Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 26

Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 26
26 mmm SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ1983 SYSTRALA6 Gluggað í ævi og starf Margrétar Fuller — bandarísks rithöfundar, kvenréttinda- og byltingarkonu ■ Þegar rætt er um upphaf bandarísku kvenna- hreyfínganna ber að minnast Margaretar Fuller - þó þeim sem skrifa mann-kynssöguna hafí nær tekist að þegja hana í hel. Margaret Fuller lét þjóðfélagsmál mikið til sín taka, bæði í ræðu og riti, en þegar verk hennar eru skoðuð kemur í Ijós að ógerningur er að skilja kenningu hennar um kvenréttindi frá öðrum mál- efnum sem hún fjallaði um. Þegar htin talaði um fátækt gleymdi hún aldrei að geta þess að aðstæður kvenna voru sérstaklega erfíðar og benda á leiðir til þess að létta þeim lífíð. Verk hennar höfðu mikil áhrif meðal samtíma- fólks hennar og voru þau einn aðalhvatinn að 'stofnun bandarísku kvennahrcyfínganna. Margaret Fuller fæddist árið 1810 í Cambridgeport, Massachusetts, dóttir Margaret Crane og Timothy Fuller. Faðir hennar, sem var lögfraiðingur frá Harvard-háskólanum, var virkur í menningarlífi Nýja-Englands og sat um skeiö á Bandaríkjaþingi. Þegar Timothy Fuller haföi náð sér eftir þau vonbrigði að fruntburðurinn var kvenkyns, gerði hann sér smám saman grein fyrir því að hún var bráð- gjört barn og byrjaði hann því að kenna henni þegar hún var þriggja ára. Þó að hann cignaðist síðar drengi hélt hann áfram að mennta dóttur sína. Ilann kenndi henni lalínu þegar hún var sex ára og krafðist þess að hún þýddi fyrir sig kalla úr Hórasi eða Virgli hiklaust og villulaust. Síðar lagði hún stund á grísku, ítölsku og frönsku í skólum í Boston og Groton. Fjölskyldan var kalv- ínstrúar þrátl fyrir að hún tilhcyrði menntamannastéttinni og þegar Fuller, barn að aldri, las Rómeó og Júlíu á sunnudegi var henni refsað fyrir að lesa ekki frekar biblíuna. Nokkrum árum seinna fékk hún áhuga á Goethe og lærði þá þýsku nógu vel til þess að birta þýðingar úr þeirri tungu. Þrátt fyrir alla menntun sína var Margaret Fuller alveg jafn Ijóst félags- legt mikilvægi þess að vera falleg og hverri annarri ungri stúlku. Skoðanir á útliti hennar eru mjög skiptar, en ýmsir • fræðimenn hafa reynt að nota frásagnir um ófríðleika hennar til þess að rýra gildi hugmynda hennar. Ljóst er þó að þegar Fuller var unglingur var hún óánægð með útlit sitt og eyddi í það 'miklum tíma. Hún virðist þó hafa fríkk- að með aldrinum ef marka má lýsingu Edgar Allan Poes sem sagði að í blá-gráum augum hennar brynni cldur, munnur hennar væri fagur, hárið þykkt og glansandi og rödd hennar hljómaði sem fegursta tónlist. Hvað sem því líður var hún orðin nógu aðlaðandi til þess að vera í ástarsambandi við myndarlegan ítalskan aðalsmann scm var cllefu árum yngri en hún um þær mundir sem pólska skáldið Adam Mickiewiczskrifaði henni frá París og hvatti hana til þess að líta á sjálfa sig sem fegurðina uppmálaða. Margaret Fuller var meðlimur í the Transcendentalist literary and philo- sophical movement. Það var heimspeki- og bókmenntaleg hreyfing rómantísks hughyggjufólks - en drifkraftur hreyf- ingarinnar var andúð á heimspekilegu inntaki Upplýsingarinnarsvoncfndu sem hafði rökhyggjuna að leiðarljósi. í hreyfingu transccndentalista kynntist hún Ralph Waldo Emerson, en hann var einn af helstu róttæku hugsuðunum í þá daga. Hún hóf hann í fyrstu upp á stall og þóttist finna í honum þann leiðtoga sem hún hafði lengi leitað að. Þótt Emerson væri giftur náðu tilfinningarnar smám saman yfirhöndinni í hinu nána andlcga sambandi þeirra. Það varð þeim til mciri raunar en gleði og þau afneituðu tilfinning- um sínum. Emerson breytti sínum í skáldskap en Fuller sneri sér að öðrum mönnum. Stofnað til Samræðna Emerson vildi ekki viðurkcnna þá miklu crfiðleika sem mættu konum sem unnu sjálfar fyrir brauði sínu. Sú skoðun hans varð þeim efni í langvarandi deilu sem aldrei leystist. Eftir lát föður síns varð Fuller að afla fjár til þess að sjá fyrir móður sinni og yngri systkinum. Ein- ráður og þröngsýnn frændi hennar, sem mat peninga meira en menntun, fékk yfirráðin yfir eignum föður hennar vegna þess að bræöurnir voru ekki orðnir fjárráða. Fuller vann svo einarðlega að því að mennta systkini sín að hún varð að neita sér um ferð til Evrópu, sem hún hafði lengi unnið að, en þar ætlaði hún m.a. að heimsækja bresku kvenréttinda- konuna Harriet Martineau. Fuller vann í fyrstu við kennslu en sú aðferð sem hún fann síðan til þess að vinna fyrir sér varð mjög mikilvæg fyrir kvennahreyfinguna. Hún stofnaði til eins- konar námskeiða í formi samræðna sent allar helstu konur í Boston borguðu fyrir að vera viðstaddar. Samræður hennar urðu mjög vinsælar og hún hélt þeim áfram þar til hún flutti til New York. Með Samræðunum vakti hún fólk til umhugsunar um hin ýmsu kýli banda- ríska samfélagsins, svo sem eins og stöðu kvenna og þræla. Þær höfðu áhrif á ákveðinn kjarna frjálslyndra hugsuða sem urðu leiðtogar bandarísku kvenna- hreyfinganna og þeirra hreyfinga sem beittu sér fyrir afnámi þrælahalds í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að Fuller héldi Samræðum sínum gangandi um fimm ára skeið er einungis ein röð þeirra til á prenti, sem einn þfitttakandinn skrifaði eftir glósum sínum. Þeir sem heyrt hafa að Samræður Fullers hafi verið snilldarlegar og sam- bærilegar samræðum Platóns verða yfir- leitt fyrir miklurn vonbrigðum með þessa bók sem heitir „Ten Conversations“. Umræðurnar um „Gríska goðafræði og túlkun hennar í listum" eru fremur þurrar. Þessar samræður voru þær einu sem karlmenn tóku þátt í og gefa því sennilega ranga mynd af Samræðum Fuller. Nýlegar rannsóknir sýna nefnilega svo ekki verður um villst að samræður kvenna breytast þegar karlmenn eru viðstaddir. Það er því ekki að undra að Caroline Healey Dall segir í formála sínum að Margaret hafi „aldrei haft neitt ■ Það er alltaf jafn erfitt að myndskreyta greinar um konur. Þessi mynd verður að duga til að tákna Margaret Fuller. gaman af þessum blönduðu bekkjum og áleit þa misheppnaða frá sínum bæjar- dyrum séð.“ Dall getur þess einnig í formálanum að Emerson hafi sífellt verið að trufla samræðurnar: „Emerson fylgdist einungis með sínum eigin hugsun- um. Hann virtist alveg gleyma því að við hin höfðum komið til þess að fylgjast með hugsunum Fullers." Dall greinir ennfremur frá því hvernig Fuller talaði við ráðríka karlmenn sem vildu taka samræðurnar í sínar hendur- háðslegaijvlargaret sagði glettnislega að hún hefði álitið að nærvera herramanna myndi koma í veg fyrir að hugirnir reikuðu stjórnlaust og halda fordómunum í skefjum." Því miður skrásetti enginn neina af þeim röðum Samræðna sem einungis konur voru viðstaddar, en til er frásögn af hluta nokkurra Samræðna. Hún ber þess vitni að Fuller hafi verið einkar lagið að stjórna hópumræðum. Með byltingarsinnum í Ítalíu Þau ár sem Fuller hélt Samræður sínar fór mest allur tími hennar í skriftir. Árið 1840 varð hún aðalritstjóri The Dial, tímarits transcendentalistanna. Þar eð tíma- ritið byggðist á aðsendum og ólaunuðum greinum neyddist hún oft til jtess að fylla upp í eyðumar með ritgerðum sem hún skrifaði í miklum flýti. Árið 1842 fól hún Emerson ritstjórnina á hendur og fór í ferðalag vestur á bóginn. Hún ferðaðist um Vötnin miklu og fór á hestvagni inn á sléttur Illinois. Horace Greeley, ritstjóra New York Tribune, þótti svo mikið koma til frásagnar hennar af þessari ferð, Summer on the Lakes, að hann bauð henni að gerast bókmenntagagnrýnandi og greinahöfundur fýrir blað sitt. Skömmu eftir að hún hóf störf hjá New York Tribune, eða í febrúar 1945 var meistaraverk hennar, Woman in the Nineteenth Century (Nítjándu aldar konur) gefið út. Upp frá þessu vann hún fyrir sér með skriftum. Eftir tæp tvö ár í New York tókst henni að fá Greeley til að samþykkja að hún yrði fréttaritari blaðsins erlendis. Síðan skrifaði hún greinar fyrir New York Tribune frá Englandi, Frakk- landi og Ítalíu. Á Ítalíu hitti hún Giovanni Angelo Ossoli markgreifa, sem st'ðar varð elskhugi hennar. Ossoli, sem var aðalsmaður og tengdur páfadómnum, gekk til liðs við byltingarsinna sem hugðust steypa páfa og erlendum stjómum hinna ýmsu ítölsku ríkja í því skyni að sameina Ítalíu og stofna þar lýðveldi. Leiðtogi byltingarsinnanna var Giuseppi Mazzini. Á þessu ófriðar tímabili eignaðist Fuller soninn Angelo. Skömmu síðar braust út blóðug bylting. Ossoli barðist fýrir lýðveldinu í fremstu víglínu og Fuller stjómaði Fate Bene Fratelii sjúkrahúsinu í Róm sem annaðist hina særðu og deyjandi. Byltingin mistókst og Fuller og Ossoli sem vom leynilega gift flúðu til Flórens ásamt bami sínu (árið 1849) en þaðan sigldu þau til Bandaríkjanna. Fjölskyldan náði þó aldrei til hafnar því að skipið strandaði skammt undan ströndum Ameríku og þar drukknuðu þau. Mikið hefur verið gert úr dramatísku hliðinni á lífi Fullers. Hún skilureftirsig goðsögn um konu sem lifði í samræmi við skoðanir sínar og hafði mikil áhrif á bandaríska hugsuði síns tíma. Það dýr- mætasta sem hún skildi tuttugustu öld- inni eftir er þó að finna í því sem hún skrifaði. Menningarleg einangrun Ameríkana Á dögum Fullers var bandarískt menningarlíf í hæsta máta sveitalegt. Bandaríkjamenn voru, eins og aðrar ungar þjóðir, að Ieita að sjálfstæðri túlkun sinnar eigin menningar en kepptu um leið við hefðbundnar enskar bók- menntir. Fuller var duglegust allra Ameríkana við að reyna að þroska með þeim alþjóðlegan listasmekk. Sem rit- stjóri Dial og bókmenntagagnrýnandi Og greinahöfundur New York Tribune náði hún til mjögstórs lesendahóps. Um þær mundir sem Emerson áleit ballettinn ósiðlegan og Nathaniel Hawthorne mót- mælti nöktum líkneskjum íEvrópu varði Fuller dans, leiklist, tónlist og áleit mannslíkamann fallegan. Hún reyndi, eins og menningarlegur trúboði í sam- félagi sem enn var rígbundið púrítanskri fortíð sinni, að innræta fólki það viðhorf að einkalíf listafólks ætti ekki að hafa áhrif á afstöðu fólks til verka þess. Um hina alræmdu George Sand skrifaði hún: „Það eru verk hennar en ekki einkalíf hennar, sem héreru til umræðu.“ Ogum Goethe, sem ameríkanar álitu siðlausan og spilltan og verk hans sem þóttu siðlaus, skrifaði hún að þau væru „lista- verk". Hún gerði miklar kröfur sem bókmenntagagnrýnandi og eignaðist fjölda óvina þegar hún gagnrýndi harð- lega Ijóð þeirra skálda sem þá voru álitin gnæfa yfir önnur skáld. Sem sjálfstæður ritstjóri birti hún fyrsta Ijóð Henry David Thoreaus, ritgerð sem mælti með auknum réttindum kvenna og skrifaði margar sálfræðilegar og nýstárlegar sögur og ritgerðir sem drógu úr menning- arlegri einangrun Bandaríkjanna. Fuller var eins og aðrir Ameríkanar bjartsýn á væntanlegan mikilleika amer- íska lýðveldisins „bara ef sál hennar vill“; en hún var einnig meðvituð um mátt þröngsýns meirihluta til að spilia fyrir. Hún sagði að ef rithöfundar óttuðust opinbera ritskoðun myndu þeir komast

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.