Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 4
SUNNtJDAtílJR 14. JÍILÍ Í983 ¦ Höggmynd af leiðtoganum mikla, Kim II Sung, skipar heiðurssess í anddyri People's Study Hall, og fyrir aftan hann er allur veggurinn eitt málverk af frægasta fjallendi Norður-Kóreu, eða Fólksins-Kóreu, eins og ibúar norðurhluta landsíns kalla ávallt land sitt. People's Study Hall í Pyongyang, höf uðborg Norður-Kóreu:______ ¦ Vonandi prentast þessi mynd þokkalega, en hún sýnir marmarasúlurnar í anddyri hallarinnar, en þær eru engin smásmíði. Glæsileg marmarahöll með um 600 herbergjum Reist í tilef ni 70 ára afmælis Kim II Siing Om»J6n Agne* Brajf adöttlr ¦ „The People's Study I lall" eða Lær- dómshöll fólksins, er nafn á stórkostlegri byggingu í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyonyang, og var þessi mikla bygging reist í tilefni þess að forseti landsins og leiðtogi, Kim II Sung varð sjötíu ára á síðasta ári. Þegar ég sat alþjóðlega ráðstefnu blaðamanna sem með skrifum sínum skrifa gegn heimsveldisstefnum og í þágu friðar og vináttu, en ráðstefna þessi var haldin í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, 2. til 7. júlí, þá heimsótti ég þetta lærdómsmusteri fólksins einn eftir- miðdag. Húsið, sem er geysistórt í sniðum, sjö hæðir, með um 85 sölum og herbergjum á hverri hæð, því samtals eru um 600 herbergi og salir í húsinu, var reist ái fjórtán mánuðum, að sögn Kóreubú- anna.. íburðurinn er mikill, allt tindr- andi marmari, glitrandi kristall, gylltar skreytingar, mósaiklistaverk, marmara- súlur, og þykk teppi á göngum. Þegar inn i anddyri hallarinnar er komið blasir við á veggnum á móti, eitt allsherjarmálverk af fjalllendi Norður- Kóreu, fjalllendinu, þar sem leiðtoginn mikli Kim II Sung á sínum tíma myndaði uppreisnarheri sína. Fyrir framan mál- verkið, sem prýðir gjörvallan vegginn, sennilega um 40 fermetrar, er svo risa- vaxin stytta af leiðtoganum, Kim II Hór sést yfir hluta eins lærdómssalarins, sem rúmar 230 manns f sæti, en slfkir salir em 13 f höllinni. Tímamyndir: Agnes. ¦ Auðvitað varð ég að prófa af eígin raun allar þær tækninýjungar sem aðstandendur hallarinnar eru svo hreyknir af. Hér er ég, ásaamt leiðsögu- manni mínum um Lærdómshöllina í einu stúdíóherbergjanna, þar sem ég gat hlustað á tónlist og um leið fylgst með ballettsýningu á skjánum fyrir ofan mig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.