Tíminn - 13.11.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.11.1983, Blaðsíða 6
SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1983 „FÉKK ÞAB OÞVEGIB FYRSTA KVÖLDIД — segir Magnús Kjartansson, hljómsveitarstjóri á Hótel Sögu ■ „Fyrsla kvöldið fékk ég það sko óþvegið en átti samt alveg von á því. En þó kom mér á óvart hvað fulloröið fólk og fólk sem á að teljast fullþroska og hugsandi gat veriö dónalegt eins og litlir, feitir amerískir krakkar. Einn virtur ntaður hér í bæ, eldri maður, sagðist ætla að sjá til þcss að ég yrði ekki á Hótel Sögu lengi, liann hefði sambönd til að sjá um það“, sagði Magnús Kjartansson, tónlistarmaöurinn góðkunni, en liann hcfur nú tekið við hljómsveitarstjórn í Súlnasal Hótel Sögu af Ragnari Bjarna- syni, sem hafði verið þar í 20 ár á undan. Við Magnús hittumst á Gullna Hananum bráðhrcssir og fer spjall okkar hér á eftir. Þið máttuð nú alveg eiga von á einhverju i þessa veruna, ekki satt? „Jú, jú, mikil ósköp og við vorum vel brynjaðir gagnvart svona skotum. Ég skil vel að það geti farið í taugarnar á fólki er það sér svona ný andlit á Sögu, svo til fyrirváralaust. En það virðist oft vera þannig að þegar að eldra fólk sér unga hljóðfæraleikara standa uppi á sviði og leika tónlist, þá dæmir það hljóðfæraleikarana fyrirfram og segir að þetta séu bara hávaði og læti“, sagði Magnús. „Það lokar bara eyrunum og vill miklu frekar hlusta á Ragga Bjarna spila sama lag", „Við erum ekkert betri en hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, þess ágæta manns. Við erum einfaldlega öðruvísi." Er það ekki ykkar von í hljómsveitinni að yngra fólk taki að sækja Sögu? „Jú, vissulega. Málið er nefnilega það að ungir og aldnir geta svo auðveldlega skemmt sér saman. Spurningin er bara sú hvort báðir aldurshópar geti ekki sýnt hvorum öðrum umburðarlyndi. Eldra fólk vill fá gömlu dansana og kokkinn í klukkutíma. Svo spilar maður eitt nýtt popplag og þá verða sumir alveg vitlaus- ir. Það virðist sem unga fólkið sé miklu opnara fyrir tónlist. Það dansar við alla tónlist. Gildir þá einu hvort það er Kajagogo, Kokkurinn eða gömlu dans- arnir“, sagði Magnús. Og hvernig kanntu svo við þig á Sögu? „Ég er nú búinn að vera afar stutt, en líst ákaflega vel á það sem ég er búinn að sjá. Þett'a er kannski það sem maður heíur stefnt að í nokkur ár. Eftir að hafa spilað á píanó í rokki í 15 ár komst ég að því að níaður kunni bara að banka hljóma. Ég hugsaði því með sjálfum mér að þetta gengi ekki lengur. Fór einn góðan veðurdag niður í Naust og spurði hvort'ég gæti fengið að spila þar dinner- tónlist og fékk. Þá fann ég það út að það var það sem maður þurfti að kunna ef maður ætlaði að komast í fast starf á veitingahús“, sagði Magnús. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila fast á veitingahúsi. í 15 ár hef ég þvælst á milli dansleikjahúsa og má því segja að ég sé búinn að vera mátulega trúr mínum gömlu hugsjónum. Ég vil taka það fram að ég er afskaplega ánægður með hljómsveitina, góður andi ríkjandi þar sem og hjá öðru starfsfólki á Hótel Sögu. Einhugur er einnig ríkjandi hjá stjórnendum. Þegar allir hugsa svona þá hlýtur að vera gaman“. Er ekki allt annað að spila á Sögu en annars staðar? „Við vitum að Saga er vinsælasti staðurinn fyrir árshátíðir stórra fyrir- tækja og sambanda og þar með er komin hefð sem verður ekki breytt. Þetta þýðir það að við þurfum að vera með 2 hljómsveitir í einni og sömu hljómsveit- inni. Hljómsveitn er skipuð fjölhæfum tónlistarmönnum og er Vilhjálmur Guðjónsson kannski besta dæmið um það. Við björgum okkur í gegnum þetta en það má þó alltaf bæta og fyrir því er mikill vilji í hljómsveitinni. Stefna hljómsveitarinnar? „Að flytja vandaða og góða nútíma- iega danstónlist. Við trúum því að mikið af eldra fólki sé búið að fá leið á göntlu, óvönduðu trumsi. Það er ekki sanngjarnt að við hugsum sem svo: „Þetta fólk er komið yfir fertugt og þá spilunt við bara gömlu lögin og þau lágt". Það má ekki dæma fóik og segja að það sé hætt að hlusta á tónlist. Ég fer ekki í neinar grafgötur með það að við leggjum ekki síður ntikið upp úr því að vera með góð íslensk dægurlög, og þá er aiveg sama eftir hvern þau eru.það eru jú svo mörg góð íslensk dægurlög til.“ sagði Magnús. Hvað finnst þér um þróunina í dans- leikjabransanum? „Bransinn er ekki eins. Þróunin er mjög jákvæð. Nú eru að minnsta kosti starfandi 3 stórar danshljómsveitir í stórum veitingahúsum. Fleiri og fleiri fylgja fast á eftir. Það er greinilegt að langflestir vilja lifandi danstónlist á veitingahúsum." Nú eruð þið Björgvin Halldórsson búnir að spila lengi saman. Eg held það hafi komið nokkuð mörgum á óvart að hann skyldi ckki vera með þér í þessari hljómsveit á Sögu? „Við Björgvin eigum örugglega eftir að taka saman lagið síðar og það oftar en einu sinni. Menn hafa bara gott.af smáhvíld annað slagið. En fyrst og fremst erum við ekki alveg sammála um hvernig við viljum vinna svona hluti og með hvaða músíköntum. Fólk hefur mikið talað um það að Björgvin sé sjálfsagður arftaki Ragnars Bjarnasonar á Hótel Sögu. Ekki vildi ég sjá það rætast, hans vegna. Björgvin er það góður söngvari og það miklum talentum búinn, hann er búinn að fá á sig nóg af stimplum og einföldunum. Síðast en ekki sízt langaði mig mikið að spreyta mig í eigin nafni,“ svaraði Magnús. Snúum okkur að öðru. Hvað ertu að gera samhliða hljómsveitarstjórninni á Hótel Sögu? „Ég er tönlistarkennari í Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar og nemandi í blás- arakennaradeild Tónlistarskóla Reykja- víkur. Nú ég er hljómsveitarstjóri í Línu langsokk, rek ásamt konunni minni Videoleigu í Hafnarfirði. Loks hef ég verið að vinna með Revíuleikhúsinu. fyrir mig er þetta alveg nóg, ég kvarta ekki undan aðgerðarleysi". Varstu ekki að koma frá Svíþjóð? „Jú þar var ég að gera trúarlega plötu ásamt ágætu fólki. Það þýðir samt ekki að ég sé genginn í Fíladelfíu-söfnuðinn þó ég eigi marga góða vini þar. Ég hafði ofsalega gaman af að vinna þessa plötu.“ Hvað myndirðu ráðleggja ungum mönnum sem hyggjast feta hinn þrönga stíg tónlistarmannsins, popparans? Ekki ná allir settu marki. „Það er sov langt í frá að allir geti náð langt í þessum bransa. Ég hef séð marga hreinlega láta lífið út af tónlistinni. Kröf- urnar voru aðrar í gamia daga en þær eru í dag að því leytinu að hljóðfæraleikarar verða að taka þetta alvarlega, taka þetta sem fag. Af hverjum tuttugu sem vilja reyna að ná á toppinn, kemst í mesta lagi einn að. Ungir popparar þurfa að skilja það að það þarf að læra tónlist. Gera sér grein fyrir því að músík er meira en tíska sem kemur hverjú sinni. Sumir vilja kannski vera tískufyrirbrigði og þegar tískan er gengin yfir láta henda sér eins og tómri bjórdollu. Ungir menn eiga að fara í tónlistarskóla. Mezzoforte er lýs- andi dæmi. Þeir hefðu aldrei náð svona langt nema vegna menntunar sinnar. Frissi fór t.d. alltaf í tíma hjá Bjössa Thoroddsen. Nú er meira segja Þórður Árnason farinn að stúdera hjá Bjössa. Menn geta alltaf lært af hvor öðrum", sagði Magnús, Hvað hlustar þú helst á Magnús þegar þú setur plötu á fóninn? „Ray Charles, Bob James og Chopin. Einnig hlusta ég töluvert á sígildan jazz og auðvitað útvarpið. Ég bíð spenntur eftir nyju Rásinni. Svo á ég 13 ára gamlan strák sem er að læra á gítar hjá Birni Thoroddsen og í gegnum hann fylgist ég með hvað er að ske í dag. Hann treður á mig heyrnartóium og segir: „Finnst þér þetta ekki frábært?" Hver er þinn stærsti draumur? „Að skapa fjölskyldu minni öruggt og gott líf fyrst og fremst. En auðvitað leiðir maður oft hugann að metnaðarfull- um verkefnum. Sem stendur hef ég þó yfrið nóg að gera.“ Eitthvað að lokum? „Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar horfir björtum augum til framtíðarinnar þó ýmsu sé auðvitað enn ábótavant. Við erum ráðnir fram í maíbyrjun á næsta ári en ég vona svo sannarlega að sá samning- ur verði endurnýjaður, svo framarlega sem áhugi er fyrir því í hljómsveitinni. Ég vona að fólk tékki á okkur á Sögu og komi með jákvætt hugarfar. Síðasta laugardag var meira fólk í húsinu en hefur verið frá opnun þess. Fólk sem kemur á Sögu þarf ekki að hanga í reiðileysi", sagði Magnús Kjartansson stórpoppari að lokum. - Jól

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.