150. Á kvöldin 75836. Eyjólfur Gunnarsson ORION

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.