Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ1983 Skapa verður tru a endur reisn ef nahagslíf sins ■ Afnám verðbóta á laun og frestun á samningum milli aðila vinnumarkað- arins hafa sætt mikilli gagnrýni stjórn- arandstöðunnar og forystuliðs laun- þegahreyfingarinnar. Pað er rétt að þessar aðgerðir eru harkalegar en nauðsynlegar. Þegar núverandi stjórn tók við völdum var ljóst að engin vettlingatök dugðu til að spyrna við ógnvekjandi verðbólguþróun. Ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar lof- aði hvorki gulli né grænum skógum þegar hún tók við valdataumnum. Þvert á móti var þjóðinni sagt að hún yrði að draga saman seglin um sinn á meðan verið væri að komast yfirerfið- asta hjallann. Þeir sem harðast gagnrýna aðgerðir stjórnarinnar hafa verið fámálugir um til hvaða ráða þeir vilja grípa. Frá þeim heyrast ekki annað en neikvæðar upphrópanir. Síðla vetrarvarséð hvert stefndi í efnahagsmálum. Þá var það sem alþýðubandalagsmenn boðuðu fjögurra ára neyðarráðstafanir. Þegar Svavar Gestsson formaður Álþýðu- bandalagsins hafði umboð til stjórn- armyndunar stakk hann upp á að engar vísitölubætur yrðu greiddar á laun 1. júní s.l., heldur yrði það dregið á meðan menn væru að átta sig á hvaða ráð dygðu til að stöðva verðbólguhol- skefluna. Ekki er lengur minnst á þessar hugmyndir í þeim herbúðum, aðeins agnúast út í stjórnina og allar hennar gjörðir. Lítið er gert úr þeim ráðstöfunum sem þrátt fyrir allt koma launþegum til góða. Atta prósenta launahækkunin 1. júní er óneitanlega betri en engin fyrir launþega, en þess ber einnig að gæta að sú launahækkun dregur úr þeim hraða sem stefnt er að til að ná verðbólgunni niður. Skattalækkanir koma launþegum einnig til góða og nýverið voru aðflutningsgjöld á all- mörgum vörutegundum lækkuð og kemur það fjárhag heimilanna til góða. Óhjákvæmileg hækkun á landbúnaðar- vörum hleypti hins vegar illu blóði í marga, en það er eins og fyrri daginn, allt má hækka nema matvæli sem fremleidd eru í íslenskum sveitum. Þá ætlar allt um koll að keyra. Frestun á greiðslu íbúðarlána koma mörgum til góða og fyrirheit eru gefin um að liðka til með þeim sem þurfa að koma sér upp sinni fyrstu íbúð. Þau mál eru nú í athugun og má ekki dragast um of á langinn að róttækar aðgerðir verði gerðar í þeim efnum. Atvinnulífið í hættu Mikils er um vert að fólkið í landinu hafi trú á þeim aðgerðum sem verið er að framkvæma. Að öðrum kosti ná þær ekki tilgangi sínum. Stjórnarand- staðan reynir hvað hún getur til að villa mönnum sýn og heldur því blákalt fram að verið sé að ráðast að lífs- kjörum fólks án þess að það sé nauðsynlegt. En sannleikurinn er sá að væri ekki gripið á róttækan hátt í taumana hefði verðbólgan fyrr en síðar lagt efnahags- og atvinnulíf landsins í rúst. Þegar stjórnin tók við riðuðu margar atvinnugreinar til falls. Fyrirtæki voru að komast eða komin í greiðsluþrot og víða hefði orðið erfitt að standa við að borga út 22% launa- hækkun um mánaðamótin maí-júní. Enn meiri erfiðleikar hefóu hlaðist upp þegar líður á árið. Það var ekki um annað að gera en að höggva á hnútinn og eru erfiðleikar atvinnuveganna nægir samt. Launþegum og atvinnurekendum hefur löngum verið stillt upp sem andstæðingum. en sannleikurinn er sá að hagsmunir fyrirtækja og starfsfólks þeirra fara yfirleitt saman. Þegar fyrir- tækin ganga vel og skila hagnaði eru þau fær um að greiða sæmileg laun. En en ef þau eru rekin með halla bitnar það fyrr eða síðar á starfsfólkinu. Það gefur auga. leið' að eftir að verðbólga gengur af fyrirtækjum dauðum minnk- ar atvinna að sama skapi og þegar ríkisstjórnin gaf út bráðabirgðalög um efnahagsráðstafanir var það haft að markmiði að atvinnufyrirtækin væru fær um að halda áfram starfsemi og að ekki kæmi til atvinnuleysis. Það hefur engin dul verið dregin á að launin voru skert verulega, en af tvennu illu er miklu skárri kostur að halda uppi fullri atvinnu í landinu þannig að allir hafi vinnu og kaup. heldur en að láta fjölda fólks ganga atvinnulaust en greiða þeim sem vinnu hafa þeim mun hærri laun. Óþurftarverk Það er óþurftarverk að þrástagast á því að engin ástæða hafi verið til að grípa til svo harðvítugra aðgerða, og að reyna að telja fólki trú um að þær séu óþarfar og að hægt sé að halda uppi fullum kaupmætti á sama tíma og verðbólgan stefnir í hátt á annað hundrað þúsund prósent undir árslok og guð má vita upp í hvað hún hefði komist á næsta ári ef ekkert hefði verið að gert. Framsóknarmenn lærðu þá lexíu í síðustu ríkisstjórn, að ekki dugar að taka óðaverðbólgu neinum vettlinga- tökum. Þeir gengu til þess stjórnarsam- starfs með niðurtalninguna sem sína leið í efnahagsmálum, en vegna aum- ingjaskapar og linkindar alþýðubanda- lagsmanna sem ávallt þóttust vera að vernda lífskjörin með því að halda dauðahaldi í kolvitlaust og ranglátt vísitölukerfi, var slegið um of af og því fór sem fór. Niðurtalningin skilaði góðum árangri þegar hún fékk að njóta sín en það var því miður of sjaldan og of stuttan tíma. Því var það að framsóknarmenn beittu sér fyrir að takmarkanir á hækkunum eru bundnar í lög, þar á meðal er svo ráð fyrir gert að grunn- laun hækki ekki um sjö mánaða skeið eða til 1. febrúar n.k. og vísitölukerfið verði tekið úr sambandi. Þessu hafa launþegasamtökin mótmælt harðlega og er það í sjálfu sér eðlilegt þar sem þarna er gengið á frjálsan samnings- rétt. En þess ber að gæta að það er aðeins í stuttan tíma á meðan verið er að komast yfir erfiðasta hjallann. Stjórnarandstæðingar hafa gert sér miki’nn mat úr þessu og alþýðubanda- lagsmenn og málgagn þeirra klifaði á að ríkisstjórnin hafi tekið sér alræðis- vald og líkja þessum tiltektum við stjórnarfar marxistans Jaruzelskis, leiðtoga pólskra kommúnista. Hvort ráðstafanir ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar eiga frem- ' ur skylt við stefnu og hugsjónir pólskra kommúnista en málflutningur og bar- áttumál þeirra sem að málgagni sósíal- isma standa skal ekki dæmt um hér. En það er vanvirða við lýðræðið að leggja að jöfnu nauðsynlegar og tímabundnar efnahagsaðgerðir á íslandi og pólskt stjórnarfar. Póllandi er stjórnað með herlögum af mönnum sem ekki hafa verið til þess kosnir og eru ekki annað en leikbrúður erlends valds, sem að vísu kennir sig við þjóðfrelsi og framkvæmir sósíal- isma og nauðgar því stjórnarformi upp á þær þjóðir sem það hefur tök á. I Póllandi, eins og í öðrum sósíalista- ríkjum, eru verkalýðsfélög bönnuð, önnur en hin ríkisreknu, og fá Pólverj- ar að kenna á því. Á íslandi hafa engin launþegasam - tök verið bönnuð og neyta þau óspart réttar síns til að koma á framfæri mótmælum vegna tímabundinnar skerðingar á samningsrétti þeirra. Það er eðlilegt að þau geri það, en launa- menn ættu að hafa í huga að það er ekki síst í þeirra þágu að árangur náist með aðgerðunum til að snúa verð- bólguþróuninni við. Það verður ekki nógsamlega brýnt fyrir fólki að án aðgerðanna hefðu kjörin rýrnað enn meira. Verðbólgu- þróunin var einfaldlega komin á það stig að undirstöðurnar voru að bresta. Skuldabyrðin lettist Mjög hefur verið gagnrýnt að ráðist hafi verið um of á launin en aðrir þættir efnahagslífsins látnir eiga sig svo sem vextir og verðbótalán. Fyrirheit hafa verið gefin um að vextir verði lækkaðir þegar er aðgerðirnar fara að sýna árangur og verðbólgan stefnir niéur á við. Þá muni einnig þeir, bæði fyrirtæki og einstaklingar, sem skulda verð- tryggð lán, njóta góðs af. Síðan verð- trygging lána hófst hefur verðbólgan sífellt verið á uppleið og lánabyrðin þyngst sent því nemur. En þegar þróuninni er snúið við léttist skulda- byrðin og svo getur vel farið að hin illbærilegu verðtryggðu lán, sem marg- ir stynja nú þungan undan, verði skuldurunum hagkvæmustu lánakjör- in. Vextir af þeim eru lágir en það sem gerir þau erfið er verðbótaþátturinn. Þegar sigrast verður á verðbólgunni mun því fjármagnskostnaður lækka verulega fyrirtækjum og einstaklingum til góðs. Orsakir verðbólgu eru margþættar og skýrðar með ýmsum hætti. Ein þeirra er vafalítið síaukin ríkisumsvif. Þeim er mætt með aukinni skattlagn- ingu, sem aftur kallar á hærri laun o.s.frv. Skattar eru lagðir á með margs kyns hætti. Helst kvarta menn yfir beinu sköttunum, en minna yfir þeim óbeinu sem þó eru miklum mun hærri. Það er ekki lítið sem söluskattur hækkar vöruverð og þjónustu. Að- flutningsgjöld gera sitt til að hækka vöruverðið og í sumum tilfellum mjög úr hófi fram. Það er því spor í rétta átt að lækka innflutningsgjöld á nokkrum vörutcg- undum eins og ríkisstjórnin gerði fyrir nokkrum dögum. En við það minnka tekjur ríkissjóðs og hefur fjármálaráð- hcrra haft góð orð um að því verði mætt með sparnaði í ríkisrekstri. Ekki hefur hann tilgreint hvar á að spara en er vcl trúandi til scm góðum fjármála- manni, að koma auga á óþarfa eyðslu einhvers staðar í kerfinu sem vel er hægt að komast af án Hvert stefndi? Efnahagsleg afkoma íslendinga er mjög breytileg frá ári til árs. Veðurfar og fiskgegnd ræður þar mestu um. Á uppgripatímabilum þegar fiskað er meira en góðu hófi gegnir og markaðir erlendis eru hagstæðir, blómstrar efna- hagslífið, kaupið hækkar og lífskjor batna. Rokið er í fjárfrekar fram- kvæmdir og félagsleg þjónusta og sam- neysla aukin að sama skapi. En það er eins og ráðamenn ætli seint að læra að leggja til hliðar til mögru áranna. Ættu menn þó að vera farnir að átta sig á að sjávarafli er stopull og auðæfi hafsins ekki ótæmandi. En stórhuga menn leggja ekki hugann að slíku þegar vel árar. Það er ekki eingöngu hamast við að eyða öllu því sem inn kemur jafnharðan, héldur er stofnað til fram- kvæmda og fjárfrekir lagabálkar samd- ir og samþykktir, og þetta situr þjóðin uppi með þegar fiskur leggst frá eða heilir stofnar hreinlega hverfa. Þessu er svo bjargað í horn með erlendum lántökum sem greiða á með framleiðslu framtíðarinnar. Núna stendur þjóðin frammi fyrir því að fiskgengd fer hraðminnkandi, þjóðarframleiðslan dregst saman en skuldirnar eru ógreiddar. Þetta eru staðreyndir sem menn verða að horfast í augu við livort sem þeint líkar betur eða verr. Lýðskrumarar og ríkissjóðs- hyggjumenn sem halda að verðmæti skapist með skattpíningu og auglýsa stjórnvisku sína og alþýðuást með því aðausa úropinberumsjóðum, láta öli rök um efnahagsþróun sem vind um eyru þjóta. Þeir reyna að telja fólki trú unt að hið rangláta vísitölukcrfi hafi verið og sé einhver trygging fyrir að laun haldi kaupmætti sínum og að ekkcrt sé sjálfsagðara en að fljóta sofandi að fcigðarósi. Falsrökin sem þeir halda á lofti eru cinkum þau að minnast ekki á eða gera lítið úr hvert stefndi í efnahagsmálum. Að óbrcyttu ástandi hefði verðbólgu- hraðinn veriö kominn í nær 160% um næstu áramót og skriðið hefði haldið áfram hcfði ekki verið gripið í taum- ana. Hvernig myndu verðtryggðu íbúðalánin og fjármagnskostnaður yfirlcitt lita út um þetta leyti að ari ef allt væri látið dankast? Launamenn scm skulda í íbúðum sínum geta dundað sér við að reikna það út ef þeir ncnna. Fleira verður að stöðva en launaskriðið Um einstaka þætti efnahagsráðstafan- anna má deila eins og önnur mannanna verk, en hvernigsvo sem að þeim hefði verið staðið var kjararýrnun óhjá- kvæmileg. Það liggur í hlutarinseðli að þegar framleiðsla og þjóðartekjur minnka versna lífskjörin og launþegar eru engu bættari þótt slíkt sé falið með fölskum hækkunum í verðminni gjald- miöli. Það sem máli skiptir er að vinna sig út úr erfiðleikunum, en það tekur tíma, þótt harkalega sé að farið. En vonandi fara að sjást þess merki áður en margii mánuðir líða að verðbólgan sé á niðurleið og að stefni í rétta átt. Ríkisstjórnin verður að gæta þess að fólk verði þess vart að það séu ekki eingöngu launin sem standa í stað. Það er ekki hægt að líða áframhaldandi verðhækkanir á vövu og þjónustu lengi eftir að launaskriðið hefur verið stöðvað. Þarna kemur einnigtil kasta þeirra sem stjórna þjónustufyrirtækj- um og þeirra sem fást við verslun. Fyrr en síðar mun minnkandi kaupgeta verða til þess að fólk fer að fylgjast betur með verðlagi en það hefur gert til þessa. Þegar hefur orðið mikill samdráttur í sölu á mörgum vöruteg- undum og fleiri eiga eftir að bætast við. Það er því eins gott að menn átti sig á því strax að það er aðeins stundargróði að seilast of langt ofan í vasa almenn- ings með óhóflegri álagningu á óhófs- vöru. Trú meðal almennings á réttmæti efnahagsaðgerðanna verður að skapast og hún verður ekki til með því einu að þylja tölur og prósentur frá opinberum reiknistofnunum heldur verður að leggja fram áþreifanleg dæmi um að dýrtíðin sé á niðurleið og að hægt sé að stjórna efnahagslífi þjóðarinnar á sið- legan hátt. > Oddur Olafsson ritstjórnarfulltrúi skrifar wKUá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.