Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.07.1983, Blaðsíða 6
■ Það verður að segjast eins og er að ég hef aldrei nokkurntíma smakkað betra lambakjöt cn það sem ég fékk í Veitingahöliinni nú um daginn, er ég ásamt Guðjóni Ijósmyndara heimsóttum þennan nýja og cinstakiega huggulega stað, sem teiknaður er af Helga Hjálm- arssyni arkitekt. Það er Stefán Ólafsson veitingamaöur og fjölskylda sem eiga þennan stað og daglegur rckstur hans er í höndum Jóhannesar Stefánssonar, son- ar Stefáns, sem rekur áfram stað sinn Múlakaffi. Ég fékk Jóhannes til þess að spjalla örlítið við mig, þó hann hefði tæpast tíma til þess - svo mikið var að gera. Hann lét sig hafa það og fer spjallið hér á eftir. - Hvar lærðir þú matreiðsluna Jó- hannes? „Ég lærði hana í Múlakaffi, hjá föður mínum.“ „Hvenær opnuðuð þið þennan stað? „Við opnuðum 17. júní, og við höfum haft í nógu að snúast síðan.“ - Nú rekið þið hér tvenns konar veitingastaði, - annars vegar toppveit- ingastað - og hins vegar hálfgerða kaffi- tcríu - hvers konar viðskiptavini reynið þið hclst að laða hingað til ykkar. „Við erum með það sem við viljum kalla algjöra nýjung á íslandi á pessum' stað, því við erum með tvo staði, á einum - annan, þennan þar sem þú ert nú stödd, lítinn, vinalegan stað, innrétt- aðan á þann hátt sem við teljum að sé hvað fallegastur, með sér eldhúsi og alit sér, þar sem þú færð toppþjónustu, og við vonum toppmat." Ég get tekið undir tvort tveggja sem Jóhannes segir hérna, því maturinn e'r ævintýri líkastur og þjónustan eins og hún gerist best. „Nú, hérna hinunt mcgin," segir Jó- hannes, „erunt við með annan matsölu- stað, þar sem við bjóðum upp á að fólk geti komið og fcngið sinn mat án þess að þurla að bíða eftir honum. Þar hyggj- umst við jafnframt brydda upp á því sem við köllum „hálfservice."- . - Ég spurði Jóhannes hvort þcir byggðu reksturinn á staðnum scm rekinn er eins og einskonar kaffitería að mcgn- inu upp á starfsfólki og viðskiptavinum Húss verzlunarinnar, en þar er Veit- ingahöllin stödd, eins og sjálfsagt flestir vita. „Nei, alls ekki. Við reynum að höfða almennt til fólks. enda er hér um almennan matsölustað að ræða. Auðvit- að eru starfsmenn Húss verzlunarinnar hjartanlega velkomnir hingað til okkar, en þetta erstaönr fyrir alla. Viðbyggjum staöinn hér framnti upp á fimm til sex réttuðum matseöli, auk þess sem við erum með mjög glæsilegan og nýstárleg- an smáréttamatseðil, þar sem m.a. eru roast-beef, skinka, kínverskar pönnu- kökur, grafin ýsa, graflax o.fl." - Hvernig hefur aðsókn verið frá því þið opnuðuð? „Það hefur sko verið nóg að gera, og aðsóknin fer vaxandi. Til að mynda eru ferðamenn talsvert farnir að sækja stað- inn núna, og ég verð að segja það cins og er að það kemur mér talsvert á óvart, því við höfum lítiö sem ekkert auglýst staðinn sem slíkan." - Verða einhverjar sérstakar nýungar í rekstrinum hjá ýkkur? „Já, við ætlum að brydda upp á því á staönum hinu ntegin, að vera með heim- ilismat í miðri viku. Við verðum með nákvæmlega samskonar rekstur og Múlakaffi er með í því tilliti. Við gerum þetta í þessu fallega umhverfi og verðum með fjóra til fimm rétti af dæmigerðum heimilismat - tvo fiskrétti og þrjá kjöt- rétti í hverju hádegi og síðan heldur fínni mat á kvöldin. Við getum því leyft okkur að vcra með verðið í lægri mörk- unum á þessum réttum, og byggjum þar á 20 ára reynslu okkar frá Múlakaffi. Nú, Múlakaffi hefur sérhæft sig í útsend- ingarmat í fyrirtæki og þá þjónustu tökum við nú yfir hér í Veitingahöllinni, enda mun betri aðstaða. Ég þakka Jóhannesi fyrir spjallið og hann hverfur til viðskiptavina sinna á nýjan leik, en ég skrepp hins vegar í eldhúsið glæsilega og hitti að máli meist- arakokkana Braga Agnarsson og Jón Þór Einarsson, sem áttu allan heiðurinn af meistaralegri eldun veisluverðarins, sem samanstóð af Laxafiðrildi, Innbök- uðum innanlærisvöðva af lambi og App- elsínutangó. Þeir eru svo elskulegir að upplýsa Tímalesendur um leyndardóma eldunar sinnar, og er mér óhætt að mæla með þessum réttum við hvern sem er, og þeim sem ekki þora að ráðast í elda- Nýr fyrsta flokks veitingastaður sóttur heim — Veitingahöllin í Húsi Verslunarinnar: ■ Umhvertið er glæsilegt á „restaurantnum“ í Veitingahöllinni, og þjónustan í samræmi við það. Myndlistarverkið, spegilmynd Leifs Breiðfjörð prýðir austurvegginn, enda fór það svo, að Oskar þjónn (er við störf á myndinni) nefndi drykk hússins, alveg spes drykk, Ijúffengan mjög eftir listamanninum og kallast drykkurinn því Breiðfjörð. Meistaralegur veisluverður snæddur í Veitingahöllinni Samanstóð af Laxafiðrildi, Innbökuðum lambalærisvöðva og Appelsínutangó — Umm ... Namm ... o. s. frv. mennskuna á þessum glæstu, en kannski svolítið flóknu réttum bendi ég einfald- lega á að sækja Veitingahöllina hcim og prófa hvcrnig þessir réttir eru matrciddir af meisturunum sjálfum- það er fyllilega þess virði, auk þess sem umhverfið er með því huggulegra sem gerist á íslensk- um veitingahúsum. Leyndardómurinn afhjúpaður Þá rennum við yfir uppskriftirnar að lostætinu, en þær eru eftirfarandi: Laxafíðrildi með fínskornu grænmeti Tvær þunnar laxasneiðar, lagðar ofan á hvítt smjör á eldföstum disk. Diskurinn settur í 180 til 200 gráðu heitan ofan, laxinn bakaður í ca. 30 sekúndur. Græn- meti.- gulrætur, scllerí og púrrulaukur skorið í fína strimla og lagt ofan á laxinn, ■ Eldhúsið er afar fullkomið í Veitingahöllinni - líklega með því fullkomnara sem gerist, og hér eru matreiðslumeistararnir Jón Þór Einarsson (til vinstri) og Bragi Agnarsson, en þeir áttu allan heiðurinn af veislumáltíðinni sem við Tímamenn snæddum. Tímamyndir - G.E. kryddað með salti, pipar og kjörvel. (Sjá mynd af réttinum). Innbakaður Iambainnanlærisvöðvi Vöðvinn er steikur á pönnu, þar til hann er orðinn ca. medium steiktur. Þá er honum pakkað inn í smjördeig með duxell (sveppafylling). Hann er þessu næst penslaður með eggjarauðu og bak- aður í vel heitum ofni, þar til deigið er fallega brúnt, en það tekur 10 mínútur til korter. Rétturinn er framreiddur með grænmeti, kartöflum og lambasoði. (Sjá mynd). Appelsínutangó Appelsínurnar eru marineraðar í app- elsínulíkjör, eftir að börkurinn hefur verið sneiddur utan af þeim. Látnar liggja í honum í ca. þrjá tíma. Þær eru síðan bornar fram með ávaxtasýrópi með berki sem skorinn hefur verið í strimla. Það eru engar ýkjur að segja þetta herramannsmat. og því segi ég verði ykkur að góðu. ■ Jóhannes Stefánsson í salnunt þar sem boðið er upp á skjóta þjónustu og góðan mat, bæði heimilismat og annan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.