Tíminn - 13.11.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.11.1983, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 bækur Þess bera menn sár eftir Ragnar Þorsteinsson. Ný íslensk ástar- og örlagasaga. Komin er út hjá Hörpuútgáfunni á Akra- nesi ný íslensk skáldsaga eftir Ragnar Þor- steinsson. Haraldur og Karl voru æskuvinir og félag- ar, sem ólust upp við gjörólíkar aðstæður. Annar var sonur fátækrar verkakonu, hinn frá auðugu kaupmannsheimili. Báðir lögðu þeir hug á sömu stúlkuna. Þá skildu leiðir. í stað vináttu tóku undirferli og hatur völdin Gamalt leyndarmál snerti þá báða. leynd- armál einstæðrar móöur og auðugs athafna- manns. ÞfiSS BERA MENN SAR er ný íslensk ástar- og örlagasaga, raunveruleg en umfram allt spennandi. Bókin er 159 bls. Prentuð og bundin í prentverki Akraness hf. Káputeikningu gerði Kristján Jóhannsson. „Tóbías og vinir hans“, barnasaga eftir Magneu frá Kleifum Ut er komin hjá Iðunni barnasagan Tóbias og vinir hans eftir Magncu frá Klcifum. Sigrún Eldjárn myndskreytti. Þetta er sjálfst- sætt framhald sögunnar Tobías og Tinna sem út kom í fyrra. Áður hcfur Iðunn gefið út tvær sögur um krakkana í Krummavík eftir sama höfund. - Aðalpersónan í Tobías og vinir hans er lítill drengur, én hann á góða vini þar sem eru Sighvatur listmálari- og Tinna dóttir hans. Tobías og vinir hans er 112 blaðsíður. Oddi prcntaði. ONTREAL -Nýþjónusta i O TORONTO NEW YORK CHICAGO ■ PORTSMOUTH Umboðsmaður í Chicago í kjölfar góðrar reynslu af nýjum þjónustuhöfnum víða í Evrópu hefur Eimskip nú opnað fyrstu þjónustuhöfnina í Bandaríkjunum. Hún erstaðsett í hinni miklu flutningaborg Chicago, þar sem daglega koma og fara vörur fráog til landa um allan heim. Um leið höfum við bætt þjónustuna í Ameríkusiglingum enn frekar. Nú förum við reglulega til New York, Portsmouth og Halifaxog aukum hagræðinguna enn frekar með greiðara vörustreymi innan úr landi til sjávar. * lceland Steamship Company Ltd. c/o Lyons Inc. 1 st Joliet Road McCook, III. 60525 Tel.: (312) 442-6410 Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sími 27100 Málverkasýning Sigurður Haukur Lúðvígsson sýnirolíu- málverk og vatnslitamyndir í Skeifunni húsagagna- verslun Smiðjuvegi 6 Kópa- vogi. Sýningin hefst í dag laugardaginn 12. nóvember kl. 14.00. Sýningin verður opin á virkum dögum frá kl. 9-18, en laugardaga og sunnu- daga kl. 14-17. ^40-50%\ verðlækkun á leikspilum og tölvum Ársábyrgð á NINTENDO spilum Sendum í póstkröfu um land allt Hjá Magna Laugavegi15 Sími 23011 /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.