Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 16
SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 mundsson, alþingismaður, sem þá var dyravörður og Guðmundur Kristjáns- son, sem mun hafa rekið staðinn í umboði Mjólkursamsölunnar. Hljóm- sveitin held ég að hafi fengið greitt hjá M.S. Þarna byrjaði Axel Helgason, (sá sem síðar stofnaði „Nesti") með klúbb sem hét „Kátt fólk". Klúbburinn hélt skemmtanir sínar í Mjólkurstöðinni og eftir að böllin þar lögðust niður voru þær haldnar í Lídó, Sjálfstæðishúsinu og víðar. Þessar skemmtanir voru einstak- lega ánægjulegar, en þarna sá aldrei vín á nokkrum manni og allt fór eins vel fram og hægt var að óska sér. „Kátt fólk" er við lýði enn í dag. Breiðfirðingabúð og Listamannaskálinn Árin 1946 og 1947 var ég í Bandaríkj- unum og þegar ég kom heim aftur var KK sextettinn stofnaður, en með honum lék ég í Mjólkurstöðinni veturinn 1947- 48. Úr Mjólkurstöðinni lá svo leið okkar Kristjáns yfir í Breiðfirðingabúð, sem var stofnuð sem dansstaður í apríl 1946. Þar var ég þó ekki lengi enda stofnaði ég mína eigin hljómsveit nokkru síðar, eða 1949. Af öðrum skemmtistöðum get ég nefnt Listamannaskálann, sem tók til starfa í stríðinu, líklega 1942, og þar voru margir dansleikir haldnir næstu tíu árin eða svo. Þar lék hljómsveit Bjarna Böðvarssonar fyrstu árin, en við af henni tók htjómsveit Björns R. Einarssonar 1945-1946. Það var fyrsta hljómsveit Björns og hann spilaðí í Listamannaskál- anum uns hann tók við af okkur Kristjáni í Breiðfirðingabúð. Á eftir Birni léku síðan hinir og þessir í Listamannaskálan- um. Það voru Templarar sem sáu um Hljómsveit Svavars Gests er lék í Breiftiírfthiualníft veturinn 1953-54. Gunnar Ormslev, Svavar Gests, Sigurbjörn Ingþórsson og Ami Elvar. Þegar amma var ung bóllin í Listamannaskálanum og síðar Ungmennafélag Reykjavíkur. Suðræn riddaramennska Ég á eina ákaflega skemmtilega minn- ingu frá Listamannaskálanum, en ég hef þá verið 15 eða 16 ára. Þar var danssýn- ing, sem Rigmor Hansson sá um og m.a. sýndu þau Björn R. Einarsson dans, en Björn var ákaflega fær dansmaður. Mér er minnisstætt að í einhverjum suður- amerískum dansi tók Rigmor af sér einhverjar blúnduslæður sem hún hafði yfir höfði sér og lét þær falla á gólfið. í sama bili hljóp þá til ákaflega snyrtilegur maður í smóking og tók slæðurnar upp. Það var Pétur rakari Guðjónsson og hann hafði víst æft þetta vandlega ótal sinnum. Þetta fannst manni óborganlega fyndið og ég man miklu betur eftir þessu en dansinum. Röðull við Laugaveg og gamla Þórscafé Nú, svo man ég auðvitað mjög vel eftir Röðli sem þá var við Laugaveginn, þar sem Domus er núna. Þar voru vínveitingar, en á þeim tíma voru ekki vínveitingar nema þar og svo á Borginni og í Sjálfstæðishúsinu. Eg spilaði ekki á Röðli, en þar léku Árni ísleifs og ýmsir fleiri. Um þetta leyti byrjuðum við Kristján Kristjánsson útgáfu á tveggja laga plötum og eina þeirra tók ég upp á Róðli við Laugaveg. Við kölluðum plötuútgáfuna „Tóníka" og þetta urðu um 30 plótur. Um sama leyti var Tage Ammendrup með sína plötuútgáfu og gaf út heil ósköp af skínandi góðum plötum á „íslenskum tónum." Nú svo var það auðvitað gamla „Þórs- café" sem þá var í húsi Sveins Egilssonar við Hlemm uppi á 2. hæð og gengið inn frá Hverfisgötunni. Þarna byrjaði ég að spila eftir að ég stofnaði mína eigin hljómsveit, en það var árið 1949, eins og ég sagði. Norðmenn stofnuðu „Þórscafé" Þessi staður varð fyrst til 1942-43 og þá voru haldin þar lokuð böll á vegum norskra hermanna, sem buðu þeim gest- um sem þeim sýndist. Þessi böll voru geysilega mikið sótt og ég veit um eina íslenska stúlku sem kynntist norskum eiginmanni sínum þarna fyrst. Hún leigði þá heima hjá foreldrum mínum. Þau settust að hér í Reykjavík, og eiga mannvænleg börn, sem nú eru uppkom- in. Síðar var svo farið að hafa þarna opin böll á laugardögum og þar voru gömlu dansarnir leiknir. Svo tók Ragnar Jóns- son við rekstrinum í Þórscafé. Staðurinn var við Hlemm fram iindir 1960 og fluttist þá upp í Brautarholt, þar sem hann er nú. Ég hélt áfram að spila og eftir gamla „Þórscafé", lá leiðin íBreiðfirðingabúð, en þaðan í Sjálfstæðishúsið, Lidó og loks Sögu. Þar var ég þaf til ég hætti haustið 1965, en þá hafði ég svo mikið að gera í kringum hljómplötuútgáfuna að ekki var um annað að ræða en velja á milli hennar og hljómsveitarinnar. Nei, það var ekki svo auðvelt að sjá hvenær og hverjar helstu breytingar urðu í skemmtanalífinu á þessum tíma, en hérna áður skipti dansinn meira máli í skemmtunum en hann gerirnú, þáttakan var meiri og fleiri á gólfinu og danspláss- ið meira. Það finnst mér ein mesta breytingin. Mjólkurstöðvarsalurinn. Þar er nú kaffistofa starfsmanna. Tímamynd: ARI. ¦ Fyrsta hljómsveit Svavars Gests lék í Þórscafé veturinn 1949-1950. F.v.: Garðar Jóhannesson, Svavar Gests og Þórir Jónsson. Ámi Isleifs við píanóið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.