Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 22

Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 22
SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 ■ Ellý söngkona Q4U í léttri sveiflu. Nú-Tímamyndir Árni Saeber}> Léttur húmor á lifandi stað Baðverðir, Q4U og Vonbrigði í Safari ■ Fólk viröist almeiint vera farið að átta sig á þeirri staðreynd að hvaö lifandi tónlist varðar þá er Safari staðurinn, staðurinn með stóru essi, á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta má svo taka með þeim fyrirvara að um cr að ræða hljómsveitir scm leika eigin tónlist en eru ekki á „Hann elskaði þilför hann Pórður...“ og „María, María..." flippinu á öðrum stöðum. Af þeim hljómsveitum sem tróðu upp á Safari á fimmtudaginn í síðustu viku báru Vonbrigði af eins og gull af eiri en þeir eru óðuin að skipa sér sess sem ein besta nýhylgjusveit landsins, sviðsframkoman jafnvel að lifna við, ef maður gæti taliö það mannlega mögulggt, Jói hættur að hanga á hljöönemanum út allan flutning- inn... Fjandinn maður sér kannski einhverjar hreyfingar hjá honum cft- ir tíu tónleika eða^svo með þessu áframhaidi. > Tónlistin sem fyrr hratt og gott nýbylgjurokk, þeim hefur á stundum verið líkt við grófa útgáfu á Þeyr, svona svipað og hægt cr að líkja hvítvíni og vodka saman, báðar flöskur flokkast jú undir áfengi. Prógramm þeirra að miklum hluta borið upp af þeim lögum sem verða á nýju plötunni þeirra sem gefin verður út einhvern tíma: í næsta mánuði. Hiðeinasemmaðursaknaði að ráði var lagið „Sexý“ sem verið hefur nokkurskonar „standard" þeirra um langt skeið. Annars hófst kvöldið á þcssum fimm lögum sem Baðverðirnir hafa í fórum sínum, en þeir eru Mike og Danny Pollock, Gunnþór úr Qinu og trommuheili. Fyrsta lagið og jafn- framt „þekktasta" lagið þeirra og hið cina sem undirrituðum þykir eitthvað varið í var að sjálfsögðu ballaðan „Það er kúkur í lauginni“... nettur húmor sem ég ætla ekki að rcyna að lýsa cnda er sennilega megnið af lesendum þessarar síðu með mun snúnara og bognara ímyndunarafl en við bra og getur eflaust látið sér detta hitt og þetta í hug meö nafninu. Q4U kom fram næst á undan Vonbrigðum. Kommi hættur sem trommari og heilinn kominn á sinn stað á ný. Það kom berlega í Ijós að heilinn takmarkar þessa sveit veru- lega, að mínu mati var hún mun líflegri með holdi og blóði að berja taktinn. Hafa sem sagt oft verið betri og tíl að kóróna svo bömmerinn missti Ellý röddina í síðasta laginu. Hins vegar benda hin nýju lög þeirra, eins og t.d. Miraele man til þcss að Qið sé ekki dautt úr öllum æðum, nema síðurscogþótteinhver „blóðtappi“ hrjái þau nú er það atriði scm cr auðlagað. -FRI ■ Vonbrigði, besta nýbylgjusveitin í dag? ■ „Á ég að sýna þér bestu Megus eftiriikinguna mina“ gæti Einar Órn verið að segja við Árna Sæberg ljósmyndaca Nú-Timans. Mímm, ■ Stuðmenn horfa til hafs. Nú-Tímamynd: Árni Sæberg. í fljótandi bjór og Stuðmönnum Um sjóferð með Stuðmönnum og Gráa fiðringinn ■ Blaðamannafundur Stuðmanna út af nýrri plötu og mikilli sjóreisu hófst í Grettisgati, hljóðveri Stuðmanna og Þursa. Platan heitir Grái fíðringurinn og sjóferðin er með Eddu. Frá Grettisgati var haldið í rútu út í MS Eddu og áður en maður vissi af voru hendurnar fullar af bjór og ostapinnum. Állir blaða- mennirnir stóðu með bjór og sígarettu, stingandi í sig ostapinnum við og við og horfandi á næsta mann gerandi það sama. Eg hugsaði með mér: Nú skil ég af hverju allir blaðamenn eru svona blautir. Það sem verra var, sjálfur var ég í embætti blaðamanns með passa og allt. En ætlaði ekkert að gerast? Átti þetta bara að vera ein af þessum ankanna- legu drykkjusamkomum? Nei, allt í einu heyrðist hvellt blístur og Valgeir stuðmaður kvaddi sér hljóðs. Venjulega þegar menn kveða sér hijóðs eru ræður þeirra þrungnar alvöru eða þá ofsagleði og þakklæti. Jú, Valgeir var glaðlyndur en megininntak ræðustúfsins sem hann hélt var vera Pólverjanna um borð í Edd- unni, ástæðan fyrir einkennisbúningi Stuð manna - þeir voru klæddir gubbugræn- um jakkafötum sem gáfu sérstaklega lofandi fyrirheit um vikudvöl hljómsveit- arinnar í þessu lúxusfari - og síðast en ekki síst fjallaði ræðan um gráa fiðring- inn, þennan vágest verðandi næstum því miðaldra karlmanna. Hann lét þess einn- ig getið að undirtónn plötunnar væri mjög kynferðislegur. Egill Ólafsson greip örlítið frammí fyrir Valgeiri og fræddi okkur á því á rússnesku að engin verðbólga væri í sósíalísku ríkjunum Mér varð litið í kringum mig og án mikillar umhugsunar tók ég heilshugar undir þau orð. Eftir vel heppnaða ræðu Valgeirs og engar spurningar okkar hæstvirtra blaðamanna var svolgraður meiri bjór og meiri bjðr og svo enn meiri bjór. Boðið var upp á fleiri ostapinna, enn meiri bjór og Gráa fiðringinn og í kringum þessi lífsins gæði var spjallað. Svona eins og spjallað er á blaðamanna- fundum. Stuðmenn áttu að sigla þetta kvöld klukkan tólf og áttu fyrir höndum að spila tvisvar á kvöldi í heila viku. í ljósi útlensku veiganna datt undirrituðum í hug nokkrar línur úr laginu Amsterdam sem David Bowie hljóðritaði eitt sinn. Að vísu lá fleytan aðeins í Sundahöfn og undirritaður er eins mikill landkrabbi og hugsast getur; In the port of Amsterdam/ There’s a sailor who drinks/ And he drinks/ and he drinks/ and he drinks once again. Samt var ekki laust við að menn langaði til að gerast sailor í eina viku og drekka bjór með fjörugum Stuðmönnum. Grái fíðringurinn Hvað viðvíkur þessari glænýju Stuð- mannaplötu er hún næstum því eins og við mátti búast. Stuðmenn eru stuðmenn, gott er gott og tæpast þarf að útskýra það nánar. Fyrsta lag plötunnar, Það jafnast ekkert á við jass, er mjög einkennandi fyrir flytjendurna. Sú ein- kunn er langt frá því að vera neikvæð, lagið er mjög skemmtilegt og á eflaust eftir að heyrast mikið í draugaútvarpinu okkar. Án þess að tala um önnur einstök lög plötunnar er óhjákvæmilegt að minn- ast á lag Valgeirs og Sigurðar Bjólu, Blindfullur. Þar er á ferðinni einhver skýrasta og skemmtilegasta íslendinga- lýsing sem undirritaður hefur heyrt. Hún hefði jafnvel átt vel við þetta kvöld úti á sjó. Sjálft lagið er venjulegur rokkari, þó góður, og textinn er fullur af setningum sem þessum: Nú er ég blind- fullur og kemst ekki heim, ég ætla að hætta að drekka á morgun, löggan kom og henti mér út, og svo framvegis. Það er svolítið erfitt að samþykkja dóm Stuðmanna yfir sjálfum sér að þeir séu komnir á indíánaaldurinn. Þeir eru allir komnir nokkuð langt á veg með að vera komnir af léttasta skeiði, ef tekið er mið af aldri poppara, og hafa verið í þessum bransa í þúsund ár, en ferskleik- inn er ennþá til staðar og húmorinn góður þótt hann komi engum á óvart. Ég held að það sem hafi bjargað Stuð- mönnum og gert þá.að ég held.að vinsælustu hljómsveit landsins sé að þeir hafa aldrei tekið sig of alvarlega og tekið öllum hæpnum og misjöfnum tískuból- um með fyrirvara. En það verður ekki hrakin sú speki að öllu gamni fylgir einhver alvara. Og þar á móti að allri alvöru fylgir eitthvað gaman. Allavega hef ég oft heyrt af hræðslunni við að missa hald á hlátur- taugunum við jarðarfarir eða við einhver önnur viðkvæm tækifæri. - Bra. Upp í sveit ■ Hálft í hvoru hefur gefið út litla plötu, er hún undanfari stórrar skífu, sem er væntanleg í haust. Tvö lög eru á henni, „Upp í sveit“ eftir Eyjólf Kris- tjánsson (lagið) og textinn eftir Eyjólf, Inga Gunnar og Örvar og „Sitthvað er bogið" eftir Aðalstein Ásberg. Þeir sem nú skipa sveitina hálft í hvoru eru: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Eyjólfur Kristjánsson, Gísli Helgason, Ingi Gunnar Jóhannsson og Örvar Aðal- steinsson. Gísli leikur sólóhlutverkið í „Sitthvað er bogið“, Ingi Gunnar syngur „Upp í sveit“, Sigurður Rúnar Jónsson spilar á fiðlu. Platan var hljóðrituð í Stúdíó Nema, Glóru í Hraungerðis- hreppi. Platan er gefin út í mjög takmörkuðu upplagi, 250 tölusettum og árituðum eintökum, og verður einungis til sölu í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur, Laugavegi 96, Rvík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.