Tíminn - 04.06.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.06.1983, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1983 Ínw V- •• v ■. s ss's sv^ • .•••:• ••• • •« ••.;.•.• • í --A •\v.;y; ggý >• ssv sv, ^VVSN -\<. 'WSX \ s **•>£*. sj zm+m ÍSiíiSS! <■ ■■ • mmm •í -$>m •■: ' • ::: :-.- ■<<<<: ■ Isabella, yzt til hægri með systur sinni og móðurinni, Ing rid Bergman Hryggknýtt sem barn - „Topp-módel“ í dag ■ Isabella Rosselini í dag. Ljósmyndafyrirsæta með 40 milljónir króna í árstekjur. ■ Sem barn var hún hryggknýtt, en í dag er hún ein tekjuhæsta Ijósmyndafyrirsæta í heiminum. Ferill Isabellu Rosselini kemur fram í þessari einu setningu. Þessi þrítuga mær hefur skrifað undir fimm ára samning hjá franska snyrtivörufyrirtæk- inu Lancome. Samningurinn tryggir henni livorki meira né minna en ca. 40 milljónir ísl. króna í árstekjur. Strax og sjúkdómur Isabellu var foreldrum Isabellu Ijós, þeim Ingrid Bergman og Ro- berto Rosselini, var strax farið að leita hcnni lækninga. Þau fóru frá lækni til læknis, frá sérfræðingi til sérfræðings, en sjúkdómurinn vék hvergi þótt hinum ýmsu aðferðum væri bcitt. Hryggjasjúkdómur þessi er mjög sjaldgæfur. Loks var þeim hjónum bent á frægan sérfræðing í Róm, dr. Scaglietti. Fóru þau með Isa- bellu til hans. Dr. Scaglietti sagði, að ef stúlkan yrði ekki skorin upp tafarlaust gæti farið svo að hún yrði kryppiingur. En uppskurðurinn cinn var ekki nóg, hún þurfti að ganga í gegnum ákveðna meðferð eftir uppskurðinn, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Með- ferðin var afar sársaukafull, en Isabella sýndi mikinn dugnað og þolinmæði í þessari erfiðu viðureign. Isabella var skorin upp fyrir 15 árum síðan og cnn þarf hún að gera ákveðnar æfingar til að allt fari ekki á sama veg. Látum hana eiga síðasta orðið: „Þegar fólk talar um sársauka þá veit ég við hvað það á. Þetta mun e.t.v. hjálpa mér til að hjálpa öðrum sem þjást. Allt fyrir frelsið ■ Frank Ross, 27 ára gamall, sat inni fyrir citurlyfjasölu. Eftir að hafa afplánað hluta af tíma sínum í fangelsi var hann látinn laus til að vinna ákveðið verkefni í skamman tíma. En hann vildi ekki aftur inn fyrir rimlana og faldist í íbúð systur sinnar í Harlem-hverfmu illræmda. Lögreglan komst þó fljótt að því hvar hann var. Þessar myndir sýna hvað gerðist næst. Ross reyndi að flýja út um gluggann þrátt fyrir að hann væri á 9. hæð. Lögrcglan náði þó að grípa í hann áður en hann lagði af stað niður eftir húsinu. Það má c.t.v. segja að hann hafi verið heppinn að þeir náðu honum. Rætt við Ríkarð Valtingojer myndlistarmann ■ í dag verður opnuð á Kjar- valsstöðum næsta sérstæð sýning mynda og Ijóða. Það er myndlist- armaðurinn Ríkharður Valting- ojer, sem hefur gert myndtil- einkanir við 14 Ijóð cftir 11 íslensk Ijóðskáld og safnað í möppu, sem seld verður í 60 eintökum og verða myndirnar til sýnis á Kjarvalsstöðum frá deg- inum í dag til 12. júní. Og ekki aðeins myndirnar heldur Ijóðin líka, því skáldin hafa handskrif- að Ijóðin við myndirnar og hvort tveggja síðan unnið í steinþrykk, ýmist í lit eða svarthvítu. Aðeins eitt Ijóðanna hefur birst áður og eitt skáldanna, Herdís Bene- diktsdóttir hcfur aldrei birt Ijóð eftir sig fyrr. Auk llerdísar eru skáldin sem eiga Ijóð á sýning- unni þessi: Baldur Óskarsson, Einar Bragi, Guðbergur Bergsson, Ingibjörg Haralds- dóttir, Sigfús Daðason, Sigurður A. Magnússon, Steinar Sigur- jónsson, Thor Vilhjáimsson, Þórarinn Eldjárn og Þorstcinn frá Hamri. „Ég kalla þessa möppu sam- ■ Ríkharður Valtingojer aldin, en það stendur í orðabók- inni að samaldin sé ávöxtur sem sé orðinn til úr mörgum fræjum," sagði Valtingojer þegar við hitt-' um hann þar sem hann var að undirbúa sýninguna. „Ég veit ekki til að bók hafi verið unnin í steinþrykk fyrr á Islandi, en ég man eftir því að fyrir alimörgum árum gáfu þeir Halldór Laxness og danski myndlistarmaðurinn Asker Jorn út eina af smásögum Laxness, Söguna af brauðinu dýra, unna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.